Alþýðublaðið - 25.01.1984, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 25.01.1984, Blaðsíða 2
2 —RITSTJORNARGREIN Samviskan og samhjálpin Fregnir herma að einhver hreyfing muni komin á samningaviðræður aðila vinnumark- aðarins og hafi forystumenn Alþýðusambands íslands og Vinnuveitendasambandsins haldið fjölmarga fundi fyrir luktum dyrum upp á síð- kastið I þeim tilgangi að fá málin á skrið. Er og ekki seinna vænna, að hilli undir nýja samn- inga fyrir launafólk, þvl I rauninni hefur allt launafólk veriö án kjarasamninga frá því í maí síðastliðnum, þegar ríkisstjórnin tók einhliða allastjórn kjaramála í eigin hendurog ráðskað- ist að Vild með þá samninga, sem í gildi voru. Þetta þýðir að um 8 mánaða skeiö hafa launa- menn nánast verið réttlausir með öllu. f fyrstu var samningsrétturinn formlega tekinn af þeim, en þeim mannréttindahömlum síðan af- létt undir lok ársins. En þótt alla fýsi í gerð nýrra kjarasamninga, sem verkafólk getur byggt á, þá skiptir auðvit- að meginmáli hvað slíkir samningar fela í sér. Lausatölur, sem eru á kreiki, um hugsanlegar kauphækkanir, gefa vart til kynna, að fulltrúar verkalýöshreyfingarinnar geti gengið hnar- reistir frá borði. Ekkert skal þó dæmt um þá hlið mála á þessum tímapunkti. H itt er íhugunarefni, hvort verkalýðshreyfing- in ætli einn ganginn til að semja um flatar pró- sentuhækkanir, sem eigi að ganga áalla línuna — upp alla kauptaxta. Það þýðir að þeir verst settu — láglaunafólkið — mun enn og aftur sitjaeftir. Eðaerþað hugmynd viðsemjendaað hið opinbera eigi sjálft að huga að kjarabótum til þeirra sem verst eru settir? Annars er það fyrir löngu orðið umhugsunar- vert hversu illa það gengur að sjá svo um að á íslandi þurfi fólk ekki að búa við fátækt. Hversu lengi hafa stjórnmálaflokkar, aðilar vinnu- markaðarins og fleiri og fieiri lýst yfir þeim vilja sínum, að allt veröi að leggja í sölurnar fyrir þá verst settu? Hver hefur svo framkvæmdin orð- ið, þegar til hefur átt að taka? Hafa aðstæður þeirra lægst launuðu batnað til mikilla muna vegnatalandi áhugavaldhafaum betrumbætur þeim til handa? Nei, sú hefur ekki orðið raun- in. Lítið sem ekkert raunhæft hefur gerst í mál- um láglaunahópanna. Þeir þurfa enn að hiröa þá mola sem af borðum hinna efnameiri kunna að detta. Sighvatur Björgvinsson fyrrum alþingismaö- ur gerir þessi mái að umræðuefni í kjallara- grein DV s.l. mánudag og vekur athygli á þeirri kenningu, að nú sé svo komið í islensku þjóð- félagi, aö meirihiuti landsmanna sé vel bjarg- álna og þurfi ekki að hafa áhyggjur af eigin vel- ferð. Þessi þróun hafi leitt til þess, að minni- hlutinn, hinir lakar settu, eigi mjög undir högg að sækja; meirihlutinn vilji engan bita kökunn- ar missa. Sighvatur segir m.a. ( grein sinni: „Á meðan fjöldinn var fátækur áttu fátækir sér von. Fjöldahreyfing fátæka fólksins sem sótti fram í nafni frelsis og réttlætis, hún útrýmdi ekki fátæktinni heldurfækkaði hinum fátæku. Eftir að fjöldinn hætti að vera fátækur á fátæka fóikió enga von. Meirihlutaviljinn í samfélag- inu er ekki lengur með því, heldur á móti þv(. Dæmin eru mýmörg. Verkalýðshreyfingin á ís- landi getur t.d. ekki komið sér saman um þá lágmarkskröfu, aðenginn búi við neyð, því slíkt „myndi raska umsömdum launahlutföllum.” Með öðrum orðum er meirihlutinn ( hreyfing- unni ófáanlegurtil þess aðtryggjafátækafólk- inu mannsæmandi lifibrauð nema launabilið haldist og þeir efnameiri fái a.m.k. jafnmikið.” Og Sighvatur segir einnig í DV-greininni: „Efnafólkið er komið í meirihlutaog sámeiri- hiuti notar lýðfrelsi og lýðréttindin til að festa yfirburði sína ( sessi á kostnað hins afskipta minnihluta.” Hér er kveðinn upp harður dómur. Er meiri- hluti íslensku þjóöarinnar orðinn svo sam- viskulaus og sviptur öllu því er nefnt hefur ver- ið samúð og samhjálp, að hann láti sér (léttu rúmi liggja, þótt meðbræður hans þoli skort, ef aðeins að hann sjálfur hafi sitt á þurru? Því verður vart trúað, þótt ýmislegt bendi því miður til að öfugþróun af þessu tagi eigi sér stað í samfélagi okkar. Með öllum tiltækum ráðum verður að snúa við á slíkri óheillabraut. Við ís- lendingar búum í harðbýiu landi, þar sem sam- vinna og samstaða er grundvöllur allra fram- fara. Og hvort heldur þjóðin er ( sókn til fram- fara og bættra lifskjara eða ( tímabundinni varnarstöðu vegna efnahagsþrenginga, þá skulum við ekki gleyma því að engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn. Við höfum skyldum að gegna hvert gagnvart öðru. Þær skyldur skapa okkur líka réttindi. Þrátt fyrir tímabundna erfiðleika, þá er íslenska þjóöin það vel sett, aö allir íslendingar eiga að geta búið viðörugga lífsafkomu. Þaðáekki neinn að þurfa að búa við sultarkjör, ef réttlátlega er skammtað þeim þjóðarverðmætum, sem til skiptanna eru. Þetta er vert að hafa I huga, nú þegar samn- ingaviðræður um kaup og kjör standa sem hæst. Það má hreinlega ekki gerast einu sinni enn, að láglaunahópar sitji eftir á köldum klaka, án nokkurra raunverulegra kjarabóta. Slíkt getur enginn haft á samviskunni. - GÁS. Nám og 4 son, rektor Kennaraháskóla íslands, ávarp, Nína Baldvinsdóttir kenn- ari setur fundinn og nemendur í uppeldisfræði við Háskóla íslands ræða um verkefni, sem þeir hafa unnið, um „menntun í þágu friðar“ Á laugardagskvöldið verður opið hús í Þingholti á vegum friðarhreyf. ísl. kvenna, kl. 20:30 þar sem öllum gefst kostur á að hitta Evu, Magne og Birgittu að máli yfir kaffibolla. Sunnudaginn 29. janúar kl. 17:00 verður dagskrá á vegum Friðarsam- taka Listamanna í Norræna hús- inu. Leikarar úr L.R. flytja atriði úr Gísl, Eva mun flytja erindi og Bir- gitta syngja. Gísli Magnússon og Gunnar Kvaran leiká samleik, Karlakór Reykjavíkur syngur og Anna Kristín Þórarinsdóttir les Ijóð. „Við vonumst til að sjá alla þá er starfa að uppeldismálum á stofn- fundinum, og að sem flestir noti sér tækifæri til að hlusta á og spjalla við gestina okkarf’ segir í frétt frá samtökunum. Magnús 1 um ekki séð ástæðu til að hætta við- ræðumþ svaraði hann. „Það lýsir ef til vill stöðunni hvað best. Þessi mál ganga hægt fyrir sig, enda marg- flókin og margs að gæta. En það er við mikinn vanda að etja og því vart hægt að ætlast til þess að samning- ar takist svo fljótt sem öllum líkar“ — En hvað um þær tölur, sem nefndar hafa verið í blöðum — strax 5% hækkun og síðar á árinu 6—8*%; eru þetta hugsanlegar töl- ur, sem þið hjá VSÍ gætuð skoðað sem umræðugrundvöll? „Það er gjörsamlega út í hött að nefna tölur svona út í bláinn og raunar fádæma ábyrgðarleysi hjá fjölmiðlum að gera þetta. Það er auðvitað útilokað að taka svona tölur og kippa þeim úr samhengi við allar forsendur og kringum- stæður og Segja þær góðar eða vondar. Það verður að vega og meta alla þætti kjara- og efnahagsmál- anna og kjarasamningar verða ekki gerðir á einhverjum tölum hang- andi í lausu loftiþ sagði Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Tilkynning frá Fiskifélagi íslands til allra fiskkaupenda og útgeröarmanna. í lögum nr. 55 frá 1941 og nr. 10 frá 1983 eru taldir upp þeir aðilar sem skylt er að senda Fiskifélaginu skýrslur,þar á meðal eru allir fiskverkendur, fisksalar og fisk- útflytjendur. Áríðandi er að Fiskifélaginu berist þess- ar skýrslur svo fljótt sem auðið er eftir hvermánaðamót og þærséu rétt útfylltar í samræmi við fisktegundir, vigt og gæði. Eyðiblöð til skýrslugerðar fást hjá félag- inu. Fiskifélag íslands Styöjið mannréttindabaráttu í El Salvador og Miö-Ameríku Við söfnum fé til barnahjálpar í Mið-Ameríku Mannréttindanefnd El Salvador Greiða má inn á spb. 101-05-16500 Landsbanka íslands DEILDARFULLTRÚI Reykjavíkurborg óskar eftir að ráða deildarfulltrúa við Breiðholtsútibú Félagsmálastofnunar, Asparfelli 12. Félagsráðgjafamenntun og a.m.k. 3ja ára starfsreynsla áskilin, reynsla af stjórnunarstörfum æskileg. Starfs- kjör samkvæmt kjarasamningum. UpplýsingarveitirGuðrún Kristinsdóttiryfirmaður fjöl- skyldudeildar í síma 25500. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum umsóknareyðublöðum, sem þarfást, fyrirkl. 16.00, mið- vikudaginn 15. febrúar 1984. Hvað gerðist í Osló Þeir sem hafa áhuga á að vita þaö mæta á skemmtikvöld F.U.J. í Reykjavík 28. jan. næst- komandi kl. 21. að Hverfisgötu 106 A. Þeim forvitnu er ráðlagt að mæta tímanlega. Stjórnin. F.U.J. félagar athugið Félagsfundur F.U.J. í Reykjavík verður haldinn fimmtudaginn 26. jan. næstkomandi kl. 20.30. að Hverfisgötu 106 A. Dagskrá fundarins verður á þá leið að Kjartan Jó- hannsson kemur á fundinn og ræðir við félaga. Inntaka nýrra félaga, og að lokum verður blaða- útgáfa félagsins rædd. Stjórnin.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.