Alþýðublaðið - 25.01.1984, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 25.01.1984, Blaðsíða 4
alþýóu- ■ n hT'TT'M Miövikudgur 25. janúar 1984 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhannes Guðmundsson. Stjórnmálaritstjóri og ábm. Guðmundur Árni Stefánsson. Blaðamaður: Friðrik Þór Guðmundsson. Auglýsingastjóri: Helma Jóliannesdóttir Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir. Kitstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 38, Reykjavík, sími 81866. Setning og umbrot: Alprent hf. Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent, Síðumúla 12. Áskriftarsíminn er 81866 Fangaverðir og verkstjórar Horseröd-fangelsisins: Vilj a ekki Glistrup! Yfirmaður Horseröd fangelsis, fangelsisverðirnir 102 þar og verkstjór- ar stofnunarinnar hafa ritað yfirvöldum í Danmörku bréf þar sem þeir fara fram á að ef Glistrup verður aftur sviptur þinghelgi verði hann ekki sendur til þeirra aftur. Mikil ólga rikir í fangelsinu eftir kæru Glistrups á hendur átta fangavörð- um fyrir ofbeldi og landráð. Verkstjórar fangelsisins segja að umtalið hafi haft neikvæð áhrif á vinnumóralinn hjá föngunum og skapað úlfúð. Yfir- maður fangelsisins, Erik Christensen tekur undir kröfur fangavarðanna og telur ekki fært að Glistrup dveljist í opnu fangesli. Glistrup er ekki vinsœll maður í Horseröd fangelsinu eftir að hann kœrði stjórnendur þarfyrir landráð og ofbeldi. Til vinstri eru formaður og varaformaður fangelsisvarðanna: Við viljum ekki sjá Glistrup hér aftur... Henry Kissinger Steingrímur segir í DV að hann gæti samþykkt tölur úr leyniviðræðum VSÍ og ASi meö ákveðnum skilyrðum. Hvenær í andsk. voru þau bráðabirgðalög getin út, að Steingrímur yröi að blessa alla kjarasamninga sem gerðir væru í landinu og setja fingrafarið sitt á þá? Meirihluti Bandaríkjamanna:_ Á móti hernaðaraðstoð til hægri einræðisstjórna Meirihluti Bandaríkjamanna er á móti þeirri stefnu Reagan-stjórnar- innar að dæla fjármunum og her- gögnum í stórum stíl til hægri ein- ræðisstjórna í Mið-Ameríku. Þetta kom fram í nýlegri skoðanakönnun í Bandaríkjunum. Þessi könnun var gerð um það leyti, sem Kissingernefndin, sem fyrrum utanríkisráðherra USA, Henry Kissinger, veitti forstöðu, hafði lagt til að 8,4 milljörðum doll- ara yrði veitt til ríkja og ríkis- stjórna, í Mið-Ameríku, sem væru Bandaríkjastjórn hliðholl. Skoðanakönnun Harris-stofn- unarinnar leiddi hins vegar í ljós, að 67% þeirra Bandaríkjamanna, sem leitað var til, voru á móti tillögum Kissingernefndarinnar, en aðeins 25% þeim sammála. Þá kom einnig í ljós í könnun- inni, að 75% aðspurða voru ein- dregið á móti hækkun á hernaðar- stoð til hinnar illræmdu stjórnar í E1 Salvador, en stjórnvöld í Banda- ríkjunum ætla að hækka það fjár- magn sem renna á til beinnar hern- aðar aðstoðar úr 65 milljónum dollara í 176 milljónir. Aðeins 17% voru meðmæltir þessari hækkun. Þá voru 60% þeirra sem svöruðu andvígir fjárstuðningi til uppreisn- armanna í Nicaragua, sem velta vilja Sandinistastjórninni þar í landi. 25% fannst hins vegar það af hinu góða, að Bandaríkin styddu uppreisnaröfl, sem vildu koma á hægri einræðisstjórn þar á nýjan leik — a la Somosa. Það er því alveg ljóst að banda- rískur almenningur er allt annað en hrifinn af þeirri stefnu Reagans og fylgifiska að styðja og styrkja í sessi einræðisstjórnir í Mið-Ameríku, sem margar hverjar hafa orðið upp- vísar af grimmúðlegustu fólsku- verkum og hafa troðið á almennum mannréttindum fólks í þessum löndum. TASS fréttastofan of fljót á sér: ríkisráðherra Sovétríkjanna og Bandaríkjanna í Stokkhólmi á dögunum. Þegar TASS sagði frá umræðum á fundinum sl. miðvikudag rétt fyr- ir klukkan 19 að sovéskum tíma, þá var klukkan fimm í Stokkhólmi og „Takist í hendur“ lœtur Jan O. í Adresseavisen Olof Palme segja við Gromyko og Schultz á þessari teiknimynd. Sagði fréttir af viðræðum meðan þær stóðu yfir Hin opinbera sovéska fréttastofa, TASS, var heldur fljót á sér í síðustu viku og setti raunar hálfgildings met í fréttamiðlun, þegar hún greindi frá viðræðufundi Andrej Gromyko og George Shultz utan- Stofnfundur Samtaka um friðaruppeldi um næstu helgi: Nám og uppeldi rækti með fólki friðarvilja Dagana 27. lil 29. janúar koma góðir gesfir (il íslands í boði Sam- taka um friðaruppcldi og Norræna Hússins, en Samtökin verða form- lega stofnuð um þessa helgi. Eva Nordland, prófessor í upp- eldisfræði við Oslóar háskóla, flyt- ur erindi á stofnfundi samtakanna, sem haldinn verður laugardaginn 28. janúar í Norræna Húsinu og hefst kl. 13:00. Þar talar líka Magne Askeland, kennari og fulltrúi sam- takanna „Lærere for Fred“ í Noregi, og söngkonan Birgitta Grimstad syngur. Samtök um friðaruppeldi eru stofnuð til að vinna að alheimsfriði og afvopnun. Einkum ætla samtök- in að stuðla að því að nám og upp- eldi rækti með fólki friðarvilja, veki skilning á öðrum þjóðum og um- burðarlyndi, hvetji til alþjóðlegrar samvinnu. Við þetta starf skal hafa að leiðarljósi samþykkt Menning- armálastofnunar Sameinuðu þjóð- anna (UNESCO) frá 1974 um fræðslu til skilnings milli þjóða, samvinnu og friðar. Á fundinum flytur Jónas Páls- Framhald á 2. síðu fundur utanrikisráðherranna í full- um gangi ennþá. Það sem sovéska fréttastofan hafði ekki reiknað með var að fundur leiðtoganna stóð helmingi lengur en ætlað var — eða fimm klukkustundir í stað tveggja og hálfrar klukkustundar. En fréttastofan lét sig samt ekki muna um það, að segja í fréttinni, að bandaríski utanríkisráðherrann hefði hlustað illa og haft lítill skiln- ing á því er Gromyko hefði haft fram að færa. Þetta hafði sem sagt hin opinbera fréttastofa gefið sér fyrirfram og ekki hirt um að leita raunverulegra frétta um árangur af fundinum. Kannski afleiðingar þessa hafi verið þær, að Gromyko fremur en TASS fái orð í eyra vegna þessa máls, þ.e. að sovéski utanríkisráð- herrann hafi farið út af þeirri línu sem sovésk yfirvöld höfðu lagt fyrir fund fulltrúa risaveldanna. Að minnsta kosti fór eitthvað úr bönd- um hjá sovéska kerfinu í þetta sinn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.