Alþýðublaðið - 04.02.1984, Blaðsíða 2
2
Laugardagur 4. febrúar 1984
•RITSTJORNARGREIN'
55
Hann þarf ekki að greiða dagmömmu"
Alþýðublaöió skorar á Albert Guðmundsson, fjar-
málaráðherra, að sýna og sanna íslenskri jojóð, að
hann geti lifaö af 12.400 krónum á mánuði. I þessari
áskorun felst það, að hann greiði af þessari fjárhæð
öll almenn útgjöld, en ekkert umfram það. Hann
þyrfti að kaupa mat fyrir sig og sína, greiða hita og
rafmagn, síma, skatta og gjöld af öllu tagi og reka
bifreið. Honum verður ekki gert að greiða dag-
mömmu fyrir barnagæslu, né húsaleigu. Svo má
hann reyna að komast einu sinni til tvisvar í bíó og
kaupa eina flösku af hvannarót og nokkra vindla-
pakka af ódýrri gerð.
Þessi áskorun er borin fram vegna þeirrar yfirlýs-
ingar fjármálaráðherra, að innan fjárlagadæmisins
rúmist ekki launahæW<anir, er ýtt geti opinberum
starfsmönnum upp að launamörkum fátæktarinnar.
Það er f ráleitt að fjármálaráðherra geti borið því við,
að I fjárlögum hafi ekki verið gert ráð fyrir þvi, að lág-
markslaun gætu náð 15 þúsund króna markinu.
Þessi yfirlýsing fjármálaráðherra kemur eins og
skrattinn úr sauðarleggnum. Hún gengur þvert á öll
ummæli ráðherrans þess efnis, að hann hafi rikan
skilningáhögum láglaunafólks. Því til staðfestingar
hefur hann greint frá þröngum kjörum í æsku. Hann
hefur átt mikil og góö samskipti við launafólk i
Reykjavík, og þess vegna verður það enn óskiljan-
legra, aðhann skuli hafageðtil að bjóöa 12.400 krón-
ur í lágmarkslaun. Tuttugu og fimm prósent hækkun
félaga hans, Daviös Oddssonar, á gjöldum Hitaveitu
Reykjavikurhirðirdrjúgan hlutaaf þeirri launahækk-
un, sem fjármálaráðherra segist geta staðiö undir.
Svo mikið liggur við ( huga fjármálaráðherra, að
hann hefur hótað að segja af sér, ef farið veróur út
fyrir þann ramma, sem hann ákvað með fjárlaga-
gerðinni. Að vísu hefur hann áður hótað að segja af
sér, ef erlendar skuldir þjóðarinnar færu upp fyrir á-
kveðið mark. Því marki er nú náð, en fjármálaráð-
herra situr áfram. Vonandi gildir hið sama um launa-
markið.
Það er öllum mönnum Ijóst, að vandi rikissjóðs er
mikill, en staða hans verður ekki óviðráðanlegri þótt
lágmarkstekjur verði mióaðarvið 15 þúsund krónur.
Það hefði mátt, og má enn, leita leiða til að bæta
honum það tjón, sem fjármálaráðherra telur, að
sjóöurinn verði fyrir, ef 15 þúsund króna lágmarks-
laun verða að veruleika.
Fjármálaráðherra er ekki raunsær I mati sínu á
þessu máli, og hann verðurekkert minni maöurfyrir
aðviðurkennaþað. Forsætisráðherraog iðnaðarráð-
herra hafa áttað'sig á staðreyndum málsins.
- ÁG -
Viö eigum landinu skuld aö gjaldaí
Ferðamálaráð íslands hefurákveðið, aðefnatil her-
ferðar fyrir bættri umgengni við náttúru iandsins.
Þetta er verðugt verkefni, sem flestir þyrftu að sýna
áhuga. Vaxandi ferðamannastraumur til íslands og
, aukin umferð um hálendiðog viðkvæmagróðurreiti,
veldur því, að betur þarf að vera á varðbergi en
nokkru sinni fyrr.
í ávarpi Ferðamálaráðs vegna þessa átaks segir
meðal annars, að á siðustu áratugum hafi islenskri
þjóð orðið æ Ijósara, aö hún á landi sínu skuld að
gjalda. Myndarleg afborgun hafi verið greidd með
þjóðargjöfinni til landgræðslu og þvi yfirlýsta
stefnumiði, að koma gróðri í það horf, sem var, þegar
land var numið. En það séu margar afþorganir eftir
þótt eilítið hafi saxast áskuldina.
Pá er minnt á, að ýmis tækni nútímans valdi því, að
aldrei hafi verið jafn nauðsynlegt að snúast til varn-
ar og einmitt nú. Með bættum og auknum bilakosti
eigi fleiri og fleiri þess kost að ferðast um landið,
einkum hálendiö, þar sem eru viðkvæmustu gróður-
reitirnir og fegurst náttúra. Bættar samgöngur milli
íslands og umheimsins fjölgi til muna erlendum
ferðamönnum, sem til landsins koma á eigin fafar-
tækjum. Þá hafi tæknin fært manninum margvisleg
þægindi í formi útbúnaóar og umbúða, sem nær
undantekningalaust sé gert úr efnum, sem ekki eyð-
ist. Ekki þurfi annað en að benda á fjörur í nágrenni
þéttbýlis, svo menn átti sig á hve mikil vandamál hér
séu áferðinni. Þjóðin verði að snúast til varnargegn
skemmdarverkum áeigin landi. Hún verði að koma
í veg fyrir, að hjólbaröar risti sundur gróðurreiti og
grastorfur, hún verði að hafna því að vegir um há-
lendið verði varðaðir gler- og plasthrúgum og að
plastdúkar og brúsar bregöi annarlegum lit á lyng
og móa. Þjóðin verði að afneita þeirri ómenningu, að
vegir og opin svæði verði ruslatunnur, og vegaskilti
skotmörk.
Alþýðublaðið tekur eindregið undir þessi sjónar-
miöog hveturtil aukinnar baráttu fyrirnáttúruvernd.
Þótt snjór hylji nú jörð, er timabært að undirbúa
sumarstörfin, ogþettaereitt af þeim mikilvægustu.
Blaðið skorar á íslendinga að taka þátt I þeirri bar-
áttu, sem Feröamálaráð hefur nú haft forgöngu um.
— ÁG -
Bankar 4
síðustu viðskiptavinina. Þannig
tapaði bankakerfið meira en þrem-
ur milljörðum á vafasömum
karakterum í bísnis á síðasta ári, en
nú gera þeir sér vonir um að tapið
verði minna á þessu ári, þar sem
atvinnurekstrargrundvallarræfill-
inn er víst við að finnast.
Bankastjórar eru því harla glaðir
þessa stundina í Danmörku, ekki
síst þar sem því er spáð að þeir megi
enn búast við blómum í haga á
þessu ári. Einnig er þetta talið geta
haft í för með sér að peningastofn-
anir sameinist til að mynda stærri
rekstrareiningar og er spáð nokkr-
um slíkum á þessu ári. Það verður
því hugsanlega ein afleiðingin að
bankavaldið hjá Dönum færist á
færri hendur en nú er.
Árni á 4
skömmu eftir að það uppgötv-
aðist að sonur hans hafði stund-
Útboð
Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í gerð
fyrsta áfanga Norðurlandsvegar um Eyjafjarðar-
leirur. Helstu magntölureru eftirfarandi:
Fylling 46.000 m3.
Grjótvörn 15.000 m3.
Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 1. nóv.
1984.
Útboðsgögn verða afhent hjá aðalgjaldkera Vega-
gerðar ríkisins, Borgartúni 5, 105 Reykjavík og á
skrifstofu Vegagerðar ríkisins, Miðhúsavegi 1,
600 Akureyri, fráog með mánudeginum 6. febrúar
nk. gegn 2.500 kr. skilatryggingu.
Fyrirspurnirásamt óskum um upplýsingarog/eða
breytingar skulu berast Vegagerð ríkisins skrif-
lega eigi síðar en 13. febrúar.
Gera skal tilboð í samræmi við útboðsgögn og
skila í lokuðu umslagi merktu nafni útboðs til
Vegagerðar ríkisins, Borgartúni 7, Reykjavík eða
Miðhúsavegi 1, Akureyri fyrir kl. 14.00 hinn 20.
febrúar 1984 og kl. 14.15 sama dag verða tilboðin
opnuð á þeim stöðum að viðstöddum þeim bjóð-
endum, sem þess óska.
Reykjavík, í janúar 1984.
Vegamálastjóri
Alþýðuflokkurinn Garðabæ
Félagsfundur verður haldinn mánudaginn 6. febrúar
klukkan 20.30.
Fundarefni:
1. Karl Steinar Guðnason skýrir frá gangi samninqa-
viðræöna.
2. Önnur mál.
Stjórnin
að njósnir f yrir Sovétríkin árum
saman. Þorsteinn Treholt er
virtur maður í Noregi, framá-
maður í Verkamannaflokknum
áður fyrr og landbúnaðarráð-
herra í eina tíð. Hann varð fyrir
miklu áfalli, þegar fregnin barst
honum. Hann átti erfitt um
mál, þegar hann talaði við
blaðamann Arbeiderblaðsins,
tilfinningarnar yfirbuguðu orð-
in, en hann hafði ekki látið
bugast. Fjölskyldan hafði orðið
fyrir þungu áfalli.
Þorsteinn sagði í viðtalinu við
Arbeiderbladet, að sonur sinn Arne
hefði aldrei haft aðgang aðgögnum
ríkisstjórnarinnar á þeim tíma sem
hann, þ.e. Þorsteinn Treholt var
landbúnaðarráðherra. Þorsteinn
var langbúnaðarráherra á árunum
1971—72 og frá 1973—76. Hann er
nú kominn á eftirlaun og ekki leng-
ur áhrifamaður i flokki norskra
jafnaðarmanna.
Það var verjandi Arne Treholt
sem hringdi í Þorstein skömmu eft-
ir að Arne var handtekinn og sagði
honum frá því sem gerst hafði.
Öryggislögreglan hafði ekki haft tal
af honum en Þorsteinn hafði hringt
til tengdadóttur sinnar til að ræða
málin.
„Þetta var eins og sprengja. Ég
vissi nákvæmlega ekki neitt. Aldrei
hefur nokkuð komið upp á yfir-
borðið, sem gæti gefið þetta til
kynna, hvorki í þeirri ríkisstjórn
sem ég gegndi embætti í eða síðarþ
segir Þorsteinn.
Þorsteinn var spurður hvernig
það mátti vera að hann fékk ekki
neina vitneskju um hvað var að ger-
ast, því nokkrir helstu menn í ráðu-
neytinu á þessum tíma hefðu fengið
vitneskju um þennan grun.
„Ég fékk aldrein neinar upplýsing-
ar. En ég fór úr stjórninni í janúar
1976“
Þá var hann einnig spurður hvort
hann hefði ekki orðið var við neitt
grunsamlegt allan þann tíma sem
hann bjó hjá syni sínum á þeim
tíma sem hann gegndi ráðherraem-
bætti.
„Nei, á þeim tíma var Arni mjög
upptekinn af ástandinu í Grikk-
landi og það voru stöðugt Grikkir á
heimili hans. Fyrir utan þá vissi ég
ekki af öðrum samböndum við út-
lendinga,“ segir hann.
Mjög náið var með þeim feðgum.
Arne var sá eini af börnum Þor- vandamála í persónu eða lífi Arne
steins, sem ætlaði greinilega að feta Treholts sem skýrt gætu njósnir
í fótspor stjórnmálamannsins. hans fyrir Sovétmenn.
Þorsteinn var að lokum spurður „Nei, ekki get ég gert mér grein
hvort hann þekkti til einhverra fyrir þvíþ sagði hann.
Allsherjaratkvæðagreiðsla
Ákveöið hefur veriö að viðhafa allsherjaratkvæða-
greiðslu við kjör stjórnar og trúnaðarmannaráðs
fyrir árið 1984.
Tillögur skulu vera um: Formann, varaformann,
ritara, gjaldkera, þrjá meðstjórnendur og þrjá til
vara. Tólf trúnaðarráðsmenn og átta til vara. Tvo
endurskoðendur og einn til vara.
Tillögum, ásamt meðmælum hundrað full-
gildra félagsmanna, skal skila á skrifstofu félags-
ins, Skólavörðustíg 16, eigi síðar en kl. 11 fyrir há-
degi mánudaginn 13. febrúar 1984.
Stjórn Iðju, félags verksmiðjufólks.
Tölvudeild Sambandssins óskar eftir að ráða í
eftirfarandi störf:
Kerfisforritari (System programmer)
Við leitum eftir starfsmanni með reynslu í kerfis-
forritun eða próf í tölvunarfræði eða sambæri-
lega menntun.
Kerfisfræðingur
Við leitum eftir starfsmanni með reynslu í kerfis-
setningu eða próf í viðskiptafræði eða sambæri-
lega menntun.
Tölvudeildin býður upp á góða aðstöðu og fjöl-
breytilegt starf. Við höfum yfir að ráða IBM 4341,
S/34 og 5280 tölvur.
Umsóknarfrestur um ofangreind störf til 13.
febrúar n.k. Umsóknareyðublöð fást hjá starfs-
mannastjóraSambandsins, Sambandshúsinu við
Sölvhólsgötu og skal skila umsóknum þangað.
Upplýsingar um störf gefurforstöðumaðurTölvu-
deildar Sambandsins.
SAMBAND ÍSL.SAMVINNUFÉIAGA
STARFSMANNAHALD