Alþýðublaðið - 09.02.1984, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 09.02.1984, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 9. febrúar 1984 3 Minning Guðmundur Ragnar Oddsson Fæddur 17. janúar l896 — Dáinn 1. febrúar 1984 Reykjavík 1958. Ég sat í nefndinni fyrir FUJ í Reykjavík og hélt fast fram ungunt mönnum á framboðs- listanum. Guðmundi þótti strákur- inn baldinn en kunni vel að meta málafylgju meira. Síðan áttum við eftir að starfa saman í mörgum stjórnum og nefndum Alþýðu- flokksins í Reykjavík. Eftir því sem ég kynntist Guðmundi betur mat ég hann meira. Hann var aldrei að skafa utanaf hlutunum. Hannsagði ávallt meiningu sína umbúðalaust hvort sem það lét vel í eyrunt eða ekki. Aldrei hugsaði hann um eigin hag í flokksstarfinu. Guðmundur rak Alþýðubrauð- gerðina af miklum dugnaði. Hann var forstjóri fyrirtækisins en var mættur á hverjum morgni fyrir all- ar aldir urn leið og bakararnir. Fóru margar sögur af dugnaði Guð- mundar í Alþýðubrauðgerðinni. Ég þakka Guðmundi samfylgd- ina og votta aðstandendum hans sarnúð ntína vegna fráfalls hans. Drottinn blessi minningu hans. Björgvin Guömundsson. Samgönguráðuneytið: Nefnd um fram- kvæmdir í flugmálum í dag er kvaddur Guðmundur R. Oddsson bakarameistari og fyrrum forstjóri Alþýðubrauðgerðarinnar. Guðmundur var innfæddur Reykvíkingur, fæddur hinn 17. janúar 1896 og var því 88 ára að aldri er hann lést. Aðeins 14 ára gamall hóf hann nám í bakaraiðn og valdist fljótlega til forystu og trúnaðar í iðngrein sinni. hann varð yfirbakari í Alþýðubrauðgerðinni 1920 og tók við forstöðu hennar áratug síðar. Því starfi gegndi hann allt til 1978 er starfsemin var lögð niður, eða í næstum hálfa öld. Alþýðubrauðgerðin, sem Guð- mundur helgaði starfskrafta sina í svo ríkum mæli, var framtak at- hafnasamra manna á tímum styrj- aldar og óðaverðbólgu til þess að mæta neyð alþýðttfólks. Þegar svarf að, sáu þeir enn betur en áður hve hátt brauðverð var alþýðu- heimilinum þungt í skauti. Tekin voru upp ný og hagkvæm vinnu- brögð og verð á brauðum lækkað. Alþýðubrauðgerðinni tókst þannig ætlunarverk sitt. Síðar fetuðu aðrir í fótsporin. Þetta var merkilegt átak hugsjónamanna, sem ekki má fyrn- ast og hlutur Guðmundar í því var mikill. Guðmundur var enda mjög traustur og dugandi stjórnandi og með afbrigðum ósérhlífinn. Jafnframt bakaraiðninni og for- stöðu Alþýðubrauðgerðarinnar gegndi Guðmúndur margvíslegum félagsmálastörfum. Hann vár m.a. formaður Bakarasveinafélags ís- lands og varaformaður og heiðurs- félagi í Landsambandi bakara- meistara. Hann sat í bankaráðum Landsbankans og Iðnaðarbankans. Og hann var um hríð bæjarfulltrúi í Reykjavík fyrir Alþýðuflokkinn. Guðmundur gekk ungur til liðs við jafnaðarstefnuna og var einn af frumherjum Alþýðuflokksins. Hann sat í miðstjórn flokksins frá 1924 og í um fjóra áratugi og var síðan kosinn heiðursfélagi Alþýðu- flokksins. Alla tíð var Guðmundur trölltryggur jafnaðarmaður og raunsannur máttarstólpi flokksins, bæði í sókn og vörn. Hann trúði á hugsjónina, stefnuna og starf flokksins án þess að sækjast eftir því að vera í fremstu víglínu. Hann var einn af þessum ómetanlegu atorkumönnum, sem stóð fast að baki forystunnar á hverjum tíma og hverjir sem þar voru, allar götur frá Jóni Baldvinssyni og þar til heilsan þraut fyrir nokkrum árum síðan. Hann var hinn trausti trúnaðar- maður þeirra sem til forystunnar völdust. Slíkt var þeim og flokkn- um ómetanlegt, enda var oft leitað liðsinnis og ráða hjá Guðmundi. Traustleiki, áreiðanleiki, festa og atorka voru einkenni Guðmundar. Sumum fannst hann hafa harðan hjúp, en það var aðeins á ytra borði. Hann var einkar hjálpsamur, mild- ur og góðviljaður. Það fengu marg- ir að reyna. Eiginkona Guðmundar var Oddfríður Steinunn Jóhannesdótt- ir, sem lést 6. ágúst 1976. Þá missti Guðmundur mikils og fljótlega upp úr því fór heilsunni að hraka. Hin seinustu árin háði Guðmund langa og erfiða hildi við heilsubrest sinn. Þegar Guðmundur er nú kvadd- ur er öllu Alþýðuflokksfólki inni- legt þakklæti efst í huga fyrir sam- veruna og mikið og óeigingjarnt starf í þágu flokksins og íslenskrar alþýðu fyrr og síðar, í flokknum og brauðgerðinni. Ég flyt aðstandend- um öllum innilegar samúðarkveðj- ur mínar og Alþýðuflokksins á brottfararstund þessa ágæta heiðursfélaga okkar. Kjartan Jóhannsson. Guðmundur R. Oddsson andað- ist í Borgarspítalanum 1. febrúar síðastliðinn eftir stutta legu. Fyrir nokkrum árum, haustið 1978, fékk hann áfall sem batt hann við hjóla- stól það sem eftir var ævinnar. Þessi hreyfilömun hlýtur að hafa verið Guðmundi sérstaklega þungbær, því sjaldan hef ég kynnst manni sem hafði aðra eins orku til að bera sem hann, enda urðu vinnustundir hans margar um ævina. Guðmundur hóf snemma nám í iðn þeirri sem hann hafði valið sér, en það var bakaraiðn, og mun hann þá hafa verið fjórtán ára gamall. í fyrstu vann hann hjá Sveini M. Hjartarsyni sem lengi hafði brauð- gerð í Vesturbænum, en við stofnun Alþýðubrauðgerðarinnar var hann beðinn um að taka að sér verkstjórn þar. Að stofnun Alþýðubrauðgerðar- innar stóðu verkalýðssamtökin í bænum, og var markmiðið að selja brauðvörur á sem lægstu verði. Ég hygg að þetta hafi fallið vel að hugmyndum Guðmundar, því að snemma skipaði hann sér í raðir þeirra er báru hagsmuni verkafólks framar öllu fyrir brjósti. Á árinu 1930 gerðist Guðmundur forstjóri Alþýðubrauðgerðarinnar og gegndi því starfi þar til hún hætti starfsemi árið 1978. Guðmundur var mikils virtur af starfsbræðrum sínum, var m.a. for- maður Bakarasveinafélags íslands, sat í stjórn Sultu- og efnagerðar bakara og var að lokum gerður að heiðursfélaga Landssambands bak- arameistara. Guðmundur R. Oddsson var ein- lægur Alþýðuflokksmaður og átti sæti í miðstjórn Alþýðuflokksins um 40 ára skeið, eða frá árinu 1924. Á hátíðarfundi þegar Alþýðuflokk- urinn hélt 70 ára afmæli sitt hátíð- legt var Guðmundur gerður að heiðursfélaga. Hann hafði gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn og var kosinn bæjarfull- trúi fyrir hann og sat í bæjarstjórn árin 1934 til 1938. Hann átti sæti í stjórn Alþýðuflokksfélags Reykja- víkur og í stjórn Verkamannafé- lagsins Dagsbrúnar. Guðmundur átti einnig sæti í bankaráði Lands- bankans og síðar í bankaráði Iðn- aðarbankans. Öll sín störf rækti Guðmundur af mikilli alúð og dugnaði. Vinnudag- urinn var oft langur enda hefja bakarar allra manna fyrstir vinnu sína á morgnana og var Guðmund- ur þar engin undantekning. Hann var vanur að vinna að brauðgerð á morgnana og fram til hádegis, en vann síðan ýmist í bakaríinu eða að skrifstofustörfum og hætti ekki fyrr en um kl. 6 eða 7. Eitt sinn er ég spjallaði við hann spurði ég, hvort hann væri ekki þreyttur eftir svo langan vinnudag. Hann svaraði því til að nú orðið mætti hann ekki til vinnu fyrr en kl. átta að morgni og þætti sér það mikill munur. Hann mun hafa verið um sjötugt þegar við áttum þetta viðtal. Það var helst að sumri til að Guð- mundur tók sér frí frá störfum. Hann átti sumarbústað austur við Iðu, þar sem hann dvaldist þegar tími leyfði. Þar stundaði hann lax- veiði, en hann var einkar laginn lax- veiðimaður. Dvölin við Iðu var Guðmundi dýrmæt, sér í lagi þegar ástvinir hans voru þar með honum. Oft sagði hann mér frá því þegar hann var að fást við einhver verkefni þar eða glíma við „þann stóra“. Það var um haustið 1978, þegar Guðmundur var að ganga frá sum- arbústaðnum fyrir veturinn, að hann fékk áfall það, sem lamaði þennan þrekmikla mann. Mátti hann þá ekki lengur njóta þeirrar ánægju sem útivistin þar veitti hon- um. Foreldrar Guðmundar voru Odd- ur formaður Jónsson og Guðrún Árnadóttir, sem iengst munu hafa búið að Brautarholti í Reykjavík. Guðmundur kvæntist Oddrúnu Steinunni Jóhahnsdóttur 6. októ- ber 1917, en hún andaðist 6. ágúst 1976. Eignuðust þau tvö börn, Helgu sem nú er látin og Hörð bakarameistara. Þau tóku að sér sem son sinn Helga Ágústsson, sendiráðsfulltrúa. — Guðmundur hafði mikið yndi af barnabörn- unum. Með þessum fáu orðum kveð ég mann sem ég dáðist að fyrir dugnað sinn og einbeitni í skoðunum um leið og ég sendi vandamönnum hans innilegustu samúðarkveðjur. Hvíli hann í friði. Baldvin Jónsson í dag verður til moldar borinn Guðmundur R. Oddsson fyrr- verandi forstjóri Alþýðubrauðgerð- arinnar h.f. Guðmundur var alla tíð ntikill jafnaðarmaður og einn af traust- ustu leiðtogum Alþýðuflokksins í Reykjavík. Hann var ætið boðinn og búinn til að vinna fyrir Alþýðu- flokkinn og taldi ekki eftir sér þær stundir, er hann varði í þágu flokks- starfsins. Ég átti því láni með að fagna að vinna með Guðmundi R.Oddssyni í Alþýðuflokknum í Reykjavík um langt skeið. Var það rnjög ánægju- legt. Guðmundur var dugnaðar- forkur og mjög hreinskiptinn. Leiðir okkar lágu fyrst saman í uppstillinganefnd Alþýðuflokksins vegna borgarstjórnarkosninga í Samgönguráðuneytið hefur skip- að nefnd til að vinna að tillögugerð um íramkvæmdir í flugmálum. í nefndinni eiga sæti, Birgir ísleifur Gunnarsson alþingismaður, sem jafnframt er formaður nefndarinn- ar, Andri Hrólfsson stöðvarstjóri, Garðar Sigurðsson alþingismaður, Ragnhildur Hjaltadóttir deildar- stjóri og dr. Þorgeir Pálsson verk- fræðingur. Verkefni nefndarinnar eru sem hér segir: Nefndin semji áætlun um al- menna flugvelli, sem taki til fram- kvæmda við flugbrautir, öryggis- tæki, tækjageymslur, flugskýli og flugstöðvar. Sérstaklega skal hugað að mögu- leikum á lagningu bundins slitlags á flugbrautir og flugvélastæði. Nefndin skal gera áætlun um upp- byggingu sjúkraflugvalla, m.a. með tilliti til þess að sett verði á þá bund- Parkinsonsam tökin: PARKINSONSAMTÖKIN Á ÍSLANDI (félag til styrktar Parkin- sonsjúklingum) heldur sinn fyrsta almenna félagsfund fyrir Parkin- sonsjúklinga og aðstandendur þeirra í húsi Sjálfsbjargar, Hátúni 12, á 2. hæð, næstkomandi laugar- dag klukkan 2 e.h. Á dagskrá fundarins eru almenn- ar umræður um framtíðarstarf fé- lagsins sem Hulda Guðmundsdótt- ir, varaformaður félagsins stjórnar og erindi Gunnars Guðmundsson- ar, prófessors, um eðli Parkinson- sjúkdómsins. Á staðnum verður boðið upp á veitingar. Þar sem þetta er fyrsti almenni félagsfundurinn væri mikilvægt að sem flestir sem hafa þennan sjúk- dóm og aðstandendur Parkinson- sjúkiinga komi til fundarins og geti tekið þátt í mótun starfseminnar frá upphafi. Parkinsonsjúklingar og aðstandendur þeirra úti á lands- byggðinni eru beðnir að koma á fundinn eða láta skrá sig í félagið í síma 23697, 36616 eða 24162. For- ið slitlag. Við samningu þessarar áætlunar verði lögð áhersla á flugvöllinn á Egilsstöðum og flutning flugbraut- ar þar. Éinnig skal gerð ítarleg áætlun um uppbyggingu nýrrar flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli og tekið mið af því undirbúningsstarfi, sem byggingarnefnd flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli hefur unnið. Lögð er áhersla á, að samráðs verði Ieitað við flugrekstraraðila um staðsetningu og fyrirkomulag hinn- ar nýju stöðvar, jafnframt því að leita umsagnar heildarsamtaka þeirra aðila, sem um ferðamál fjalla. Stefnt verði að því að fram- kvæmdir við þessa flugstöð geti hafist eigi síðar en árið 1986. Framkvæmdaáætlun verði gerð til nokkurra ára um kostnað við all- ar þessar framkvæmdir. maður félagsins er dr. Jón ÓHar Ragnarsson, dósent. Af hverju ekki framleiðslustöðvun á kjarnorkuvopnum? Friðarhreyfing íslenskra kvenna efnir til fræðslufundar í Norræna húsinu laugardaginn 11. febrúar kl. 14. Efni fundarins er afvopnunarviðræður stórveld- anna og sú spurning hvers vegna ekki hefur tekist samkomulag um stöðvun á framleiðslu kjarnorku- vopna og fækkun á þeim vopnum sem beint er bæði í austur og vest- ur. Framsögumenn verða Magnús Torfi Ólafsson blaðafulltrúi ríkis- stjórnarinnar, Gunnar Gunnars- son starfsmaður Öryggismála- nefndar alþingis og Guðrún Agnarsdóttir alþingismaður. Fundurinn er öllum opðinn. Nefndin skal gera tillögur um tekjustofna og fjárframlög til ofan- greindra framkvæmda, svo og til rekstrar flugmála almennt. Nefndinni er ætlað að hafa nána samvinnu við flugráð og þá starfs- menn flugmálastjórnar og flug- rekstraraðila sem hún telur þörf á að leita til um upplýsingar og ráð- gjöf varðandi verkefni sitt. Flugmálastjóra er falið að starfa með nefndinni og vera henni til ráðuneytis. Áhersla er lögð á að nefndin ljúki störfum sínum fyrir 1. október 1985, en æskilegt er að áfanga- skýrsla liggi fyrir i lok þessa árs. Magnús 1 50% afgreiðslufólksins bjó ekki við yfirborganir. Þessar tölur allar sýna að at- vinnurekendur þola það vel að greiða miklu betri laun en launa- taxtarnir segja til um. Þeir hafa sýnt það í framkvæmd að þeir hafa bol- magn til þess að borga miklu meira en sem svarar dagvinnunni, því þeir hafa með opnunartímanum farið út í yfirvinnu sem hefur hækkað launakostnaðinn um 60% umfram dagvinnuna. Hvað varðar niðurstöðurnar fyr- ir launafólk almennt, þá er Ijóst að stór hluti hefur þokkalegar heildar- tekjur, en jafnframt að nokkur þús- und rnanna býr við laun sem eru langt fyrir neðan það sem sóma- samlegt má teljast. Ég vil í þessu sambandi taka fram að vandi þessa fólks er ekki minni í yfir 100% verðbólgu en þó hún væri í núlli, tekjurnar eru þrátt l'yrir það langt undir því sem dugir til að fleyta fjölskyldu sómasamlega. Ég tel að það sé tvennt sem gera ætti. Annars vegar að fram komi sérstök hækkun til hinna lægst Iaunuðu í samningunum og hins vegar að í gegnurn skattakerfið verði þessu fólki bætt upp það sem á vantar. Ég tel ekki rétt að gera þetta í gegnum trygginga- eða skattakerfið eingöngu, þá er ríkið farið að taka skatta af launþegum til að greiða launþegum. Það myndi jafnframt ýta undir að atvinnu- rekendur héldu launatöxtunum niðri og léturíkið sjá um afgang- innþ sagði Magnús. Almennur félags- fundur á laugardag

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.