Alþýðublaðið - 09.02.1984, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 09.02.1984, Blaðsíða 1
alþýöu- I UlTLLL Fimmtudagur 9. febrúar 1984 Hvað segja þau um niðurstöður Kjararannsóknarnefndar? 28. tbl. 65. árg. Ragna Bergmann Framsókn: Staðfestir það sem við vissum „Niðurstöður þessarar könnunar staðfesta það sem við vissum í raun fyrir að það eru konurnar sem hafa lægstu launin. jafnvel þó 90% af bónus sé færður yfir á dagvinnuna. Þetta töldum við okkur vita og því skrifuðum við í Framsókn og Sókn þetta bréf þar sem við fórum fram á að fá þetta svart á hvítu,“ sagði Ragna Bergmann, formaður verka- kvennafélagsins Framsóknar þegar Alþýðublaðið innti hana álits á nið- urstöðum könnunar Kjararann- sóknarnefndar. 50% félagskvenna í Framsókn reyndust hafa undir 13 þúsund krónur fyrir mánaðar dagvinnu, en 73% með undir margumtöluðum 15 þúsund króna mörkunum. Hér er miðað við fullvinnandi giftar konur. Meðallaun þessara kvenna fyrir dagvinnuna voru um 14 þús- und krónur. Engin kvennanna í úr- Framhald á 2. síðu Karl Steinar Guðnason, varaform. VMSI: Margir eiga um sárt að binda „Niðurstöðurnar koma í sjálfu sér ekki á óvart. Þær sýna að margir búa við þokkalegar heildartekjur, en jafnframt að mjög margir eiga um sárt að binda" sagði Karl Stein- ar Guðnason, varaformaður Verka- mannasambandsins og alþingis- maður er Alþýðublaðið innti hann álits á niðurstöðmn könnunar Kjararannsóknarncfndar. „Væntanlega verða þessar niður- stöður til að hvetja menn til að ná fram sérstakri leiðréttingu þessu fólki til handa. Ég hygg að besta leiðin til þess væri að hressa upp á tryggingakerfið með ýmsu móti samhliða því að fyrir verkafólk almennt náist í samningum veruleg kjarabót. Það verður að freista þess á allan hátt að ná viðunandi kjara- samningum“ sagði Karl. Magnús L. Sveinsson V.R.: Atvinnurekendur geta borgað mun betur „Það er villandi að segja að félags- menn í VR hafi einhverja sérstöðu í þessari könnun. Þó „aðeins“ 10% hafi verið undir 15 þúsund króna markinu verður að gæta að því að þetta er um 1000 manns. Það bætir ekki hag þessa fólks þó 8% félags- manna hafi yfir 30 þúsund,“ sagði Magnús L. Sveinsson, formaður Verzlunarmannafélags Reykjavíkur er Alþýðublaðið innti hann álits á niðurstöðum könnunar kjararann- sóknarnefndar. „Við höfum vitað það um nokkurt skeið að hluti starfsamanna í VR er verulega yfirborgaður, það kom í ljós í samantekt frá 1981 að 80% af skrifstofufólki var yfirborgað um að meðaltali 22%, en um 20% þessa fólks var ekki yfirborgað. Á hinn- bóginn kom í ljós að aðeins 50% af afgreiðslufólki var yfirborgað og þá aðeins um 15% að meðaltali, en hin Framhald á 3. síðu Þátttaka borgarinnar í ísfilm: Einkaframtak Davíðs Oddssonar „Rœddi við mig stuttlega þegar hann lagði þetta fyrir borgarráðf segir Magnús L. Sveinsson Oddsson ræddi fyrst við mig stuttlega um þetta mál þegar það var lagt fyrir borgarráðþ sagði Magnús. Með öðrum orðum hafði borg- arstjóri ekki fyrir því að kynna samherjum sínum þetta einka- framtak sitt fyrr en þann sama dag og hann lagði málið fyrir borgarráð, þar sem Magnús á sæti. Sjálfsagt er þá sömu sögu að segja um þau Markús Örn Antonsson og Ingibjörgu Rafnar, sem einnig eiga sæti í borgarráði fyrir flokkinn. Nú eru málefni borgarinnar ekki lengur einkamál Sjálfstæðisflokksins. Þau er einkamál Davíðs Oddssonar borgarstjóra. það voru ekki bara fulltrúar minnihlutans í borgarráði og borgarstjórn sem vissu ekkert um það fyrirfram að borgarstjóri hygðist leggja fram tillögu um þátttöku Reykjavíkurborgar í fjölmiðlaþursinum ísfilm. Komið hefur í Ijós að hann hafði ekki einu sinni fyrir því að hafa samráð við félaga sína í meirihlutanum. Þetta staðfestir að minnsta kosti Magnús L. Sveinssón borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í samtali við Alþýðublaðið. „Það hefur ekki farið fram Jtæmandi umræða um þetta mál innan okkar herbúða enn þá svo ég vil ekki tjá mig unt málið ítar- lega. Þó get ég sagt að Davíð Kjaradeilan í dlverinu: Forstjórinn læt- ur ekki sjá sig Ragnar Halldórsson forstjóri ÍSAL hefur ekki látið svo lítið að taka þátt í yfirstandandi samninga- viðræðum starfsmanna álversins við yfirboðara fyrirtækisins. Hann hefur nánast ekkert sést á samn- ingafundum eftir að hann kom heim úr reisu sinni til Hong Kong fyrir skömmu; rak þó inn nefið á samningafund og sagði starfs- mönnum að þeir ættu að hugsa sinn gang. Með það fór hann. Menn hafa talsvert' íhugað ástæður fjarveru Ragnars Hall- dórssonar i þessari kjaradeilu allri, því það er samdóma álit manna, sem til þekkja, að þeir er nú sitja í samninganefnd fyrir hönd ÍSAL hafi tæpast umboð til neinna ákvarðana né tilboða. Þess vegna séu samningaviðræður meira og • minna sýndarmennska. Telja menn að álforstjórinn sé með þessu að reyna taka starfsmenn álversins á taugum — vinna þá á tímafaktorn- um. Virðingarleysi álforstjórans gagnvart þessurn samningaviðræð- um hefur hins vegar orðið til þess að stappa enn stálinu í starfsmenn álversins. Dónaskapur Ragnars Halldórssonar í þeim efnum hefur því síst af öllu orðið til þess að draga úr þeint tennurnar — heldur þvert á móti. Fleiri „sálræn“ brögð hafa verið reynd af hálfu forsvarsmanna fyrir- tækisins. Þeir hafa lýst því við starfsmenn að stefnt sé :ð því að slökkva alveg undir ákveðnum hluta kerjannaog það muni óhjá- kvæmilega þýða að framleiðslugeta verksmiðjunnar verði miklum mun minni um alllangt skeið, þegar deil- unni lýkur og þar af leiðandi verði ekki komist hjá því að segja upp fjölda starfsmanna. Hansína Stefánsdóttir, Verzlunarmannafélagi Árnessýslu: 80% undir 15000 kr. „Vegna könnunar Kjararann- sóknarnefndar langar okkur til að koma á framfæri upplýsingum sem við höfum tekið saman um félags- menn okkar. 79.3% reyndust hafa undir 15 þúsund krónur á mánuði fyrir dagvinnu sína“ sagði Hansína Stefánsdóttir, starfsmaður Versl- unarmannafélags Árnessýslu, sem liafði samband við blaðið i gær. Sagði Hansína að miðað væri við félagsgjald hinna 266 fullgildu fé- laga, en 1% af dagvinnu er talið fé- lágsgjald. „Önnur 6% reyndust vera með yfir 18 þúsund krónur fyrir dag- vinnuna og því 14.7% þarna á milli. Það má geta þess að talsverður hóp- ur bætist alltaf við á sumrin og þá lækkar meðaltalið talsvert. Þá má líka geta þess að á milli 80 og 85% af félagsmönnum okkar eru konur. Þetta kemur okkur ekkert á óvart að svona hátt hlutfall félagsmanna okkar séu fyrir neðan þessi mörk, t.d. í samanburði við útkomu V.R. í könnun Kjararannsóknarnefndar- innar, þar sem 10% voru undir þessum mörkunt. Hér hafa aldrei tíðkast yfirborganir og Suðurland- ið hefur verið í næst neðsta sætinu þegar meðaltekjur á landinu eru skoðaðar og þá eru Vestmannaeyj- ar taldar með Suðurlandinu“ sagði Hansína. Svínakjöt lækkar Félagsráð Svínaræktarfélags íslands kom saman til fundar i Reykjavík' fimmtudaginn 2. fcbrúar sl. Á fundinum var nt.a. rætt um verðlag á svínaafurðum og stöðu búgreinarinnar í samkeppni við búgreinar sem njóta opinberrar fyrirgreiðslu og styrkja. Med/ hliðsjón af markaðs- ástæðum, þá var ákveðið að lækka verð á svinakjöti frá fram- leiðendum um 5% frá og með 3. febrúar. En bent skal á að svína- kjöt hefur ekki verið niðurgreitt af hinu opinbera og vcrða svína- bændur því að lækka verð á afurðum sínum, þegar svigrúm á ntarkaðnum þrengist, segir í fréttatilkynningu frá stjórn Svínaræktarfélags íslands.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.