Alþýðublaðið - 16.02.1984, Síða 1
Fimmtudagur 16. febrúar 1984
33. tbl. 65. árg.
Vigdís Finnbogadóttir forseti:
Gefur kost
á sér áfram
Geir Hallqrímsson um trúnaðarskjalið:
í höndum all-
margra manna
Vigdís Kinnbogadótlir, forseti
íslands, hefur ákveðið að gcfa
kost á sér áfram annað kjörtíma-
bil.
Alþýðublaðinu barst eftirfar-
andi tilkynning frá forsetanunv.
„Þeim tilmælum hefur verið
beint til mín að ég gefi kost á mér
við forsetakjör, sem fram á að
fara á komandi sumri, fyrir kjör-
tímabilið 1984—1988. ' Ég hef
ákveðið að verða við þessum til-
mælum.
Uinboðsmenn mínir verða
Svanhildur Halldórsdóttir full-
trúi, Háaleitisbraut 30 og Þór
Magnússon þjóðminjavörður,
Bauganesi 26, bæði í Reykjavík“
Fjölmargir þingmenn tóku þátt í
umræðum á Alþingi um svör utan-
ríkisráðherra við fyrirspurn Stefáns
Benediktssonar um hvernig skýrsla
merkt trúnaðarmál geti hafa kom-
ist i hendur Morgunblaðsins. Um-
rædd skýrsla var tekin saman af
Stefáni Jónssyni, Hannesi Pálssyni
Hannes Pálsson:
Skýrslan
ekki
fjölrituð
erlendis
„Við afhentum utanríkisráðu-
neytinu skýrsluna á sínum tíma,
en hún var ekki fjölrituð þar úti.
Ef hún hefur verið fjölrituð þá
hefur það verið gert í ráðuneyt-
inu“ sagði Hannes Pálsson í sam-
tali við Alþýðublaðið um umræð-
ur þær sem átt hafa scr stað um
skýrslu hans, Braga Jósepssonar
og Stefáns Jónssonar.
„Mér finnst eðlilegt úr því sem
komið er að skýrslan veriö birt,
það eru ekki eðlileg vinnubrögð
af Morgunblaðsins hálfu að
standa þannig að málinu“
Utanríkisráðherra fullyrðir að
skýrslan hafi ekki lekið úr ráðu-
neytinu, veist þú livaða aðilar
fengu skýrsluna?
„Nei, ég veit það ekki. Við
fengum náttúrlega eintak sjálfir,
en ekki hefur Morgunblaðið feng-
ið mitt eintak. Sjáifsagt hefur
skrifstofa sendiherrans fengið
eintak, en þá ekki fyrr en síðar“
sagði Hannes.
og Braga Jósepssyni eftir þing Sam-
einuðu þjóðanna 1971, þar sem
meðal annars var fjallað um við-
ræður þeirra við 3 Norðmenn um
hugsanlega brottför varnarliðsins,
en meðal Norðmannanna var Arne
Treholt.
Geir Hallgrímsson lagði á það
áherslu að skýrslan hafi ekki verið
merkt trúnaðarmál af ráðuneytinu
sjáifu, heldur af höfundum, en það
væri í höndum ráðherra og ýfir-
manna ráðuneytisins að dreifa slík-
um skjölum. Sagði Geir öruggt að
skýrslan hefði ekki lekið út úr ráðu-
neytinu, hún hefði verið fjölfölduð
á sínum tíma og verið í höndum all-
margra manna.
Morgunblaðið neitar að gefa upp
með hvaða hætti blaðið fékk um-
rædda skýrslu. Alþýðublaðið ræddi
við þá Hannes Pálsson og Braga
Jósepsson um þessi mál.
Borgarfulltrúar Alþýðu-
flokks og kvennaframboðs:
Borgin lýsi
stuðningi
við stórbœtt kjör láglaunafólks
og að meðallaun
kvenna og karla
verði þau sömu
Geir Hallgrímsson
Sigurður E. Guðmundsson borg-
arfulltrúi Alþýðuflokksins og borg-
arfulltrúar Kvennaframboðs munu
á fundi borgarstjórnar í kvöld
Bragi Jósepsson:
Forvitnileg viðbrögð
„Viðbrögð utanríkisráðherra eru
forvitnileg, þegar hann segir að
Bragi Jósepsson
þessi skýrsla hafi ekki verið trún-
aðarskjal hjá ráðuneytinu. En ég
er sammála og sannfærður um
það, að í þessari skýrslu Itafi
ekkert verið sem geti skaðað hags-
muni íslands, engin hernaðar-
leyndarmái,“ sagði Bragi Jóseps-
son, lektor, í samtali við Alþýðu-
blaðið er hann var inntur álits á
umræðum þeim sem fram hafa
farið um meintan leka í ráðuneyt-
inu.
„Mál þetta virðist vera að sveigj-
ast inn á nýjar brautir, en um dag-
inn var verið að vega að okkur
með vafasömum og óljósum stað-
hæfingum. Stefán Jónsson ætlaði
að beita sér fyrir því að skýrslan
yrði birt í heild, en mér skilst að
utanríkisráðuneytið hafi sett sig á
móti, sem er forvitnilegt í ljósi
ummæla utanríkisráðherra að
ekki væri um trúnaðarskjal af
ráðuneytissins hálfu og engin
hernaðarleyndarmál á ferðinni“
— Hvaða aðilar fengu skýrsl-
una á sínum tíma?
„Ég fékk mitt eintak, en ég get
ekkert um það sagt hverjir hafi
fengið hana fyrir utan okkur
þremenninga sem vorum fulltrúar
Framhald á bls. 3
Nokkrir borgarfulltrúar minnihlutans með fyrirspurnir varðandi Isfilm:_
Hvers vegna svo mikla leynd
yfir samningum
borgarstjóra
um ísfilm?
Á borgarstjórnarfundi i kvöld
verða fluttar nokkrar fyrirspurnir
um ísfilm h.f. frá Gerði Steinþórs-
dóttur, Ingibjörgu Sólrúnu Gísla-
dóttur, Sigurði E. Guðmundssyni
og Sigurjóni Péturssyni.
Spurt er um eftirfarandi:
Getur orðalagið „. . .ýmis önn-
ur þjónustustarfsemi á sviði
fjölmiðlunar" (sbr. samþykktir
fyrir hlutafélagið ísfilm h.f.
(uppkast) 2. gr.) vísað til stofn-
unar og reksturs sjónvarps-
stöðvar?
Fari svo að umrætt hlutfélag
hefji rekstur sjónvarpsstöðvar,
má þá eiga von á, að dagskrár-
stjórn þeirrar stöðvar verði skip-
uð á líkan hátt og stjórn hluta-
félagsins (sbr. 27. gr. áður-
nefnds uppkasts að samþykkt-
um), þ.e.
einn fulltrúi Dagblaðsins og
Vísis,
einn fulltrúi Morgunblaðs-
ins,
einn fulltrúi borgarstjórnar-
meirihlutans,
einn fulltrúi SÍS,
einn fulltrúi Isfilm h.f. og
einn fulltrúi Almennabóka-
félagsins?
Hvers vegna kýs meirihluti
borgarstjórnar „að ganga til liðs
við eina kvikmyndagerð af
mörgum, sem starfa i Reykjavik,
og veita því fyrirtæki þannig
óeðlilega samkeppnisstöðu á
markaðnum" (sbr. bréf Saga
film til borgarstjóra 23. fyrra
mán.)?
Hverju svarar borgarstjóri
þeirri ábendingu Saga film, að
hann fari með rangt mál um
stöðu kvikmyndagerðar í
Reykjavík, sérstaklega þegar
hann láti orð falla á þá lund, að
ekkert fyrirtæki á því sviði sé
þess umkomið að sinna kvik-
mynda- og myndbandagerð af
þeim myndarskap og með þeim
gæðum, sem nauðsynleg séu?
Hvað á borgarstjóri við, þegar
hann segir í borgarstjórn — skv.
Morgunblaðinu 8. þ.m. — að
Framhald á bls. 3
leggja fram tillögu, þar sem lagt er
til að Reykjavíkurborg lýsi þeim
vilja sínum, að í komandi samning-
um verði megináhersla lögð á stór-
bætt kjör hinna lægst launuðu og
að meðallaun kvenna og karla verði
þau sömu.
Eins og Alþýðublaðið greindi frá
fyrir skömntu, iögðu ofangreindir
borgarfulltrúar fram tillögu á síð-
asta borgarstjórnarfundi, þar sem
þeim tilmælum var beint til launa-
málanefndar borgarinnar, að hún
legði aðaláhersluna á hina lægst-
launuðu og jafnrétti kynja í launa-
málum, í komandi samningunt
borgarinnar við starfsmenn sína.
Þeirri tillögu var vísað til nefndar.
Nú er það hins vegar svo, að fjöl-
margir starfsmenn borgarinnar eru
ekki í Starfsmannafélagi Reykja-
víkurborgar, heldur eiga aðild að
Sókn, Framsókn og Dagsbrún.
Þykir flutningsmönnum eðlilegt að
borgarstarfsmenn lýsi viðhorfum
sínum í kjaramálum hvað varðar
stöðu þessara starfsmanna Reykja-
víkurborgar.
En tillaga Sigurðar E. Guð-
mundssonar, Guðrúnar Jónsdóttur
og Sólrúnar Gísladóttur er þannig:
Viðræður eru nú hafnar milli Al-
þýðusambands íslands og atvinnu-
rekenda um gerð nýrra kjarasamn-
inga. Hjá Reykjavíkurborg vinnur
fjöldi fólks, Hest konur, sem aðild
eiga að verkalýðsfélögunum innan
ASÍ. Þar ntá nefna Starfsmannafé-
lagið Sókn, Verkakvennafélagið
Framsókn og Verkamannafélagið
Dagshrún.
Þótt borgin eigi ekki beina aðild
að þessum viðræðum né heldur
samningsaðild við gerð kjarasamn-
inga skiptir miklu máli, að borgin
móti stefnu sína í þessum efnum,
áður en til samninganna kemur.
Framhald á bls. 3
Kaupmáttur elli- og örorkulífeyris_
23—27% skerðing
á 16 mánuðum
Kaupmáttur elli- og
örorkulífeyris hefur ver-
ið skertur á síðustu 16
mánuðum um 23—27%.
Hefur kaupmáttur elli-
og örorkulífeyris ekki
verið minni í að minnsta
kosti áratug.
Þetta kemur fram í ályktun
þingflokks og framkvæntda-
stjórnar Alþýðuflokksins. Þar
segir enn fremur:
„Framhald núverandi þróunar
lýsir óþolandi vanþakklæti í garð
hinna öldruðu, sem lagt hafa
grunninn að núverandi þjóðfé-
lagi.
Alþýðuflokkurinn mótmælir
harðlega því ntiskunnarleysi
stjórnvalda sem felst í þessari að-
för og öldruðum og öryrkjum og
kerfst þess að hagur þessa fólks
verði strax réttur"