Tíminn - 04.02.1967, Blaðsíða 8
8
TÍMINN
LAUGARDAGUR 4. febrúar 1967
Guðmundur Jósafatsson frá Brandsstöðum:
altikaferðin í bók-
menntum samtíðarinnar
Eg var í þeim hópi, sem átti
þess kost að renna augum yfir ör-
lítinn hluta þessa óviðjafnanlega
safns- Sú stund, sem ég dvaldi þar,
nam aðeins 42 mínútum. Þessi litla
stund nægir mér þó til að eiga það
an einhverjar allra dásamlegustu
minningar mínar frá ferðinni, og
er þá sannarlega langt til jafnað.
Mér svíður því sárt að vita með
vissu að þessu einstæða safni,
skyldi lokað fyrir íslendingum, af
íslenzkri flónsku. Mér svíður og
að sjá þessa tilraun til að þvo hana
af þeim og klína þessu á aðra. Þar
er vissulega lifað eftir heilræðinu:
„þurkaðu ekki á þér, 'þegar ein-
hver stendur hjá þér.“ Hitt eru
fréttirnar frá Rússlandi. Eg nenni
eKki að elta það, sem Mbl. segir
um þessi mál 27. okt. og 16- nóv.
og ætti það þó skilið að vera rifjað
upp. En ég stilli mig ekki um að
minna á það, sem Tíminn segir 30.
okt.
„Nokkur brögð voru að því að
fólk óttaðist frekju og ágengni sov
ézkra tollyfirvalda, ekki svo að
skilja að ætlunin væri að hefja
stórfellt smygl inn í Rússland,
heldur hafa menn skiljanlega
ímugust á flóknum formsatriðum
og nærgöngulum spurningum, og
þau rússnesku ku vera úr hófi ^
tortryggin og ósvífin . . . þegar I
til kastanna kom var engin toll-1
skoðun, menn áttu bara að |
skrifa á miða, hversu mikinn gjald
eyrir þeir hefðu með sér í
land . . .“
„. . . Við sáum enga dæmigerða
táninga og það var greinilegt að
enginn Karnabær hafði verig sett
ur upp á Jalta, og af klæðaburði
kvenþjóðarinnar má ráða, að hún
hefur litla hugmynd um hvað er
að gerast í tízkuheiminum . .
Það, sem hér segir um rússnesk
tollyfirvöld sýnist athyglisvert,
„þau ku vera úr hófi tortryggin og
ósvífin", en svo játað örfáum lín-
um síðar að „þegar til kastanna
kom var engin tollskoðun." Hvað
heitir þessi málflutningur? Er
það ,tortryggni“ að hnísfjst ekki í
farangur okkar, „ósvífni“ að virða
hann ekki viðlits? Mér sýnist lítið
hallast á um málflutninginn og
ísienzkuna á þessum tilvitnuðu setn
ingum, —- hvorugt muni íslending
um eða íslenzkri blaðamennsku til
sæmdar.
„Af klæðaburði kvenþjóðarinnar
má ráða-nð hún hefur litla hug-
mynd um hvað er að gerast í
tízkuheiminum." Það 'er rétt, að
vi ðokkur horfði önnur fatagerð,
en við sjáum nú á götum Rvík-
ur. En ég trúi ekki að yfir klæða-
burði reykvískra kvenna svífi nú
sá sannleikans andi, sem leiði ís-
lenzkar konur í allan sannleika um
klæðaburð framtíðarinnar. Mér
ýirtist klæðnaður rússneskra
kvenna samstæður og látlaus. Eg
leit svo á, að það, sem yið mér
horfði væri rússnesk tízka, rússn
eskur siður í klæðaburði kvenna,
enda blasti hann við okkur á skip
inu. Það þurfti ekki fræðimann til
að sjá, ag þar voru ekki ráðandi
þeir hættir í klæðaburði kvenna,
sem sóttir eru til Parísar. En hváð
sannaði það um þekkingu rúss-
nezkra kvenna á háttum tízku
jiifra í París? Hér verður enginn
dómur lagður á hvor tízkan er
fremri enda mun sá samanburður
tvíræður. Einn munur var augjós:
Pils rússnesku kvennanna tóku
yfirleitt í sokkabandsstað, en pils
þeirra íslenzku kvenna, sem bezt
fylgja tízkunni nú, munu ekki síð
ari en svo að fingurhæð sé frá
hnéskelinni að pilsfaldinum. Það
mun því ekki nema spönn eftir,
— það er að segja að lærinu, —
sem Pilsið hylur. Eg játa að ég
kann ekki að meta gildi þessa mis
munar. Trúi því ekki að mannvit
eða mannkostir kvenna verði metn-
ir eftir því einu, hve sítt pilsið er.
Og loks er það svo skipið „Þetta
rússneska skip“, eins og það var
kallað í Morgunblaðinu. Til þess
að fá úr því skorið hversu það
hefði gefizt í ferðinni, þurfti vitna
við. Blaðamaður MÍ>1. kveðst birta
„samtal við Margréti og Þórberg
Þórðarson um Baltikaferðina", trú
lega af því að vitað var um
Þórberg áð svik verða ekki fund-
in í hans munni, þegar eitthvað
SÍÐARI HLUTI
rússneskt á í hlut. En í stað þess
að birta samtal við þau, birtir
hann samtal þeirra. Samtalig sýn-
ir að Margrét hefur byrjað ferð-
ina með bænarákalli og er það
alltaf „kristinn og fallegur siður.“
En þegar það kom í ljós, „að við
vorum hvorki meira né minna en
á neðsta farrými og sitt hvoru meg
in á sama gangi“, virðist bæna-
haldið hafa rokið út í veður og
vind, „og klefarnir voru niður und
ir kili“ bætir Þórbergur við. Þetta
mun nærri því rétt því frá klefum
þeirra hjóna niður i kjöl mun ekki
nema rúm 22 fet. Lýsingin á klef-
anum er ófögur. Þar vantaði allt,
sem siðað fólk þurfti að hafa,
enda virðist líðanin hafa verið lé-
leg hjá „okkur sem bjuggum í
Víti sem við kölluðum svo“, segir
Margrét og Þórbergur bætir við:
„og stundum var þessi afkimi kall-
aður Helvíti“, „enda sváfum við
allsberir undir éinu laki“ bætir
hann ennfremur við. — Það verður
að játast að það géngur ósvífni
næst, að neyða hjón, sem svo
ástúðugt er með, sem virðist me'ð
þeim Margréti og ÞórHirgi, til að
skilja að sæng í hartnær 5 vikur.
En þessi harðýgði mun ekki hafa
komið þeim eins illa og ætla mætti
því Þórbergur játar: „Tilburðir í
ástalifi voru þama dálitlir, en
fæstir náðu endanlegu takmarki,
því afkimar voru þarna fáir og
ótryggir. Það hafa þá helst verið
björgunarbátarnir uppi á háþil-
förunum." Hann hefur lengi hug
kvæmur verið.
Eg lenti á sama þilfari og Þór-
bergur og Margrét og hefi þó
drjúgum aðra sögu að segja. Mér
leið ágætlega, — undi sambýlinu
við herbergisnautana hið bezta,
þurfti aldrei á koppnum að halda
nema fyrir Reykjanesið á suður
leið og var þá þakklátur fyrir að
hafa hann tiltækan. Eg hafði alltaf
ærin tíma til að komast á setur
mínar. Var þó það ver leikinn en
þau hjón, að ég þurfti tvo stiga.
Þau þurftu ekki nema einn. í
klefanum voru ágæt loftskipti. En
vissulega var heitt. Alla sólar-
hringana, sem við vorum á Miðjarð
arhafinu var b/tinn frá 23° til
31° C. Fram hjá hitanum varð
ekki gengið, þrátt fyrir hina á-
gætu loftræstingu skipsins. En
hitinn þjáði mig aldrei. Eg hag-
að klæðaburði mínum í samræmi
við umhverfið, enda hefi ég orðið
að beygja mig fyrir því alllanga |
ævi, og gefist það vel.
Eg kynntist allmörgum íslend-
ingum körlum og konum, og öllum
að ágætum. Eg var þarna í umsjá
erlendra karla og kvenna, sem
mér geðjaðist mjö,g vel að fyrir
kurteisi þeirra, regluspmi og starfs
hæfni. Eg hugsa því til þessa fólks
með hlýju og þakklæti, þótt ég
ætti þess ekki kost að kynnast því
nema yfir múra málleysisins. En
vissulega var skipið gamalt. Það
er 26 ára, — byggt fyrir Rússa í
Amsterdam 1939—40, slapp með
naumindum til Rússlands áður en
Þjóðverjar brutust inn í Holland.
En það var einkum tvennt. .sfiu-
vakti athygli niína. Hið fyrra var
hvéi-su hver kimi þess virtisf hag-
anlega nýttur. En í því efni verð
ég að játa mig orðinn á eftir tím-
anum. Eg hefi enn 1 heiðri spar-
semi og nýtni, hvar sem ég sé
hana meðan ég sé ekki brydda á
níðingshætti í skjóli þess. En hans
varð ég hvergi var þar, en hefi
stundum séð honum skjóta upp
bak við takmarkalaust óhóf.
Hið síðara var viðhald skips
ins og öll umgengni. í því efni
sá ég ekkert, sem ekki var til
fyllstu sæmdar og hefði heilshug
ar kosið, að hig sama mætti segja
um hinn íslenzka skipastðl. ■ . Eg
efa mjög að það verði sagt af
fullum heilindum um allar þær
líslenzku fleytur, sem fyrir augu
| bera innan hafnargarða Reykjavík
hljóðfall ágætrar hljómsveitar, er
skipið lagði til. Og loks má benda
á, að á skipinu var íslenzkt bóka-
safn, sem átti yfir að ráða 230 bind
um. Voru þar margar góðar bækur,
enda var óspart leitað þangað.
Þegar ég hefi verið ag virða fyr
ir mér þann bókmenntaþátt, sem
um okkur hefur skapazt og þá
um leið um ferðina í heild, fer
mér eins og smalamanninum þeg-
ar hann sá á eftir rassgarnarenda
merarinnar ofan í Þorkel hák, „ég
undraðist . ■ . Eg undraðist þá
ótrúlegu andúð í garð ferðalagsins,
sem birtist í því sem að framan
er skráð, og er þó ekki enn full-
talið, því Morgunblaðið segir 2.
nóv.: „Loks kom fregn um að
lúsagangur væri um borð.“ Þetta
er borið til baka í sömu grein og
mó því ætla að blaðamaðurinn hafi
innt af höndum hið ágæta starf
að leita okkur lúsá. Svo mikilsvert
heilbrigðisvottorð hefur varla ver-
ið gefið út í bláinn.
En það undrar mig líka. fyrst
allar þessar ófrægingarsögur voru
af okkur sagðar, hvers vegna var
þagað yfir því, sem betur mátti
fara-
Tímitin segir 2. nóv: „Toílþjónar
komu unt borð snemma morguns,
og áð lokinni skoðun selflutti Akra
borgin farþegana í tveimur hópum.
Höfðu flestir gífurlegan farangur
meðferðis • . . “
Vísir segir s. d. „Mannfjöldinn á
hafnarbakkanum var mikill þegar
Akraborgin lagðist að og i land
gengu farþegar hlaðnir pökkum o;
pinklum, því mikið var keypt . . .'
Á kaupmennskuna hefur áðu:
verið drepið eftir blöðunum, en i
þáð minnast blöðin ekki einu orði
að nokkurs hafi orðið vart í far
angrl okkar, sem á einn eða ann-
an hátt snerti þann þátt íslenzkrar
löggjafar, sem gengur undir hei!
inu tollskrá. Áætlað var, að töskur
og bögglar farþeganna mundu lítið
fyrir neðan tvö þúsund. Þessa
sögu læt ég með innkaupsverði.
Hitt er víst, að tollskoðuninni var
lokið á furðulega skömmum tíma.
Sást þó ekki votta fyrir svita á
tollþjónunum þegar ég fór í land.
Blöðin hefðu varla þagað yfir því,
ef við hefðum gerzt sek í þessu
efni. Þetta sýnir, — þrátt fyrir
lýsnar og drykkjuskapinn, — að
okkur er ekki alls varnað í sið-
gæði, eða liggur þetta sakleysi að
einhverju leyti í þjóðarsiðum?
Athugasemd
Þá liggur í augum uppi að
Guðmundur Jósafatsson hefur
verið í Baltika-ferðinni. Er ánægju
legt þegar fólk getur lyft sér
þannig upp með ferðalögum til
hlýrri landa. Tíminn var svo
heppinn að geta komið blaða-
manni með í þessa sögufrægu ferð
og var löngum fyrstur með ferða
lýsingar. Tíminn sér ekki /ástæðu
til að taka aftur neitt af því sem
í þessum ferðalýsingum stóð.
Þær leiðréttu stórar sögur, sem
gengu um ferðina áður en nokkuð
hafði verið skrifað um hana, og
það getur t.d. ekki talizt skoðun
blaðamanns, þótt hann lýsi fyrir-
framskoðunum farþega á rúss-
neskri tollgæzlu. Það er einungis
góð blaðamennska að þegja ekki
ýfir þvj sem talað er og haft um
hönd í svona ferðalögum. Og blöð
eru enn frjáls að því að skipa
blaðamönnum sínum að segja frá,
hvað svo sem einstaka manni kann
að finnast um það frelsi.
Ritstjóri.
MINNING
Ohfar Gui/énssoBi
Bæ í Hrútafirði
i ur.
■ En „jafnan er hálfsögð sagan |
j ef einn segir: „Þó þau hjón væru
I saman um söguna þ. e. þau segðu
hana bæði, sannaðist þar vel að j
„maður og kona eru eitt“. Þeim j
kom vel saman um það sem áfátt j
var. Þess, sem vel var um veru okk j
ar í skipinu, var að litlu getið. Þau j
gleymdu því, að viö áttum kost á
kvikmyndum flesta dagana, sem
við dvöldum þar, — nokkrum
þeirra ágætum. Kvöldvökur voru
hafðar þar allmörg kvöld og var
þar ýmislegt til skemmtunar, þó
söngur Karlakórs Reykjavíkur
bæri þar tvímælalaust hæst. Hann
söng 6 sinnum fyrir farþegana,
alltaf við óblandna hrifningu
þeirra er á hlýddu. Þess varð ekki
vart á Baltika, að þeir félagar
færu út af laginu þó það heyrðist
til Rvíkur. Tveir kvartettar úr
kórnum skemmtu, og áreiðanlega
undantekningar ljtið mjög þakklát-
um áheyrendum. Nokkur fræðsluer
indi voru flutt sagnfræðileg og
tengd þeim þjóðum, sem við heim-
sóttum, stórfróðleg og prýðilega ■
flutt. Lesnir voru fyrir áheyrend
um valdir kaflar úr ágætum ritum,
sem mjög skemmtilega eru tengdir j
einum þætti ferðarinnar. Öllum
kvöldvökunum lauk með dansi við
í dag fer fram, að Prestbakka'
í Hrútafirði, jarðarför Ólafs Guð-
jónssonar, bónda að Bæ í sömu
sveit, en hann lézt í Landsspítal-
anum 24. jan. s.l. Ólafur var
Ifæddur í Heydal 1 Hrútalfirði
18. sept. 1901. Foreldrar hans
voru: Guðjón Ólafsson, bóndi þar
og kona hans Ingibjörg Sæmunds
dóttir frá Hrafnadal Lýðssonar.
Ólafur faðir Guðjóns bjó á
Litlu-Hvalsá í Hrútafirði, og víð-
ar í sömu sveit, hann var Ólúfs-
son Bjarnasonar í Fróðarkoti,
Snæfellsnesi.
Ólafur ólst upp i föðurhúsum
til fullorðinsára, og dvaldi í Hey
dal til ársins 1923, en það ár
fluttist hann með foreldrum sín-
um að Miðhúsum í sömu sveit.
Árið 1938 tók hann við búi í Mið
húsum, er faðir hans lét af bú-
skap en var í raun og veru búinn
að reka þar búskap í allmörg ár
í nafni föður sjns, en hann átti
við mikla vanheilsu að stríða á
seinni hluta ævi sinnar. í Mið-
húsum bjó Ólafur til ársins 1946,
að hann ásamt bróður 6Ínum,
Benóný, keypti jörðina Bæ í
Hrútafirði og bjó >ar til dauða-
dags.
Þau voru mörg Heydalssystkin
in og var Ólafur með þeim eldri,
það er því ekki ólíklegt að hann
allt frá bernsku hafi vanizt tölu-
verðri vinnu. Jörðin var afskekkt
og því erfitt um alla aðdrætti og
heimilið stór*. En með samstilltu
átaki fjölskyldunnar komst allt
vel af.
Ekki naut Ólafur neinnar skóla
göngu nema takmarkaðrar barna
Framhald á bls. 13.