Tíminn - 04.02.1967, Blaðsíða 9

Tíminn - 04.02.1967, Blaðsíða 9
\ LAUGARDAGUR 4. febrúar 1967 TÍH1INN Fyrsta hrapallega slysið í sögu geimvísindanna hefur nú átt sér stað og einmitt á þann hátt, er geimvísinda- menn höfðu helzt óttazt. í Ap- ollo-áætluninni var í fyrsta skipti ákveðið að nota hreint súrefni við lágan þrýsting í stað blöndu súrefnis og helí um, sem áður hefur tiðkazt. Þetta var gert til þess að út- búnaðurinn gæti verið smærri í sniðum og léttari, en áður hafði verið, en þetta bauð hættunni heim. Það er nokkuð langt síðan vísindamönnum varð ljóst hví- lík eldhætta getur stafað' af hreinu súrefni. í Bandaríkjun- Tæknimenn virða fyrir sér geimfarið eftir slysið. um hafa tvívegis orðið stór- brunar af þessum orsökum, en geimvísindastofnánirnar þar rannsökuðu á sínum tíma all- ar aðstæður þar að lútandi. í fyrra skiptið kom upp eldur í eftirlíkingu af geimfari í Pennsylvania, hinn brunmn varð í kafarahylki skammt fyrir utan Boston. í Bretlandi hafa farið fram víðtækar rann- sóknir á þessu sviði, og í des- ember sl. skrifaði læknisfræði- deild flugmálastofnunarinnar brezku grein í Lancet, þar sem bent var á eldhættu af hreinu súrefni, ekki einungis i geimförum eða köfunarklef- um, heldur og í baríumklefura á sjúkrahAsum. Líkur benda til þess, að neisti úr einhverjum rafmagns útbúnaði geimfarsins hafi hrokkið í plasteinangrunarefn- ið, sem var stórum elifimara en ella, þar sem um hreint súrefni var að ræða. Ef til viil hefur neistinn hrokkið úr sjón varpsvél þeirri, sem komið hafði verið fyrir í geimfarinu. Einnig getur verið að neistinn hafi orsakast af núningi klæða, en þó er það fremur olikiegt. Þá hefði komið á augabragði upp mikill eldur og allt brunn ið, sem brunnið gat, an rann- sóknir, sem gerðar hafa veiið á líkum sýna, að eldur, sem orsakast af núningi klæða gýs upp með feykilegum krafti og innan tveggja sekúndna er lík aminn alelda. Við slysið hjá Boston létust kafararnir fimm sekúndum eftir að eldurinn kom upp. 5—20 sekúndum eftir að eld urinn kom upp mun geimhylkið hafa verið alelda orðið. Einn vísindamannanna, sem koin þar að, sagði, að þetta þefði veiið hræðileg sjón. Stjórnklefi geim farsins var fullur af bykkum reykjarmekki og tók hálfa aðra klukkustund að hreinsa nann, eftir að vatni hafði verið dælt og sprautað þar inn. Þessi reykur hafði mjög tafið björg- unaraðgerðirnar. Lítil líkindi eru til þess, að hægt hefði verið að bjarga mönnunum, enda þótt aðstæð- ur hefðu verið hagkvæmar. Vís indamenn Farnborough hafa sagt: „Ef eldur kemur upp í klefa, fullum af súrefni, breið- ist hann svo hratt út að lík-. indi til björgunar eru næsta lítil. Þegar eldurinn hefur læst sig í föt eins geimfarans er það svo til öruggt, að örlög þeirra, sem með honum eru, eru ráðin.“ Til þess að kom- ast að hinum þrönga útgangi Apollo-geimfarsins hefðu geim fararnir þurft að klofast hver yfir annan, og það lætur að líkum, að það hefur verið úti um þá alla jafnskjótt og kvikn aði í einum þeirra. Geimvísindastofnunin vissi fvllilega, hversu hættulegt bað gat verið að hafa ómengað súr efni í geimhylkinu, og allar 'hugsanlegar varúðarráðstafnir voru gerðar gegn þvf að eldur kæmi upp. Til að mynda voru plasteinangrunarhylki látin um rafmagnsútbúnaðinn, og klæði geimfaranna voru þannig gerð, að lítil hætta var talin á, að í þeim kviknaði við núning. En það var líka vitað, að mynd aðist eldneisti, væri ekki vinn- andi vegur að hefta útbreiðslu eldsins. Vísindamenn i Farnborough hafa komizt að raun um, að hægt er að slökkva eld, sem kemur upp í súrefnisklefum, ef vatni er sprautað með mikl- um þrýstingi um allan klef- ann, en þetta verður að gera, jafnskjótt og eldurinn kemur upp. Sérstakur útbúnað ur er nauðsynlegur til þessa, en það gefur auga leið, að slíkt er mjög óhentugt í geim- förum. Eftir þetta hörmulega slys, hlýtur sú spurning að vakna, hvort það sé ekki alltof hættu- legt að hafa hreint súrefni I geimförum. Ekki er úr vegi að ætla, að Bandaríkjamenn verði að endurskoða Apolloáætlun- ina, en vitaskuld myndi það seinka mjög mikið og gera það að verkum, að Bandaríkja- menn gætu ekki sent mannað geimfar til tunglsins árið 1970, eins og þeir hafa stefnt að. Bandaríkjamenn hafa sann- að eldhættu í geimförum, og komizt að raun um, að hún væri ekkert sérlega mikil, en þessar tilraunir voru aðeins miðaðar við ástandið eins og það er utan gufuhvolfsins, en þar er eldhættan minni vegna þyngdarleysisins. Á hinn bóg- inn munu Bandaríkjamenn ekki hafa tekið með í reikn- inginn, að það gæti verið eld- hætta í geimförum á iörðu niðri. Geimfarar leggja sig ávaUt í mikla hættu, og hver eín- ustu smámistök geta verið mjög afdrifarik. Ef sprenging yrði á skotpallinum, þegar geimfarinu væri skotið á loft, myndi það splundrast i smá- agnir. Smávægileg bilun gæti haft það í för með sér, að geimfarið hringsólaði umhverf is jörðu um aldir alda, og ekki mætti mikið út af bera. svo að það lenti ekki á gló- andi loftsteini á leið sinni til jarðar. En það er kaldhæðni örlag- anna, að fyrsta stórslysið í sögu geimvísindanna skuli hafa átt sér stað þar sem þess var sízt að vænta, — á jörðunni sjálfri, og geimfararnir þrír hafa ef til vill þurft að gjalda þess, hversu lítið var hugsað um þær hættur, sem þar gátu Iegið í leyni, því að allur ör- yggisútbúnaðurinn var óvirkur neyðarútgangurinn og neyðar- stjórnartækin, og síðasta atrið- ið í undirbúningi geimferðar-; innar var einmitt að þjálfa geimfarana í að nota neyðar útganginn. En slíkt var óger- legt eins og sakir stóðu, og vísindamennirnir á Kennedy- höfða sögðu, að það eina sem geimfarárnir hefðu getað gert, hefði verið að klifra niður út- ganginn, en það var hægara sagt en gert. Apollo-geimíör- unum er lokað með tveimur lúgum, fyrir innri lúgunni eru 6 rær og það tekur talsverðan tíma að losa þær, ytri lúguna þarf að opna með handfangi. Þótt allar aðstæður hefðu ver ið fyrir hendi, hefði a.m.k. tek- ið þann fyrsta hálfa aðra min- útu að komast út. Lítil líkindi eru til þess, að Apollo-áætluninni verði gjör- breytt eða seinkað, enda þótt 'þetta hörmulega slys hafi átt sér stað. í síðustu viku sagði Jo'hnson forseti í ávarpi, að .Bandaríkjamenn myndu ekki láta staðar numið við geim- íerðir, er Apollo-áætluninni sleppti heldur væri ætlunin að hefja rannsóknarferðir til tunglsins, og senda mönnuð geimför í árlangar ferðir. Eft- ir slysið á Kennedyhöfða lét Humphrey varaforseti svo um mælt, að þrátt fyrir þetta hörmulega óhapp, myndu geim ferðir Bandaríkjamanna halda áfram af fullum krafti og minningin um geimfarana þrjá ætti að vera öðrum hvatning í þeim efnum. Ed White. Ed White var 36 ára að aldri, og var talinn geðprúðastar þeirra þriggja. Hann var greind ur vel, en þótti talsverður prakkari, og þess er skemmst að minnast er hann neitaði að fara inn í geimhylkið eftir að hafa gengið um í himingeimn- um árið 1965. Er honura var afdráttarlaust skipað að hafa sig inn 1 geimfarið aftur, 8 Framhald á bls. 13 / 9 Jóhann Kristjánsson h úsasraí ðameistari Það virðist að seilast um hurð til loku, að rita þessi kveðjuorð, er svo er liðið frá andláti Jó- hanns, vinar míns. Enda betur um V hann ritað áður og annars staðar. En mér fannst þar áskorta, að enginn skyldi minnast hans í þvi blaðinu, sem útþreiddast er á æskustöðvum hans, í dalnum kæra. Þar til kemur, að mér eru ekki ritstörf lagin, en hér á ég skuld að gjalda. Jóhann heitinn var fæddur á Þverbrekku í Öxnadal, 4. febr. 1904. Foreldrar hans voru Krist- ján Kristjánsson og kona hans, Helga Bjarnadóttir. Átti Jóhann ekki iangsóttan hagleik sinn, — móðir h«ns var svo hög í hönd- um að af bar, fram á elliár, enda víkingur til vinnu og afburða kjarkmikil. Faðir hans var prýði- lega greindur drenglyndis maður og hjartahlýr, en lengst af heilsu lítill. Má því segja að Jóhann sækti hið bezta í báðar ættir. Jó- hann ólst upp í Öxnadal og átti þar trausta vini til æviloka. Enda var hann alltaf tengdur traustum böndum við dalinn sinn, þótt hann byggi lengi í öðrum landsfjórð- ungi. Hann nam trésmíði á Akur eyri og stundaði hana fyrst nyrðra. En 1931 flutti hann til Reykja- víkur og starfaði þar til æviloka, mest að húsasmíði og var í miklu áliti í starfi sínu. Jóhann var tvíkvæntur. Fyrri kona hans, Hannesína Pétursdótt- ir, andaðist 1938. Þau áttu tvö böm, Helgu, gifta Þorsteini Stein- grímssyni lögregluþjóni. og Hauk, kvæntan Sólveigu Kjartansdóttur, og fetar hann í fótspor föður síns við húsasmfðarnar. Seinni kona Jóhanns er Kristrún Guðmunds- dóttir, ættuð úr Reykjavík. Lifir hún mann sinn og áttu þau eina dóttur Erlu, sem er 16 ára gömul. Einnig lifir móðir hans, háöldruð. Heiimili þeirra var lengst á Auðar stræti 17. Engum er þekkti Jóhann í æsku hefur getað dulizt, að f honum bjó rfkt efni, bæði til manndóms og drenglundar. Þau pund ávaxt- aði Jóhann vel. Úr fátækt brauzt hann með dugnaði sínum fram til ' góðra efna og vann hvers maims álit með trúmennsku sinni og sam vizkusemi f starfi, orði og verki. Eln hann gleymdi ekki hinum bágstadda, þótt efni hans yxu. Örlæti og greiðasemi var hans EYamhald á bls. i3.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.