Alþýðublaðið - 15.03.1984, Blaðsíða 4
alþýóu-
■ H hT'JT'M
Fimmtudagur 15. mars 1984
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn.
Stjórnmálaritstjóri og ábm. Guðmundur Árni Stcfánsson.
Blaðamaður: Friðrik Þór Guðmundsson.
Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir.
Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 38, Reykjavik, sími 81866.
Setning og umbrot: Alprent hf. Ármúla 38.
Prentun: Blaðaprent, Síðumúla 12.
Áskriftarsíminn
er 81866
Aslaug Einarsdóttir á ráðstefnu S. A. um réttindi heimavinnandi fólks:
Er uppskeran
minningargreinar
ellilaun og
í Mogganum?
Aslaug Einarsdóttir, húsmóðir á Akureyri, flutti stutt
erindi á ráðstefnu Sambands Alþýðuflokkskvenna s. I.
laugardag, en þar var fjallað um rétt heimavinnandi
fólks í þjóðfélaginu. Þetta erindi vakti mikla athygli,
enda fjallaði Aslaug um margar brennandi spurningar,
er svara verður og fjalla um félagsleg réttindi heimavinn-
andi fólks. — Erindið fer hér á eftir:
Fundarstjóri, ágætu ráö-
stefnugestir!
Rauði þráður þeirra hugleiðinga,
sem fara hér á eftir, er þessi spurn-
ing: „Er heimavinnandi fólk rétt-
indalaus þjóðfélagshópur?“
Heimili! Hvað er heimili? Það
má ef til vill líkja því við fyrirtæki,
þar sem tveir starfa, það er að segja
annar á heimavígstöðvum; hinn úti
að afla fyrirtækinu misjafnlega
mikilla tekna.
Þar sem ég hefi unnið á heima-
slóð eins þessara fyrirtækja i 40 ár,
eða eins og sagt er með rnunn-
herkju, „heimavinnandi húsmóð-
ir“, þá hlýtur að liggja nær mér að
tala um húsmóður, enda koma
heimavinnandi heimilisfeður vart
við sögu fyrr en á síðari árum, eða
með jafnréttishreyfingunni.
Hvað hef ég
gert í 40 ár?
En hvað hefur nú kona, húsmóðir,
þ.e.a.s. ég, gert heima í 40 ár. Það er
ekki að furða þótt einhver spyrji,
enda spyrja nútímabörnin: „Hefur
þú aldrei unnið neitt?“ — Það var
nú það!
Fyrir 40 árum, þegar ungar stúlk-
ur gengu í það heilaga, voru þær
þar með komnar í hóp hinna
heimavinnandi húsmæðra. Annað
þekktist ekki í þá daga, nema við
sérstaklega erfiðar aðs'tæður.
Já, en hefur þá nokkur tekiðeftir
verkum húsmóðurinnar? Hefur
nokkur veitt eftirtekt ómældum
vinnutíma, þar sem hvorki er greitt
samkvæmt eftirvinnu- eða nætur-
vinnutaxta, — vökunóttum yfir
veikum börnu, matseld, þvottum,
uppþvottum, saumaskap, oft úr
gömlum flíkum, þegar efni voru lít-
il, — hefur nokkur tekið eftir strau-
ingu, bakstri, gólfþvotti, bóningu,
ryksugun, innkaupum, líka hjá
þunguðum húsmæðrum og hvort
sem borið er barn á armi eða það
hangir í pilsi. Svo skyldum við
spyrja hvort menn hafi veitt eftir-
tekt allsherjar-hreingerningunum,
sem fóru fram á hverju vori og öllu
var bylt og borið út svo lemja mætti
úr því rykið. — Og þótt enginn hafi
tekið eftir þessu, þá voru þessi verk
á ábyrgð og á herðum húsmóður-
innar, og svo er enn. Og þó hefi ég
aðeins talið upp brot af húsverkun-
um. Flest ykkar getið vafalaust
bætt tugum og hundruðum atriða
við þessa bunu. Við skulum t. d.
ekki gleyma umsjá aldraðra inn á
heimilum móttöku gesta, eða á-
hyggjum, þegar auraleysi steðjaði
að.
Og hvað hefur svo hin heima-
vinnandi húsmóðir borið úr být-
um? Lítið er það á stundum, nema
kannski sú ánægja ein að fá að sjá
heilbrigð börn sín vaxa úr grasi. —
En þið skuluð ekki ætla eitt augna-
blik, að orð þessi séu mælt af ein-
hverri biturð. Ég er aðeins að draga
fram örfáar staðreyndir.
Bara heima
Nú skulum við aðeins líta á
hvernig ríkisvaldið hegðar sér gagn-
vart húsmóðurinni. Það lætur ekk-
ert heimili i friði og sækir sitt. Þeg-
ar fyrirvinnan er búin að mata
apparatið, er oft ansi Iítið eftir
handa húsmóðurinni, og i flestum
tilvikum verður hún útundan. Hún
er ekki með í köldum útreikningum
hagfræðinga og fjármálaspekú-
lanta. Þjóðfélagið hefur líklega
gleymt hinum heimavinnandi, og
því að húsmóðirin verður að sækja
allt til fyrirvinnunnar. En réttlæt-
inu vil ég fullnægja og gleyma því
ekki, að húsmóðirin fær 3ja mán-
aða fæðingarorlof, en lægstu fáan-
legu upphæð, ef hún hefur unnið
það til sakar, að starfa bara heima.
Einhver nefndi það einhverju
sinni, að það ætti að greiða hús-
móðurinni kaup. En hver á að gera
það? Ríkissjóður í gegnum al-
mannatryggingar. Ætli sú hugmynd
dytti ekki niður um götin á fjár-
lagadæminu. Kannski á fyrirvinn-
an að greiða þetta kaup eftir að bú-
ið er að greiða skatta, hita, raf-
magn, síma, útvarp, sjónvarp, ben-
sín á bílinn, svo ég tali nú ekki um
húsaleigu.
Auðvitað er sannleikurinn sá, að
húsmæður hafa þurft og þurfa enn
að neita sér um fleira en almennt
gerist, þegar peningar eru ekki til,
nema fyrir brýnustu lífsnauðsynj-
um, eins og t.d. grjónum í grjóna-
graut. Sleppum rúsínunum. Og
hvað er svo gert þegar börnin biðja
um aura fyrir bók eða bíó?
Er konan húsgagn?
Enn er ég ekki búin að svara
spurningunni: Er heimavinnandi
fólk réttlaust i þjóðfélaginu? En nú
skal ég gera það!
Heimavinnandi fólk er algjör-
lega réttlaust í þjóðfélaginu, eða í
sjóðakerfinu almennt. Það hefur
engin samtök.nýtur nánast engra
trygginga, nema ef fyrirvinnan
kaupir t. d. heimilistryggingu og
tryggir húsmóðurina, eins og hvert
annað húsgagn. Þessar konur eru
ekki til fyrr en þær slasast eða veikj-
ast, og einhver saknar heimilisverk-
anna, eða verður að fara að vinna
þau sjálfur eða sjálf. Eða greiðir
kannski tryggingakerfið húsmóð-
urinni sem veikist eða slasast? Það
fer lítið fyrir því, en sá, sem kemur
í hennar stað, getur fengið greitt.
Ég fletti bæklingum frá Trygg-
ingastofnun ríkisins um sjúkrabæt-
ur fyrir þá, sem eingöngu, takið eft-
ir eingöngu stunda heimilisstörf.
Falli störf á eigin heimili niður
vegna veikinda, skal greiddur 'A
hluti fullra dagpeninga. Auk þess
3A hlutar -af kostnaði við aðkeypta
heimilishjálp, samkvæmt kvittuð-
um reikningi. Á reikningi skal vera
nafnnúmer og heimilisfang þess
sem greiðslu fær. En sjúkrasamlag
má ekki greiða hærri fjárhæð en
nemur óskertum dagpeningum, á-
samt barnabótum. Þessar fjárhæð-
ir mætti kannski leggja saman, og
þá fengju menn séð hvers virði Iíf og
heilsa húsmóður er, talið í krónum
í velferðarþjóðfélagi nútímans.
Sem sagt: Það er hægt að fá bæt-
ur frá Tryggingastofnun út á ör-
orku, slys, veikindi, fæðingarorlof,
til ekkna, ekkla og einstæðra for-
eldra, svo og ellilífeyri, en á meðan
heimavinnandi fólk er heilt heilsu
og stendur sig, fær það ekkert í sinn
hlut, er launa- og réttindalaust. Ef
þetta fólk hins vegar stígur aðeins
léttilega á hinn almenna vinnu-
markað, opnast möguleikar á
ýmsu, — aðgangur að sjóðum og
félagasamtökum.
Eldhúsreynsla
Þessu til viðbótar má nefna það,
að kona, sem hefur unnið að heim-
ilisstörfum í 20 til 30 ár, kann vel til
margvíslegra verka, a. m. k. til eld-
hússtarfa. Fái hún starf, t. d. í
mötuneyti, þar sem reynsla hennar
nýtist vel, lendir hún ávallt í lægsta
launaflokki. 30 ára reynsla og þekk-
ingarsöfnun er ekki metin eyris-
virði. Þetta er einn þátturinn í þeirri
staðreynd hve launalágar konur
eru.
Mig langar um leið að skjóta því
að ykkur, að ríkið og sveitarfélög
greiða hundruð milljóna króna á
hverju ári til dagvistunarstofnana,
barnaheimila, leikskóla af öllu tagi,
en að þeim detti í hug að greiða
heimavinnandi húsmæðrum fyrir
að gegna sama hlutverki, er fjar-
lægt eins og norðurpóllinn. Þessar
konur spara þó ríkinu miklarfjár-
hæðir með því að vera bara hús-
mæður.
Mig langar enn að víkja að kon-
um, sem hafa verið heimavinnandi
í 20 til 30 ár. Þegar börnin hafa
flogið úr hreiðri þessara kvenna, og
hjónakornin orðin ein eftir, langar
konuna kannski á vinnumarkað-
inn. En hvernig gengur henni, kom-
in yfir fimmtugt? Hún kannski
Framhald á bls. 2
Albert gerði asnaspark,
alltaf nærri meti.
Seinna Denni setur mark,
í sínu eigin neti.
MOLAR
Yfirvöld í Rio láta sér hins veg-
ar fátt um finnast og segja þessar
tölur um látna og slasaða ekki
óeðlilegar, þegar til þess er litið að
um níu milljónir íbúa borgarinnar
séu þáttakendur í „fjörinu".
Kuldaboli í ham.
Vetur konungur hefur víðar lát-
ið til sín taka með tilþrifum, en
hér á landi. Grænlendingar fá alla
jafna enga smáskammta af þess-
um misvinsæla kóngi, en í vetur
hefur tekið út yfir allan þjófabálk
í þeim efnum; kuldaboli hefur
bitið harkalega. Febrúarmánuður
var með þeim kaldari á öldinni
eftir upplýsingum veðurfræðinga
og tilfinningu elstu manna. Þann-
ig var meðalhiti mínus 19,8 gráður
í Godthab (Nuuk) og mínus 31,5
gráður í Egedesminde (Aasiaat).
Á síðarnefnda staðnum þýddi það
mínus sextán gráður undir meðal-
lagi . . .
Ólíklegir samherjar.
Ef, eins og til stendur, Spánn og
Portúgal ganga í efnahagsbanda-
lag Evrópu, gæti það haft óhepp-
leg áhrif á útflutning ýmissa
þjóða utan álfunnar. Þannig má
nefna að ísraelar og Arabar hafa
sameinast í að mótmæla,því að
aðild þessararíkja kunni að draga
verulega úr útflutningi þessara
andstæðinga á landbúnaðar-
vörum til Evrópu.
•
Hár
„skemmtanaskattur"
Það gengur ekki lítið á, þegar
kjötkveðjuhátíðin er haldin með
pomp og pragt í Rio de Janerio í
Brasilíu. Hátíðin stendur dögum
saman, nótt sem nýtan dag og allir
sem vettlingi geta valdið taka full-
an þátt í gleðinni.
Og sumir ganga ekki nægilega
varlega inn um gleðinnar dyr;
ekki færri en 144 dóu á fyrstu
fimm sólarhringunum, sem hátíð-
in stóð yfir. Dánarorsakir:
Brennivínseitrun, morð, sjálfs-
morð og slys af völdum, ölvunar.
Sjúkrahús í Rio hafa fengið til
meðhöndlunar ekki færri en 11
þúsund manns frá því hátíðin
hófst og er þar einungis um tilfelli
að ræða, sem beinlínis má rekja til
hátíðahaldanna — eða öllu held-
ur drykkjunnar í hátíðahöldun-
um.