Alþýðublaðið - 07.04.1984, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 07.04.1984, Blaðsíða 1
alþýöu blaðið ií Laugardagur 7. apríl 1984 70. tbl. 65. árg, r ASI varar stjórnvöld við Á fundi miðstjórnar ASÍ á fimmtudag var eftirfarandi ályktun einróma samþykkt: „Með nýgerðum kjarasamning- um var stefnt að því að viðhalda á samningstímanum þeim kaup- mætti, sem Iaunafólk bjó við á fjórða ársfjórðungi síðasta árs og bæta sérstaklega stöðu þeirra tekju- lægstu og þeirra sem búa við þunga framfærslu. Efnahagsstefna stjórnvalda ræð- ur hins vegar úrslitum um endan- lega niðurstöðu í þessu efni. Það er grundvallarforsenda samninganna að stjórnvöld hagi stefnu sinni í samræmi við þau markmið sem sett voru við samningsgerðina. Við afgreiðslu fjárlaga gáfu ráðamenn yfirlýsingar um að fjár- lagagerðin stæði á föstum grund- velli ogekki kæmi til frekaraskatta- álags á launafólk. Framhald á bls. 3 Kosning fulltrúa í stjórn Sparisjóðs Reykjavíkur; Sigurjón Pét. undir verndarvæng íhaldsins Annað árið í röð gengu borgar- fulltrúar íhaldsins og Alþýðu- bandalagsins í eina sæng við kosn- ingu tveggja manna í stjórn Spari- sjóðs Reykjavíkur og nágrennis. í borgarstjórn sl. fimmtudag fór fram kosning fulltrúa borgarinnar í stjórn Sparisjóðsins og var stungið upp á 3 mönnum, Sjálfstæðismenn stungu upp á Ágústi Bjarnasyni, Alþýðubandalagsmenn upp á Sigurjóni Pétursson og fulltrúar Alþýðuflokksins, Framsóknar- flokksins og Kvennaframboðsins stungu í sameiningu upp á Emmanuel Mortens. I fyrra höfðu þessir þrír flokkar einnig samstarf um fulltrúa. Saman hafa þessir flokkar 5 fulltrúa en Alþýðubanda- lagið 4. En eins og í fyrra kom ihaldið Allaböllum til hjálpar og lánaði þeim tvö af sínum tólf at- kvæðum til að tryggja kjör Sigur- jóns Péturssonar í stjórnina. Ekki er með vissu vitað hvað fulltrúar íhaldsins komu erkifjendum sínum „kommunum“ til hjálpar, en almælt er að það muni vera þeir Davíð Oddsson borgarstjóri og Markús Örn Antonsson, forseti borgarstjórnar. Það hlýtur að teljast all kald- hæðnislegt nú á dögum, þegar línurnar hafa skerpst verulega í stjórnmálunum, þegar íslendingar búa við afturhaldssama ríkisstjórn, þegar brýn nauðsyn er á að flokkar félagshyggju hafi samstarf, að krónprins íhaldsins telur ekki eftir sér að makka með helstu andstæð- ingum Sjálfstæðismanna og gefa þeim atkvæði á þennan hátt. Sömu- leiðis er það umhugsunarvert hversu Sigurjón Pétursson og aðrir fulltrúar Alþýðubandalagsins eiga í þessu máli og öðrum gott samstarf með íhaldinu. Þeim virðist það ekki kappsmál að einangra íhaldið mest nú á þessum verstu tímum þegar völd þess og áhrif eru hvað mest. Því fer fjarri, þegar á hólminn er komið mætast hinir gagnstæðu pólar stjórnmálanna eins og ekkert sé. Á yfirborðinu mætti ætla að persónubirtingur frjálshyggjunnar, Davíð Oddsson og fulltrúi hins marzíska sólíalisma, Sigurjón Pétursson, ættu vart að geta rætt saman um nokkurn skapaðan hlut í þessa veru, en dæmin sýna að öfgarnir í stjórnmálunum eiga furðu auðvelt með að ná endum saman, ekki síður þegar spurningin er um bitlinga sem þessa. Óneitan- lega napurt samband og ekki laust við að Sigurjón verði íhaldinu æ háðari. Það hefur á honum visst tangarhald. Risarnir í útflutninginum;____ 5 stærstu meö 71% heildar útflutningsverðmœtisins Fimm stærstu vöruútflytjendur íslands eru Sölumiðstöð Hrað- frystihúsanna, íslenska álfélagið, Samband íslenskra samvinnu- félaga, Sölusamband íslenskra fiskframleiðenda cg íslenska járnblendifélagið. Samtalsnam Fob verðmæti út- flutnings þessara aðila árið 1983 um 13.3 milljarða króna, sem er 71.5% af heildarútflutningsins verðmæti alls útflutnings. Upplýsingar þessar koma fram í Hagtíðindum. Aðrir útflytjend- ur með verðmæti yfir 250 milljón- ir króna eru íslenska umboðs- salan, Síldarútvegsnefnd, Samlag skreiðarframleiðenda, Sölustofn- un lagmetisiðnaðarins, Hvalur hf og Álafoss. Útflutningsverðmæti þessara 11 aðila sem hér hafa verið taldir upp nam 1983 ails um 85% af heildarútflutningsverðmæti landsmanna. Samþykkt að Hamarshúsið verði íbúðarh úsnœði: Borgarstjórnarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins og Framsóknar- flokksins samþykktu á borgar- stjórnarfundinum á fimmtudag að heimila íbúðir í Hamarshúsinu við Tryggvagötu. Fulltrúar Alþýðu- flokks, Alþýðubandalags og Kvennaframboðs voru á móti. Samþykkt þessi verður að teljast hin furðulegasta í ljósi þeirra raka sem fram hafa komið gegn slikri ráðstöfun. Sigurður E. Guðmunds- son borgarfulitrúi Alþýðuflokksins benti rækilega á þessi atriði við um- ræður um málið. Deiliskipulags- vinna hefur enn ekki farið fram á því svæði sem húsið stendur á, sem hlýtur þó að teljast eðlileg forsenda fyrir slíkri ákvörðun. Ekkert Iiggur enn fyrir um hvernig mætt verður ýmsum ytri aðstæðum, sem fyrir Annarlegir hags- munir að baki hendi eru, eins og t.d. yfirgengileg- um umferðarhávaða, sem mælst hefur langt umfram það sem eðli- legt má telja. í þriðja lagi liggur fyr- ir að Hafnarstjórn er því gjörsam- lega andvíg að húsinu verði breytt í íbúðarhús og vill nota húsið áfram til hafnsækinnar starfsemi. í fjórða lagi er allt umhverfi hússins á þann veg að erfitt er og jafnvel ófram- kvæmanlegt að koma þar upp mannsæmandi umhverfi, sem talið er nauðsynjamál í sérhverri íbúða- byggð. Að lokum er þess að geta að húsið sjálft er í upphafi hugsað til að hýsa allt aðra starfsemi en þá sem fyrirhuguð er og því erfitt að byggja íbúðir þarna svo vel sé. „Það er ljóst, að annarlegir hags- munir ráða því að nú skuli áformað að reisa ibúðir í þessu húsi, sem upphaflega var reist í allt öðrum til- gangi. Það er alvarlegt áhyggjuefni ef tillaga þessi verður samjiykkt af meirihluta borgarstjórnar. 1 stað þess að beita stjórnsemi og standa gegn svo vafasömum framkvæmd- um lætur hann fljóta undan straumi og stjórnast af annarlegum hagsmunum. Sannarlega hlýtur slíkt að teljast aumkunarvert hlut- skipti“, sagði Sigurður fyrir at- kvæðagreiðsluna. í umsögn Gunnars B. Guð- mundssonar, hafnarstjóra segir meðal annars: „Skerðing á athafna- svæði fyrir þjónustustarfsemi við höfnina dregur úr hagkvæmri nýt- ingu hafnarmannvirkja og eykur þrýsting á byggingu nýrra. Hafnar- stjórn er andvíg þeirri þróun, að Framhald á bls. 3 RITSTJORNARGREIN ... Með vor í lofti hljóta vonir manna að glæðast Síðustu daga hefur verið vor í lofti og hillir undir sumarið. Eftir umhleypingasaman vetur lyftist brún- in á flestum, og vonin um góða tíð eykur mönnum bjartsýni á batnandi hag. Veturinn hefur verið flest- um erfiður, ekki bara veðurfarslega, heidur og efna- hagslega, og er langt siðan svo harkalega hefur ver- ið vegið að kaupmætti launa og afkomumöguleik- um láglaunafólks á íslandi. Ljóst er, að enn hyggst ríkisstjórnin rýra kjör launafólks til að fylla upp i fjárlagagötin. Þessi að- ferð núverandi rlkisstjórnar við að leysa efnahags- vandann er óþolandi og hlýtur að kalla á harkaleg viðbrögð. Ríkisstjórnin háfði heitið því, að leita víðar fanga en hjá launafólki til aö leysa vandræðin. Einkavinur litla mannsins hefur a.m.k. haft stór orð um það. En á meðan kaupmáttur er rýrður halda stórfyrir- tækin aðalfundi sína og birta reikninga, þar sem fram kemur hagnaður, sem nemur hundruðum millj- óna króna. Það er blómatíö hjá SÍS, Eimskip, Flug- leiðum og svo mætti lengi telja. Nú erenginn að am- ast við þvl, að fyrirtæki skili hagnaði. Sllkt er bæði sjálfsagt og nauðsynlegt. En það ereitthvað bogið viö ástandið, þegar fyrirtækin hafa ekki efni á að greiðadulítiö hærri laun, en skila á sama tíma gífur- legum hagnaði. Þá hefur ríkisstjórnin ekkert snert vió milliliða- kerfinu. Það blómstrar sem aldrei fyrr. Ekki hefur veriðgerðeineinastatilraun til aðdragaúrmilliliða-. sukkinu, skattsvikunum, söluskattsþjófnaðinum, risa fjárfestingum landbúnaðargeirans og banka- kerfisins. — Allt þetta er látiö halda sínu striki á meðan hrein vá er fyrir dyrum hjá lágtekjufólki. Island er orðið slíkt láglaunasvæði, að r&ðherrar bjóða erlendum fyrirtækjum faöminn og tilkynna þeim, að hérþurfi ekki aðgreiðahærri laun en gerist hjá vanþróuðum ríkjum. Allt er þetta með endemum. Ríkisstjórnin hefur fengið drjúgan tlma til að ráð- ast á garðinn, þarsem hann erekki lægstur, en ekk- ert hefur gerst. Verkalýðshreyfingin hefur sýnt bið- lund, — kannski ótrúlega þolinmæði. Hins vegar getur hún ekki beðið endalaust eftir árangri, og framferöi ríkisstjórnarinnar er I raun storkun vió þá velviljuðu menn í verkalýðshreyfingunni, sem vildu gefa henni tækifæri. ' v En þjóðin verður að treysta þvi og vona, að með hækkandi sól eflist djörfung ríkisstjórnarinnartil að taka á málum af meiri festu. Stjórninni hefur verið hælt fyrir það aó takaákvaröanir, geraeitthvað. Hins vegar er venjulega minnstur vandinn að taka ákvörð- un, þegar vitað er að henni veröur framfylgt. En nú ástjórnin eftiraðtakaákvaröanir, sem hún verðurað berja i gegn. Það eru ákvarðanir, sem alltaf hafa reynst helmingaskipta-stjórnum erfiðar, og það eru hin eiginlegu uppskipti á fjármagnfhu til stríðandi afla. Þáþarf ríkisstjóminaðtakast ávið risanaf pen- ingaheiminúm, og það er ekki vlst að þeir verði jaf n gæfir og launþegar hafa verið. Ríkisstjórnin þarf jafnframt að uppfylla loforðin um, að allir skuli taka á sig jafnar byrðar I baráttunni við efnahagsvandann. Þar verða margir Þrándar I Götu, og ekki vlst að öll ioforöin verði uppfyllt. - ÁG -

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.