Alþýðublaðið - 25.04.1984, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 25.04.1984, Qupperneq 1
alþýöu- blaöió « Miðvikudagur 25. apríl 1984 79. tbl. 65. árg. Verðbólga Hækkun framfærslukostnaðar á ársgrundvelli. ——Miðsett 4ra mánaða Undanfarin: .hækkun*________■■■■■■»■■■■ 12 mánaða hækkuni /o \-mmm3ja mánaða hækkun -120 100 /7 . / / .Jf*! / • /1 VS.. 1» ' . / * „ 1» \V \ v V; % ' 1982 ' 1983 1984 80 60 40 20 0 2ja mánaöa á undan og 2ja á eftir, síðustu tvö gildi innihalda spár. Þetta er verð- bólguþróun síðustu missera Menn þekkja vel þá leiki stjórn- málamanna, þegar tölur og talna- samanburður er annars vegar, að þeir fá mjög svö óiíkar niðurstöð- ur út úr sama dæminu. Þannig þekkja menn deilur um verð- bólgustigið hverju sinni; cinn sagði 50% verðbólga á sama tíma og annar staðhæfði að verðbólg- an væri 100%. Þessir talnaleikir stjórnmála- manna hafa ruglað margan manninn í gegnum tíðina. Ekki þar fyrir að þessir stjórnmála- menn fari með rangt mál þegar tölum ber ekki saman. Það gerist stundum, en oftar eru er skýringa á ólíkum niðurstöðutölum stjórn- málamanna að leita í mismunandi forsendum. Það er eins og með verðbólgutölur. Einn miðaði við verðbólguþróun .mánaðarins, annar við meðaltal verðbólgunn- ar síðustu 12 mánuði o.s.frv. Á meðfylgjandi töflu, sem fengin er úr Hagtölum mánaðar- ins — mánaðarriti (apríl) Seðla- bankans — má sjá verðbólguna, hækkun framfærslukostnaðar síðustu misseri. Eins og fram kemur í skýringum er viðmiðunin grundvölluð á þrenns konar hátt. í fyrsta lagi miðsett fjögurra mán- aða hækkun, þ.e. 2 síðustu mán- aða og spá fyrir 2 næstu, í annan stað þróun síðustu 12 mánaða og í þriðja lagi hækkun undanfar- inna þriggja mánaða. Hinn Nýi Tími: Mótvægi gegn ísfilmöflunum? Þá er nýi Tíminn kominn á mark- aðinn og óskar Alþýðublaðið hon- um velfarnaðar. Aðstandendur blaðsins auglýsa það sem blað ní- unda áratugarins og er óskandi að það standist, t.d. hvað varðar land- búnaðarmál. Það er fleira sem vekur athygli en nýjabrumið eitt sér. Magnús Ólafs- son, hinn nýi ritstjóri, sendi frá sér í síðasta tölublaði gamla Tímans eins konar stefnuskrá þar sem hann lagði þunga áherslu á mótvægi við yfirburðastöðu Morgunblaðsins og DV í blaðaheiminum. Sagði hann: Framhald á bls. 2 Vel heppnuð friðarvika Friðarvikan í Norræna húsinu nú um páskana var feiknavel sótt og heppnaðist með ágætum í alla staði. Svo mikil var aðsókn að hinum ýmsu dagskráratriðum yfir páskadagana að færri komust að en vildu í húsakynnum Norræna hússins. Á lokafundi friðarvikunnar í fyrrakvöld var síðan Steingrími Hermannssyni forsætisráðherra afhent áskorun friðarvikunnar, en þar er afdráttarlaust skorað á íslensk stjórnvöld að beita sér fyr- ir því að dregið verði úr kjarn- orkuvopnakapphlaupi risaveld- anna og að raunveruleg afvopnun hefjist. Davíð borgarstjóri hreint ekki feiminn vegna mikillar aukningar útsvarsbyrðarinnar: „Launin hafa hækkað miklu meir en þetta“ Davíð Oddsson, borgarstjóri sjálfstæðismanna í Reykjavík bætti enn einni rósinni í hnappagat sitt er hann svaraði spurningu blaða- manns Morgunblaðsins fyrir páska um hvort hann teldi ekki að aukn- ing útsvarsins um 41% á sama tíma og laun hækkuðu um 20% gæti orðið einhverjum launþega ofviða. Var Davíð spurður að þessu í framhaldi af upplýsingum Þjóð- hagsstofnunar vegna fyrirspurnar Jóhönnu Sigurðardóttur þing- manns um þessi mál. Davíð er ske- leggur að vanda og segir að allt saman sé þetta af og frá. Þjóðhags- stofnun sé bara vaðandi í villu. Og hann er ekki aldeilis á því að auknar skattaálögur verði „einhverjum launþegum“ ofviða. „Nei, við teljum að laun á milli ára, þegar allt er tiltekið, hafi hækkað nreira en þarna er tiltekið í frétt Þjóðhagsstofnunar. Þar er til dæmis ekki tekið tillit til neinna launaskriða eða þess háttar og við teljum raunar að þetta séu ákaflega villandi fréttir og í rauninni ekki sæmandi fyrir Þjóðhagsstofnun að bera fréttir á borð með þessum hætti“, mælti Davíð af sínum ó- tæmandi viskubrunni. Heldur Davið að eitthvert launa- skrið hafi átt sér stað hjá því fólki sem blaðamaður Morgunblaðsins Framhald á bls. 2 Lœknar: Vara við niðurskurði á spítulunum tímabili. Má þvi búast við að lítið sem ekkert verði htegt að taka inn af biðlistum spítalanna í sumar“. Leiðir til samdráttar í allri þjónustu við sjúklinga Á sameiginlegum fundi stjórna læknaráöa Borgarspítala, Landa- kotsspitala og Landspitala fyrir páskahelgi var samþykkt ályktun þar scm varað er við fyrirhuguð- um sparnaöarráðstöfunum í rekstri þessara spítala. Segir í ályktuninni að á undan- förnum árum hafi rekstrarfjár- skortur háð allri starfsemi spítal- anna í Reykjavík og að sá skortur hafi haft í för með sér mikið að- hald og sparnað á öllum sviðum. Frekari niðurskurður muni því ó- hjákvæmilega leiða til samdráttar í allri þjónustu við sjúklinga: „Þá lýsa stjórnir læknaráðanna áhyggjum sínum yfir þeim víð- tæku lokunum á sjúkradeildum, sem fyrirhugaðar eru í sumar. Lokanirnar svara til þess, að á 12 vikna tímabili verða yfir 100 sjúkrarúm tekin úr notkun á lyfja- handlæknis- og barnadeild- um þessara þriggja spítala. Því er ljóst að vart verður hægt að sinna nema bráðaþjónustu á þessu stefnu þeirri sem rikt hefur i tíð ríkisstjórnar hægrimanna. Það er af- gerandi: Þegar hefur mikill sparnaður farið fram og ekki hœgt að spara meir án þess að draga úr allri þjónustu við sjúklinga. Abyrgðarleysi stjórnvalda hvað varðar erlendar lántökur:_ Hvert mannsbarn skuldar 150 þús. kr. í útlöndum Hvert einasta mannsbarn hér á landi skuldar um 150 þúsund krón- ur í útlöndum. Samkvæmt upplýsingum Seðla- bankastjóra í síðustu viku þá eru heildarskuldir þjóðarinnar í erlend- um lánum samtals 36,3 milljarðar króna. Ef íbúatölunni hér á landi er deilt í þá tölu —240.000 íbúar í 36.300.000.000,00 krónur þá eru niðurstöðutölur þær að hver einasti íslendingur, hvort sem hann er barn að aldri, fullorðinn, eða aldraður, stendur ábyrgur fyrir 150 þúsund krónum. Og ekki stefnir í það að þessi tala muni lækka á næstunni, heldur þvert á móti áætlar ríkisstjórnin enn frekari lántökur erlendis. Ekki skulu menn heldur ætla að þessar skuldir þjóðarinnar erlendis, sem núverandi og fyrrverandi ríkis- stjórn hafa verið ötular við að safna upp, rýrni sjálfkrafa eða étist upp, því þær eru gengistryggðar og hafa t.a.m. hækkað verulega síðustu misseri einungis vegna hins háa gengis á Bandaríkjadollar. Og stór hluti þess fjármagns sem tekið hef- ur verið að láni hefur verið eytt í margs konar framkvæmdir og fjár- festingar, sem litlu eða engu hafa skilað til baka og munu ekki geta staðið undir vaxta- og afborgunar- kostnaði af þeim erlendu lánum sem tekin voru. Það er því hætt við að það verði enn einn ganginn skattborgarar sem verða að taka á sig þungann af þessum gífurlegu lánum á næstu árum. Ætli flestum launamönnum þyki ekki alveg nóg um sinn persónulega skuldabagga og bara jyað að láta endanásaman frádegi tii dags, þótt stjórnvöld bæti ekki um betur og hlaði upp skuldum erlendis til að standa straum af ýmsum óþarfa fjárfestingum sem litlum eða eng- um arði skila. Og svo hefur það líka þekkst að tekin eru erlend neyslulán — lán til að reka ríkissjóð og ýmsar stofnanir hins opinbera. En tölurnar tala sínu máli og eru ógnvekjandi: 150 þúsund krónur á hvert mannsbarn. Og þrátt fyrir þetta er óráðsíunni enn haldið á- fram á stjórnarheimilinu eins og ekkert sé að eða hafi í skorist.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.