Alþýðublaðið - 25.04.1984, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 25.04.1984, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 25. apríl 1984 3 Vélstjórqfélag Vestmannaeyja: Atelur kæruleysi og undan- látssemi opinberra aðila „Félagsfundur í Vélstjórafélagi Vestmannaeyja haldinn miðviku- daginn 11. apríl 1984 styður heils- hugar þá einstaklinga og félaga- samtök sem berjast og hafa barist nú síðari ár fyrir því að koma sjálf- virkum sleppibúnaði fyrir gúmmí- björgunarbáta um borð í íslenska skipastólinn sem allra fyrst, jafn- framt krefst fundurinn þess að hætt verði allri undanlátsemi gagnvart gildandi reglugerðum í því sam- bandi“, segir í frétt frá Vélstjórafé- lagi Vestmannaeyja. Þar segir og: „Fundurinn átelur harðlega það kæruleysi og þá undanlátsemi opin- berra aðila sem með öryggismál sjómanna hafa að gera það er furðulegt að opinber stofnun sem fer með öryggismál sjómanna skuli leyfa sér að leika sér með reglugerð- ir sem hún sjálf hefur sett á þann veg að gera svo slakari kröfur en hún setti í upphafi og þá sérstaklega þegar það er haft í huga að það var til búnaður sem uppfyllti þær kröf- ur sem settar voru í upphafi. Svo kom enn ein furðufregnin um þessa stofnun fram í sjónvarps- þætti þann 10.4 1984 sem fjallaði um öryggismál sjómanna þegar settur siglingamálastjóri sagði að stofnunin gæti ekki gefið út af sinni hálfu hvað af þeim sleppibúnaði fyrir gúmmíbjörgunarbáta sem framleiddir eru í dag væri full- komnastur til notkunar, en stofn- unin væri fær um að dæma um hvort búnaðurinn væri hæfur eða ekki svo furðulegt sem það nú er. Eins kom fram í áðurnefndum sjónvarpsþætti afskipti ráðherra af útgáfu haffærisskírteinis sem var útrunnið og mótmælir félagið harðlega svona íhlutun, ef að tögg- ur væru í sjómönnum þá ættu þeir að sigla í land og fara ekki út aftur fyrr en viðkomandi ráðherra hefði afturkallað þetta gerræði og léti þær stofnanir í friði á meðan þær vinna samkvæmt þeim lögum sem þær eiga að starfa eftir. Að lokum vill félagið óska þess að sú umfjöllun um öryggismál sjó- farenda sem átt hefur sér stað að undanförnu haldi áfram og að sky n- semin verði látin ráða en ekki æs- ingur eða ofstæki á einn eða annan hátt“. Miðstjórn Bandalags sérskólanema:___ Vill tafarlausan undirbúning að uppbyggingu námsmannaíbúða Miðstjórn Bandalags íslenskra Sérskólanema samþykkti eftirfar- andi ályktanir á fundi sínum þann 3. apríl s.l.: Miðstjórn BÍSN skorar á Al- þingi, ríkisstjórn íslands og Sam- band íslenskra Sveitarfélaga að hefja nú þegar undirbúning að upp- byggingu námsmannaíbúða til handa öllum sérskóla- og háskóla- nemum. Fundurinn átelur ofangreinda aðila harðlega fyrir að hafa alger- lega brugðist skyldu sinni í þessu máli og álítur að með markvissri stefnu hefði mátt og megi í framtíð- inni afstýra mestu af húsnæðisöng- Karlakórinn Fostbræður heldur árlega tónleika fyrir styrktarfélaga sína í Háskólabíói fimmtudaginn 26. apríl kl. 19.00 og laugardaginn 28. sama mánaðar kl. 15.00. Söngstjóri kórsins er Ragnar Björnsson. Píanóundirleikari er Jónas Ingi- mundarson. Einsöngvarar með kórnum eru Kristinn Sigmundsson, óperu- söngvari og Björn Emilsson, einn kórfélaga. Á tónleikunum koma fram í boði kórsins og syngja einsöng nokkrir nemendur, sem stunda söngnám við tónlistarskóla í Reykjavík, en þeir eru: þveiti því senr hér ríkir á aðalsvæði háskóla- og sérskólanáms hérlend- is, Reykjavík. Miðstjórn BÍSN skorar á ís- lensku þjóðina, Alþingi hennar og ríkisstjórn að vakna til meðvitund- ar og rísa upp gegn hinni hraðvax- andi hættu sem tilveru þjóðar í þessu landi er búin af takmarka- lausum viðbúnaði kjarnorkuveld- anna í höfunum umhverfis landið. Miðstjórnin skorar á Alþingi að lýsa ísland, lofthelgi landsins og fiskveiðilögsögu án tafar kjarn- orkuvopnalaus svæði og að vinna að þeirri ákvörðun fylgi á alþjóða- Frá Tónlistarskólanum í Reykja- vík: Anders Torsten Josepsson. Frá Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar: Jóhanna Sveinsdótt- ir. Frá Nýja Tónlistarskólanum í Reykjavík: Björn Björnsson og Sig- ríður Elliðadóttir. Á efnisskrá tónleikanna er tónlist frá Bandaríkjunum, íslandi, Eng- landi, Frakklandi, Þýskalandi, Ungverjalandi og Sovétríkjunum. Mörg þessara laga eru vel þekkt og hafa notið mikilla vinsælda. Meðal verka á efnisskrá má nefna Bolero eftir Ravel, Rímnalög eftir Ragnar Björnsson, rússnesk þjóðlög þ.á m. Stenka Rasin o.fl. vettvangi, sér í lagi á meðal ná- grannaþjóða okkar. Ríkisspítalar skipta við Bæjarleiðir í síðustu viku var undirritaður samningur um leigubílaakstur milli Rikisspítala og leigubílastððvarinn- ar Bæjarleiða til eins árs samkvæmt útboði Innkaupastofnunar rikisins. Samningurinn kveður á um að Ríkisspítalar skipta nú eingöngu við Bæjarleiðir um fólksflutninga með leigubílum. Hér er einkum um að ræða samningsbundinn akstur á starfsfólki vegna útkalla og vinnu utan áætlunartíma strætisvagna. Einnig flutning á sjúklingum milli stofnana. Bílastöðin Bæjarleiðir gefur magnafslátt af viðskiptun- um. Einnig munu þessir aðilar i sameiningu skipuleggja flutning- ana og nýta betur akstur leigubíla en verið hefur. Ríkisspítalar reikna með að sparnaður af samningi þessum verði um 1—1.5 milljónir króna á þessu ári. Arlegir styrktar- tónleikar Fóstbræðra Hafnarfjörður Matjurtagarðar Leigjendum matjurtagarða í Hafnarfirði tilkynnist hér með að þeim berað greiða Ieigunafyrir5. maí næst komandi ella má búast við að garðlöndin verði leigð öðrum. Bæjarverkfræðingur Veðurathugunarmenn á Kili Veðurstofa íslands óskar að ráða tvo einstaklinga, hjón eða einhleypinga, til veðurathugana á Hveravöllum á Kili. Starfsmennirnir verða ráðnir til ársdvalar, sem hefst 1. ágúst 1984. Umsækjendur þurfa að vera heilsu- hraustir og reglusamir, og nauðsynlegt er, að a.m.k. annar þeirra kunni nokkur skil á meðferð véla. Tekið skal fram, að starfið krefst góðrar athyglisgáfu, ná- kvæmni og samviskusemi. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, heilsufar, menntun, fyrri störf og meðmælum ef fyrir hendi eru, skulu hafa borist Veðurstofunni fyrir 10. maí n.k. Allar nánari upplýsingar gefa deildarstjóri og veður- fræðingar áhaldadeildar Veðurstofunnar, Bústaðavegi 9, Reykjavík Gjöf Jóns Sigurðssonar Samkvæmt reglum skal veita fé úr sjóðnum Gjöf Jóns Sigurðssonar „til verðlauna fyrir vel samin vísindaleg rit og annars kostar til þess að styrkja útgáfur merki- legra heimildaritá*. Heimilt er og að „verja fé til viður- kenningar á viðfangsefnum og störfum höfunda, sem hafa vlsindarit I smíðum“. Öll skulu rit þessi „lúta að sögu íslands, bókmenntúm þess, lögum, stjórn og framförum". Verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonarauglýsir hér með eftir umsóknum um fjárveitingar úr sjóðnum. Skulu þær stílaðar til verðlaunanefndarinnar, en send- ar forsætisráðuneytinu, Stjórnarráðshúsi, 101 Reykja- vlk, fyrir 15. maf n.k. Umsóknum skulu fylgja rit, ritgerðir eða greinageröir um rit í smíðum. Reykjavík, 15. apríl 1984 Verölaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar Bjarnl Guðnason Magnús Már Lárusson Sigurður Lindal Tilkynning frá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur Axel Blöndal læknirhættirstörfum sem heimilislækn- ir 1. júní n.k. Þeir samlagsmenn sem hafa hann fyrir heimilislækni eru beðnir að koma I afgreiöslu S.R. og velja sér nýjan heimilislækni. Eru menn vinsamlegast beönir að hafa sjúkrasamlags- skírteini meðferðis. Aðalfundur Hagtryggingar h.f. árið 1984 verður haldinn I Domus Medicavið Egilsgötu laugardaginn 28. aprll og hefst kl. 14.00. Dagskrá: Aðalfundarstörf skv. 15. gr. samþykkta félagsins. Aðgöngumiöar að fundinum og atkvæðaseðlar verða afhentir hluthöfum eðaöðrum með skriflegt umboð frá þeim i skrifstofu félagsins að Suðurlandsbraut 10, Reykjavlk dagana 24.-28. apríl á venjulegum skrif- stofutlma. Stjórn Hagtryggingar hf. Bfllinn í lagi — beltin spennt bömin í aftursæti. GÓÐAFERÐ! U UMFERÐAR RÁÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.