Alþýðublaðið - 25.04.1984, Page 4

Alþýðublaðið - 25.04.1984, Page 4
alþýðu- blaöið i Miðvikudagur 25. apríl 1984 Útgefandi: Alþýöuflokkurinn. Stjórnmálaritstjóri og ábm. Guömundur Árni Stefánsson. Blaöamaöur: Friðrik Þór Guömundsson. Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir. Ritstjórn og auglýsingar eru aö Ármúla 38, Reykjavík, simi 81866. Setning og umbrot: Alprent hf. Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent, Síðumúla 12. Áskriftarsíminn er 81866 Formaður fjárlaganefndar Öldungadeildar Bandaríska þingsins: Hallalaus fjárlög 1 U.S. News & World Report birt- ist fyrir nokkru viðtal við Pete Domenici, formann fjárlaganefnd- ar öldungadeildar bandaríska Þjóðþingsins. Viðtalið fer hér á eft- ir í lauslegri þýðingu. Blm: Ef hallinn á fjárlögum er eins voðalegur og af er látið, hvað dvelur þá Þjóðþingið? Dominici: Meðan efnahagslegur bati varir og verðbólga hjaðnar örar en vonir stóðu til, leggja kjósendur ekki hart að öldungadeildarmönn- njóti til þess fulltingis forsetans, síst á kosningaári. Blm: Hve lengi bíður Þjóðþingið átekta? Dominici: Það sem til ráða verð- ur í fjárlagamálinu og skattamál- um, þarf að taka gildi 1985. Að skjóta því lengur á frest, væri að takast mikla áhættu á herðar eins margt og komið er undir þróttmiklu atvinnulífi og hagvexti án verð- bólgu. Ákjósanlegast væri, að Þjóðþingið hefði þegar tekið af skarið, en snemma á næsta ári verð- ur það að hefjast handa. - ' '-'V- V\*V%..- V.' A •“ ' C’c » S. v *)'. ' “Ví um að takast á við hallann. Auk þess verður (uppsafnaður) halli upp á 200 milljarða ekki þurrkaður út nema með því að skera jöfnum höndum niður útgjöld og að auka tekjur. Til þess hrekkur ekki niður- skurður á útgjöldum einn sanian. Þjóðþingið sker hvorki niður út- gjöld né hækkar skatta nema það Blm.: Hvers vegna getur Þjóð- þingið ekki frestað því fram yfir kosningarnar 1984? Dominici: Frá því að ákvarðanir eru teknar og þangað til, að til þeirra segir, líður nokkur tími, og atvinnulífið þarfnast ráðrúms til að laga sig að nýmælum. Blm.: Hefur Reagan forseti haft frumkvæði í þessum efnum eins og á er þörf? Dominici: Þegar forsetinn lagði fram fjárlögin fyrir 1984, var sem hann segði við Þjóðþingið: „Ég fellst á nýja skatta, ef þið skerið niður útgjöld“. Ég held, að hann hafi fyrir satt, að hækkun skatta, jafnvel 1985 eða 1986, stofnaði hag- vexti í hættu. Gallinn er sá, að nið- urskurður einn dugar ekki. Blm.: Gæti sameiginleg nefnd flokkanna tveggja eða fundur for- setans með forystumönnum Þjóð- þingsins leyst vandann? Dominici: Ég set ekki traust mitt á slíkar nefndir. Ráðstefna með for- setanum gæti verið gagnleg, en (forystumenn) hyggja að viðbrögð- um kjósenda. Ef Þjóðþingið tæki boði forsetans, sem nýtur nokkurs stuðnings (á meðal demókrata), kynni hann að ljá máls á ráðstefnu. Blm.: Hvaða útgjöld verða skor- in niður? Dominici: Með því að draga úr aukningu á framlögum til land- varna mætti spara milljarða. Þann- ig að þau ykjust um 3 eða 4% á ári í stað 7 eða 8%, eins og í ráði er. Hvert undanfarinna þriggja ára hafa þau vaxið um 10%. Með því að taka yfir höfuð kúfinn af útgjalda- Iiðum mætti spara álitlegar upp- hæðir, en ég undantek liði, sem þeg- ar hafa verið skornir mjög niður svo sem almannatryggingar. Að þessari Sœnskir jafnaðarmenn:______________ Afhjúpum skattsvikarana! Afhjúpum skattsvikarana segja sænskir jafnaðarmenn um þessar mundir. Nánar tiltekið var ályktað á flokksþingi Jafnaðarmanna- flokksins á Skáni þar sem þess er krafist að bankaeftirlitið þarlendra opinberi hvaða einstaklingar og bankar eru flæktir i mörg hundruó milljón króna lánveitingar sem gert hefur vissum fjármálajöfrum kleift að stinga ómældum fjárhæðum undan skatti. Nýlega kom það fram hjá banka- eftirlitinu að áveðnir bankar og fjármálastofnanir aðrar hefðu lán- að ýmsum einstaklingum verulegar fjárupphæðir vegna svo kallaðra „skattaáætlana“, sem gera lántak- endum kleift að komast hjá skatt- greiðslum. Stærsta einstaka lánið var veitt til fjármálajöfursins Wic- tor Forss, upp á 250 milljón sænskra króna eða um 925 milljón íkr. Flokksþingið gerði það að kröfu sinni að bankaeftirlitið fram- kvæmdi nýja úttekt á þessum mál- um, úttekt er næði til síðustu tveggja ára. Bankaeftirlitið hefur ekki viljað gefa upp hvaða einstakl- ingar og bankar það eru sem um ræðir, um Forss þennan fengust upplýsingar með öðrum leiðum. Telur flokksþingið að vegna leyndarhjúpsins sé óhjákvæmilegt að það grafi undan siðferði í skatta- málum almennt. eftir 6—7ár leið yrði ekki stuggað við viðgangi atvinnulifs, vöxtum haldið niðri og létt á vaxtabyrði ríkisskuldanna, svo að úr hallanum drægi enn frek- ar. Blm.: Hvaða skatta ætti að hækka? Dominici: Álag á tekjuskatt í tvö eða þrjú ár kæmi til álita, enda tæki það ekki ti! láglaunafólks. Að lík- indum verður eins konar söluskatt- ur á dagskrá. Tollur á innfluttri hrá- olíu þykir mér álitlegur. Þá koma til álita margir framtalsliðir, sem fólk kallar „skattfría“, liði, sem vel mætti skattleggja, þótt undanþegn- ir hafi verið skatti. Blm.: Á dýrtíðaruppbót á greiðslur almannatrygginga að vera á úrskurðarvaldi forsetans? Dominici: Það ætti að takmarka dýrtíðaruppbætur á slíkum greiðsl- um. Það ætti Þjóðþingið að gera. Mér finnst hins vegar ekki, að Þjóð- þingið geti tekið það mál upp að nýju, rétt eftir að það hefur um- breytt (almannatryggingunum). Blm.: Hvenær verður þess í fyrsta lagi vænst, að hallinn á fjárlögun- um verði jafnaður? Dominici: Hallalausra fjárlaga má vænta eftir sex eða sjö ár, ef við- varandi hagvöxtur verður og úr hallanum dregið með þeim leiðum, sem við höfum rætt. H.J. MEINHORNIÐ „Iss, þetta er enginn vandi, þær eru líka svo seigar þessar Framsóknar- lummurý sagði R. Reagan Bandaríkjaforseti, þegar hann hafði unnið fyrstu verðlaun í keppni vestra um hver gæti lengst látið lummu loða við nef sitt. Reagan fékk sérlega seiga uppskrift senda frá flokksskrifstofu framsóknarmanna hér á landi, en auk þess hefur forsetinn æft sig um áratugaskeið. „Ég er búinn að vera með lummu á nefinu frá því ég var pínulítill kúreki á búgaðinum hans pabbaý sagði hinn hamingjusami sigurvegari að lokum. NÝI TÍMINN Megum viö sem sagt t.d. búast við því að horfið verði frá landbúnaðarpólitik 19. aldarinnar? MOLAR Kvennahús í Firðinum Nýlega var opnað „Kvennahús" að Reykjavíkurvegi I6, Hafnar- firði. Mikil gróska hel'ur verið i starfsemi Kvennalistans í Reykja- neí kjördæmi allt síðastliðið ár sem og samtakanna í heild og þótti kon- um nú tímabært að opna hús í kjör- dæminu þar sem þær gætu hist og rætt það sem efst er á baugi í kvennamálum hverju sinni. Opnunartími skrifstofnunnar er mánudaga til fimmtudaga kl. 17-19, föstudaga kl. 18-20 og laugardaga kl. 11-14. Fáar stuðningskonur listans gera sér grein fyrir því skemmtilega starfi sem á sér stað hjá kvennalista- konum og þeim möguleikum sem hver og ein hefur á mótun og frarn- kvæmd mála. Aðalatriðið er að þarna eru allar konur hjartanlega velkomnar, hvar í flokki sem þær standa. Símaskrá Reykjavíkur söngleikur? Andrew Lloyd Webber varð fyrst verulega frægur er hann og félagi hans sömdu söngleikinn fræga um Jesus Christ Superstar. Síðar tóku við aðrir stórkostlegir söngleikir eins og Evita og nú síð- ast „Cats“ sem Janis „okkar“ Carol syngur í. í Newsweek var nýverið fjallað um þennan galdramann tónlistar- innar sem magnað hefur fram ó- mældan gróða með tónum og dönsum. Nú er enn ein fantasían komin á svið frá honum, „Star- light express“. Timaritið hefur eftir dagblaði einu að eftir „Cats“ gæti Webber hæglega „samið vel- heppnaðan söngieik með því að nótnasetja símaskrá Reykjavík- ur!“ Skattvandræði hægri- vængsins Alþýðublaðið sagði nýlega frá því að þó vandræði Alberts Guð- mundssonar væri mikið með göt og ramma ætti Ronald Reagan ekki síður í vandræðum með fjár- ans fjárlögin. Albert hefur þurft að taka ýmislegt til baka hvað skattaálögur varðar og nú síðast brugðið á það ráð að herða mjög söluskattsinnheimtuna. - Reagan er með svipaðar hug- myndir í gangi, hann hefur nú gef- ið fjármálaráðuneyti þarlendra skipun um að gera tillögur að alls- herjar endurskoðun tekjuskatts- laganna. Og fleiri svið skattamál- anna eru í endurskoðun og greina fróðir menn frá því að reikna megi með því að í júní stæði til að fella niður skattfrádrátt vegna afborg- ana í íbúðarlánum. Reagan hefur sjálfur hvíslað þessu að húsbyggj- endum í Texas, en segir að fyrir dyrum sé allsherjar einföldun á skattakerfinu sem kemur á móti til góða...

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.