Alþýðublaðið - 08.05.1984, Page 2

Alþýðublaðið - 08.05.1984, Page 2
2 Þriðjudagur 8. maí 1984 um 9% lakari á þessu ári, en að jafnaði allt árið f fyrra, 1983. Kauptaxtar allra launþega verða um 17% hærri að meðaltali í ár en (fyrra, en á móti kemur aö framfærsluvísitala hækkar um heil 27% milli ára samkvæmt sþám Þjóðhags- stofnunar. Kjararýrnunin heldur þvf áfram á þessu ári. Þær efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar, sem beðiö hefurveriðeftirvikum og mánuðum saman, og eru nú loks fram komnar, munu þrengja kjöralmennings enn frekar en orðið er. Það er f raun rangnefni að kalla þessar tillögur ríkisstjórnarinnar, efnahagsaðgerðir, þvf hér eru ekki áferðinni neinaraðgerðirtil styrkingar efnahagslffi landsmanna, heldur aðeins redd- ingar. Það er verið að bjarga hlutum fyrir horn f skamman tfma. Þegar meginhluti aðgerðanna er fólginn í því að slá lán f útlöndum til að halda þjóðarskút- unni áfloti, þáer ekki verið að takast á við vand- ann, heldur hlaupast frá honum. Það er verið að velta vandanum yfir á ungu kynslóöina, sem landið erfir. Hvaða fjölskyldufaðir myndi slá lán til rekstur heimilisins og reikna með því að börnin hans myndu síðan sjá um að greiða lán- ið? Nei, þessi sami fjölskyldufaðir myndi ein- faldlega reyna að draga saman seglin, spara, bæta við sig vinnu, auka framleiðni, til að ná endum saman. Þessi ríkisstjórn lendir hins vegar f sama gamlafarinu og fyrrverandi rfkisstjórn; slær er- lend lán, þegar aö kreppir. Ekki aðeins að þessi fyrirhyggjulausa efnahagsstefna sé vitlaus og ábyrgðarlaus, heldurvar það eitt helsta loforð núverandi rfkisstjórnar, þegar hún tók við völd- um, að draga úr erlendum lántökum. Þaö hefur nú verið svikið, eins og svo margt annaö, sem stjórnarherrarnir lofuðu f upphafi valdaferils sfns. Eins og kunnugt er hefur rfkisstjórnin leitað með logandi Ijósi að einhverjum sparnaðar- leiðum innan rfkisgeirans nú um margra mán- aða skeið. En það virðist eins og hvergi mega spara eða skera niður nema á sviði heilbrigðis- og félagsmála. Þannig er dregið verulega úr kostnaðarþátttöku í tannviðgerðum barna og unglinga. Á sama hátt er margfaldað það fasta- gjald, sem fólki ergert aö greiða fyrir viötöl við sérfræðinga f stétt lækna. Það eru með öðrum orðum börnin og unglingarnir, og svo aftur þeir sem sjúkireru og þurfa læknishjálpar við, sem eiga að taka á sig þyngri byrðar en fyrr. Rikis- stjórnin ræðst nú sem fyrr að þeim, sem minnst mega sfn. Þá eru námslánin skorin niður við trog. Það er augljóslega stefnt að því að langskólanám verði aðeins kleift þeim, sem fjársterkaeigaað. Þá er vert að vekja á þvf athygii, að þvert á það sem sjálfstæðismenn og meiraað segjanokkr- irframsóknarmenn hafa lýst yfir, þáeru útflutn- ingsbætur á landbúnaðarafurðir snarhækkað- arfráþvi sem ráð var fyrirgert. Framlög úrrikis- sjóði á þessu ári vegna þess halla sem verður á útflutningi landbúnaðarvara munu nema 468 milljónum króna. Það er um 70% hækkun frá fyrri áformum. Það er út af fyrir sig ekki að undra, þótt fjöi- margir stjórnarliðar beri kinnroða vegna þess- ara „efnahagsaðgerða". Það er hins vegar ekki nægilegt að hafa uppi stór orð um þetta frum- varp, en á sama tfma greiða því atkvæöi f þing- sölum. Formaður og varaformaður Sjálfstæð- isflokksins hafa verið gagnrýnir á þessar að- gerðir. Ekki er þó annað að sjá, en þeir komi til með að kyngja þeim. Þeirra ábyrgð er þvf ekki minni en annarra. Uppgjöf stjórnarinnar yfir gatinu er upphafið að endalokum rfkisstjórnar Steingrfms Hermannssonar. - GÁS. RITSTJÓRNARGREIN' .... ■■■■ ....... Lítil mús og stór lán Kaupmáttur kauptaxta allra launþega verður Kennarar Kennara vantar við grunnskója Eyrarsveitar f, Grundarfirði. Kennslugreinar: íslenska, danska, > enska, stærðfræði, raungreinar, samféiagsfræði, myndmennt, tónmennt og kennsla yngri barna. Auk þess skólaathvarf og skólasafn. Nánari upp- lýsingar gefa Jón Egill Egilsson skólastjóri (s. 93- 8619 og 93-8637) og Gunnar Kristjánsson yfir- kennari (s. 93-8619 og 93-8685). Svæðisstjórn Vesturlands Óskar að ráðastarfsfólkvið nýtt sambýli fyrirfjöl- fatlaða á Akranesi, um er að ræða nokkrar stöður f vaktavinnu og næturvörslu. Umsóknum skal skila til Málfríðar Þorkelsdóttir Vallholti 15,300 Akranesi sem einnig veitir nánari upplýsingar i sfma 93-2403. Umsóknarfrestur er framlengdur til 15. maí. Svæðisstjórn Vesturlands. FÉLAGSSTARF ALÞÝÐUFLOKKSINS Borgarmálaráð Alþýðu- flokksins í Reykjavík Borgarmálaráðið er hvatt saman til fundar á venjuleg- um stað Austurstræti 16 þriðjudaginn 8. mal kl. 5 siðdegis. Vinsamlegast mætið vel og stundvíslega. Formaður. Alþýðuflokksfélag Selfoss Heldur fund aö Kirkjuvegi 9 þriðjudaginn 8. maf kl. 20.30. Eiður Guðnason alþingismaður ræðir um störf alþingis ( vetur. Allir velkomnir og heitt á könnunni. Stjórnin. Skýrslan 1 mönnum og voru hluthafar í byggingadeild Sameinaðra verk- taka. Hluthafar í því félagi eru nú 99. Af undirverktökum, er ekki tengjast íslenskum aðalverktök- um, má nefna Suðurnesjaverk- taka, er hafa haft ýmis verkefni hjá íslenskum aðalverktökum undanfarin ár. íslenskir aðalverktakar hafa rekið innkaupaskrifstofu í Bandaríkjunum í 30 ár, sem ann- ast kaup á byggingavörum og varahlutum vegna verkefna fyrir- tækisins. Starfsmenn skrifstof- unnar eru 6. íslenskir aðalverktakar hafa í samræmi við samkomulag frá 1954 og viðbæti við varnarsamn- inginn frá 1951 notið toll- og skattfríðinda af öllum tækjum, efni og þjónustu, sem það hefur flutt inn fyrir starfsemi sína. Á verkefnaskrá íslenskra aðal- verktaka í lok ársins 1983 voru óunnin alls 25 verk á mismunandi byggingastigum að fjárhæð 34,4 milljónir dollara, eða rösklega einn milljarð íslenskra króna. Stærstu verkefnin eru smíði flug- skýla fyrir orrustuþotur varnar- liðsins, framkvæmdir við fyrsta áfanga eldsneytisrýmis í Helgu- vík, nýtt malbikslag á norður-suð- ur flugbrautina, viðgerðir á íbúð- um varnarliðsmanna, kirkjusmíð og húsnæði fyrir bókhaldsdeild varnarliðsins. Flestum þessara verkefna verður lokið fyrir árslok 1985. Fyrir hendi eru auk þessa tvö samþykkt verkefni frá árinu 1982 að fjárhæð 2,3 milljónir dollara og sex frá 1983 að fjárhæð 9,3 milljónir dollara. Samningum um þessi verkefni verður væntanlega lokið á næstu mánuðum, þannig að þau verkefni koma til fram- kvæmda að einhverju leyti á þessu ári eða næsta ári. í skýrslunni er sérstaklega tekið fram, að á árabilinu 1957 til 1971 hafi íslenskir aðalverktakar unn- ið að ýmsum verkefnum utan varnarsvæða fyrir ríkisstofnanir og sveitarfélög. Verkefnin voru unnin með samþykkt hlutað- eigandi utanríkisráðherra og oft að ósk viðkomandi ríkisstjórnar. Öll gjöld, tollar og skattar voru greiddir af þessum framkvæmd- um, svo og framkvæmdum við húsbyggingar félagsins að Höfða- bakka 9, er hófust 1968 og enn er ekki að fullu lokiðr— Við birtum meira úr skýrslu utanríkisráðherra á næstu dög- um. Nám í uppeldis- og kennslu- fræðum til kennsfuréttinda viö félagsvísindadeild Háskóla íslands Ákveðið hefur verið að auk reglulegs vetrarnáms f ofangreindri kennslugrein við félagsvísinda- deild verði gefinn kostur á að stunda námið að hluta að sumarlagi. Sumarið 1984 verða eftirtalin námskeið kennd: Þroski barna og unglinga (5 ein.), Nám og námsá- hugi (5 ein.), Hagnýt kennslufræði (að hluta). Auk þess verða kennsluæfingar skipulagðar. Kennt verður 13. júní til 20. júlí. Próf farafram með haust- prófum háskólans um mánaðamótin ágúst-sept- ember. Nám þettaerætlað þeim sem þegar hafa lokið há-' skólaprófi eða eru f háskólanámi. Skrásetning fer fram í aðalskrifstofu háskólans kl. 9—12 og 13— 16 dagana21.—25. maí n.k. og þar fást umsóknar- eyðublöð.Skrásetningargjald er kr. 1600.00 og gildir skráningin einnig fyrir næsta vetur. Nám- skeiðaskráningin fer fram í nemendaskrá háskól- ans sömu daga. Nánari upplýsingar veitir Gerður G. Óskarsdóttir dagana 7. til 11. maí kl. 13—14 i síma (91) 17717. Háskóli íslands. Auglýsing frá Framleiðslueftirliti sjávarafurða varðandi vinnsluleyfi til frystingar á sjávarafurðum Athygli hefurverið vakin á þvf, að nú sé víða unnið að undirbúningi að uppsetningu á búnaði til frystingar, sem ( sumum tilvikum getur orkað tvimælis frá gæða- og markaössjónarmiöum. Nýjar reglurvarðandi búnað og frystingu í landi og um borð f fiskiskipum eru nú ( undirbúningi á vegum sjávarútvegsráðuneytisins. Fram- leiðslueftiriit sjávarafurða mun því ekki veita ný vinnsluleyfi til óhefðbundinnar frystingarþartil hinarnýju reglurhafaveriðgefnarút. Þaðeru tilmæli Framleiðslu- eftirlitsins, að aðilar kynni sér málin rækilega áður en ráðist er f fjárfestingar eða veigamiklar ákvarðanir teknar. Framleiðslueftirlit sjávarafurða.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.