Tíminn - 19.02.1967, Blaðsíða 1

Tíminn - 19.02.1967, Blaðsíða 1
Mtwm BLAÐ II BÞG-Reykjavík, laugarday. Heldur Indira velii? Um síðustu helgi lá Indira Gandhi, forsætosráðherra Ind- lands á sjúkráhúsi eftir að hnullungssteini hafði verið kast að í andlit hennar á framboðs- fundi. Seinni hluta næstu viku verður sennilega úr þvi skorið, hwrt líta megi á þennan atburð sem endanlegt kveðjutákn af hálfu indversku þjóðarinnar, Enda þótt nær vist sé talið, að Kongress-flokkurinn, núverandi stjórnarflokkur halrii meiri- hluta i indverska þinginu eftir kosningarnar, sem hófust á mið- vikudag, er ekki eins víst, að lndira Gandlhi sitji áfram í stóli forsætisráðíherra. ' Kosningar munu standa yfir í heila viku og má varla rninna vera, þegar stærsta lýðveidi heims kýs sér stjórn. Tuttugu ár eru síðan Indland varð lýð- veldi. 250 milljónir manna hifa kosningarétt og margar milljón ir manna ganga nú í fyrsta sinn að kjörborðinu. Um helmingur kosningabærra manna er inn- an við 35 ára aldur. Indland Íiptist í 17 sambandsríki með gin þingum og er talið, að stjórnarflokkurinn undir for- ystu Indira Gandhi muni tapa meirihluta í nokkrum þeirra, enda þótt meirihluti haldist á þjóðþinginu. Á miðvikudag hófst kosning í átta samba.nds- ríkjanna, en ekki er búizt við, að fyrstu atkvæðatölur fari að berast fyrr en á þriðjudag. Kosn ingabaráttan hefur að þessu sinni verið óvenjulega hörð og illskeytt og hefur Indira sjálf ekki farið varhluta af hita kosn- ingabaráttunnar. Aðalst j órnarandstöðuf lokk- arnir eru tveir, báðir hægrisinn- aðir. Swatantra-flokkurinn er fylgjandi einkaframtaki í við- skiptalífinu og Jan-Sangh- flokkurinn byggir á erfð Hind- úa-trúarinnar. Þá má ekki gleyma kommúnistaflokknum, og hlaut rétt tæp 10% atkvæða í síðustu kosningum. Kongxess- flokkurinn situr á þingi með 44,72% atkvæða að baki sér. Kjörnir verða nú 520 þingmenn í neðri deild þjóðþingsins og 3563 þingmenn í sambandsríkj- unum eða fylkjunum. Kosninga aldurinn á Indlandi er 21 ár. Indira Gandhi er rétt fimmtug að aldri. Aðalkeppinautur henn ar er vafalaust Morari Desai, sem einnig keppti við hana um forsætisráðherraembættið, eftir lát Shastri. En það er víðar kosninga- skjálfti í mönnum en á índ- landi. Gaulleistar og kommún- istar eru þegar farnir af stað í Frakklandi, en þar verða kosningar í tvennu lagi, 6. og 12. marz næst komandi. De Gaulle er að grafa upp stríðsöx- ina og hvetur nú sína menn til dáða. Andre Bord, innanríkis- ráðherra Frakka skýrði frá því á miðvikudag, að hvor þessara 2jp flokka myndi bjóða fram 470 menn, en alls berjast 2244 frambjóðendur um 465 sæti þjóðþingsins. Flokbur Francois Mitterrands hefur útnefnt 416 frambjóðendur, en flokkur Jean Lecanuets 351 frambjóðenda. Báðir eru þetta vinstri floickar. Athygli vekur, að Jacques Soustelle, fyrrverandi ráðhmra en nú landflótta, hefur lýst því yfir með ræðu á segulbandi, sem kynnt hefur verið á biaða- mapnafundi í París, að hann muni bjóða sig fram fyrir Lyon í kosningunum. Handtökuskipun vofir yfir Soustelle, jafnskjótt og hann stígur fæti á franska grund, en lögreglan leitar hans vegna gruns um þátttöku hans i sain- særi gegn frönsku stjórninni á meðan Alsír-deilan stóð sem hæst. Soustelle studdi de Gaule á sínum tíma, en vinslit urðu vegna Alsír-málsins. Á miðvikudag voru svo þing- kosningar í Hollandi, eftir leið- inlega kosningabaráttu, og setti óánægja með hið litlausa kosn- ingaform mark sitt á þá baráttu. 24 stjórnmálaflokkar kepptu um 150 sæti í neðri deild þingsins. Stærri flokkarnir 11 byggðu kosningabaráttuna eingöngu á ýmsum innanlandsdeilumálum, svo sem skattamálum. Eins og við var búizt unnu smáflokkarnir míkið á í kosning unum, en stærstu flokkarnir tveir, Kaþólski flokkurinn og Jafnaðarmannaflokkurinn töp- uðu fylgi. Sá fyrmefndi tapaði 8 af 50 þingsætum, en sá síð arnefndi 6 af 43. Nýr ílokkur D—66 vann mikinn sigur, fékk 7 þingmenn kjörna. D stendur fyrir orðið demókrat, þ. e. lýð- ræði, en 66 er fyrir 1966 og merkir stoínunarár flokksins. Bændaflokkurinn vann einnig mjög á, hafði 3 menn á þingi, en fékk nú 7 þingmenn kjöma. Til þessa hefur starfsstjórn farið með völdin og heldur þeim, þar til ný stjórn verður mynduð, en síðasti forsætisráð herra var J. Ziljstra. Sigurvegarinn í kosningunum, flokkurinn D-66 hafði umbætur á kosningalöggjöfinni á stefnu- skrá sinni. Hann er aðallega studdur af menntamönnum landsins. Mikill innanlandságreiningur er í Hollandi og hafia kaþólikk ar og jafnaðarmenn deilt mjög sín í milli. Ríkir þv: enn mikil óvissa um myndun nýrrar stjórnar og allt útlit fyrir, að starfsstjórnin sitji enn um sinn. Or3 og athafnir Fyrir liggur leyniáætlun, sem leitt getur til friðar í Vietnam, jafnvel einhverra næstu daga. Eittlhvað á þessa lt'; mælti Wil- son, forsætisráðherra Breta, er hann á þriðjudag gerði brezka þinginu grein fyrir viðræðum sinum og Kosygin. forsætisráð- herra Sovétríkjanna. En þar sem hér var um að ræða leyni áætlun fengum við auðvitað ekki frekar en brezku þingmenn irnir að vita neitt um, í hverju hún væri fólgin. Þótti mörgum hraustlega mælt af Wilson, sér- staklega þegar haft er í huga, að í hinni sameiginlegu yfir lýsingu þeirra um viðræður kom greinilega fram mikill skoð anaágreiningur varðandi Viet- nam og full staðfesting á þeirii skoðun stjórnm.fréttarit/ara að ekki myndi sá árangur nást í viðræðum þeirra .itn þetta mál, sem menn nöfðu þó vonað. Kosygin hafði lýst þvi yfir, að stjórn hans liti eins á og Hanoi- stjórn, að ekki væru friðarvið ræður hugsanlegar, nema Banda ríkjamenn ..ættu alveg loftárás- um og öðrum hernaðaraðgerð- um gegn Norður-Vietnam. Því voru vonir manna meiri um að friðarviðræður tækjust, um sið- ustu helgi, að þá stóð enn vopnahlé í Vietnaro og Banda- ríkjamenn hófu ekki þegar í stað árásir, er þvi lauk. En svo kom reiðarslagið á þriðjudag. Staðfesting fékkst á því, að loft- árásir væru hafnar og hafði þá Kosygin rétt komið sér fyrir í Kreml, eftir heimsóknina í Bretlandi. Ekki liggja alveg á hreinu ástæður Bandaríkja- manna yfir þessum nýju árás- um, sem voru hafnar gegn heit- ustu vonum allra, sem vilja frið í Vietnam. Utanríkisráðuneytið gaf að vísu upp þá ástæðu, að herflutningar af hálfu Norður- Vietnama hefðu verið svo mikl- ir meðan á vopnalhléinu stóð, að Bandaríkjamenn hafi ekki átt annan kost. Áður hafði hins vegar verið gefin sú skýring, að árásirnar hefðu ekki verið hafnar þegar eftir vopnahlé, vegna þess, að Kosygin var þá enn í Bretlandi og hefði verið beðið, þar til hann færi heim. Er þá varla nema von, að sum- ir hafi óskað þess, að Kosygin hefði orðið t.d. veðurtepptur nokkurn tíma, þar sem mögu- leikarnir á friðarviðræðum stóðu svo glöggt, að sögn Wil- sons. En hvað um það, því miður virðast orð Wilsons ekki ætla að verða áhrýnisorð, enda þótt hver þjóðarleiðtoginn á fætur öðrum hafi lýst sig fúsan til að mið’la málum og jafnvel fara til Hanoi, ef siiks yrði óskað. Og oft hefur Johnson lýst því yfir, að hann væri fús til að ræða við hvern sem er, hvar sem er og hvenær sem er, um frið í Vietnam. Þeir, sem efast um heilan hug á bak við þessi ummæli, fannst það vatn á myllu sína, að Bandaríkjamenn hófu loftárásir á ný. Fyrir sitt leiti hefur Hanoi-stjórnin lýst því yfir, að þá fyrst séu mdgu- leikar á friðarviðræðum, er Bandaríkjamenn hafi látið af öllum hernaðaraðgerðum gegn Norður-Vietnam. En þótt Wil- son hafi sagt, að hann efaðist ekki um heilindi beggja aðila i friðartali þeirra, er staðreyndin því miður sú, að hvorugur aöili tekur yfirlýsingar hins alvar- lega og vill ekki trúa nema á sé tekið. Það er langur vegur milli orða og athaifna. Fyrsti fundurinn En mörg spjót standa á Wilson, forsætisráðherra Breta þessa dagana. Á þriðjudagskvöld fór hann ásamt utanríkisráðherra sínum George Brown í heim- sókn til Þýzkalands til viðræðna við Kiesinger, kanslara Vestur- Þýzkalands. Á miðvikudag voru fyrstu umræðufundir haldnir, en Wilson og Kiesinger hafa ekki hitzt síðan sá síðarnefndi varð kanslari í desember síð- asta ár. Aðalumræðuefnið var að sjálfsögðu möguleikarnir á aðils Breta að Efnahagsbanda- lagi Evrópu og afstaða Vestur- Þjóðverja til aðildiar Bretlands. sÁ fimmtudag gerði Wilson þinginu grein fyrir viðræðunum og sagði þær hafa verið mjög jákvæðar og hinu sama lýsti Kiesinger yfir á blaðamanna- fundi á föstudag. Wilson sagði, að Vestur-Þjóðverjar styddu að- iLd Breta fulls hugar, en marg ir stjórnmálafréttaritarar eru þó ekki eins vissir í þeirri sök. Segja þeir Vestur-Þjóðverja enn sigla milli skers og báru, styðja aðild Breta á yfirborð- inu, en jafnframt taka til ýtar- legrar athugunar rök Frakka gegn aðild Breta. Framhald á bls. 23. Fáar fregnir hafa vakið meiri óbugnað en liinar ægilegu loftárásir Bandaríkjamanna á svæðið, sem kallað hefur verið járnþríhymingurinn í Victnam. Þúsundir manna voru neyddir til að yfirgefa heimkj’nni sín, sein síðan var gereytt í vítislogum eldsprengja. Takmarkið var að skilja eftir sviðna jörð. Á myndinni sést bandarískur hermaður fylgja nokkru af þessu ógæfusama fólki í flótta mannabúðir. Aðallcga var um konur og börn að ræða. Mennirnir urðu eftir á vígvellinum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.