Tíminn - 19.02.1967, Blaðsíða 7

Tíminn - 19.02.1967, Blaðsíða 7
SUNNUDAGUK 19. febrúar 1967. TÍMINN 19 ureyri. Það er að vísu rétt, að sam'vinnuverzlunin í Reykjavík er ekki jafn mikil og í höfuð — Ilvað telur þú mikilvægast fyr- ir vöxt og viðgang samvinnuhreyf- ingarinnar á íslandi í næstu borgum nágrannalandanna, en I framtíð, Erlendur? eigi að síður gegnir hún hér mikilvægu hlutverki við að Skapa eðlitega samkeppni uin viðskiptakjör og þjónustu. Ég held t.d. að Kaupfélag Reykja- vikur og nágrennis sýni þetta og sanni vel og selji mjög ódýrt, svo að það standi fullkom- lega undir þeirri auglýsingu sem fólk þekkir vel: „Ódýrt í KR0N.“ Kaupfélögin hafa bæði hér í Reykjavík og annars stað- ar haft ótvíræða forystu um aukna og bætta þjónustu, og má t.d. nefna kjörbúðirnar, sem þau komu fyrst á. — Hefur rekstraraðstaða sam- vinnufélaganna verið góð síðustu árin? — Nei, þvf miður. Verðbólgu iþróunin er mjög óhagstæð fyr- ir samvinnufélögin, og á allra síðustu árum álít ég, að marg- víslegur rekstur í þágu almenn- ings hafi beinlnis lent undir í skriðunni. Þetta er viðurkennt aff flestum, sem við rekstur fást, og smásöluverzlun með brýnustu nauðsynjar hefur átt mjög örðugt uppdráttar, enda hafa ekki orðið á síðustu ár- um þær framfarir í hagræðingu og hagkvæmni, sem komið hafa til í öðrum löndum í þessari grein. Það er og áber- andi, að fjármunamyndun af slkum rekstri hefur farið minnkandi á undanfömum ár- um. Orsök þess er fyrst og fremst verðbólgan og stjórn- málalegar ástæður, sem þvi ástandi fylgja. Af þessum sök- um hefur þessi stærsti þáttur í rekstri samvinnufélaganna ekki gengið eins vel og skyldi síðustu ár, og ég held að einka- reksturinn hafi sömu sögu að segja. En þrátt fyrir þessa erfiðleika, hefur uppbygging samvinnufé- laganna verið mikill, og hlut- ur þeirra í framleiðslunni far- ið ört vaxandi. — Nú hefur Hamrafellið verið selt úr landi, hvað viltu segja um þann atburð? — Það er auðvitað þungt áfall, en það varð ekki hjá því komizt eins og komið var. Þeg- ar samvinnumenn keyptu Hamrafellið árið 1956, var það stórkostlegt átak í siglingamál- um þjóðarinnar. Olíur voru orðnar mjög stór hluti af nauð- þurftum hennar og sífellt vax- andi, en þessir miklu flutning- ar voru alveg í höndum útlend- inga. fslendingar hafa ætíð tal- ið eigin siglingar veigamikinn þátt sjálfstæðisins, og með kaup um Hamrafells náði þjóðin þess um þætti í olíuflutningun- um. Og nú þegar Hamra- fellið er farið, hefur þjóðin misst þennan þátt aftur úr höndum sér að sinni. Ástæðurnar til sölu Hamra- fells eru þjóðinni svo kunnar, að ég fer ekki að rekja þær, en höfuðsökina á verðbólgan og að ekki fékkst fulltingi stjórn- arvalda til þess að veita skip- inu aðstöðu til þess að standast hana. Það varð að' búa við ókjör hennar hér en keppa við oliuskip þjóða, sem ekki hafa verðbólguvanda í sama mæli. Sá leikur var auðvitað vonlaus, og svo mundi einnig fara um æði- margan annan rekstur á tandi hér um þessar mundir, ef hann yrði að sæta sams konar sam- keppni. En vonandi er sala Hamra- fells ekki úrslitaósigur í bess- um málum, og íslendingar verða að reyna að eignast aftur stórt olíuflutningaskip og end- urheimta þennan tapaða sjálf- stæðisþátt. — Það tel ég tvímælalaust vera, að unga fólkið, sem erfir landið, veiti félögunum stuðning og brautargengi og helgi sér þau, geri þau að virku áhrifavaldi í lífsbaráttu sinni. Það teldi ég mestu gæfu samvinnufélaganna, að unga fólkið gerðist í æ ríkari mæli virkir þátttakendur í sam- vinnustarfinu, bæði í almennu starfi og forystu félaganna. Ég tel það tímabært að fleira ungt fólk sé kjörið í stjórnir félag- anna og því falin þar trúnaðar- störf, svo að það fái gott tæki- færi til þess að móta stefnuna í sínar þarfir og eftir sínum sjónarmiðum. Og ég tel hiklaust, að sam vinnufélögin hafi enn sem fyrr öll skilyrði til þess að verða sigursælt baráttutæki í sókn unga fólksins til betri kjara og hærri félagsmenningar, alveg eins og fyrr á árum. Þau eru það félagsform, sem hafa ungu fólki með mikinn félagsþroska. Ég held, að þeir tímar séu fram undan, að unga fólkið skilji þetta betur og notfæri sér það. Þegar samvinnufélögin hófu starf hér á landi fyrir 85 árum og Samband ísL samvinnufélaga fyrir 65 árum, voru íslending- ar að taka í sínar hendur mik- ilvæga þætti sjálfstæðisins, og samvinnufélögin urðu eitt öflug- asta sóknartækið í þeirri bar- áttu. Þau utfnu mjög að því að gera þjóðina sjálfstæða í verzl- un. í því umróti og á þeirri fleygiferð, sem þjóðin er nú inn í nútíðina og samfélag þjóðanna þurfa íslendingar sannarlega að vera vel á verði um það, sem unnizt hefur, og gæta vel menn- ingar sinnar og þjóðlífs. f slík- um samskiptum vilja ýmsir að- vífandi seilast lengra en okkur er hollt, og samvinnufélögin eru áreiðanlega ekki síðri gæzlu- maður þeirra sjálfstæðis- verðmæta en sækjandi. Þau munu gegna þar sérstöku hlutverki og standa vörð um frjálsa og innlenda verzl- un og innlendan atvinnurekst- ur. Nú er krafizt stórra heilda til þess að standast samkeppni á erlendum mörkuðum. íslend- ingar verða þar löngum of litl- ir, en betra form en skipulag samvinnunnar á slíkum heildum er varla hægt að finna. A. K. @iiílneiital SNJÓHJÓLBARÐAR MEÐ NÖGLUM sem settir eru í, með okkar full- komnu sjálfvirku neglingarvél. veita fyllsta öryggi í snjó og hálku. Nú er allra veðra von. — Bíðið ekki eftir óhöppum, en setjið CONTINENTAL hjólbarðá, með eða án nagla, .undir bílinn nú þegar. Vinnustofa vor er opin alla daga frá kl. 7,30 til kl. 22. Kappkostum að veita góða þjón- ustu með fullkomnustu vélum sem völ er á. GÚMMÍVINNUSTOFAN h.f. Skipholti 35 — Sími 3-10-55. ÞYZKAR ELDHÚSINNRÉTTINGAR úr harðplosti: Format innréttingar bjóða upp □ annað hundrað tegundir skópa og litaúr- vol. Allir skópar með baki og borðplata sór- smíðuð. Eldhúsið fæst meS hljóðcinangruð- um stólvaski og raftækjum af vönduðustu gerð. - Sendið eða komið með mól of eldhús- inu og við skipuleggjum eldhúsið samstundis og gerum yður fast vcrðtilboð. Ótrúlega hag- stætt verð. Munið að söluskattur er innifalinn í tilboðum fré Hús & Skip hf. Njótið hag- stæðra greiðsluskilmóla og lækkið byggingakostnaðinn. raftæki HÚS & SKIP hf. lAUQAVI.I II • ilMI ilili Trúin flytnr fjöll — Vlð flyfjnm aUt tnnað SENDlBfLASTÖÐIN HF. BÍLSTJÖRARNIR AÐSTOÐA ÞÁTTUR KIRKJUNNAR Trúfræðin á 20. öld Andrés Kristjánsson, ristjóri hefur átt í mjög sérstæðum og aíhyglisverðum , orðaskiptum við helztu menn kirkjunnar síð an um áramót. Hann flutti þá erindi í þættinum „Um daginn og veginn,“ sem vakti og verð- skuldaða atihygli alþjóðar. Að vísu voru þar tekin til umræðu atvik eða atburðir um jólin, sem skoðanir eru nokk- uð skiptar um, og má vera, að "hann hafi þar gengið nokkuð langt í gagnrýni sinni á þau atriði t.d. helgisýninguna á Selfossi og söng guðfræðinema á jólunum. En það kemur fram síðar, að þar er ekki um nein aðal- atriði að ræða. Mergur málsins er nú fyrst að koma í ljós í rit- deilu þessari. En það eru trúfræðikenning ar þær, sem enn er haldið *ram sem fullgildum og nauðsynleg- um hornsteinum kristinnar trú ar. Og þar er spurt, hvað er kennt í guðfræðideild Haskóia íslands nú á 20. öld? Það væri efni, sem vert væri að ræða um og rita. Og mundi þá mangt koma í ljós, sem flest um kæmi á óvart, að væri krist inni lífskoðun um-alveldi elsk- unnar samboðið. Það er nefnilega ekki alveg víst, að allt sem kallað er kenning Lúthers samþýðist anda og krafti þess kærleiks- boðskapar, sem Jesús ICristur boðaði. Og margt af því, sem talið er góð og gegn kenning lut- hersku kirkjunnar er i sann- leika þannig lagað og hugsað í samræmi við sína tíma fyrir 500 árum, að enginn íslenzkur prestur mundi predika það op- inberlega í alvöru. Tökum sem dæmi það, sem vakið hefur at- hygli um skímaraðferð og grundvallarhugsun um skírnar siðinn. Jú, það er rétt hjá guð- fræðinema, að skírnin er hugs- uð sem syndaþvottur og drekk- ing syndarinnar og jafnvel sem brottrekstur illra anda úr stóm þega og frá honum. Og einmitt orðalag í þá átt mun koma fram í 'handbókum presta í kirkj um nágrannalandanna og hafa verið í handbókum eða helgi- siðabókum islenzkum þangað til þessi síðasta sleppti því. Segja mætti að slík hugsun gæti átt fullan rétt á sér, með- an skírnþegar voru flestir eða allir fullorðið fólk. En gagn- vart nýfæddum börnum vand- ast málið. Þar er um að ræða sjálfa sakleysingjana sem Kristur benti á sem fyrirmynd- ir hinna fullorðnu í aðstöðu til Guðs ríkis. En nú er ekki nóg að pessi syndadrekking, syndaþvottur og djöflaútrekstur sé frumat- riði í lútherskri kirkjuskoðun á stórnarsakramentinu, aeid- ur bætist þar við, að þar mun talið, að það barn, sem ekki hlýtur skírn áður en það deyr fari hreinlega „til helvítis“ eins og það ér orðað af „rétt- trúuðu" fólki. Því sé sem sagt engin frelsun búin frá valdi hins illa hvorki á himni né jörðu, heldur eilíf glötun, eilif þjáning á einhverjum listilega upphugsuðum kvalastað. Hvernig slíkur hugsunarhátt- ur samræmist kærleiksboðsíap Krists um hinn algóða og al- máttka föður, fá vist fæstír skilið. Enda munu margir jslenzkir prestar vonandi flestir aðeins líta á skírnina sem vigsiu barnsins og þó sérstaklega fur- eldranna til hlýðni og hollustu við vilja Guðs hið góða, fagi'a og fullkomna. Og um leið er hún í sínum tárhreina helgi- búningi hvítavoða tákn þeirr- ar fegurðar og elsku, sem hverju barni ætti að vera bú- ið með skynsamlegu uppeldi í anda Krists, sem sagði: „Leyfið börnunum að koma til mín.“ Mundi ekki slíkur hugsunar- háttur líka ná til helgunar hverri barnssál, þótt hann úti- loki engan um leið, né geri ráð fyrir djöflavaldi yfir bam- inu? En nú eru strax komnar lil sögunnar óbeint aðrar guðfræði kenningar lútherskunmar, sem sannarlega þyrftu endurslcoðun ar við. Og sú endurskoðun mundi leiða í ljós, að flestum eru þær framandi og fjarlæg- ar, og eins hitt, að vafamál yrði hve margir prestar í is- íenzku kirkjunni yrðu í sann- leika lútherskir í skoðun og boðum, þegar til kastanna kæmi. Og væri það svo sannir- lega ekki ljóður á ráði þeirra, miðað við almennan hugsunar- hátt þess fólks, sem bezt fylgdi kærleiksboðskap Meis^arans mikla frá Nazaret. Margt af því, sem ku'Kjan hefur haldið fram á liðnum öld um er ekki frá Kristi komið, heldur hefur það síazt inn í kenningar og boðskap hennar frá allt öðrum trúarbrögðum. Hvar er t.d. talað um munk lifnað og klaustrahelgi í Nýja testamentinu? Og hvar em fyrirmæli um meinlæti og sjálfspyntingar? Það mun erfitt að finua, því að Kristur talar beinlínis á móti því. En samt hefur þetta verið talið sérkenni þess hugs- unarháttar, sem bæri vott um æðstan þroska á vegum kirkj- unnar og ekkert æðra en kiaust urhelgi og munklifnaðar. Og hvort tveggja hefur átt gildi, vissulega. En ekki sem neitt sérstakt hrós á vegi kristins dóms. „En þetta tilheyrir ka- tólskunni", segið þið. En þótt $vo sé, er það gott dæmi um það sem fest hefur rætur í kirkjunni sem kristinn dómur án þess að vera það. Og gæti í sjálfu sér verið hræðileg fjar- stæða, sem nefnt var guðlast í gamla daga. Tökum t.d. Friðþægíngar- kenninguna, sem byggist á því, að Guð hafi ekki getað fyrir- gefið syndir, nema hans slsk- aði sonur væri píndur og kval- inn tii dauða fyrir augum hans. Góður Guð það! Kærleiks- ríkur Faðir! Finnst yskur ekki? Nei, þetta eni eldfomar hug myndir um barnafórnir, sem reynt er að samþýða kristinni llfsskoðun. Tökum aðra kenningu lúth- ersku kirkjunnar, sem nefaist útskúfunarkenning. Hún gerir ráð fyrir að allir, sem ekki eru skirðir séu píndir og kvaldir í ólýsanlegum kvölum, ekki eina nótt, heldur allá eilífð, án nokkurrar vonar um frelsun. Framhald á bls. 23. i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.