Alþýðublaðið - 17.07.1984, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 17.07.1984, Blaðsíða 4
Útgefandi: Aiþýðuflokkurinn. Stjórnmálaritstjóri og ábm. Guðmundur Árni Stefánsson. Blaðamaður: Friðrik Þór Guðmundsson. Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir. Ritstjórn og auglýsingar eru að Armúla 38, Reykjavík, sími 81866. Setning og umbrot: Alprent hf. Ármúla 38. . . . Prentun: Blaðaprent, Siðumúla 12. Þriðjudagur 17. júlí 1984 alþýöu- ■ H FT'Tf'M Áskriftarsíminn er 81866 Nýnasistar á mála hjá yfirvöldum í V—Þýskalandi Frá skrifstofu nýnasista í Hamborg í desember 1983 Allt frá 1976 hafa nýnasistar í V—Þýskalandi Itafl nána samvinnu við ófgasinnaða hægri hópa víða í Evrópu og í Bandaríkjunum. Sam- vinna þessi er orðin það stór í snið- unum að vesturþýska lögreglan kom fyrir njósnurum meðal nasist- anna til að rannsaka hversu sterkir þeir væru á alþjóðavettvangi. Michael Kiihnen, fyrrverandi liðsforingi, er æðsti foringi ný- nasistanna. Hann fer nú huldu höfði í Sviss og er verndaður af skoðanabrceðrum sínum. Hann hefur samband við systurhreyfing- ar nýnasistanna í Frakklandi, Holl- andi, Belgíu og Danmörk einsog kemur fram í rannsókninni á hreyf- ingu hans, sem vesturþýska stjórnin bannaði í desember í fyrra. Braunsweiger hópurinn, sem er einkaher nýnasistanna, hefur i l'jölda ára útvegaö sér vopn og sprengiefni í Sviss og auk þess hefur hann látið prenta áróðursrit í Dan- mörk. 1981 voru aðalforkólfar þeirra dæmdir í fangelsi. Samskipti við danska nasista í skýrslum frá réttarhöldunum Karl Heinz Hoffmann, hefur átt stóran þátt i auknum umsvifum ný- nasista í V—Þýskalandi yfir meðlimum Braunsweigerhóps- ins, kemur í ljós að þeir hafa haft mikil samskipti við danska nasista. Forystumenn þeirra hafa margoft farið til Danmerkur og haft fundi með nýnasistum þar, auk þess sem danskurinn hefur útbúið áróðurs- efni fyrir þá. Vesturþýsk yfirvöld neita að gefa neinar upplýsingar um samskipti nýnasistanna á alþjóðavettvangi, þó svo að þau hafi undanfarin ár látið í það skína að þessar mjög svo dreifðu og smáu fylkingar nýnasist- ar væru hættulegarþjóðfélaginu. Dularfull þögn Þeir sem fylgjast með málum í Þýskalandi eiga erfitt með að skilja hvað þessari þögn yfirvaldanna veldur. Hvort þeir vilji gera minna úr hættunni af nýnasistum með þessari þögn sinni, eða hvort þeir séu hræddir um andúð á vinnuað- ferðum sínum, bæði í Vestur- Þýskalandi og þeim nágrannaríkj- um, sem um ræðir, vegna þess að þeir laumuðu njósnurum inn í hreyfingu nýnasistanna. Allavegana hefur verið reynt að breiða yfir það að lögreglan hefur sent njósnara til þessara landa til að útvega upplýsingar fyrir yfirvöld í V-Þýskalandi, án vitundar yfir- valda í viðkomandi löndum. Leynilegt Strax eftir réttarhöldin yfir Braunsweigerhópnum 1981 voru öll réttarskjölin stimpluð leynileg af öryggisástæðum. Hvorki blöð né neinir aðrir fengu að vita neitt um að njósnurum hefði verið laumað inn í raðir nýnasistanna. Ástæðan fyrir því var að sögn eins þeirra sem tók þátt í rannsókninni, sú að það gæti haft skaðleg áhrif á aðferðir rannóknarinnar. En einmitt þessar vinnuaðferðir hafa skapað vissa ólgu í V—Þýska- landi. V—Þýsk sjónvarpsstöð hefur reynt að grennslast fyrir um hvað varð þess valdandi að nasistinn Leipziens var á launum hjá lögregl- unni auk þess sem hann ferðaðist með samþykki hennar til nágranna- landanna til að taka þátt i fundum með nýnasistum þar. Ferðirnar voru borgaðar af lögreglunni. Heldur verndarhendi yfir nasistum Auk þess velta menn því mikið fyrir sér hversvegna Hans-Dieter Lepsien þurfi ekki að afplána nema lítinn hluta af þriggja ára fangelsis- dómi, sem hann fékk 1981. Fyrst var dómnum breytt í tvö ár og sex mán- uði. Síðan var send inn náðunar- beiðni fyrir hann. Á meðan kerfið veltir henni fyrir sér er hann frjáls sem fuglinn. Aðrir sem fengu dóm eru fyrir löngu búnir að sitja af sér fangelsisvistina. Þegar yfirvöld hafa verið spurð hversvegna þau séu að nota lög- fræðinga sína til að náða pólitískan afbrotamann, hafa þau svarað því til að þetta sé trúnaðarmál og því ekki hægt að gefa nein svör. Sömu sögu er að segja um allt annað, sem viðkemur þessu máli. Lepzien Hans Dieter Lepzien er 41. árs að aldri. 1977 tók hann þátt í sprengju- árás á dómshúsið i Flensborg. Auk þess hefur hann tekið þátt í vopna- smygli fyrir nýnasistana. Álitið er að yfirvöld haf;i fengið hann ti| samstarfs við sig og lofað honum að milda dóminn yfir hon- um. Á vegum þeirra ferðaðist hann svo um nágrannalöndin og aflaði upplýsinga fyrir V—Þýsk yfirvöld án vitundar yfirvalda í þessum löndum. Hvað gerist í haust? Fellir stjórnin gengið, eöa fellir gengið stjórnina? Nú nema hvorutveggja ger- ist. MOLAR Hverjir borga best? Hverjir skyldu borga best lyrir íslenskar iðnaðarvörur, þjóðir N- Ameríku, V-Evrópu eða Efna- hagsbandalag Austantjaldsrikja? Og hver skyldi þróunin vera í út- flutningi iðnaðarvara á þessu ári? í nýju yfirliti útflutningsmið- stöðvar iðnaðarins um útflutning fyrstu fimm mánuði ársins kemur meðal annars fram að á þessu tímabili hafi verið flutt út 190 tonn af fatnaði úr ull til þessara þriggja heimssvæða. 28.1 tonn fóru til N-Ameríku og fékkst um 1.2 milljón kr. fyrir tonnið. 45 tonn fóru til V-Evrópu fyrir um 1 milljón krónur tonnið. Og 112.3 tonn fóru til Comecon (Austan- tjaldsríkjanna) fyrir tæplega 600 þúsund kr. tonniö. Það fæst sem sagt lang minnst fyrir ullarfatnað fyrir austan, en miðað við árið áður hefur útflutningurinn þang- að á þessari vöru aukist um 87%, en samdráttur orðið til hinna svæðanna., Comecon-ríkin borga hins veg- ar best fyrir vörur úr loðskinni. 4.1 tonn voru flutt út janúar— maí, þar af 1.2 tonn til Comecon fyrir 2.7 milljón kr. tonnið, en 2.3 tonn til V-Evrópu fyrir um 2 millj- ón kr. tonnið. Hvað niðurlagðar sjávarafurðir varðar voru flutt út þetta tímabil um 1077 tonn. 275.4 tonn fóru til Comecon fyrir um 113 þúsund kr. tonnið, 144 tonn til N-Ameríku fyrir um 136 þúsund kr. tonnið og 61.8 tonn til V-Evrópu fyrir um 143 þúsund kr. tonnið. Þróunin var sú að magnaukningin frá í fyrra til Comecon nam 379%, til V-Evrópu 38%, en samdráttur varð á útflutningnum til N- Ameríku um þriðjung. Yfirleitt virðist útflutningurinn til Come- con vera að aukast þó þaðan fáist yfirleitt lægsta verðið... • Haldið ykkur frá Kristjaníu... Lögreglan í Köben ráðleggur nú öllum að halda sig frá Kristjaníu- hverfinu þar í borg, sem eins og kunnugt er er e.k. fríríki utan- gáttahópa. Ofbeldi hefur þar færst í vöxt, ekki síst fyrir tilstilli hins ofbeldissinnaða Bull Shit gengis. í siðustu viku var 17 ára Dani skotinn niður í hverfinu þar sem hann stóð í mesta sakleysi við úti- krá. Hann slasaðist alvarlega. Á sunudaginn voru svo Bull Shit gæjar að æfa sig í skotkeppni og munaði þá minnstu að 4 ára gömul stúlkayrði fyrir skoti. Ekki er langt siðan íslendingur slasað- ist alvarlega er Grænlendingur gekk berserksgang. Hinn 17 ára var færður í sjúkra- hús í leigubíl og þar bað hann læknana í guðanna bænum ekki að hringja í lögregluna. Hann varð fyrir því að missa annað nýr- að og miltað í margra stunda að- gerð. Læknarnir höfðu samband við lögregluna fyrst eftir 9 tima og þá voru ódæðismennirnir á bak og burt. Hugsjónafólkið sem eitt sinn hýsti hverfið má sín nú lítils gagn- vart innrás Bull Shit gengisms. • Sannleikurinn á sjötugustu og fyrstu síðu Elías Sigfússon, hinn trausti Al- þýðuflokksmaður, sendir okkur Alþýðublaðsmönnum stundum vísukorn í tilefni ýmissa tíðinda i þjóðlífinu. Fyrir skömmu fengum við stutta vísu frá Elíasi vegna skrifa Alþýðu- blaðisns um stöðu aldraðra, þar sem vakin var athygli á því að Morgunblaðið reyndi að fela gagn- merka grein um þau efni á blaðsíðu sjötíu og eitt. Vísa Elíasar fer hér á eftir: Mogganum hér margur ann, menn þá hljóta heimsins blíðu. Því sannleikann og setur hann á sjötugustu og fyrstu síöu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.