Alþýðublaðið - 17.07.1984, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 17.07.1984, Blaðsíða 2
2 Þriðjudagur 17. júlí 1984 RITSTJÓRNARGREIN ....... ■ ... Auka ber þróunaraðstoð Oameinuðu þjóðirnar hafa sett iðnríkjum heimsins það markmið að þau greiði 1% af þjóðartekjum sínum til þróunaraðstoðar. Er þá reiknað með frjálsum framlögum félagasam- taka og einstaklinga. Fram að þessu hafa að- eins fimm iðnríki náð fyrrgreindu markmiði. Þau eru Holland, Svíþjóð, Noregur, Frakkland og Danmörk. Hlutur íslands í þessum efnum er aftur á móti skammarlega lítill. Undanfarin ár hef ur f ramlag íslenska ríkisins veriðábilinu 0,05% —- 0,06%. í ár slagar framlagiö hins vegar upp í 0,1% og er ástæða þeirra hækkunar smíði skipsins Fengs, sem íbúum Grænhöfðaeyja var færður. Staðreyndin er sú að ekkert af iðnríkjum heimsins greiðir jafnlítið til þróunaraðstoðar og íslendingar. Framlög íslenska ríkisins eru svo lág, að á opinberum skýrslum um þessi mál, eru íslendingar ekki hafðir með. * I viðtali Alþýðublaðsins við Gunnlaug Stefáns- son fræðslufulltrúa hjá Hjálparstofnun kirkj- unnar, sem ásamt Rauða krossinum, hefur ver- ið einkar athafnasöm í vlðtæku hjálparstarfi, kom fram að framiag Hjálparstofnunar kirkj- unnareitt sértil þróunarhjálpar, hefði ásfðasta ári verið meira en framlag ríkisins. Þróunarað- stoð Hjálparstofnunar er fjármögnuó með frjálsum framlögum gefenda. Gunnlaugur Stefánsson sagði í nefndu Al- þýðublaðsviðtali, að starfsmenn Hjálparstofn- unarfyndu rfkan vilja meðal fólks um að þróun- araðstoð yrði aukin. Hins vegar vantaði raun- hæfan vilja hjá stjórnmálamönnum. Þeir létu vingjarnleg orð falla í garð þróunaraðstoðar, en verkin vantaói þegar á reyndi; framlag ríkisins væri áfram jafnlítið og fyrr. Alþýðuflokkurinn hefurlagt áþað rlkaáherslu að þróunarríkin verði studd í baráttu sinni fyrir efnahagslegu og pólitísku sjálfstæði. Til að þeim markmiðum megi ná, þá er þörf aukinnar þróunaraðstoðar. í stefnuskrá Alþýðuflokksins segir að við ísiendingar eigum að taka mjög vaxandi þátt í þróunarhjálp og sem fyrst eigi að ná því markmiði Sameinuðu þjóðanna um að 1% þjóðartekna renni til hjálpar við þróunar- rlkin. Einnig hefur Aiþýðuflokkurinn lagt á það áherslu að framlagi íslendinga verði einkum beint til framkvæmda, þar sem við höfum af sérstakri reynslu að miðla. Bygging Fengs og aðstoð við Grænhöfðaeyjar er einmitt gott dæmi um slíkt. Alþýðublaðið er þeirrar skoðunar að hið opin- beraeigi að mótastefnu til nokkurraára, í þess- um efnum, þar sem lögð verði drög að því að framiög hins opinbera til þróunarhjálpar verði stórhækkuð og að 1 % markinu verði náð innan langs tíma. - GÁS. Tilkynníng til símnotenda Aðfaranótt miðvikudagsins 18. júlí n.k. verður tek- in í notkun ný sex stafa sjálfvirk símstöð á Seltj- arnarnesi. Þá breytast símanúmerin þar á þann hátt að talan 6 kemurfyrirframan gömlu númerin. Þar með hefur Símaskráin 1984 að fullu tekið gildi. Póst og símamálastofnunin Verkamannafélagið Dagsbrún Félagsfundur verður haldinn í Iðnó, miðvikudag- inn 18. júlí kl. 20.30. Fundarefni: Heimild til stjórnar og trúnaðarmannaráðs til að segja upp launaliðum kjarasamninga. Félagar hvattir til að fjölmenna. Stjórnin Atvinna Laus er til umsóknar staöa forstööumanns á barna- heimilinu á Dalvik. Umsóknarfrestur til 15. ágúst nk. Einnig er laus til umsóknar hálf staöa viö barnagæslu. Fóstrumenntun æskileg. Umsóknarfrestur til 1. ágúst nk. Upplýsingar veita fvrir hönd félagsmálaráós Kristín Gestsdóttir sími 96-61323 og Þóra Bósa Geirsdóttir sími 96-61411. Umsóknum skal skila á skrifstofu Dalvíkurbæjar. Félagsmálaráö Dalvíkur Laus staða Staða ritara hjá Vita- og hafnarmálaskrifstofunni er laus til umsóknar. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist til stofnunarinnar fyrir 23. júlí. Vita- og hafnarmálaskrifstofan Seljavegi 32 s. 27733. Kennara vantar Kennara vantar aö Grunnskólanum í Sandgerði. Upp- lýsingar gefa skólastjóri i síma 92-7436, formaður skólanefndar í síma 92-7647 og Fræðsluskrifstofa Reykjanesumdæmis I síma 91-54011. Skólnefnd Stórfellt rekstrartap hjá vinnslustöðvum Þann 6. júlí sl. var haldinn aðal- fundur í Félagi rækju- og hörpu- diskframleiðenda. Á fundinn mættu fulltrúar frá 19 framleiðend- um. Formaður Félagsins er Eyjólfur Þorkelsson, Bíldudal. Á fundinum var samþykkt harð- orð ályktun til stjórnvalda. Álykt- nnin fer hér á eftir: „Aðalfundur Félags rækju- og hörpudiskframleiðenda, haldinn 6. júlí 1984, lýsir undrun sinni yfir síð- ustu verðákvörðun meirihluta yfir- nefndar verðlagsráðs á rækju og hörpudiski, sem leiðir af sér stórfellt rekstrartap hjá vinnslustöðvum. Alvarlegur samdráttur í sölu og verðhrun hefur átt sér stað og af því leitt verulega birgðasöfnun, sem orðin er margfalt meiri en nokkru sinni áður. Með áframhaldandi rekstri mun það leiða til rekstrarstöðvunar inn- an tíðar. Fyrir því samþykkir fundurinn að beina því til félagsmanna sinna að hætta móttöku á rækju 10. ágúst n.k. og hefja ekki móttöku á hörpu- diski, nema leiðrétting hafi fengist á rekstrargrundvelli hvað varðar hráefnisverð og útflutningsgjöld. Fundurinn beinir þeirri eindregnu áskorun til sjávarútvegsráðherra, að hann beiti sér fyrir niðurfellingu út- flutningsgjalda á rækju og hörpu- diski á framleiðslu 1 júní til 30. september n.k.“ Tökum áö okkur hverskonar verkefni í setningu, umbrot og plötugerð, svo sem: Blöð í dagblaðaformi Tímarit Bœkur o.m.fl. Ármúla 38 — Sími 81866 Minning Jón Sigurðsson I gær var til moldar borinn Jón Sigurðsson fyrrverandi forseti Sjó- mannasambands íslands. Með honum er genginn merkur verka- lýðsleiðtogi og sannur jafnaðar- maður, sem um langt skeið var i for- ystusveit Alþýðuflokksins. Leiðir okkar Jóns lágu fyrst sam- an árið 1949. Jón var þá leiðbein- andi á fræðslunámskeiði Félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík. Jón var góður leiðbeinandi. Við ungu mennirnir, sem sóttum nám- skeiðið hjá honum, drukkum í okk- ur þann mikla fróðleik, er hann miðlaði okkur um verkalýðsmál og jafnaðarstefnu. Síðan störfuðum við í sama húsi um langt skeið, þ.e. Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu, Jón sem fram- kvæmdastjóri ASI á efstu hæð hússins og tíður gestur á skrifstofu Sjómannafélags Reykjavíkur í Al- þýðuhúsinu, þar sem hann gegndi margháttuðum trúnaðarstörfum, en ég var þá blaðamaður við Al- þýðublaðið í næsta nábýli við Sjó- mannafélagið. Það var alltaf gott að leita til Jóns á þessum árum. Og samstarf var þá náið milli Alþýðu- blaðsins og verkalýðshreyfingar- innar. bað átti síðar fyrir okkur að liggja að starfa saman í marga ára- tugi í Alþýðuflokknum, í flokks- stjórn, framkvæmdastjórn og á flokksþingum Alþýðuflokksins. Jón var ætíð duglegur og skeleggur, hvar sem hann kom við sögu. Það var engin lognmolla í kringum hann. Hann sagði ætíð skoðanir sinar hispurslaust, hvort sem það kom mönnum vel eða illa. Hann var greindur, fljótur að greina aðal- atriði frá aukaatriðum, rökfastur, ágætur ræðumaður og mikill mála- fylgjumaður. Slíkir menn veljast til forystu og trúnaðarstarfa, enda fór það svo, að störfin hlóðust á Jón. En aldrei kvartaði hann. Jón var einn þeirra manna, sem vildi hafa mikið að starfa. Aðrir hafa rakið ítarlega störf Jóns Sigurðssonar í verkalýðshreyf- ingunni og Alþýðuflokknum. Það verður því ekki endurtekið hér. Ég vil aðeins þakka Jóni sam- fylgdina. Mér þótti mjög ánægju- legt að starfa með Jóni. Skoðanir okkar fóru mjög oft saman í Al- þýðuflokknum, enda þótt við störf- uðum hvor á sínum vettvangi. Verkalýðshreyfingin og Alþýðu- flokkurinn hafa misst góðan tals- mann, góðan liðsmann, þar sem Jón Sigurðsson var. Ég votta eftirlifandi eiginkonu Jóns og dóttur, samúð mína vegna fráfalls hans og aðstandendum öll- um. Drottinn blessi minningu hans. Björgvin Guðmundsson. Lausar kennarastöður Vopnafjarðarskóli óskar eftir að ráða íþróttakennara Einnig vantar kennara í almenna kennslu. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 97-3218. Kennarar kennara vantar að Dalvíkurskóla. Æskilegar kennslugreinar eru fþróttir og kennsla yngri barna. Upplýsingar gefur skólastjóri I síma 96-61491 eftir kl. 19. Skólastjóri

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.