Tíminn - 01.03.1967, Blaðsíða 5

Tíminn - 01.03.1967, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUK 1. marz 1967. Otgefandl: FRAMSOKNAR'FLOKKURINN Framkvsamdastjórl: Krlstján Benediktsson. Rltstjórar: Pórarlnn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. FuUtrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Aag. lýsingastj.: Steingrimnr Gíslason RitstJ .skrlf stotur ' Eddn- búsinn, simar 18300—18305 Skrifstofur: Bankastrætl ?. Af. greiðslusiml 12323. Auglýsingasimi 19523 Aðrar skrlfstofur, súnl 18300 Áskriftargjald fcr 105.00 á mán. tnnanlands. ____ 1 lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA n. t. Afkoma iðnaðaríns í blaðinu „íslenzkur iðnaður“, sem Félag íslenzkra iðnrekenda gefur út, er skýrt frá því, að skrifstofa sam- takanna hafi unnið að því að afla upplýsinga um þróun iðnaðarframleiðslunnar á síðastliðnu ári. Þessi könnun hafi einkum beinzt að því, hvort um samdrátt, kyrrstöðu eða aukningu framleiðslunnar hafi verið að ræða. Blaðið segir síðan: „Bendir sú könnun, sem fram hefur farið að þessu sinni, til þess, að sé litið á iðnaðinn sem heild, hafi um einhverja aukningu iðnaðarframleiðslunnar verið að ræða. Flest bendir þó til þess, að framleiðsluaukningin hafi verið lítil og þá sérstaklega, þegar tekið er tillit til þess, að almenn aukning eftirspurnar hefur vaxið mjög á árinu og nægir í því sambandi að benda á, að verð- mæti heildarinnflutnings óx á árinu 1966 um 16% miðað við innflutning árið 1965“. Um afkomu iðnaðarins á liðna árinu segir svo í for- ustugrein blaðsins: „Enginn vafi leikur á því, að fjöldi iðnfyrirtækja hefur átt við versnandi afkomu að búa og vaxandi rekstrar- örðugleika. Skýrir það sig sjálft, þegar haft er í huga, að annað hvort er um litla aukningu, kyrrstöðu eða sam- drátt framleiðslumagns að ræða. Hins vegar fara svo til allir innlendir kostnaðarliðir hækkandi, en hin harða samkeppni við erlenda framleiðslu kemur í veg fyrir að hægt sé að hækka tilsvarandi verð framleiðslunnar. Hið hækkandi verðlag innlendu framleiðsluþáttanna veldur að sjálfsögðu mestum vanda h]á þeim greinum iðnaðar- ins, sem náð hafa einhverri fótfestu á erlendum mörkuð- um og hjá þeim, sem engrar eða lítillar tollverndar njóta og hlíta verða ástandi heimsmarkaðsins hverju sinni“. Forustugreininni lýkur með þeim ummælum, að skilningur fari vaxandi á þýðingu íslenzks iðnaðar og nauðsyn þess að efla hann. Þetta kann að vera að ein- hverju leyti rétt. En þetta nær þó vissulega ekki til ríkisstjórnarinnar, sem framfylgir stefnu, sem veldur versnandi afkomu iðnaðarins, á mestu góðæristímum, þegar aðstaða hans ætti að fara stórum batnandi, ef allt væri með felldu. Það er dýrt fyrir iðnaðinn. eins og aðra atvinnu- vegi, að búa við lélega ríkisstjórn og ranga stjórnar- stefnu. V erkfræðiráðunautar Tveir þingmenn Framsóknarflokksins, Gísli Guð- mundsson og Ágúst Þorvaldsson, fíytja í neðri deiíd Al- þingis, frv. um verkfræðiráðunauta ríkisins á Norður- landi, Austprlandi og Vesturlafidi. Verkfræðiráðunautar skulu vera þrír fyrst um sinn, einn búsettur á ísafirði, annar á Akureyri og hinn þriðji í Egilsstaðakauptúni. Þeir skulu hafa lokið prófi í byggingarverkfræði og skal verkefni þeirra vera að hafa umsión með vega -og hafn- armannvirkjum í umdæmi sínu undir jrfirstjóm vega- og vitamálastjóra. Flutningsmenn segja, að frv. sé byggt á þeirri skoðun, að æskilegt sé, að opinberar framkvæmdir séu, eftir því sem við verður komið, sjálfstæð starfsemi í hverjum landsfjórðungi eða landshluta. Þá sé ekki heppilegt að þeirra dómi að hafa alla stjórn þessara mála og sérþekk- ingu á þeim, á einum stað. TÍMINN JOSEPH KRAFT: Maoisminn er annað og meira en geðtraflun gamals manns Mao víll gera Kínverja að máttugustu þjóð heimsins MAO TSE-TUNG FYRIR skömmu hélt ég fram, að vegna viðvarandi umróts og óeirða í Kína, væri okkur enn bráðnauðsynlegra en ella að gaumgæfa hagsmuni okkar Bandaríkjamanna í þessu efni og gera okkur Ijósa grein fyrir hvers konar Kína við óskum helzt eftir. Vitanlega verður að byrja á því að kynna sér hreyf ingu Maos, sem að baki óeirð- anna stendur. En þetta er ekki auðunnið verk. Við fyrstu sýn virðast ólæti Rauðu varðliðanna og svimandi kröfurnar á áróðurs- spjöldunum, — svo að ekki sé minnst á hið margnefnda sund í Yangtze — helzt gefa til kynna geðtruflun gamals manns. En sé betur að gáð skýtur upp kollinum innra sam ræmi í allri vitleysunni. Vart' verður samræmis við gamlar kenningar, áfrýjunar til tiltek- inna hópa í samtímanum og ákveðins, þjóðlegs markmiðs. Fræðilega séð er menningar- byltingin í samræmi við kenn- ingar Trotskys um hina ævar- andi byltingu og heimspeki Robespierre. Lögð er áherzla á endalausa baráttu, sífellt afnám viðtekinna hugmynda um félags iega efnahagslega, menningar- lega og alþjóðlega yfirburði og óaflátanlegt fráhvarf frá forn- um erfðum og venjum. Menn- ingarbyltingin gefur fyrirheit um sífelldan snúning hjólsins, áframhaldandi valdatöku hinna undirokuðu. KÍNVERSK æska er einn sá flokkur manna, sem hrífast hlýtur af slíkum kenningum. Vegna þeirrar gífurlegu fólks- fjölgunar, sem varð eftir að borgarastyrjöldinni lauk árið 1949, er fast að helmingur Kínverja undir 25 ára aldri, en þeir eru alls taldir vera 700 milljónir. Á hverju ári bætast 8—10 milljónir ungra Kínverja á vinnumarkaðinn, og þeir eru að minnsta kosti læsir og skrif andi og vænta betra hlutskiptis en foreldrum þeirra féll í skaut. í þeim greinum ldnverska athafnalifsins, sem nálgast nú- tima horf, verður ekki rúm fyr ir nema tvær milljónir nýrra starfsmanna á ári hverju. Þess vegna fer sífjölgandi þeim ungu Kínverjum, sem ekki komast að við störf, sem þeir girnast. Þeir eru eins og tígrisdýr, sem hvergi er hægt að stinga inn í búr af því að þau eru ekki til. Þetta unga fólk er skiljanlega óánægt og virðist hafa helgað sig menn- ingarbyltingunni af lífi og sál. Þarna er hráefni Rauðu varð- 'iðanna. SVEITAFÓLKIÐ er annar oánægður hópur, ákaflega fjöl- mennur. Reynt hefur verið síð- an 1949 að koma ýmsu í nú- tíma horf, og þessar tilraunir hafa valdið gífurlegum búferla flutningum frá sveit til borga. Þessi tilfærsla fólks hefur fært allt þjóðlíf úr skorðum í sveit- unum og af þeim sökum hafa risið hátt öldur hinna kunnu kvartana um ill áhrif, hóglífi og siðspillingu borganna. Menningarbyltingin höfðar til bessara kennda á ýmsan hátt, ■ívo sem með kröfunum um sí- felldar hreinsanir, að maður- inn sé metinn meira en vél- arnar og að sveitirnar séu metnaar meira en borgirnar. Su tignun Maos, sem sundið fræga er gott dæmi um, nýtur sín sérlega vel meðal sveita- fólksins, sem ávallt hefur verið reiðubúið að hlíta forustu frels ara. Allar líkur benda því til að sveitafólkið fylki sér að heita má einhuga um Mao. HERINN er svo þriðji hópur inn, sem við sögu kemur. Lin Piao marskálkur virðist vera líklegur arftaki Maos og sjö inarskálkar aðrir eru meðal þeirra tuttugu manna, sem al- mennt er talið að skipi æðsta stjórnmálaráðið í Kína. Á tvo þeirra hefir verið brugðið birtu nú fyrir skommu. Vitaskuld eru skoðanir skipt ar í hernum og vera má, að meginmarkmið Lin marskálks og fylgismanna hans sé að setjast á þá valdastóla, sem losnað hafa við burtrekstur flokksforingja, í von um að taka við völdunum í landinu þegar loks að Mao deyr. En eins og sakir standa virðist meg inhluti stjómar hersins hafa tekið afstöðu með Mao. Hvað viðvíkur þjóðlegum markmiðum Maos, þá er yfir- lýst markmið hans að gera Kín verja að máttugustu þjóð í heimi. Og vera má, að Kínverj ar geti því aðeins í senn brauð fætt sig, haldið örum efnahags framförum og stóreflt hemaðar mátt sinn, að fjöldinn sé magn | aður til viðvarandi, ofurmann- | legra átaka. Vera má með öðr um orðum, að aðferðir Maos & séu þær einu réttu, éf Kínverj í um eigi að auðnast að ná settu | marki, þrátt fyrir vanmátt sinn. | EN hvernig fara svo aðferðir og markmið Maos og banda- rískir hagsmunir saman? Til eru hér í Bandaríkjunum gáfaðir og reyndir embættis- menn, sem halda að Mao þjóni bandarískum hagsmunum, af því að tilraunir hans til að stæla kínverskan almenning stuðli meira að andstöðu Kín- verja við Rússa en Bandaríkja- menn. Þeir hugleiða jafnvel ráð til þess að efla Maoismann í þeim tilgangi að þjarma að Moskvumönnum. Eg get ekki, fyrir mitt leyti, komið auga á, hvernig banda ríska þjóðin geti verið ánægð með að svo stór hluti mannkyns ins sé ofurseldur öfgum Maoism ans. Eg trúi ekki, að bandarískt öryggi geti verið háð stjórnar fari, sem helgað sé árekstrum og ofbeldi. Eg er sannfærður um, að langvarandi fjandskapur út af landamærum og menning arefnum hindri varanlega sam- vinnu Kínverja og Sovétmanna sem væri á kostnað Banda- ríkjanna. Niðurstaða mín verður því, að Maoisminn sé ekki einskær og hömlulaus brjálsemi. "g held að Mao fylgi sínum eigin rökum. En mér virðist mjög ljóst, að hagsmunir Bandaríkj anna séu tengdir annars konar Kina. i (Þýtt úr World Journal Tri- 1 bune, New York). fi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.