Tíminn - 16.03.1967, Qupperneq 3

Tíminn - 16.03.1967, Qupperneq 3
1 FIMMTUDAGUR 16. marz 1967 TÍMINN VÍNIANDSKORTIÐ ^ r^irTnBrr * SKOÐAÐ CEGNUM STÆKKUNARGLER KJ-Reykjavík, miðvikudag. Sýningin á Vínlandskortinu var opnuð í forsal Þjóðminja- safnsíns að viðstöddu fjöl- menni, ráðherrum, ambassa- dorum erlendra ríkja og ís- lenzkum embættismönnum. Dr. Kristján Eldjárn þjóðminja vörður bauð gesti velkomna, en mmm. Prófessor Reichardt flytur ávarp við opnunarathöfnina í Þjóðminjasafn- þvínæst tók til máls James Pen- field ambassador Bandaríkjanna á íslandi, en þetta er í síðasta sinn er Ihann kemur hér opinberl. fram fyrir hönd þjóðar sinnar, þar sem hann er á förum héðan. Þá tók til máls Konstantine Reichardt prófcssor við Yale há- skólann, en hanu mun þalda erindi um Vínlandskort I á morgun kl. 15.30 í hátíðarsal Háskólans. Gylfi Þ. Gíslason menntamála ráðherra tók Mðastur til máls, opn aði síðan sýninguna, og viðstadd ir flykktust um sýningarkassana sem kortið er geymt í, — en ó- einkennisklæddir lögreglumenn fylgdust meg úr fjarlægð. Var greinilegt á gestum að þeim þótti mi'kið til kortsins koma, er þeir rýndu á kortið í gegnum glerið sem það er geymt undir. Sýningin á kortinu verður opin daglega til og með 30. marz kl. 13.30 — 22. Aðgangur að sýning unni er ókeypis og fá gestir prent aðar upplýsingar um kortið og fylgirit þess á sýningunni. Hingað kom Vínlandskortið frá Noregi, en það var sýnt opinber- lega í Osló. Þegar sýningu á kortinu lýkur hér á landi verð- ur það sennilega sent til Kaup- mannahafnar og sýnt þar. Prófessor Einar Ól. Sveinsson rýnir í Vínlandskortið í gegn um stækkunargler. Gestir flykkjast í kring um sýningarkassana sem hafa að geyma kortið og fylgirit þess. Kortið er neðst til vinstri í kassanum. (Tímamyndir Kári) Stökk í höfnina og náði í meðvitundarlausan mann KJ-Reykjavik, miðvikudag. Idreginn upp á hafnarbakkann hálf í morgun féll maður í Reykja meðvitundarlaus. víkurhöfn, en nærstaddur lög- Tjminn hafði tal af Sveini í regluþjónn Sveinn Stefánss. stakk kvöld vegna björgunarinnar og sér eftir manninum og hélt hon- sagðist honum svo frá: um á floti þangað til hann varl — Ég var á eftirlitsferð um höfnina einn míns liðs, og þegar ég er á Miðbakkanum niður und an hafnarbakkanum sé ég ein- hverja þúst á sjónum, og sýnist þetta í fyrstunni vera lík á floti, en við nánari atihugun sé ég hvar bólur komu á sjóinn, og þá hlaut þetta að vera maður með ein- hverju lífsmarki. Ég fór því úr jakkanum og skónum og í sjóinn, synti að manninum og dró hann Erambald a bls. 15. FLUGFELAGID 0G SAS HEFJA SAMVINNU í FÆREYJAFLUGI Talið líklegt, að þar með sé rekstrargrundvöllur Faröe Airways úr sögunni NTB—Kaupmannahöfn. OÓ--Reykjavík, miðvikudag. Dansk-færeyska flugfélagiS Faröe Airways, sem haft hef- ur með hendi áætlunarflug milli Færevja og Kaupmanna- ha*nar í þrjú ár, verður senni lega lagt niður 1. apríl n.k. þar sem starfsgrundvöllur þess er brostinn. Félagið held- ur einnig uppi áætlunarflugi til Bergen og Orkneyja. Fél&gið hefur farið þess á leit við dönsku flugmálastjórnina að framiengja loftferðasamninginn á þessum flugleiðum, en SAS hefur tilkynnt sömu yfirvöldum það að félagið ætli að notfæra sér rétt- indi sin á flugleiðinn- Færeyiar- Norðurlönd sem „lánuð' hafa ver ið Faröe Airways í þrjú ár. Ætlun SAS er að leigja flugvélar frá Flugfélagi íslands á leiðinni milli Færeyja og Kaupmannahafnar. En íslendingar fljúga á núverandi flug leið milli Reykjavíkur og Fær- eyja. Malið hefur verið lagt fynr Lög þingið í Færeyjum. Faröe Air- ways hefur nýlega pantað oriár nýjar flugvélar. Um 3Ö manas vinnu hjá félaginu. l'íminn bár þessa frétt frá 'VT3 undir Svein Sæmundsson, blaða- fulltrus Flugfélags íslands, og sagði hann að samningaviðræður um þttta mál hefðu farið fram í Kaupmannahöfn milli fulltrúa SAS og Flugfélagsins. SAS hefði farið fram á við dönsku flug- málastjórnina að notfæra sér rétt indi sín á flugleiðinni milli Fær- eyia.og Norðurlanda og farið fram á við Flugfélag íslands að það félag sæi um flugið á þessari flug- leið. Samningar hafa tekizt um að Fluge.agið taki að sér áætlunar- flug á þessari leið og að flogið verði á flugvélum FÍ og með ís- lenzkum áhöfnum. Félögin hafa gert með sér sérstakan samning um skiptingu kostnaðar og teKna á tlugleiðinni. Áætlunarflugi á leiðinn' Færeyjar—Kaupmanna- hötn verður hagað með tilliti til áær'urarferða milli íslands og Færeyja.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.