Alþýðublaðið - 27.07.1984, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 27.07.1984, Qupperneq 3
Föstudagur 27. júlí 1984 3 Jacques Delors, fráfarandi fjármálaráðherra Frakklands: Bandaríkin mega ekki loka aug- unum fyrir áhrifum stefnu sinnar Ný stjórn hefur tekið við völdum í Frakklandi, undir forystu Laurent Fabius. Kommúnistar eru ekki lengur í stjórninni og sátu hjá við atkvæðagreiðslu um traustsyfirlýsingu við stjórnina nú í vikunni. Nýja stjórnin fékk traust 279 þingmanna, en 157 greiddu mótatkvæði, en alls sátu 46 hjá. Meirihluti Sósíalista á þingi er traustur, en brotthvarf kommúnista úr stjórninni kann að hafa í för með sér erfiðari samskipti við þau verkalýðsfélög sem þeir stýra. Megin verkefni hinnar nýju stjórnar er að bæta efnahag lands- ins. Fyrir skömmu birti Newsweek viðtal við fráfarandi efnahags- og fjármálaráðherra Frakklands, Jacques Delors. Það fylgir hér í Iauslegri þýðingu H.J. Blaðamenn: Hvað segið þér um skuldabyrði þriðja heimsins? Delors: Ég ætla mér ekki að boða dómsdag, en mér sýnast menn þurfa að halda vöku sinni. Frá 1986 þarf þriðji heimurinn að standa skil á miklum afborgunum og vöxtum í allnokkur ár. Og honum mun veit- ast það erfitt, jafnvel þótt heims- búskapurinn gangi þá vel. í ýmsum löndum er líka hætta á efnahagsleg- um og pólitískum sviftingum vegna þess að ekki hefur verið greitt úr skuldaflækju þeirra. Blaðamenn: Hvaða hættur felast í skuldakreppunni? Delors: Fyrst er að telja hættuna | á því, að skuldugu löndin geti ekki innt greiðslur sínar af hendi. Og jafnvel þótt þeint takist það, skapar sú hætta óvissuá mörkuðumgjald- eyris og fjármagns. Og sú hættaer alltaf með okkur. Undan henni höf- um við vikið okkur, síðan Alþjóð- legi gjaldeyrissjóðurinn lagði Mexíkó til viðlagalán í greiðslu- vanda þess, til að lengja mætti af- borganatíma lána mexíkanska ríkisins og einkaaðila og milda greiðsluskilmála þeirra, og þar fram eftir götum. Nú höfum við að auki myndað eins konar klúbb lán- veitenda, því að úrræði klassiskrar hagfræði duga ekki lengur. Varan- Iegar eru þessar ráðstafanir þó ekki. Við erum eins konar slökkvilið, sem kæfir elda, en ekki bygginga- meistarar skjólshúss fyrir öllum vindum. Blaðamenn: Hingað til hefur hverju sinni verið við að etja greiðsluvanda eins lands. Stæðist alþjóðlega peningakerfið greiðslu- vanda tveggja eða fleiri Ianda í senn? Delors: Þar kreppir skórinn. Víkjum að kjarna málsins. Jafnvel þótt heimsviðskiptin glæðist, geta skuldugu löndin aðeins vænst ár- legs hagvaxtar upp að 3%. En þau eru krafin um miklu hærri raun- vexti en 3%. Og þau skortir fjár- muni til að standa í skilum og verða að leita ásjár annarra. Gerum nú ráð fyrir, að vextir þeirra verði að einum eða öðrum hætti skorðaðir við 7%, — stig verðbólgunnar í Bandaríkjunum að viðbættum 2% skulum við segja. Hvaðan fá þau það, sem á vantar? Ekki frá bönk- unum. Og bönkunum er órótt líkt og okkur sjálfum í fjárhagsvanda, þegar við leitum bráðabirgða úr- ræða eða varnalegra. Blaðamenn: Hvers vegna tók ráð- herrafundur helstu iðnríkjanna í London i sumar ekki kröftuglegar á skuldavandanum? Delors: Vegna ágreinings. Annars vegar var sú skoðun Banda- ríkjanna, að skuldugu löndin verði að koma málum sínum í samt lag og að setja traust sitt á einkafjármagn og skilmála markaðarins. Öðrum löndum, einkum Frakklandi, Ítalíu og Kanada, þykja Bandaríkin líta málin óraunsæjum augum. Blaðamenn: Hvað leggið þér til mála? Delors: Við viljum semja okkur að aðstæðum. Það þarf að beina verslun og fjármagni frekar til þess- ara landa. Takið eftir, að við segjum ekki annað hvort verslun eða fjár- magni. Beggja er þörf. Fjárstreym- ið þarf að vera í formi aðstoðar að talsverðu leyti. Úr slíkri aðstoð dró aftur á móti í fyrra. Blaðamenn: Hvað er fleira til ráða ? Delors: í fyrsta lagi þarf að lækka vexti í Bandaríkjunum. Hækkun þeirra um 1 % svarar til $ 4 milljarða hækkunar á greiðslu- Útboð Tilboö óskast í aö steypa upp og fullgera aö utan Sjúkraþjálfunarstöð viö Vinnuheimilið aö Reykjalundi. Heildarflatarmál er 1340 fm og heildarrúmmál 4430 rm. Útboðsgagna má vitja á Teiknistofunni Óðinstorgi, Óöinsgötu 7, 2. hæö, gegn 5.000.- kr. skilatryggingu. Tilboð veröa opnuð á sama staö fimmtudaginn 16. ágúst 1984, kl. 11.00. Vinnuheimilið að Reykjalundi. Auglýsing um breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur Meö vísun til 17. og 18. greinar laga nr. 19/1964, er hér með auglýst landnotkunarbreyting á staðfestu Aöal- skipulagi Reykjavíkur, dags. 3. júlí 1967. Breytingin er í þvl fólgin aö landnotkun á hluta staðgr.r 1.132.0, sem afmarkast af Tryggvagötu, Ægisgötu og Norðurstig, veröi íbúðarsvæöi í staö iðnaðar- og vöru- geymslusvæði. Uppdráttur, ásamt greinargerð, liggur frammi almenn- ingi til sýnis hjá Borgarskipulagi Reykjavíkur, Þverholti 15, frá og með föstudeginum 27. júli tii 7. september n.k. Athugasemdum, ef einhverjar eru, skal skilað á sama stað eigi síðar en kl. 16.15, föstudaginn 21. september 1984. Þeir sem eigi geraathugasemdir innan tiiskilins frests, teljast samþykkir breytingunni. Reykjavík, 27. júli 1984. Borgarskipulag Reykjavikur, Þverholti 15, 105 Reykjavik. byrði skuldugu landanna. 1 öðru lagi þarf í ýmsum tilvikum að bæta lausafjárstöðu skuldugra landa með því að veita þeim sérlegqrfrá- dráttarheimildir í Alþjóðlega gjald- eyrissjóðnum. í þriðja lagi er þörf á opinberri aðstoð þeim til handa og ívilnunum. í þessum efnum styðst ég við eigin reynslu. Aðra hverja viku þarf Frakkland að veita öðru Iandi aðstoð. Miklar umbætur boða ég ekki, heldur aðeins fáein skref í átt til þjálla (alþjóðlegs peninga) kerfis. Blaðamenn: Ríkisstjórn Reagans segir samhengi ekki vera á milli hallans á fjárlögum Bandaríkjanna og hárra vaxta þarlendis. Delors: Ég er á öðru máli, en höfuðvandinn er annar. Til of mikils er ætlast af dollarnum. Innanlands þurfa Bandaríkin að fjármagna útþenslu í peningamál- um og halla á fjárlögum. Og utan Iands þurfa þau að fjármagna hall- ann á viðskiptum vanþróaðra landa. Einn og sami gjaldmiðill rís ekki undir því álagi. Eftirspurn hans verður meiri en framboð hans. Af þeim sökum hækka þar vextir og fjármagn leitar þangað. Með til- liti til viðgangs bandaríska hagkerf- isins má líka segja, að fjárfesting þar í landi sé álitleg í sjálfu sér. A það ber ég ekki brigður. Ég segi hins vegar, að ekki skyldi til svo mikils ætlast af dollarnum, heldur byrð- um niður jafnað. Það merkir, að vestur-evrópsku iðnríkin ættu að hluta að axla þennan vanda. Og þá væru þau í betri aðstöðu til að biðja Bandaríkin að draga úr hallanum á fjárlögum sínum. Blaðamenn: Finnst yður Banda- ríkin taka fjárlagahallann nægilega föstum tökum? Delors: Ég vil ekki verða sletti- reka í bandarískum innanlandsmál- um. En ef Bandaríkin loka augum fyrir áhrifum stefnu sinnar á önnur lönd, þá óttast ég, að staðfesta hins frjálsa heims í stjórnarerindrekstri og hermálum gjaldi þess. Mun ekki vera samhengi á milli 16% atvinnu- leysis í Hollandi og stöðu þess í eld- flaugamálinu? Blaðamenn: í þessari viku stóð dollarinn í nálega 8,6 frönkum. Við hvaða mörk verður hágengi dollars- ins Frakklands vandamál? Delors: Ákjósanlegt þætti okkur, að dollarinn kostaði á milli 7,5 og 7,8 franka. Markaðurinn er ótrygg- ur. Dollarinn getur fallið snögg- lega, en ég geri mér ekki vonir um það. Ég æski fremur, að stig af stigi verði horfið aftur til sanngjarnari gengisskráningar. Blaðamenn: Stendur hágengi dollars frönsku efnahagslífi fyrir þrifum? Delors: Halli okkar á viðskiptum og þjónustu nam 80 milljörðum franka 1982, um 40 milljöðrum franka 1983 og nemur væntanlega 12 til 20 milljörðum franka í ár. Ef dollarinn stæði í meðalgengi sínu frá í fyrra, hefðum við nú hagstæð- an viðskiptajöfnuð. Vegna hækk- unar dollarsins hefur orkukaupa- reikningur okkar hækkað um 25 milljarða franka frá því í fyrra. Þið getið þess vegna skilið, að við höf- um hug á sanngjarnari skráningu hans. Blaðamenn: Hver er helsti efna- hagsvandi Frakklands um þessar mundir? Delors: Frakkar ákváðú að kveða verðbólguna niður. Að því erum við. Það er nýlunda í sögu okkar. Önnur nýlunda er menningarbylt- ingin. Forystumenn í iðnaði verða að semja sig að hinni nýju stöðu í heimsbúskapnum. Þeir þurfa að y venja sig við meiri samkeppni og að selja meira til annarra iðnaðar- landa fremur en til vanþróaðra landa. Þeir þurfa að keppa, þar sem samkeppnin er hörðust. Auglýsing um breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur Meö vísun til 17. og 18. greinar skipulagslaga nr. 19/1964, er hér með auglýst tillaga aö landnotkunar- breytingu á staöfestu Aöalskipulagi Reykjavikurdags. 3. júlí 1967. Breytingin er í þvi fólgin aö landnotkun á Staðgr.r. 1.36, sem afmarkast af Suðurlandsbraut, Kringlumýrarbraut, Sigtúni og Reykjavegi, verði útivistar-, stofnaha- og miðbæjarsvæði í stað útvistarsvæði. Uppdráttur, ásamt greinargerö, liggur frammi almenn- ingi til sýnis hjá Borgarskipulagi Reykjavíkur, Þverholti 15, frá og með föstudeginum 27. júli til 7. september n.k. Athugasemdum, ef einhverjar eru, skal skilað á sama staö eigi síðar en kl. 16.15, föstudaginn 21. september 1984. Þeirsem eigi geraathugasemdir innan tilskilins frests teljast samþykkir breytingunni. Reykjavlk, 27. júll 1984. Borgarskipulag Reykjavikur, Þverholti 15, 105 Reykjavík. Héraðsskólinn að Núpi Næsta ár starfrækjum viö 8. og 9. bekk grunn- skóla, ásamt tveim árum á viðskipta-, íþrótta-,upp- eldis- og almennri bóknámsbraut. Brautir þessar eru í samræmi viö námsvísi, selm eftirtaldir skólar eru aöilar aö: Fjölbrautaskólinn Akranesi, Fjöl- brautaskóli Suðurnesja, Flensborgarskólinn Hafnarfiröi, Framhalsskólar á Austurlandi, Fjöl- brautaskóli Suðurlands, Selfossi og Framhalds- skólinn í Vestmannaeyjum. Getum enn bætt við nemendum. Upplýsingar í síma 94-8236 eða 94-8235. Leigjum út jeppa og fólksbíla. Aðeins góðir bílar. BÍLALEIGA ÓLAFSVÍKUR Stekkjarholti 5 S: 6282 og 6382. Ath: Geymið auglýsinguna — erum ekki í símaskránni.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.