Alþýðublaðið - 14.08.1984, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 14.08.1984, Blaðsíða 4
alþýðu- ijimtiJ Þriöjudagur 14. ágúst 1984 Úlgefandi: Alþýduflokkurinn. Sljórnmálarilstjóri <>g ábm.: (iuómundiir Árni Slefánsson. Kilsljórn: Kriórik Þór Guómundssun »k Sijjurrtur Á. Frirtþjófsson. Skrifslufa: Helgi Gunnlaugsson og Halldóra Jónsdóltir. Aufjlýsingar: Fiva Gurtmundsdóllir. Kilsljórn oj{ auglýsingar eru art Ármúla 38, Kvík, 3. hært. Sími: 81866. Setning og umbrot: Alprenl h.f., Ármúla 38. Prenlun: ISIartaprenl, Sirtuinúla 12. Áskriftarsíminn er 81866 Hungursneyðin í Eþíópíu Það eru syndir forfeðranna, sem eiga stóran þátt í því neyðarástandi, sem nú hefur skapast í Eþíópíu. Ef ekki kemur til alþjóðlegt átak til að koma í veg fyrir hörmungarnar, getum við átt á hættu að þarna skapist langvarandi hörmungar- ástand. Mikið skógarhögg og of- beit, hefur aukið neyðarástandið í núverandi þurrkatíö mjög mikið. Um 5 milljón manns líður skort í landinu, en íbúar þess eru 30 mill- jónir. Eþíópía og Líbería eru einu lönd- in í Afríku, sem ekki voru evrópsk- ar nýlendur. Samband þessara landa við umheiminn hefur veriö mjög tilviljanakennt. ítalir réðust tvisvar á Eþíopíu fyrir um það vil 50 árum. En að mestu leyti hefur land- ið veriö ósnortið af erlendum áhrif- um, en á þessari öld hefur það verið undir einveldisstjórn Haile Se- lassies keisara. Aðvörunarkerfi Valdataka hersins fyrir tíu árum hafði mikil áhrif á þróun mála. Þá voru stofnuð landbúnaðarfélög um allt landið og þannig tókst að koma upp aðvörunarkerfi, sem upplýsir hjálparstofnanirnar um ástand mála áður en reglulegt neyðar- ástand skapast. Það er mjög al- gengt að bændur þurfi að ferðast fótgangandi í þrjá sólarhringa með börn sín á bakinu, frá héruðunum í Tigre og Wollo, til að fá hjálp. Fyrir fimmtíu árum var um 40% af Eþíópíu þakið skógi. í dag eru bara um 4% af landinu skógi vaxið og er það einkum í norðurhluta landsins. Þar er mikið hálendi, en í dölunum er gott beitiland fyrir kvikfénað. Landbúnaðurinn þar er hinsvegar mjög frumstæður. Kvik- fénaðurinn valsar um að eigin vild og mjög litið er um að landsvæðin séu afgirt. Mjög lítið er um nýrækt og plöntun nýrra trjáa í stað þeirra, sem hverfa. Þegar þurrkatímabil bætast ofan á ofbeitina og enginn gerir neitt til að rækta upp ný tré í stað þeirra sem kvikfénaðurinn hefur nagað upp, þá er stutt í neyðarástand. Bæði Rauði krossinn, Sameinuðu þjóð- irnar og aðrar hjálparstofnanir hafa því gert áætlun um nýrækt og plöntun trjáa fyrir 150 milljón krónur á næstu fjórum árum. Verst úti Það er Wolaita-héraðið í suður- Eþíópíu, sem er þéttbýlast, sem hef- ur orðið verst úti í þurrkunum. 45% íbúanna er þjáð af sjúkdómum, sem eiga rætur að rekja til næring- arskorts. Börnin deyja af misling- um, lifrarveiki og niðurgangi. Bæði börn og fullorðnir deyja af malaríu og öðrum hitabeltissjúkdómum. Það er erfitt að gera sér nákvæma grein fyrir því hversu margir deyja vegna næringarskorts. í Koyesha, en þar búa 130.000 manns, dóu 457 mæður í maímánuði vegna næring- arskorts ... Þúsundir manna nærast á soðnum blöðum og af og til smá káli og kartöflum. Þarna eru menn þó bjartsýnir á haustið, því smáúr- koma lyfti brúnum á fólkinu og er búist við að hægt verði að uppskera maís í haust. y. < • ,' v - % • wmmm *. ■ ’mmMM í Wolaitas þar sem búa 1,2 mill- jón manns, er bara einn spítali með 110 sjúkrarúm, en auk þess eru 17 heilsugæslustöðvar í héraðinu. Það þýðir að 5 til 6 þúsund manns geta komist i.meðferð á einum mánuði. I heilsugæslustöðvunum eru börnin líka bólusett. Erfiðleikar í hjálparstarfinu Hið mikla framlag alþjóðlegra hjálparstofnana, sem Rauði kross- inn í Eþíópíu, sem eru mjög sterk samtök, stjórnar ásamt kirkjuleg- um hreyfingum í landinu, hefur haft mikil áhrif til að hjálpa þeim sem eru í nauðum staddir í landinu. En hinar miklu vegalengdir og áframhaldandi þurrkar, eru stór hindrun í vegi hjálparstarfsins. Al- þjóðlegi Rauði krossinn óttast því að um 1 milljón þurfandi muni ekki fá hjálp í tæka tíð í ár. Kvikfénaðurinn er undirstaða lífsins íSuður-Eþíópíu, en hann hrynur niður vegna þurrkanna. Evrópsk hjúkrunarkona matar hungrað barn i Eþíópíu MOLAR Til hvers er verið aó hækka vextina fyrst Denni segir að bankarnir eígi helst að hætta að | lána fólki? Fórnarlömbunum fjölgar Enn þann dag í dag, 39 árum eftir að sprengjan féll á Hiroshima, fjölgar fórnarlömbum kjarn- orkusprengjunnar. Á síðustu 12 mánuðum hafa 2573 Iátist af völdum geislavirkninnar. Þessar upplýsingar, sem komnar eru frá japönskum yfirvöldum, voru lesnar upp á árlegum mótmæla- fundi, sem haldinn er í miðborg Hiroshima. í ár mættu um 50.000 manns og var fórnarlambanna minnst með 40 mínútna sorgarat- höfn. Hljóðsprengjur Furður náttúrunnar eru margar, t.d. nota höfrungar og nokkrar j aðrar hvalategundir hljóðsprengj- ur til að lama og drepa bráð sína með. Þrýstingur hljóðsins, sem þeir geta gefið frá sér, er á við dýnamit sprengju undir vatni. Oft flýtur urmull af lömuðum smá- fiski upp eftir slíkar hljóðspreng- ingar frá hvölunum. Samkvæmt útreikningum getur styrkur hljóð- bylgjanna náð 25 decibilum. Þar sem höfrungar eru mjög skynsöm dýr, hafa þeir aldrei beitt þessu vopni sínu í sýningarþróm víðs- vegar um heiminn, því hljóðið myndi endurkastast frá veggjun- um og drepa þá sjálfa. Það er von- andi að ráðamenn risaveldanna séu jafn skynsamir og höfrung- arnir, því heimurinn er eins og risavaxin þró og kjarnorkuvopnin þeim ósköpum gædd, að sá sem grípur til þeirra, kveður jafnframt upp sinn eigin dauðadóm. Pílagrímsfálkinn í hættu Það er ekki bara íslenski fálkinn, sem er í hættu vegna gírugra ræn- ingja. Frændur okkar í Skandi- naviu hafa miklar áhyggjur vegna þeirrar þróunar, sem stofn píla- grímsfálkans hefur orðið fyrir. Á þessari öld hefur honum fækkað mjög mikið. En það eru ekki bara eggjaræningjar og ungaþjófar, sem ógna honum, heldur ekki síð- ur mengunin. En eggjaræningj- arnir höggva engu að síður stór skörð í stofninn. Þess vegna hafa meðlimir í náttúruverndarráðum tekið til þess ráðs að halda vörð um hreiðrin. í Danmörku er píla- grímsfálkinn þegar útdauður, og í Svíþjóð eru bara 15 pör eftir. Fuglinn verður um 40-50 cm lang- ur, er með brúnt bak þegar hann er ungi, en verður dökkgrár þegar hann eldist.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.