Alþýðublaðið - 14.08.1984, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 14.08.1984, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 14. ágúst 1984 3 Sjálfsbjörg mót- mælir niðurskurði 22. þing Sjálfsbjargar l.s.f. var haldið í Sjálfsbjargarhúsinu, dag- ana 8rlO. júní s.l. Þingsetning var venju fremur hátíðleg þar sem minnst var 25 ára afmælis samtak- anna er stofnuð voru 4. júní 1959. Af því tilefni tók forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, á móti þing- fulltrúum að Bessastöðum. Aðal- umræðuefni þingsins var lífeyris- og tryggingamál og höfðu þeir Ing- ólfur Ingólfsson, félagsfræðingur og Hrafn Magnússon, fram- kvæmdastjóri almennra lífeyris- sjóða, þar framsögu. Mörg önnur hagsmunamál fatlaðra voru einnig á dagskrá og fylgja hér helstu álykt- anir: 22. þing Sjálfsbjargar l.s.f. mót- mælir harðlega þeim niðurskurði á Framkvæmdasjóði fatlaðra, sem nemur meira en helmingi lögboð- innargreiðslu úrsjóðnum. Samtök- in höfðu vænst mikils af hinum nýju lögum um málefni fatlaðra, og harma því mjög þessa skerðingu sjóðsins þegar á fyrsta ári eftir gild- istöku laganna. Þetta hefur ekki aðeins í för með sér mikinn drátt á þeim framkvæmdum sem þegar eru hafnar, heldur kemur algjörlega í veg fyrir möguleika á nauðsynleg- um nýframkvæmdum. Þingið harmar afgreiðslu Al- þingis á „Búsetamálinu“, þar sem þar hefðu opnast góðar leiðir fyrir fatlaða í húsnæðismálum. Jafn- framt beinir þingið því til lands- sambandsstjórnar að hún fylgist náið með framvindu „Búseta“ og taki jafnvel upp viðræður við for- •"m—mmmmmmmmmm—mm—mmmmmmmmmmm—mmmmmmmmmmmm Stúdentaráð mótmælir Fundurinn fordæmir þá aðför menntamálaráðherra að SÍNE, að fella niður skylduaðild að samtök- unum. Með þessu er vegið að fjár- hagsgrundvelli samtakanna, og til- gangurinn sá einn að veikja sam- tökin, og baráttu þeirra. Góða skapið má ekki gleymast heima undir nokkrum kring- umstæðum. svarsmenn „Búseta“ um hvort og hvernig hægt sé að tryggja fötluð- um húsnæði á sem viðráðanlegust- um kjörum. Þingið beinir þeim tilmælum til svæðisstjórna, að þær hvetji sveit- arfélög og atvinnurekendur til að stofna til nýiðnaðar sem tæki mið af vaxandi þörfum fyrir ný atvinnu- tækifæri handa fólki með skerta starfsorku. Þingið bendir á þá leið í þessu sambandi að sveitarfélög veiti atvinnurekendum fyrirgreiðslu hvað lóðamál og aðra þjónustu á vegum sveitarfélagsins varðar, gegn því að stofnandi fyrirtækisins skuldbindi sig til að veita ákveðnu hlutfalli af fötluðu fólki atvinnu í fyrirtækinu. Þessi fyrirtæki yrðu að öðru leyti óvernduð og í þeim ynnu saman jöfnum höndum fatl- aðir og ófatlaðir. Þingið bendir á þá tilraun í þessa veru sem Öryrkja- deild ráðningarskrifstofu Reykja- víkurborgar, Vinnumiðlun Kópa- vogs og fleiri aðilar eru að gera í þessa átt á Reykjavíkursvæðinu. í framkvæmdastjórn til næstu tveggja ára voru kjörin: Formaður: Theodór A. Jónsson, Seltjarnar- nesi. Varaformaður: Jóhann Pétur Sveinsson, Reykjavík. Ritari: Kristín Jónsdóttir, Reykjavík. Gjaldkeri: Vikar Davíðsson, Reykjavík. Meðstjórnandi: Valdi- mar Pétursson, Akureyri. Vara- menn: Guðmundur Hjaltason, Akureyri, Valgerður Guðjónsdótt- ir, Grindavík og Helga Axelsdóttir, Neskaupstað. Ólöf Ríkarðsdóttir og Sigursveinn D. Kristinsson, sem átt höfðu sæti í framkvæmdastjórn gáfu ekki kost á sér til endurkjörs. Pílagrímaflutningar og umboð fyrir KLM hjá Arnarflugi Arnarflug hefur tekið á leigu tvær farþegaþotur af gerðinni Boe- ing 707 til að annast pílagríma- flutninga milli Líbýu og Sádi- Arabíu á komandi vikum. Önnur vélin er frá breska flugfélaginu British Caledonian, en hin frá portúgalska flugfélaginu TAP Air Portugal. Flugvélarnar bera 189 farþega hvor. Pílagrímaflutningarnir hefjast 18. ágúst n.k. og stendur fyrri lotan til 31. ágúst, en sú síðari frá 17. september til 1. október. Fluttir verða um 18 þúsund farþegar og er þetta umfangsmesta pílagrímaflug Arnarflugs til þessa. Rúmlega 40 starfsmenn annast þetta verkefni af hálfu Arnarflugs, áhafnir verða að mestu leyti íslenskar og flugvirkjar og stöðvarmenn allir íslenskir. þetta umboð var undirritaður í síð- ustu viku og eru meginverkefnin, sem Arnarflug sér um á íslandi fyr- ir KLM á sviði sölu- og kynningar- mála. Arnarflug hefur frá upphafi áætlunarflugsins til Hollands ann- ast sölu á farseðlum og farmflutn- ingum KLM og nýta félögin sam- eiginlega CORDA-þjónustutölv- una til farskráningar og upplýs- ingamiðlunar. Nú verður sölustarf- semi fyrir hönd KLM aukin á ís- landi og einnig er í undirbúningi auglýsinga- og kynningarstarf um þjónustu KLM. Tveir af yfirmönnum KLM á sviði sölumála í Evrópu eru vænt- anlegir til íslands 14. ágúst n.k. til viðræðna við Arnarflug um sölu- og kynningarmál. Arnarflug hefur líka tekið við aðalumboði fyrir hollenska flugfé- lagið KLM á íslandi frá 15. ágúst n.k., að ósk hollenska félagsins. Samningur milli félaganna um KLM er elsta starfandi áætlunar- flugfélag heimsins. Starfsmenn fé- lagsins eru yfir 17 þúsund talsins og félagið rekur rúmlega 50 þotur og flýgur til um 120 staða í 75 löndum. Rafmagnsveitur ríkisins óska aö ráða: A. Skrifstofumann (símavörð) í Reykjavík í hálft starf. B. Skrifstofumann á skrifstofur Rafmagnsveitn- anna í Borgarnesi í hálft starf. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun, ald- ur og fyrri störf sendist starfsmannastjóra. Rafmagnsveitur ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík Menningarstofnun Bandaríkjanna tilkynnir breytt símanúmer. Fráog með þriðjudeg- inum 14. ágúst verða símanúmer okkar sem hér segir: Skrifstofa 621020 Bókasafn 621022 Lausar stöður í stærðfræði og fag- greinum rafiðna Umsóknarfrestur um áður auglýstar kennarastöður í stærð- fræði og faggreinum rafiðnavið Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Keflavík framlengisf til 18. ágúst n.k. Upplýsingar eru veittar á skrifstofu skólans i síma 92-3100. Menntamálaráðuneytið Reiknistofa bankanna óskar eftir að ráða Kerfisfræðinga/forritara til starfa. Æskileg menntun: háskólanám í tölvufræði, við- skiptafræði eða stærðfræði, eða starfsreynsla. Umsóknarfrestur er til 31. ágúst 1984. Reiknistofa bankanna, Digranesvegi 5, Kópavogi, s. 44422 Kennara vantar að grunnskóla Súðavlkur. Helstu kennslugreinar: Eðlis- og efnafræði, smíðakennsla. Upplýsingar gefur formaður skólanefndar I síma 94-4954. Skólanefnd Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því, að gjalddagi söluskatts fyrir júlímánuð er 15. ágúst. Ber þá að skila skattinum til innheimtumanna ríkissjóðs ásamt söluskattsskýrslu I þríriti. Fjármálaráðuneytið. Tilkynning til launaskattsgreiðenda Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að gjalddagi launaskatts fyrir mánuðina júni og júlí er 15. ágúst n.k. Launaskatt ber launagreiðanda að greiðatil innheimtumannaríkissjóðs, í Reykja- vík tollstjóra, og afhenda um leið launaskatts- skýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið. Kennara vantar KennaravantaraðGrunnskólanum í Sandgerði til almennrar kennslu. Húsnæði fyrir hendi. Uþþlýs- ingar gefa formaður skólanefndar, Helga Karls- dóttir í síma 92-7647 og fræðslustjóri Reykjanes- umdæmis í síma 91-54011. Skólanefnd. Kennarastöður við Grunnskólann Hofsósi. Kennslugreinar: Kennsla yngri barna, enska og handmennt, gott húsnæði í boði. Nánari upplýsingar gefa skóla- stjóri i sima 95-6386 og formaður skólanefndar í síma 95-6400 eða 95-6374. Skólastjóri.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.