Alþýðublaðið - 15.08.1984, Blaðsíða 2
2
Miðvikudagur 15. ágúst 1984
■ritstjórnargrein; .■■■■—■ ...
Samsetning vinnumarkaðsins
Samsetning vinnumarkaðarins hefur talsvert
verið til umfjöllunar í hinni pólitísku umræðu
sfðustu missera. Ef til vill vegna þess að núver-
andi rfkisstjórn hefur lýst því sem höfuðmark-
miði sínu að draga úr þátttöku hins opinbera í
atvinnulífinu og auka veg einkarekstursins.
Sjálfsagt er aö vega og meta þessi mál frá ein-
um tíma til annars. Aðstæður og viðhorf í ein-
stökum atvinnugreinum geta f ákveðnum til-
vikum kallað fram breytingar í þessum efnum.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur í orði kveðnu
a.m.k. verið málsvari óhefts einkareksturs og
viljað hlutdeild hins opinbera á vinnumarkaðn-
um sem allra minnsta. Fram að þessu hefur
Sjálfstæðisflokkurinn hins vegar ekki veriö
þessum stefnumiðum sínum trúr, því þegar
flokkurinn hefur verið í rfkisstjón hefur þess
lítt oröið vart að hann vildi gera róttækan upp-
skurð á samsetningu vinnumarkaðarins. Nú-
verandi fjármálaráðherra, Albert Guðmunds-
son, hefur frá því hann settist f ráðherrastól,
haft uppi stórorð um það, aö nauðsynlegt væri
að draga verulega úr ríkisrekstri og þátttöku
hins opinberavfðs vegar í atvinnulifinu og færa
í hendur einkaaðila. Samkvæmt þessum yfir-
lýsingum hefur ríkið boðið hlutabréf sín í ýms-
um fyrirtækjum til sölu og rfkisstjórnin hefur
boðað stórfelldar breytingar aðrar á rekstri
hins opinbera, þannig að hann fari úr höndum
ríkis til einkareksturs.
En ákvarðanir Sjálfstæðisflokksins í þessum
efnum grundvallast á kennisetningu, blindri
trú á frjálst markaðskerfi. Minna fer fyrir hlut-
lægu og vel igrunduðu mati á hagkvæmni ein-
stakra þátta atvinnureksturs með tifliti til þess
hver eigi að hafa reksturinn með höndum. Lítt
er hugsað um hag almennings í þvf sambandi.
Á sama hátt hefur Alþýðubandalagið, og þá
einkanlega nneðan sá flokkur nefndi sig Sósfal-
istaflokkinn, oftrú á mætti ríkisrekstursins
hvarvetna í atvinnulífinu. Einhverjar hugarfars-
breytingar hafa þó átt sér stað í Alþýðubanda-
laginu í þessum málum síðustu ár og lofsöng-
ur Þjóðviljans til einkareksturs í útgerðinni er
nýjasta dæmió um siíkt.
Alþýðuflokkurinn telur aftur á móti að bland-
að hagkerfi henti þjóðinni best. í því feist að at-
vinnuvegirnir séu reknir f formi einkareksturs,
samvinnureksturs og opinbers reksturs, allt
eftir því, hvað tryggir hagsmuni almennings
best hverju sinni. Flokkurinn telur jafnframt að
þróa beri atvinnulýðræði innan allra rekstrar-
forma, enda er það einn af hornsteinum efna-
hagslegrar valddreifingar. í þessum grundvall-
aratriðum eru jafnaðarmenn á öndverðum
meiði við frjálshyggjumenn.
Varðandi hinn opinbera rekstur atvinnutækj-
anna, þá leggur Alþýðuflokkurinn áherslu á, að
til aðdreifahinu efnahagslega valdi eroft væn-
legra að atvinnutækin séu t.d. í eigu sveitarfé-
laga, samvinnufélaga og sjóða í umsjá laun-
þegasamtaka, fremur en í beinni ríkiseign.
Sömuleiðis er æskilegt að slík fyrirtæki í sam-
félagseign séu f samkeppni við önnur í einka-
eign til að tryggja rekstraraðhald.
Sá hluti atvinnulífsins og þarmeð efnahags-
Iffsins, sem rekinn er af einkaaðiium, á að lúta
lögmálum markaðarins. Eigendur þeirra fyrir-
tækja eiga að bera raunverulega ábyrgð á
rekstri þeirra, taka þá áhættu sem frjálsum at-
vinnurekstri fylgir. Á móti fái þeir notið fram-
taks síns og dugnaðar og ekki sfst ábyrgðar f
því skyni að tryggja eðlilega verðmætasköpun
f þágu þjóðarheildarinnar. Aldrei er réttlætan-
legur sá pilsfaldakapítalismí sem riðiö hefur
húsum hérlendis undir sérlegri forsjá sjálf-
stæðismanna. Sá pilsfaldakapítalismi hefur
birst í þvf að þegar vel árar þá hirða atvinnurek-
endur gróðann, en þegar iila gengur þá er farið
fram áaðstoð ríkisins, sem áað þjóðnýtatapiö.
Stefna Alþýðuflokksins hvað varðar samsetn-
ingu vinnumarkaðarins gengur gegn kreddu-
skoðunum frá hægri og vinstri.
—GÁS
Verðkönnun 1
hæsta og lægsta verði.
í úrvinnslu var könnuninni skipt
niður í fjóra flokka; timbur, járn og
fleira, efni til pípulagna, hreinlætis-
og blöndunartæki og loks efni til
raflagna.
í flokknum tintbur, járn og fleira
er verðmunurinn mestur á glerlist-
um, eða 105%. Hæsta verðið er 33
kr. á metra hjá J.L. byggingarvör-
um, en lægsta verð er 16,10 hjá SÍS
á Suðurlandsbraut. Verðmunur á
gluggapiasti er 50%. Hæsta verð er
27 kr. á metrann hjá Húsasmiðj-
unni, Súðavogi, en lægsta verðið er
18 krónur hjá Gos h.f., á Klepps-
vegi. Á mótavír er verðntunurinn
30%. Hæsta verðið á kílóinu af
4mm mótavír er 34 kr. hjá Slippfé-
Iaginu, Mýrargötu, en lægst er verð-
ið hjá SÍS, Suðurlandsbraut, eða
26,16 kr.
Á öðrunt vörutegundum er verð-
munurinn minni en 30%, minnstur
er verðmunurinn á þakjárni, eða
8,4%.
í flokknum efni til pípulagna er
mestur’ verðmunur á rennilokum
eða 121%. Dýrasti rennilokinn
kostar 397 kr. og er það hjá JL
byggingarvörum á Hringbraut, en
sá ódýrasti kostar 179,40 hjá SÍS.
Verðmunurinn á svörtum téum 3/8
er 79,6%. Dýrustu téin fást hjá
Burstafelli, Bíldshöfða og kosta 22
kr. Þau ódýrustu eru hjá SÍS á 12,25
kr. Á 50 mm. plastbeygjum er verð-
munurinn 73,7%, dýrasta beygjan
kostar 33 kr. og er það Ofnasmiðj-
an, Háteigsvegi, sem selur hana, sú
ódýrasta er á 19 kr. hjá BYKO,
Kópavogi. Verðmunurinn á metran-
um af glerullarhólkum var 70,4%.
46 kr. kostaði hann hjá Burstafelli
en bara 28 kr. hjá BB byggingarvör-
um og Vatnsvirkjanum. Verðmun-
urinn á galvaniseruðum hnjám var
60,5% og á svörtum bútum 51,2%.
Minnstur var verðmunurinn á hita-
stillum eða 10%.
I flokknum efni til raflagna, var
langmestur verðmunur, á tveim
vörutegundum yfir 150%. Á loft-
dósum 154,5%, þar voru dýrustu
dósirnar hjá JL byggingarvörunt,
eða 56 kr. stykkið. Odýrastar voru
dósirnar hjá BYKO, Kópavogi,1
20,30 kr. Verðmunur á tengjum var
einnig mjög mikill eða 150%, dýr-
ust voru tengin hjá Brynju og
Hauki og Ólafi, eða 5 kr. stykkið,
ódýrust hjá Gos h.f. Rafmagnsvír
er einnig á mjög mismunandi verði
— 97% verðmunur, dýrastur hjá
Hauki og Óiafi, 4 kr. metrinn, en
ódýrastur hjá Gos h.f., 2,03 kr.
Minnstur var verðmunurinn á lág-
spennustrengjum eða 18%.
Verðmunur á hreinlætis- og
blöndunartækjum var langminnst-
ur. Mestur var hann 23% á hand-
laugum, en þar var handlaug af'
sama vörumerki tekin hjá öllum
verslununum og var hún dýrust hjá
Burstafelli og kostaði þar 3912 kr.,
en hjá JL byggingarvörum kostaði
sami vaskurinn 3180. Minnstur var
verðmunurinn á blöndunartækjum
fyrir baðkör eða 0,4%.
Þessi verðkönnun sýnir, svo ekki
verður um villst, að það borgar sig
að hafa augun opin, og gaumgæfa
vel að verði, þegar byggingarvörur
eru verslaðar inn.
Nú hefur Verðlagsráð með hlið-
sjón af samkeppnisaðstæðum,
samþykkt að fella niður hámarksá-
lagningu í heildsölu og smásölu á
ýmsum byggingarvörum.
Karl Steinar 1
Hér er yfirbyggingin meiri en
víðast hvar annars staðar, millilið-
irnir gírugri og viljann til að
breyta þjóðfélaginu vantar.
Það sem „bjargar" láglauna-
fólki er óhófleg vinna, endalaust
strit myrkranna á milli. Hér er
yfirvinna 30-40% tekna verka-
"fólks.
Það er líka staðreynd að ekki
eiga allir kost á óþrjótandi vinnu.
Á Norðurlöndunum, sem saman-
burður Alþýðublaðsins fjallar
um, þykir óhófleg yfirvinna fjar-
stæða, jafnvel villimennska. Á því
sviði eru þeir líka framar okkur“,
sagði Karl Steinar að Iokum.
r
Alagning 1
borgarsvæðinu og úti á landsbyggð-
inni. Sú söfnun hefur haldið áfram
eftir að verðlagið var gefið frjálst,
en enn er of snemmt að draga ein-
hverjar niðurstöður af því. Þó sagði
hann að þeir hefðu fyrir sér dæmi
um að verðlag hefði lækkað.
En er ekki hætta á að kaupmenn
misnoti sér þetta frelsi, komi sér
saman um eitthvert hámarks- og
lágmarksverð?
Jóhannes sagði að hætta væri
vissulega á því. „Virk samkeppni
þróast ekki nema til komi aðhald og
verðskyn neytenda. Þessvegna hef-
ur Verðlagsstofnun verið með sínar
verðkannanir og dreift þeim til fjöl-
miðla og einstaklinga. Auk þess
hefur Verðlagsstofnun heimild til
að grípa í taumana ef hún verður
vör við að kaupmenn hafi samráð
sín á rnilli. En allt samráð um verð
er óheimilt þegar verðlag er gefið
frjálst".
En hvernig er það í litlum pláss-
um út á landi, þar sem kannski er
bara ein verslun, oft Kaupfélagið,
sem hefur einokunaraðstöðu á
versluninni?
Jóhannes sagði að í því tilfelli
hvíldi mikil ábyrgð á Verðlagsstofn-
un. Þar þurfi þeir að örva sam-
keppnina með verðsamanburði við
nágrannabyggðarlögin og höfuð-
borgarsvæðið. Ef að óeðlilega hátt
verðlag er hjá kaupmanninum í
slíkri einokunaraðstöðu getur Verð-
lagsráð gripið inn í og sett ákveðið
hámarksverð á vörurnar hjá við-
komandi verslun. En Jóhannes stóð
hinsvegar í þeirri trú að almenn-
ingsálitið í viðkomandi bæjarfélagi
væri yfirleitt nægilega sterkt til að
koma í veg fyrir óeðlilega hátt verð.
„Kaupmanninum er ekkert stætt á
því að bjóða vörur sínar á okurverði
í litlum plássum“.
Að lokum inntum við Jóhannes
að því hver það væri sem ákvarðaði
það að verðlag væri gefið frjálst á
vissum vörutegundum en ekki öðr-
um.
„Það er verðlagsstofnun, en for-
maður hennar er Sveinn Björnsson,
skrifstofustjóri í Iðnaðarráðuneyt-
inu og er hann skipaður af Iðnaðar-
ráðherra. Aðrir í Verðlagsráði eru
þrír frá atvinnuveitendasamband-
inu og einn frá SÍS. Þrír frá verka-
lýðshreyfingunni tveir frá ASÍ og
einn frá BSRB. Auk þess skipar
Hæstiréttur íslands tvo fulltrúa í
Verðlagsráð“.
Þegar við spurðum Jóhannes
Gunnarsson að því hvort allir innan
Verðlagsráðs væru sammála þessu
frjálsa verðlagi, sagðist hann ekki
hafa heimild til að svara því.
Nýr
framkvæmda-
stjóri SÁÁ
Einar Kristinn Jonsson, við-
skiptafræðingur, tók við starfi
framkvæmdastjóra SÁÁ 1. ágúst
s.l. Hann hefur yfirumsjón með
allri starfsemi og rekstri SÁÁ, sent
reka m.a. sjúkrastöðina að Vogi,
endurhæfingarstöðvarnar að Sogni
og Staðarfelli og fræðslu- og leið-
beiningarstöð í Síðumúla 3-5.
Einar er 27 ára að aldri. Hann
varð stúdent frá Verslunarskóla Is-
lands árið 1977 og viðskiptafræð-
ingur frá Háskóla islands árið 1981.
Sama ár hóf hann störf hjá Pennan-
um s.f., sem sölu- og markaðsstjóri
og gegndi hann því starfi til 1.
ágúst, en áður hafði hann starfað
hjá Arnarflugi h.f. og Endurskoð-
un h.f. Eiginkona Einars er Kristín
Einarsdóttir og eiga þau eitt barn.
Einar tekur við af Vilhjálmi Þ.
Vilhjálmssyni, borgarfulltrúa, sem
verið hefur framkvæmdastjóri
SÁÁ s.l. 6 ár.
Fulltrúi
Hálf staða fulltrúa á fræðsluskrifstofu Hafnar-
fjarðar, er laus til umsóknar.
Umsóknarfrestur er til 28. ágúst n.k.
Upplýsingar á skrifstofunni Strandgötu 4 eða í
síma 53444.
Fræösluskrifstofa Hafnarfjarðar
Hjúkrunarfræðingar
Sjúkrahús Vestmannaeyja vill ráða nú þegar eða síðar
hjúkrunarfræðinga á sjúkradeildir. Húsnæði til staðar,
einnig barnagæsla vegna morgun- og kvöldvakta alla
virka daga.
Nánari upplýsingar um launakjör og starfsaðstöðu
veitir hjúkrunarforstjóri, Selma Guðjónsdóttir, sími
98-1955.
Stjórn Sjúkrahúss og
heilsugæslustöðvar
Vestmannaeyja
Drögum vel úr ferð
við blindhæðir og brýr.
GÓÐA FERÐ!
aUMFERÐAR
RÁÐ