Alþýðublaðið - 23.08.1984, Side 2
Fimmtudagur 23. ágúst 1984
2
r-RITSTJORNARGREIté
Vaxtahækkanir og verðbólga
I Alþýöublaðinu í gær, sem var 24 síður að
stærð og dreift I 25 þúsund eintökum víðsveg-
ar um Stór-Reykjavíkursvæðið, fjallaði Kjartan
JÓhannsson formaður Alþýðuflokksins nokk-
uð um nýorðnar vaxtahækkanir og þann við-
skiptahalla, sem til staðar er.
í upphafi greinarinnarsagði Kjartan: „Orsök
viðskiptahallans er ekki að vextir hafi verið of
lágir. Orsökin er of miklar erlendar lántökur.
Það sér auðvitað hvert mannsbarn, að fyrir
þessierlendu lánerkeypturvarningurtil lands-
ins. Þetta er það fé sem þjóðin hefur handa á
milli umfram það sem hún aflar með útflutn-
ingi. Þess vegna er innflutningur meiri en út-
flutningur eða með öðrum orðum, halli á við-
skiptum við útlönd."
Kjartan benti einnig á að fyrir fáeinum mán-
uðum hefðu ráðherrar talað um lækkun vaxta
sem lið I hjöðnun veröbólgu, en nú væru þeir
komnir í hring og töluðu um vaxtahækkun sem
nauðsynlega til að lækka verðbólguna. Og for-
maður Alþýðuflokksins sagði síðan orðrétt:
„Samkvæmt þessu eru alltaf rangir vextir og
þaðeitt aðbreytaþeim ætti að lækkaverðbólg-
una. Þetta er vitaskuld hundalóglk. Ef við
hringluðum nægilega mikið með vextina upp
og niður í sífellu mundi verðbólgan hverfa sam-
kvæmt þessari kenningu. En sannleikurinn er
vitaskuld sá að við ríkjandi aðstæöur er hækk-
un vaxtanna líkleg til að verða tilefni verðhækk-
ana og þar með aukinnar verðbólgu.“
Þá ræddi Kjartan Jóhannsson nokkuð um
fórnir launafólks síðustu misseri og hverju
þessar fórnir hefðu síöan skilað til fólksins í
landinu. „Launafólk hefur nú fórnað fjórðungi
af kaupmætti sínum um langa hríð. Ellillfeyrir
og örorkulífeyrir hefur verið skertur í sama
mæli. Allt var þetta gert og við það unað til
þess að takast mætti að eyða verðbólgunni og
stöðva erlenda skuldasöfnun. Samt er verð-
bólga 12-15% samkvæmt opinberu mati og rik-
isstjórnin heldur áfram að hlaða upp eriendum
skuldum, sérstaklega til að reka ríkissjóð. Af-
leiöingar stjórnarstefnunnar hafa jafnframt
birst í auknu launamisrétti og vaxandi skatt-
byrði.“
Og að lokum sagði Kjartan Jóhannsson, for-
maður Alþýðuflokksins: „Þannig hefur stjórn
ríkisfjármála og peningamála mistekist, enda
þolinmæði fólks að þrjóta. En svo mikjðervíst,
að launafólk, aldraðir og öryrkjar hafa þegar
fórnaö svo miklu, að þeir eiga kröfu á ábyrgum
og markvissum aðgerðum af hálfu stjórnvalda
sjálfra á eigin heimili. Og þeir hafa fórnað of
miklu til þess aö það megi gerast að verðbólg-
an rlsi á ný. Verkefnið er að sneiða ofan af
skuldasöfnuninni erlendis. Því miður stefnir
ríkisstjórnin í þveröfuga átt.“
— GÁS.
Framfærslukostnaður eykst
Vísitala framfærslukostnaðar hefur hækkað
um 5% á síðustu þremur mánuðum. Vísitala
vöru og þjónustu hefur hækkað um svipaða
töiu. Verðlagshækkanir halda áfram.
Þegar litið er til einstakra liða sem liggja til
grundvallar útreikningum vlsitölunnar þá kem-
ur fram að langmest hækkun hefur orðið á
þjónustu í heilsuvernd. Útgjaldaaukning al-
mennings í heilsuvernd hefur farið úr 102 stig-
um 1137 stig á aðeins þriggja mánaða tímabili.
í þessum tölum birtast þær auknu álögur sem,
ríkisstjórnin hefur sett á þá sem veröa að leita
aðstoðar lækna vegna sjúkleika. Það er dýrt út
frá peningalegu sjónarmiði að veikjast á ís-
landi í dag. Eiga það að vera forréttindi hinna
efnuðu að geta ieitað aðstoðar sérfræðinga
þegar veikindi herja á?
En nýjustu vísitölurnar sýna svart á hvítu að
verðlag á íslandi æðir upp, en launin sitja
áfram eftir.
—GÁS.
Frá Hagstofu Is-
lands um vísi-
tölu byggingar-
kostnaðar
í samræmi viö þá ákvörðun rík-
isstjórnarinnar, að visitala bygg-
ingarkostnaðar skuli áætluð fyrir
þá mánuði, sem hún er ekki reikn-
uð lögformlega, hefur Hagstofan
áætlað hana eftir verðlagi í fyrri
hluta ágúst 1984. Reyndist hún
vera 164,85 stig, reiknuð með
tveimur aukastöfum (desember
1982 = 100). Samsvarandi vísitala
miðuð við eldri grunn (október
1975 = 100) er 2443 stig.
Vísitaia byggingarkostnaðar
Tökum að okkur
hverskonar
verkefni
í setningu,
umbrot og
plötugerð, svo
sem:
Blöð í dagblaðaformi
Tímarit
Bœkur
o.m.fl.
Ármúla 38 —
Sími 81866
miðað við júlíverðlag 1984 var
164,60 stig, og er því hækkun
hennar frá júlí til ágúst 1984
0,15%.
Það skal tekið fram, að við
uppgjör verðbóta á fjárskuld-
bindingar samkvæmt ákvæðum í
hvers konar samningum um, að
þær skuli fylgja vísitölu bygging-
arkostnaðar, gilda hinar lögform-
legu vísitölur, sem reiknaðar eru á
þriggja mánaða fresti. Áætlaðar
vísitölur fyrir mánuði inn á milli
lögákveðinna útreikningstíma
skipta hér ekki máli.
Seyðisfjörður 1
atvinnumöguleika hjá þessu fólki.
Hefur fólk ekki farið að huga til
hreyfings?
„Ekki enn“, sagði Hallsteinn,
„fólkið bíður átekta og vonast til að
rætist úr“.
En það er ekkert sem kemur í
staðinn fyrir vinnuna í frystihús-
inu?
Hallsteinn kvað það ekki vera,
hinsvegar væri nóg að gera á öðrum
sviðum í bænum. T.d. væri annað
frystihús starfrækt á Seyðisfirði, en
það tekur fyrst og fremst við báta-
afla og hjá þeim er næg atvinna.
Gæftir hafa verið ágætar og allir
haft fulla atvinnu þar.
Bæjarstjórn Seyðisfjarðar hefur
sent ráðamönnum og fjölmiðlum
úrskrift úr fundargerðarbók. Á
bæjarstjórnarfundi 16. ágúst var
eftirfarandi ályktun samþykkt með
9 samhljóða atkvæðum:
Bæjarstjórn Seyðisfjarðar lýsir
áhyggjum sínum með atvinnu-
ástand í kaupstaðnum, en nú eru
yfir hásumarið hátt í 100 manns at-
vinnulausir vegna rekstrarerfið-
leika í sjávarútvegi og fiskvinnslu.
Það lýsir sér í því, að skipin sigla
með afla í stað þess að landa hon-
um heima til vinnslu.
Á meðan þenslan á suðvestur-
horninu er í hámarki, og fólksflótt-
inn af landsbyggðinni er hafinn er
ljóst að heilu byggðarlögin úti á
Iandi eru í stórhættu og því verður
ekki unað.
Bæjarstjórn Seyðisfjarðar krefst
þess að höfuðatvinnuvegi þjóðar-
innar verði búinn viðunandi rekstr-
arskilyrði og minnir á að u.þ.b. 75%
gjaldeyristekna koma frá sjávarút-
vegi. Bæjarstjórn Seyðisfjarðar
varpar fram þeirri spurningu til
ráðamanna þjóðarinnar hve lengi
það þjóðfélag fái staðist sem bregst
skyldum sínum við undirstöðu
þjóðlífsins.
Kröfur 1
með sér að eftirvinnuálagið og bón-
usinn verður mun minni en ella, því
hvorutveggja er reiknað út frá
launataxtanum. Þessa reiknitölu
vill Verkamannasambandið leið-
rétta þannig að eftirvinnuálagið og
bónusinn verði reiknaður út frá
rauntekjum verkafólksins.
Að lokum sagði Ragna Berg-
mánn að hún teldi alls ekki vonlaust
að hægt væri að komast að sam-
komulagi við Vinnuveitendasam-
bandið. Bara það að þeir væru til-
búnir að halda áfram viðræðum,
sýndi að þeim væri jafn mikið
keppikefli og Verkamannasam-
bandinu, að ná samningum, enda
mikið í húfi fyrir alla. Auk þess
hefði það komið í ljós á fundinum
sl. mánudag að allir væru sammála
um að launakerfið hafi riðlast og
viljinn er fyrir hendi að leiðrétta
þetta misræmi milli lágmarkstekju-
tryggingar og reiknitölunnar, sem
notuð er við útreikninga á bónus og
eftirvinnuálagi.
Leggjum ekki af stað í feröalag í lélegum bíl eða illa útbúnum.
Nýsmurður bíll með hreinni olíu og yfirfarinn t.d. á smurstöð er lik-
legur til þess að komast heill á leiðarenda.
yUMFERÐAR
RÁÐ