Alþýðublaðið - 23.08.1984, Síða 4

Alþýðublaðið - 23.08.1984, Síða 4
alþýðu- ■ n FT’Tim Fimmtudagur 23. ágúst 1984 Úl)>cl'andi: Alþýdul'lokkurinn. Sljórnmálarilsljóri nj< áhm.: (.uóinurulur Árni Slclánsson. Kilsljórn: I riórik l>ór (.nóiminclsson oj> Sijjuróur Á. I rióþjólsson. Skrilslola: llcljji (.unnlaujjsson og Halldóra Jónsdóllir. Auj>lvsinj>ar: Kva (luómumlsdóllir. Kitsljórn ojj uuj>lýsinj>ar cru aó Árimilu 38, Kvík, 3. hæó. Síini: XI866. Sdninj> <>lí nmlirol: Alprcnl li.t'., Ármiila 38. Prcnlun: Blaóaprcnl, Síóuimila 12. Askriftarsíminn er 81866 Afrekaskrá ráðherranna Þeir eru misjafnlega mikið í sviðsljósinu, ráðherrarnir í ríkis- stjórn Steingríms Hermannssonar, enda samkeppnin mikil. Það er hins vegar ekki vert að neinn þeirra gleymist og Alþýðublaðið vill fyrir sitt leyti bæta þar úr og birta hér örstutta „afrekaskrá" þeirra ráðherra sem alltof oft gleymast. Hér eru aðeins örfá atriði af fjöl- mörgum valkostum tekin út. Af nógu er að taka. í þessari örstuttu upprifjun leyfum við Þorsteini Pálssyni að fljóta meö. verði og erwþá ganga samningavið- rœður við álfurstana hœgt og illa. En Sverrir hrósar sér af því að vilja selja eigur ríkisins: t.a.m. hlut ríkis- ins i Iðnaðarbankanum. Ríkið má helst ekki eiga neitt sem arð gefur. Einstaklingarnir verða að fá að hirða gróðann óskiptan. Sverrir Hermannsson iðnaðarráð- herra: Hann cetiaði að semja við Alusuisse um stórhækkað raforku- verð á örskotsstundu. Ennþá bólar ekki á hinu stórhœkkaða raforku- Steingrímur Hermannsson forsœt- isráðherra: „Maðurinn með hatt- inn". Hann hefur orðið að gleypa ofan í sig fieiri yf irlýsingar og lof- orð, en nokkur annar stjórnmála- maður síðari tíma. Svo ekki sé minnst á öll mistökin, sem hann hefur gert, og síðan orðið að biðja þjóðina afsökunar á. Jón Helgason landbúnaðar- og dómsmálaráðherra: Hann er varð- maður milligróðaaflanna í land- búnaði. Þar má engu hrófla. Hefur ekki hreyft hönd né fót á sviði dómsmála. Ragnhildur Helgadóttir mennta- málaráðherra: Er á góðri leið með að gera langskólamenntun í land- inu að forréttindum þeirra sem meira mega sín. Hún fengi heldur vart mörg atkvœði í vinsœldukosn- ingum meðal kennara í landinu. Matthías Á. Mathiesen viðskipta- ráðherra og bankamálaráðherra: Hefur innleitt vaxtafrelsi hjá bönk- unum. Það frelsi hefur verið notað til vaxtahœkkana — mest á útláns- vöxtum. Geir Hallgrímsson utanríkisráð- herra: Er nánast sestur í Itelgan stein. • Alexander Stefánsson félagsmála- ráðherra: Hvar eru öll stórhœkk- uðu lánin sem húsbyggjendur og íbúðakaupendur áttu að fá og íha/d og framsókn höfðu lofað fyrir síð- ustu kosningar? Ætlar Alexander að vera félagsmálaráðherrann, sem kollvarpaði víðtœku og allöruggu almannatryggingakerfi I landinu? Á það ráðast nú ráðherrar íhalds- stjórnarinnar sem mest þeir mega; þeir ætla að afsósíalísera þjóðfélag- ið að eigin sögn. Matthías Bjarnason samgöngu- og heilbrigðisráðherra: Er á góðri leið með að koUsteypa því öryggi sem Islendingar hafa haft í heilbrigðis- málum. Sjúkir þurfa nú að greiða stórfé til að fá lœknisaðstoð. Menn þurfa að spara til að eiga fyrir sjúkrahúsþjónustu. • Albert Guðmundsson fjármálaráð- herra: Ætlaði að kippa fjármálum þjóðarinnar í liðinn með einu hand- taki, þegar hann settist I stólinn sinn. Enn er allt við það sama og al- menningur heyrir ekki annað frá Albert en kveinstafi yfir því hvað lítið sé í ríkiskassanum. Og hann bregst við því ástandi með þvi að auka erlendar lántókur og hækka skatta á fólki. Ekki stendur steinn yfir steini hvað varðar loforð hans um skattalækkanir og sparn- að í ríkisgeiranum. Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs- ráðherra: Hvar er rekstrargrund- völlur útgerðar í tandinu? Þorsteinn Pálsson formaður Sjálf- stæðisflokksins: Hann vill verða ráðherra. Dettur nokkrum í hug að það bæti ástandið? MOLAR Viðbót við afreka- skrána: Hve margir ráö- herrar hafa „afrekað“ það, að kaupa sér nýjan bíl á niðurgreiddu ráð- herraverði? Dagbók um morð Sjóréttur hefur verið haldinn í máli Björn Pedersen, norska sjó- mannsins, sem var myrtur í Líbýu fyrr í sumar. Við sjóréttinn kom fram að Iíbýskur vörður við skipið hafði sagt einum úr áhöfninni að Björn hafi verið barinn með kylf- um og hýddur með leðurbeltum. Utanríkisráðuneytið norska er nú að athuga réttarskýrslurnar og er búist við að opinber viðbrögð muni byggjast á þeim. Er viðbúið að það verði nú í vikulokin eða byrjun næstu, að norsk yfirvöld tilkynni til hvaða aðgerða þau muni grípa í þessu máli. Sjóréttur- inn var haldinn fyrir luktum dyr- um. Sjómaðurinn, sem ræddi við líbýsku verðina mætti til yfir- heyrslu. Sagðist hann hafa reynt að tala við nokkra af líbýsku vörð- unum um afdrif Björns. Var hon- um þá sagt að hann hefði verið barinn til dauða með kylfum. Þegar honum var sagt þetta stóð áhöfnin enn i þeirri trú að Björn hefði hent sér út úr bíl á fullri ferð og væri á sjúkrahúsi alvarlega slasaður. Hásetinn skrifaði líka dagbók fyrstu dagana eftir að skipið Germa Lionel lagðist að bryggju í Trípoli ll.maí. Þann 12. maí skrifaði hann: Petersen er enn í fangelsi. Hann hefur verið bar- mn með kylfum og hýddur með leðurbeltum, svo það er vafamál að hann komi aftur. Þeir þora sennilega ekki að sleppa honum. Aumingja hann— • Umferðaslysatíðni eykst Umferðarráð hefur sent frá sér bráðabirgðaskráningu umferðar- slysa fyrir fyrri helming ársins 1984. Kemur þar fram að saman- borið við fjölda umferðarslysa á sama tíma í fyrra, hefur orðið þó nokkur aukning. Alls voru um- ferðarslys á tímabilinu jan—júní í ár, þar sem farþegar slösuðust eða létust 282, en á sama tíma í fyrra voru þau 263. Dauðaslys voru 9 og létust 9 manns í þeim, í fyrra voru þau 8 en 9 manns létust þá, eða jafn margir og í ár. Flest verða slysin i þéttbýli, eða 198 á móti 84 í dreifbýli. í júlí í ár urðu samtals 602 umferðaróhöpp, þar af voru slys í 57 tilfellum og 1 dauðaslys, í 544 varð bara eignatjón. AIls slösuðust 87 manns 50 alvarlega en 37 minni háttar. Flest urðu slysin í Reykjavík eða 210 óhöpp og 17 slys með meiðslum. Alls slösuðust 28 manns í Reykjavík í júlí þar af 9 alvarlega. Hafnar- fjörður kemur næst á eftir Reykjavík í röðinni, þar voru 42 umferðaróhöpp í júlí, en í aðeins einu af þeim slasaðist maður. 1 dauðaslys varð í mánuðinum og var það í S-Múlasýslu. Kannski það hafi einhver áhrif á að tíðni slysa eykst, að í fyrra var sam- norrænt umferðarár og var þá rekinn mikill áróður í fjölmiðlum til að koma i veg fyrir óhöpp. • Gangur samninganna Meðfylgjandi myndrit rákumst við á í Félagstíðindum Starfs- mannafélags ríkisstofnana. Myndritið sýnir gang kjarasamn- inga BSRB. Samkvæmt myndrit- inu er hægt að boða verkfall með 15 daga fyrirvara frá þeim degi þegar samningurinn fellur úr gildi, 1. sept. núna. Sáttasemjari getur þá frestað gildistöku verk- fallsins um 15 daga en verður þá jafnframt að leggja fram sáttatil- lögu, sem félagar í BSRB greiða atkvæði um í allsherjaratkvæða- greiðslu. Verði hún felld kemur verkfallið strax til framkvæmda. Gangur samnínga — myndrit 1 man K|arasamningi BSRB og serleiaga sagl upp Krolugerð aðalkjarasamnmgs logð Iram man Krolugeró tynr sérkiarasammng logð Iram 1 mán Sátlasemjan tekur við Kjarasamnmgar falla ur gódi. en lanð eflir þeim þar til gerðir verða nyir Verkfall boðað (15 daga tynrvan) 10 dagar Sattanelnd skyit að legqja Iram sáttatiHogu. qetur |arnlramt Irestað verklalli um 15 daga 5 dagar 15 dagar Frestun verklails Allshe'iaratkvæðagreiðsia (50°« þatttaka lagmark) Sattatillaga samþykkt og gildir sem samnmgur i 2 ar eða verktail helst ? VerklaM Miðiunanóiaga getur komið Ira sáttanelnd AHsne'iaratkvæðagreiðsia (Somu akvæði og um satatiiiogu) Samið um aðalk|arasamnmg Alisheriaratkvæðagreiðsla (emlaldur memhiuti) 45 dagar Serk|arasammngur Samið eöa visað til k|aranelnda' 45 daoar Kjaranelnd urskurðar serkiarasamnmq

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.