Alþýðublaðið - 24.08.1984, Side 3

Alþýðublaðið - 24.08.1984, Side 3
Föstudagur 24. ágúst 1984 3 Eru 4 kosti gagnvart Kristilegu demó- krötunum. Það er ekki nóg með að jafnaðarmenn séu með forsætis- ráðherraembættið, heldur hefur þeim tekist að ná valdastöðum inn- an þings og sveitarstjórna, iðnaðar, banka og fjölmiðla. Craxi fullyrðir að harðlínu stefna hans hafi heppnast. Verðbólgan hefur minnkað um 15% viðskipta- jöfnuður ríkir og skuldir einstak- linga hafa minnkað. En eins og ann- arsstaðar eykst atvinnuleysið enn. Craxi hefur tekist að halda stjórn sinni saman og skömmu áður en þingheimur fór í sumarfrí tókst honum að láta samþykkja trausts- yfirlýsingu á sig. Þetta bendir til þess að honum takist að sitja sem forsætisráðherra næsta ár líka. Það verður að teljast nokkuð vel af sér vikið miðað við gang mála í Ítalíu en þar eru forsætisráðherrar sjaldn- ast lengur en nokkra mánuði í stólnum. Svíþjóð — Olof Palme Sænski jafnaðarmannaflokkur- inn hefur neitað að láta efnahags- erfiðleika þjóðarinnar, fyrst og fremst háar erlendar skuldir, hafa þau áhrif á stefnu sína að flokkur- inn hneigist til hægri. Síðan Olof Palme komst aftur til valda, 1982, hefur hann staðið gegn því að fé- Frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla Nemendur komi í skólann mánudaginn 3. september kl. 10-13, þá veröa afhentar stunda- skrár og bókalistar gegn 700 kr. nemendagjaldi. Kennsla hefst samkvæmt.stundaskrá þriöjudag- inn 4. september. Kennarafundurverðurí skólanum föstudaginn 31. ágúst og hefst kl. 13. Skólameistari. Frá Menntaskólanum við Hamrahlíð Stöðupróf í tungumálum verða haldin sem hér segir: Danska 27. ágúst Enska 28. ágúst Þýska 29. ágúst Franska og spænska 30. ágúst. Öll prófin verða haldin kl. 17.00. Innritun í öldungadeild ferfram áþriðjudögum og fimmtudögum kl. 13.00—15.00. Skólinn verðursetturog stundaskrár nemendaaf- hentar gegn greiðslu 700 kr. innritunargjalds föstudaginn 31. ágúst kl. 13.00. Kennarafundur verður föstudaginn 31. ágúst kl. 10.00. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá mánudag- inn 3. september. Rektor. Kennarar Dönskukennara og sérkennara vantar að Gagn- fræðaskólanum á Isafirði. Uppl. gefnar í síma 94-3874. Skólastjóri. Vegna sumarleyfa verður skrifstofa Alþýðu- flokksins að Hverfisgötu 8-10 lokuð dagana 20.-27. ágúst. Framkvæmdastjóri Alþýöuflokksins. Þau krefjast réttra viðbragða ökumanna. Þeir sem að jafnaði aka á vegum með bundnu slitlagi þurfa tíma til þess að venjast malarvegum og eiga því að aka á haefilegum hraða. Skilin þar sem malarvegur tekur við af bundnu siitlagi hafa reynst mörgum hættuleg. Úr£b**1' lagsleg aðstoð minnki og að hróflað verði við veiferðarsamfélaginu. Hann hefur líka staðið við áform sín um launþegasjóði, sem gera verkalýðsfélögunum kleift að kaupa hlutabréf innan iðnaðarins. Ennþá er efnahagslífið mjög blómlegt, er það fyrst og fremst þvi að þakka að Palme felldi gengi sænsku krónunnar, þegar hann tók við forsætisráðherraembættinu. Þetta hefur orsakað að útflutning- ur hefur aukist og mikið líf hefur færst í verðbréfamarkaðinn. Palme hefur þurft að glíma við vandamál. Rússneskir kafbátar hafa margsinnis farið inn í land- helgi Svía og innan flokksins eru menn mjög skiptir í hægri og vinstri fylkingar. Leiðtogi hægri arms flokksins er Kjell-Olof Feldt. Nýlega kom út bók eftir hann þar sem hann mælir með því að tekjuskattur verði lækk- aður og að fyrirtækjum sé gert kleift að þéna sæmilega á rekstrin- um, auk þess sem hann mælir með því að einkaaðilar fái að keppa við hið opinbera í rekstri sjúkrahúsa og skóla. Feldt hefur líka lýst því yfir að Svíþjóð sé hættulega nærri því að tapa í baráttunni við verðbólguna. Ástæðan fyrjr því er sú að verka- lýðsfélögin hafa neitað að halda sig innan við 6% launaaukninguna, sem ríkisstjórnin hafði sem ramma. Stjórnin hafði vonast til að ná verð- bólgunni niður í 4% í lok ársins, en sem stendur er hún um 6% og ef launin hækka um 10% er hætta á að það sem vannst með gengisfell- ingunni verði uppurið í lok ársins. Stig Malm, talsmaður vinstri manna í flokknum, hefur gagnrýnt stjórnina fyrir að hafast ekkert að í málefnum atvinnuleysingjanna, þó svo að 4% þjóðarinnar sé án at- vinnu. Þrátt fyrir allt hefur Palme hald- ið vinsældum sínum. Samkvæmt síðustu skoðanakönnun myndi hann vinna kosningar, ef þær færu fram nú. Grunnskóli Siglufjarðar Kennara vantar í eftirtaldar greinar: í 7.—-9. bekk: Stærðfræði, raungreinar, samfélagsgrein- ar og erlend mál. Einnig í almenna kennslu yngri barna og handmennt drengja. Upplýsingar gefnar i símum 96-71184 eða 96-71686. Skólastjóri Hjúkrunarfræðingar Sjúkrahúsið á HÚsavík óskar að ráða hjúkrunar- deildarstjóra og hjúkrunarfræðinga í fastar stöð- ur nú þegar eða eftir samkomulagi. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri i síma 96-41333 alla virka daga. Sjúkrahúsið í Húsavík sf Frá skólaskrifstofu Reykjavíkur Grunnskólar borgarinnar hefja starf i byrjun september n.k., sem hér segir: Kennarar komi til funda, hver í sinn skóla, mánu- daginn 3. september, kl. 9 árdegis. Nemendur komi í skólana fimmtudaginn 6. september. Nánar auglýst síðar. Skólaf ulltrúi Sumarferð jafnaðarmanna 25. ágúst Sumarferð jafnaðarmanna verður laugardaginn 25. ágúst n.k. Laqt verður af stað frá skrifstofu Alþýðuflokksins, " Hverfisgötu 8, Reykjavík, kl. 8.30 árdegis. Farþegar veröa teknir upp á flokksskrifstofunum í Kópavogi og í Hafnarfiröi. Farið veröur út á Garöskaga, ekið þaöan aö Reykjanesvita og áfram til Grindavíkur. Frá Grindavík verður fariö aö Svartsengi og ferðalangar geta skolaö af sér feröarykiö í Bláa lóninu. Á Svartsengi veröur grillað og nærst. Er ætlast til þess aö fólk komi sjálft með mat til að skella á grilliö. Klæðist eftir veöri. Þátttökugjald er 300 fyrir fulloröna, ekkert fyrir börn. Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma 81866. Flokksfólk er hvatt til að fjölmenna.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.