Alþýðublaðið - 24.08.1984, Qupperneq 4
alþýðu-
Lirmm
Föstudagur24. ágúst 1984
Úl!>cl'undi: Alþýdul'lokkurinn.
Sljórnmúlurilsljúri «(< ábm.: (.uúinundur Árni Slel'ánsson.
Kilsljórn: Krirtrik Þór Gurtmundsson ojj SÍRurður Á. Krirtþjótsson.
Skrit'slofa: Hclgi Gunnlaugsson «n Halldóra Jónsdóllir.
Aujjlýsincar: Kva Gurtmundsdóltir.
Ritstjórn og auglýsingar cru að Ármúla 38, Rvík, 3. hært.
Sími: 81866.
Sclning og umbrot: Alprcnl h.f., Ármúla 38.
Prcnlun: Blartaprcnl, Sirtuinúla 12.
Áskriftarsíminn
er 81866
Eru jafnaðarmenn í Evrópu
að snúast til hægri?
Eru ríkisstjórnir jafnartarmanna
í nokkrum Evrópuríkjum óðast að
sveigja til hægri í stefnumörkun
sinni og vinnubrögðum? Eru Soa-
res, Papandreou, Mitterrand, Craxi
og Gon/ales allir í hægri sveiflu? —
Það er skoðun nokkurra fréttarit-
ara Sunday Times, sem skoðað hafa
málið. í grein um þau mál í blaðinu
12. ágúst síðastliðinn eru þær stað-
hæfingar rökstuddar. Um forsend-
ur þær og niðurstöður má deila.
Greinin í Sunday Times, sem ber
yfirskriftina „Why Europes Socia-
lists took a right turn“ (Af hverju
sósíalistar í evrópu hafa hneigst til
hægri), fer hér á eftir í þýðingu og
endursögn:
Fimm vestrænar ríkisstjórnir af
sex sem jafnaðarmann stýra hafa
beygt skarpt til hægri. Hvers vegna?
Og eru hin nýju vinnubrögð þeirra
vinsælli meðal almennings, en hin
gömlu?
Suður-Evrópa er riánast alfarið
undir stjórn jafnaðarmanna.
Hægri öflin hafa hins vegar tögl og
hagldir í norðurhluta álfunnar.
Palme í Svíþjóð er undantekning
þar á.
En sósíalistar í suðurhluta Ev-
rópu hafa reynst „blárri" en reikn-
að var með. Þegar Francois Mitter-
rand tók við forsetaembættinu 1981
og gerði fjóra fulltrúa Kommún-
istaflokksins að ráðherrum, þá
svitnuðu margir í Washington. Nú
er litið á Mitterrand sem traustasta
bandamann Bandaríkjanna í Ev-
rópu. Meira að segja Andreas
Papandreou, sem hótaði að fara
með Grikkland úr NATO og Efna-
hagsbandalaginu hefur reynst allt
annað en byltingasinnaður.
Sveigja sósíalistastjórnanna til
hægri hefur vakið upp misjafnar
kenndir hjá kjósendum. Sumir láta
sér vel líka, aðrir miður. Gonzales á
Spáni og Craxi í Ítalí hölluðust þeg-
ar til hægri við upphaf þeirra valda-
tíma. Þeir eru enn vinsælir meðal
síns fólks. Jafnaðarmenn í Svíþjóð
hafa einnig viðhaldið stöðu sinni
vel, þótt þeir hafi haldið fast við
vinstri pólitík. Öllu verr standa
jafnaðarmenn í Frakklandi, Portú-
gal og Grikklandi sem fóru af stað
Skyldu bankarnir
þurfa að greiða jafn
háar sektir á yfirdrátt
sinn og ég og þú?
með háleitar hugsjónir sósíalista,
en fengu dæmið ekki til að ganga
upp í raunveruleikanum. Þeir urðú
að láta undan síga og sveigja til
hægri. Þær ríkisstjórnir standa
höllum fæti gagnvart almenningsá-
litinu í þessum löndum.
Niðurstaðan: Þær ríkisstjórnir
sósíalista sem hafa staðið við stefnu
sína í gegnum þykkt og þunnt hafa
hlotið áframhaldandi stuðning —
hinar eiga erfiðari daga.
í þessari dómhörðu grein í Sun-
dayTimes,erhér hefur veriö birt úr,
er einnig farið nekkrum orðum um
stöðu mála í þessum sex rikjum Ev-
rópu, þar sem jafnaöarmenn hafa
stjórnina með höndum. Þær vanga-
veltur blaðsins fara hér á eftir at-
hugasemdalaust, en á það skal
minnt að hér er um viðhorf Sunday
Times að ræða; viðhorf sem vafa-
laust margir neita að skrifa upp á.
En Sunday Times heldur áfram og
dæmir sósialista á Spáni, Portúgal,
Grikklandi, Frakklandi, ítaliu og
Svíþjóð:
Gonzales — Spánn
Felipe Gonzales, hinn 42 ára Ieið-
togi Spánverja, virðist jafnvinsæll
meðal alþýðu manna nú og þegar
hann var kjörinn í kosningunum
1982. Það er út af fyrir sig undar-
legt, því atvinnuleysi á Spáni er
meira en í nokkru öðru ríki Evrópu.
Efnahagsstefna Spánverja hefur
verið hörð allt frá því að jafnaðar-
menn komust til valda (kostnaðar-
söm áætlun sem átti að útvega 800
þúsund manns vinnu var sett í salt).
Miguel Boyer hefur nánast fylgt
monetarisma síðan hann varð fjár-
málaráðherra í ríkisstjórninni.
En enda þótt lítt hafi verið gert til
að bægja frá atvinnuleysi, þá hefur
stjórninni tekist að koma verðbólg-
unni niður; úr 14% á ári í 8%.
Stjórnin hefur meira að segja lát-
ið loka ákveðnum fyrirtækjum hins
opinbera og mun halda því áfram
með þeim afleiðingum að 60 þús-
und vinnandi menn munu missa
vinnuna á næstu þremur árum.
Þetta hefur að vonum kallað fram
mótmæli frá vinstri og verkföll hjá
verkamönnum.
En þessi pólitík spánskra jafnað-
armanna hefur skilað árangri, því
þjóðartekjur hafa aukist og munu
að öllum líkindum aukast um 2,5%
á þessu ári.
Spurningin, hvort Spánn eigi að
vera í NATO, gæti ógnað ríkis-
stjórninni. Þjóðaratkvæðagreiðslu
hefur verið lofað um málið, en
margir ráðherranna, þ.á m. Gonza-
les vilja að Spánn verði áfram innan
Atlantshafsbandalagsins. Vinstri
sinnar í flokknum eru hins vegar
harðir gegn aðild að bandalaginu.
Soares — Portúgal
Portúgalski sósíalistaflokkurinn
var all hægri sinnaður eins og
ítalskir flokksbræður þeirra, áður
en hann komst til valda. Þeim
hægri halla hefur Mario Soares
leiðtogi portúgálskra jafnaðar-
manna haldið frá því hann varð
höfuð samsteypustjórnar sósíalista
og sósíaldemókrataflokksins í
Portúgal.
Efnahagsástandið er nú í betra
ástandi en var áður en ríkisstjórnin
tók við völdum. Stjórnin hefur ráð-
ist að viðskiptahallanum við útlönd
með meira krafti en hún lofaði í
upphafi. Og verðbólgan hefur
lækkað.
En þessar árangursríku efna-
hagsaðgerðir hafa Portúgalir orðið
að kaupa dýru verði. Athugun
portúgalska tímaritsins, Expresso,
sýndi að æ færri Portúgalir færu út
að borða og í kvikmyndahús. Æ
fleiri ganga nú til vinnu í stað þess
að fara á bílnum sínum og dýrar
nauðsynjavörur eru keyptar í
minna mæli en áður. Portúgalskur
almenningur er farinn að spara —
og verður að spara til að komast af.
En hin harða efnahagspólitík
Soares aflar honum ekki vinsælda.
í nýlegri skoðanakönnun kom í ljós
að aðeins 13% kjósenda gáfu hon-
um góða einkun. Vinstri armur
flokksins er mjög óánægður með
þróun mála. Sjö þingmenn sósíal-
ista greiddu fyrir skömmu atkvæði
gegn tillögu stjórnarinnar um harð-
ari aðgerðir gegn hermdarverka-
mönnum; gegn lögum sem veita
víðtækari heimildir til lögreglu en
áður til símahlerana og til ráðning-
ar á borgurum til njósnastarfa.
Vinstrisinnar hafa líkt þessum nýju
lögum við þær aðfarir sem tíðkuð-
ust í stjórn harðstjórans, Salazar.
stjórnartíð sinni að stjórnarand-
staðan er orðin rugluð í gagnrýni
sinni — svo fljótt skipast veður í
lofti hjá sósíalistanum, Papan-
dreou.
Hann hefur gjörsamlega snúið
við utanríkisstefnu sinni frá því
hann settist í stólinn fyrst. Fyrir
kosningarnar lofaði Papandreou
að draga Grikkland úr NATO og
EBE. Hann hefur hvorugt gert.
Ekki heldur hefur hann þröngvað
Bandaríkjamönnum til að loka her-
stöðvum sínum í Grikklandi eins og
hann hafði kveðið á um. Hann átt-
aði sig á því að hann hafði ekki efni
á því að stefna öryggi Grikklands í
hættu gagnvart hinum ógnvekjandi
nágranna, Tyrklandi. Þá vantaði
hann vestræna peninga til að halda
efnahagslífinu gangandi.
Og í efnahagsmálum hefur hann
gripið til þess ráðs að frysta laun,
fella gengið og leggja fram reglu-
gerð sem takmarka verkfallsað-
gerðir.
En þrátt fyrir þessa snúninga
Papandreou hefur hann haldið vin-
sældum sínum. í kosningunum til
Evrópuráðsins fengu sósíalistar
41.5% atkvæða (fengu í síðustu
þingkosningum 48%) og eru enn
mun stærri en stærsti stjórnarand-
stöðuflokkurinn — íhaldsflokkur-
inn.
Papandreou — Grikkland
Andreas Papandreou forsætis-
ráðherra Grikklands hefur tekið
svo margar sveigjur og beygjur í
Mitterrand — Frakkland
Þegar Mitterrand varð forseti
1981 dönsuðu stúdentar af gleði á
Bastillutorginu; hann var fulltrúi
róttækustu stjórnmálaafla, sem
höfðu komist til valda síðan 1945.
Umbótastefna Mitterrands,
fyrstu tvö árin var mjög aðdáunar-
verð. Lágmarkslaun, kaupmáttur
og eftirlaun hækkuðu mikið.
Vinnuvikan var stytt í 39 stundir, án
þess að verkafólkið lækkaði í laun-
um, og fimm vikna sumarfrí var
lögleitt. Eftirlaunaaldurinn var
lækkaður í 60 ár.
Fyrstu viðbrögð hans á alþjóða-
vettvangi voru líka táknræn fyrir
vinstri stefnu hans. Hann neitaði að
sjá um opnun Le Bourget flugsýn-
ingarinnar, nema öll hergögn væru
falin. Tveim vikum eftir að hann
komst til valda hvatti hann alþjóð-
lega ráðstefnu í París að taka upp
umræður um aðgerðir gegn Suður
Afríku. Hann frestaði tilraunum
með kjarnorkuvopn í Kyrrahafi.
Fljótlega fór þó að bera að því að
hagsmunir Frakka voru mikilvæg-
ari en Alþjóðahyggjan í utanríkis-
málunum. Það tók bara fimm daga
að aflétta banninu á kjarnorku-
vopnatilraununum. Viðskipta-
tengsl Frakklands og S-Afríku hafa
aukist og Mitterrand ræður nú yfir
þriðja mesta herafla heimsins.
Mitterrand hefur algerlega mis-
tekist við stjórn efnahagslífsins.
Flokkur hans byrjaði með mjög
metnaðargjarna stefnu við að
skapa þúsundir af atvinnutækifær-
um. Það hafði í för með sér að verð-
bólgan jókst, viðskiptahallinn
jókst og frankinn féll. Reyndar
tókst með þessum aðgerðum að
koma í veg fyrir að atvinnuleysið
ykist, það er nú 8.5% en í Bretlandi
er það rúm 13%.
Þetta orsakaði að Mitterrand var
tilneyddur til að grípa til einhverra
ráðstafana í fjármálum ríkisins og
fresta stórátaki innan iðnaðarins.
Hann hefur nú ákveðið að leggja
niður þúsundir af stöðum í iðnfyr-
irtækjum, sem ríkið á.
Þessar aðgerðir hafa ekki hrifið
franska kjósendur. í kosningum í
júní fengu franskir jafnaðarmenn
bara um 20% atkvæða og Mitter-
rand er óvinsælasti forseti Frakk-
lands í áraraðir.
En síðustu aðgerðir hans — val
hans á nýjum forsætisráðherra og
það að hann hætti við að gera
einkaskóla ríkisrekna — hefur bætt
álit fólks á honum. Eitt er þó víst.
Allar yfirlýsingar Mitterrands um
að hann sé jafnaðarmaður verða
teknar með ákveðinni varúð héðan
í frá.
Ítalía — Bettino Craxi
Bettino Craxi, ítalski forsætis-
ráðherrann, hafði snúist til hægri
áður en hann komst til valda. Það
hefur því enginn orðið neitt undr-
andi á hægri pólitík stjórnar hans.
Flokkur hans er enn í minni-
hluta. Flokkurinn fékk bara 11%
atkvæða í síðustu kosningum, en
miðjustefna hans hefur hjálpað til
við að halda pólitísku jafnvægi í
landinu og þar með Craxi að sitja í
forsætisráðherraembættinu.
Utanríkisstefna hans hefur verið
mjög vingjarnleg í garð Nato. Hann
studdi uppsetningu meðaldrægra
kjarnorkuflauga á Sikiley. Heima
fyrir hefur hann reitt verkalýðsfé-
lögin til reiði með því að berjast fyr-
ir lækkun tekjuskattsins. Það varð
til þess að hann hefur verið kallaður
„hægri sinnaðasti forsætisráðherra
Italíu í tuttugu ár“, af kommúnist-
um, sem hafa verið mjög andvígir
stjórn hans strax frá byrjun.
Craxi hefur líka verið iðinn við
að fjarlægja vinstrisinna úr áhrifa-
stöðum innan flokks síns, þrátt fyr-
ir öflug mótmæli þeirra, sem enn
eru í náðinni.
Hægristefnan hefur hjálpað til
við að gera glögg skil á jafnaðar-
mönnum og kommúnistum, en það
hefur ekki aukið fylgi flokksins,
eins og Craxi hafði vonast til. í
kosningum í júní jókst fylgi flokks-
ins bara um 0.5%.
Þrátt fyrir það hefur Craxi tekist
að gera flokkinn mjög áhrifamik-
inn. Honum hefur tekist að stilla
jafnaðarmannaflokknum upp sem
litlum, en mjög nauðsynlegum val-
Framhald á bls. 3