Alþýðublaðið - 30.08.1984, Page 3

Alþýðublaðið - 30.08.1984, Page 3
Fimmtudagur 30. ágúst 1984 3 Listafólk frá Azer- bajdsjan í heimsókn Um 20 hljóðfæraleikarar, söngv- arar og dansarar frá sovétlýðveld- inu Azerbajdsjan eru væntanlegir hingað til lands í byrjun september til þátttöku í árlegum Sovéskum dögum MÍR. Sovéskir dagar MÍR, Menningar- tengsla íslands og Ráðstjórnarríkj- anna, eru nú haldnir í níunda sinn, en dagarnir eru hverju sinni helgað- ir sérstaklega einu hinna 15 lýðvelda Sovétríkjanna, að þessu sinni Azer- bajdsjan. Verður lögð áhersla á að kynna með ýmsum hætti á tónleik- um og sýningum þjóðmenningu og þjóðlíf í þessu fjarlæga Kákasus- lýðveldi. Flestir í hópi gestanna frá Azer- bajdsjan, sem til íslands kona, eru félagar í Þjóðdansa- og söng- flokknum „Könúl“ í Bakú, höfuð- borg lýðveldisins. Flokkur þessi hefur starfað í nær aldarfjórðung og komið fram víða í Sovétríkjun- um og utan þeirra, m.a. í Búlgaríu, Finnlandi, Frakklandi, Póllandi, á Ítalíu og Spáni. Verkefnaskrá flokksins er afar fjölbreytt. Auk þjóðdansa og þjóðlaga frá Azer- bajdsjan sýnir flokkurinn dansa frá öðrum lýðveldum Sovétríkjanna og flytur tónlist frá mörgum löndum. Einleikarar á þjóðleg hljóðfæri eru Agasalím Abúllaév og Aríf Asadúllaév. Listrænn stjórnandi flokksins er Alí Úsúbov og dans- stjóri Aríf Gúsjenov. Tveir söngvar- ar eru með í förinni, Nísa Kasímova og Jaltsin Rzazade, bæði starfandi við Ríkisútvarpið í Azerbajdsjan. Fyrir hópnum frá Azerbajdsjan verður Nabí Khazrí skáld og for- maður Vináttufélagsins þar í landi. Hann er nú talinn í hópi fremstu og kunnustu skálda og rithöfunda í Sovétríkjunum. í tilefni Sovésku daganna er margvíslegt sýningarefni væntan- legt hingað til lands frá Azerbajdsj- an og verður sett upp í húsakynnum MÍR að Vatnsstíg 10. Á sýningunni verða margvísleg sýnishorn list- muna frá Kákasusríkinu, en þar stendur skreyti- og nytjalist með blóma og byggir á gömlum grunni. Löngum hefur farið mikið orð af teppagerð Azerbajdsjana og verða nokkur sýnishorn teppa á sýning- unni, einnig leirmunir, skartgripir, útsaumur og tréskurður. Þá verða svartlistarmyndir sýndar, Ijós- myndir, bækur, barnateikningar o.fl. Sýningin að Vatnsstíg 10 verð- ur opnuð laugardaginn 8. sept. kl. 16 og síðan opin á virkum dögum kl. 17-19 og um helgar kl. 14-19. Sovéskir dagar MÍR 1984 verða formlega settir mánudagskvöldið 3. september í félagsheimilinu Hlé- garði í Mosfellssveit. Það verða flutt ávörp af hálfu MÍR og gest- anna frá Azerbajdsjan, en síðan mun listafólkið flytja hluta af efnis- skránni, sem það hefur undirbúið Tökum að okkur hverskonar verkefni í setningu, umbrot og plötugerð, svo sem: Blöð í dagblaðaformi \ Tímarit Bcekur o.m.fl. Ármúla 38 — Sími 81866 Fjölbreytni er mikil i teppagerð Azerbajdsjana fyrir íslandsferðina og flutt verður i heild á eftirtöldum tónleikum og danssýningum: Hellissandi 4. sept., Stykkishólmi 5. sept., Búðardal 6. sept., Varmalandi í Borgarfirði 7. sept. og í Reykjavík (Þjóðleikhús- inu) laugardaginn 8. sept. Gestirnir frá Azerbajdsjan verða viðstaddir opnun sýningarinnar að Vatnsstíg 10 laugardaginn 8. sept. kl. 16 og einnig munu þeir koma í sýningarsalina vegna Azerbajdsj- an-kynningar sunnudaginn 9. og mánudaginn 10. sept. Gert er ráð fyrir að hluti list- munasýningarinnar verði settur upp á þeim stöðum, þar sem efnt verður til tónleika og danssýninga. Eins og jafnan áður mun MÍR gefa út lítinn bækling í tilefni Sov- ésku daganna með fróðleik um Azerbajdsjan og upplýsingum um listafólkið sem þaðan kemur og verkefnaskrá þess. Mondale 4 maðurinn sem lætur ekki haggast þrátt fyrir hamaganginn í kringum hann — hann heldur ró sinni og æðruleysi í gegnum þykkt og þunnt. Það skiptir ekki öllu máli hvað hann segir — oft er það innihalds- laust, — en hvernig hann segir það, er aðalatriðið. Og hann kann að fara með hlutverk sitt. Fn þessi silkimjúka áferð Banda- ríkjaforseta myndi út af fyrir sig duga skammt, ef hann hefði ekki af neinu öðru að státa. Hann hefur náð að koma atvinnuleysinu aðeins niður og verðbólgunni sömuleiðis. Þjóðarverðmæti jukust einnig á fyrri helmingi ársins 1984. Demó- kratar benda hins vegar á að at- , vinnuleysi sé nú jafnmikið og var þegar Reagan tók við embætti. Honum hafi hins vegar tekist að koma atvinnuleysinu upp í 10% 1981-1982 og því hafi Reagan aðeins verið að leysa vandamál, sem hann bjó til sjálfur, þegar atvinnuleysinu er nú komið niður í 7,5%. Það sé sama atvinnuleysi og var þegar Carter lét af embætti og Reagan tók við. Reagan uppástendur aftur á móti, að þegar hann hafi tekið við embætti eftir Carterstímabilið, hafi allt verið í kaldakoli og ástandið á leið úr vondu í hið versta. Það hafi því tekið sig nokkurn tíma að snúa þeirri öfugþróun við og fá málin til að ganga í rétta átt á nýjan Ieik. Það hafi honum hins vegar tekist og nú séu Bandaríkjamenn að uppskera af því. Segir Reagan að atvinnuleysi minnki stöðugt og hafi gert síðustu mánuði og framhaldandi þróun sé á aukningu þjóðartekna. Og Reagan hnykkir á og segir einnig að sam- fara minnkandi atvinnuleysi, þá hafi stjórn hans tekist að koma verðbólgunni niður. Hann bendir og á að í maí 1983 hafi verðbólgu- stigið farið niður í 3,7%; lægra en verið hafi í hálfan annan áratug. Ýmsir véfengja þó þátt stjórnar Reagan í þessari þróun efnahags- málanna og segja aðra þætti hafa vegið þyngra í þessu sambandi, en einhverjar ákvarðanir og aðgerðir stjórnarinnar. Demókratar hafa sagt að út frá fræðilegum sjónarmiðum sé það ekkert meiriháttar afrek að ná nið- ur verðbólgu með því að keyra nið- ur lífskjör í landinu og gera efna- hagslífið út á atvinnuleysi. Annað er það, sem Demókratar hamra á, og það er fjárlagahallinn á Reagan- stjórninni. Hann er upp á 190 bill- jónir dollara. Það ef þó spurning hve mikil áhrif hallinn á ríkisrekstr- inum hefur á almenna kjósendur. Þeir sjálfur eru vanir því að skulda og láta sér því fátt um finnast, þótt ríkissjóður yfirdragi. Möguleikar Mondale En hefur Mondale einhverja möguleika? Hefur hann einhverja raunverulega von um sigur í nóvem- ber? Eða eru forsetakosningarnar einfaldlega æfing í lýðræði — fast- ur punktur í tilveru Bandaríkjar m,annaáfjögurra árafresti, sem verður að ganga í gegnum, enda þótt allir viti úrslitin fyrirfram? En mikilvægt atriði í þessu máli er sú staðreynd að 2A hluti milli- stéttarfólks hefur það nú lakara en var þegar Reagan tók við völdum. 'A hluti hefur það hins vegar betra. Og millistéttin er sterk í Bandaríkj- unum, hún mætir á kjörstað, hún er fjölmenn, hún gæti ráðið úrslitum í kosningunum. Og hvað gerir stærri — hluti þessarar stéttar, þegar það liggur fyrir svart á hvítu að lífskiör- in hafa dregist saman í tíð Reagan? Og meira en það. Ýmsir halda því fram að þróunin sé á þann veg, að millistéttin þurrkist út fyrr en síðar. Stærri hluti hennar verði að lág- stétt, en þriðjungur hennar færist upp — komi til með að verða að há- stétt — auðkýfingum. Þeir sem eru þessarar skoðunar segja bandarískt þjóðfélag á leið til umpólunar — á leið til skarpari andstæðna en nokkru sinni fyrr. í raun skiptir það ekki öllu máli fyrir rnikinn meirihluta kjósenda í Bandaríkjunum hvort atvinnuleysi er meira eða minna nú, en þegar Reagan tók við af Carter. Meiru skiptir, að þeir sem hafa atvinnu hafa lakari kjör nú en áður. Þeir bera einfaldlega minna úr býtum. Dæmi: Raunveruleg laun almenns verkamanns eru í dag 14% lægri en þau voru 1972, kaupmátturinn er snöggtum minni. Og ofan á bætist að skattar eru þyngri nú en þá. Þetta gæti orðið Ronald Reagan þungt í skauti í kosningunum. Og hann getur fáu svarað, þegar á þetta er drepið. (Meira verður um stöðuna í bandarísku forsetakosningunum í Alþýðublaðinu á morgun.) Tilkynning til innflytjenda Fjármálaráðuneytið hefur með reglum nr. 367/1984 heimilað að taka megi upp einfaldari tollmeðferð á inn- fluttum vörum. Samkv. 2. gr. reglnanna skal innflytjandi sem óskareftireinfaldari tollmeðferð uppfyllaeftirtalin skilyrði: a) Innflytjandi stundi atvinnureksturog hafi til þess til- skilin leyfi, svo sem verslunarleyfi, sbr. lög nr. 41/1968, eða iðnaöarleyfi, sbr. lög nr. 42/1978. b) Innflytjandi hafi tilkynnt Hagstofu íslands um at- vinnustarfsemi slna og hafi verið færður á fyrir- tækjaskrá, sbr. lög nr. 62/1969. c) Innflytjandi hafi tilkynnt skattstjóra um starfsemi sína, enda sé hann ekki sérstaklega undanþeginn söluskattsskyldu, sbr. lög nr. 10/1960. d) Innflytjandi hafi flutt inn vörur á næstliðnu 12 mán- aða tímabili fyrir 16 mkr. að tollverði eða tollaf- greiðslur verið minnst 200 að tölu á sama tíma. Við- miðunartölurþessarskulu lækkaum helming fráog með 1. janúar 1985. e) Innflytjandi hafi að mati tollstjóra sýnt fram á við gerð og frágang aöflutningsskjalaað hann hafi til að bera fullnægjandi þekkingu á þeim lögum og regl- um sem gilda um tollmeðferð innfluttra vara. Innflytjandi sem uppfyllir framangreind skilyrði skal sækja skriflega á þar til gerðu eyðublaði um einfaldari tollmeðferð til tollstjóra þar sem lögheimili hans er samkvæmt fyrirtækjaskrá. í umsókn skal tilgreinaeftir- talin atriði: a) Nafn, aðsetur og starfsnúmer. Starfsnúmer innflytj- anda skal vera nafnnúmer hans eða auðkennis- númer í fyrirtækjaskrá, sbr. b-lið 2. gr. b) Númer söluskattsskírteinis og vörusvið þess. c) Innflutningsverðmæti á síðastliönum 12 mánuðum og fjölda tollafgreiðslna á sama tíma. d) Hverjir hafi umboð til þess að undirrita aðflutnings- skýrslurfyrirhönd innflytjanda, riti hann ekki sjálfur undir þær, svo og rithandarsýnishorn. e) Aðrar þær upplýsingar sem eyðublaðið gefur tilefni til. Eyðublaðið ásamt sérprentun af reglunum fæst í fjár- málaráðuneytinu og hjá embættinu. Um frekari fram- kvæmd hinnar einfaldari tollmeðferðar, sem komið geturtil framkvæmda 1. október n.k., vísast til reglna nr. 367/1984. Er innflytjendum bent á að kynna sér reglur þessar og senda umsóknir til embættisins. 22. ágúst 1984. Tollstjórinn í Reykjavik Tilkynning frá Stofniánadeild landbúnaðarins Umsóknirum lán vegnaframkvæmdaáárinu 1985 skulu hafa borist Stofnlánadeild landbúnaöarins fyrir 15. september næstkomandi. Umsókn skal fylgja teikning og nákvæm lýsing á framkvæmdinni, þar sem meðal annars er til- greind stærð og byggingarefni. Ennfremurskal fylgjaumsögn héraðsráðunautar, skýrsla um búrekstur og framkvæmdaþörf, svo og veðbókarvottorð. Þáþurfaað komafram í umsókn væntanlegirfjár- mögnunarmöguleikar umsækjanda. Sérstaklega skal á það bent að þeir aðilar sem hyggja á framkvæmdir í loðdýrarækt árið 1985, þurfa að senda inn umsóknir fyrir 15. september n.k., svo þeir geti talist lánshæfir. Þá skal einnig á það bent að bændur, sem hyggj- ast sækja um lán til dráttarvélakaupa, þurfa að senda inn umsóknir fyrir 31. desember n.k. Eldri umsóknir falla úr gildi 15. september næst- komandi, hafi deildinni eigi borist skrifleg beiðni um endurnýjun. Reykjavík, 27. ágúst 1984. BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS Stofnlánadeild landbúnaðarins. Leggjum ekki af staö í feröalag í lélegum bíl eöa illa útbúnum. Nýsmuröur bíll meö hreinni olíu og yfirfarinn t.d. á smurstöö er lík- legur til þess aö komast heill á leiöarenda. yUMFER«R

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.