Alþýðublaðið - 01.09.1984, Síða 2
2
Laugardagur 1. september 1984
RITSTJÓRNARGREIN
Rauðu blikkljósin
Þaö er ekki fyrir menn með meyrt hjarta að
sitja á stóli fjármálaráðherra. Því hafa menn
áttað sig ásfðustu daga. Það þarf sterk bein til
að þola það þegar rauð neyðarljós taka að loga
hér og þar á landinu. Og þótt Albert Guð-
mundsson fjármálaráðherra haldi fast um
pyngjuna — endurtaki i tima og ótíma að ríkis-
sjóður sé á hausnum, — þá stóðst hann ekki
ákallið og rauðu Ijósin á Norðausturlandi og
vildi að Framkvæmdastofnun bjargaði málun-
um f snatri með 8 milljón króna láni.
Það er ekkert áhlaupaverk að átta sig á enda-
lausum snúningum og hliðarhoppum fjármála-
ráðherra. Einn daginn stendur hann stjarfur og
segir að ekkert þýði fyrir menn eða samtök að
koma til sfn og biðja um peninga; þeir væru
ekki til. Svo berast af þvf fréttir, að einstakling-
ar læðist inn á skrifstofu fjármálaráðherra og
segi sínar farir ekki sléttar og leita ásjár hjá
ráðherra. Þá viknar ráðherraog allar gáttir opn-
ast;'hann tekur upp símann. Málinu er bjargað.
Fyrírgreiöslufurstinn hefurtekið til höndum.
Og svo þetta með rauðu Ijósin, sem Albert
Guðmundsson fjármálaráðherra segist ekki
mega sjá loga, án þess að hjarta hans brenni af
hjálparlöngun. Það er kannski leið fyrir opin-
bera starfsmenn og samtök þeirra að koma
upp ákveðnu merkjakerfi við fjármálaráðherra
til að hann átti sig á slakri stöðu þeirra ( kjara-
málum. Og þá eru það rauðu blikkljósin sem
gilda.
Að gamni slepptu, þá er ekki nokkur leið að
átta sig á mátflutningi og gjörðum núverandi
fjármálaráðherra. Það er eitt í dag og annað á
morgun. Vfst er maðurinn litrfkur f meira lagi,
enda keppast fjölmiölar við að skýra frá afrek-
um hans. En að með Albert Guðmundssyni
færi æðsti maður fjármála á íslandi, myndi
engan óra fyrir, sem ekki vissi betur.
SteingrfmurHermannsson þótti uppfinninga-
samur og kom æði oft á óvart. Litbrigði hans
fölna og fjölmiðlasegull hans missir aðdráttar-
afl sitt ef svo fer fram með fjármálaráðherra,
sem verið hefur.
En auðvitað er það ekkert gamanmál fyrir
þjóðina að það sitji einstaklingur f sæti fjár-
málaráðherra sem er upptekinn af því að leika
fjölmiðlatrúð.
Vitaö er að innan raða sjálfstæðismanna rfkir
mikill hugur í ýmsum að koma fjármálaráð-
herra frá. Hér er um að ræða þann sama hóp og
tók andköf, þegar fyrir láað Albert Guðmunds-
son myndi hljóta sæti f rfkisstjórninni. En í
hópnum hefurfjölgað að mun. Óbreytt er þó að
ákveðinn hópur sjálfstæðismanna stendur
föstum fótum kringum Albert og mun ekki Ijá
máls á þvl að við honum verði hreyft. Innan-
flokksvandamál sjálfstæðismanna hafa áður
verið erfið. Ekki eru þau auðveldari viðfangs
nú.
Andstæðingaflokkar Sjálfstæðisflokksins
hafa stundum ekki grátið það þótt það hitni í
kolunum í Valhöll. Það er þó öllu alvarlegra,
þegar flokkurinn situr f ríkisstjórn og innan-
mein sjálfstæöismanna ganga aftur f lélegri
stjórnun þjóðarbúsins. Albert var vandi sjálf-
stæðismanna einha, þegar honum var ekki
hieypt til valda. Nú er hann vandi þjóðarinnar
allrar. Vandamál sem þegar verður að leysa.
—GÁS.
Lögtaksúrskurður
Hér með úrskurðast lögtak fyrir gjaldföllnum og
ógreiddum þinggjöldum ársins 1984 álögöum í Kópa-
vogskaupstað, en þau eru:
Tekjuskattur, eignaskattur, sóknargjald, kirkjugarðs-
gjald, slysatryggingagjald v/heimilisstarfa, vinnueftir-
litsgjald, slysatryggingagjald atvinnurekenda, lífeyris-
tryggingagjald atvinnurekenda, atvinnuleysistrygg-
ingagjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra, iðnlána-
sjóðsgjald, sjúkratryggingagjald og sérstakurskatturá
skrifstofu- og verslunarhúsnæði. Ennfremur fyrir
launaskatti, skipaskoðunargjaldi, lestargjaldi og vita-
gjaldi, bifreiðaskatti, skoðunargjaldi bifreiðaog slysa-
tryggingagjaldi ökumanna 1984, áföllnum og ógreidd-
um skemmtanaskatti og miðagjaldi, söluskatti af
skemmtunum, vörugjaldi af innlendri framleiðslu sbr.
1. 77/1980, sérst. vörugjald af innlendri framleiðslu sbr.
1. 107/1978, vinnueftirlitsgjaldi, skipulagsgjaldi af ný-
byggingum, söluskatti sem (eindaga er fallinn, svo og
fyrir viðbótar- og aukaálagningum söluskatts vegna
fyrri tfmabila.
Verða lögtökin látin fara fram án frekari fyrirvara á
kostnað gjaldenda en ábyrgð rlkissjóðs.að 8 dögum
liðnum frá birtingu úrskurðar þessa, ef full skil hafa
ekki verið gerð.
Bæjarfógetinn í Kópavogi,
28. ágúst 1984.
Útbod
Tilboð óskast í gatnagerð og lagnir Löngubrekku
austurhluta, helstu magntölur, gröftur 2690 m3,
fylling 2710 m3 og malbik 2405 m2.
Utboðsgögn verðaafhent átæknideild Kópavogs
gegn 1000 kr. skilatryggingu.
Tiiboðum skal skilað á sama stað fyrir kl. 11
mánudaginn 10. september 1984 og verða þá
opnuð að viðstöddum bjóðendum.
Bæjarverkfræðingur Kópavogs.
Útboö
Vegagerð rlkisins óskar eftir tilboöum f akstur á
styrkingar- og slitlagsefni í Hrunamannaveg (ca.
10.500 m3).
Verkinu skal lokið 21. september 1984.
Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á
Selfossi og í Reykjavík frá og með 3. september
n.k.
Skilaskal tilboðum fyrirkl. 14:00 þann 10. septem-
ber1984.
Vegamálastjóri.
Þjóðflokkur 4
um landa einsog Perú, Bólivíu og
Guatemala. En stjórnmálabaráttan
hefur fyrst og fremst verið á milli
vinstri og hægri manna af hvíta
minnihlutanum.
Leiðtogi landbúnaðarverka-
manna af indíánabergi í Bólivíu,
Genaro Flores, hefur bent á að þó
indíánarnir séu Iang stærsti hópur-
inn í verkalýðsstéttinni eigi þeir
varla nokkurn fulltrúa í verkalýðs-
hreyfingunni, né á vinstri væng
stjórnmálanna.
í Guatemala þurfa indíánahreyf-
ingarnar að berjast við allslags
bönn og miklar ofsóknir, sem hafa
kostað þúsundir mannslífa.
í. Perú hafa indíánabændurnir
lent í klemmu milli baráttu stjórn-
arinnar við skæruliða, en báðir
aðilar hafa notfært sér þessa bar-
áttu til að ræna og drepa indíána.
Þegar barið er upp á hjá þeim á
miðri nóttu, er erfitt að vita hvort
þeir muni deyja fyrir kúlum stjórn-
arinnar eða byltingarinnar.
Enn er komið fram við indíánana
einsog þeir væru hernumin þjóð.
Einsog kynþáttur þeirra væri lægra
settur en aðrir kynþættir. Þeir hafa
ekki sama rétt og hvíti maðurinn.
Kynþáttaofsóknir og fyrirlitning á
indíánum er mjög einkennandi fyr-
ir suður-amerísk stjórnmál, bæði á
hægri og vinstri kantinum.
Og hvað með okkur hin? Frá
1980 hafa 10.000 indíánar verið
myrtir. Getiði ímyndað ykkur hver
viðbrögðin væru í Evrópu ef hér
væri um að ræða hvítan þjóðflokk?
Bæði í Evrópu og Bandaríkjun-
um hefur fólk miklar áhyggjur af
örlögum hvalsins, og selsins, jú og
mannkynsins. Við erum hrædd við
kjarnorkusprengjuna. Við viljum
frið. En friður í skilningi Evrópu-
búa og Bandaríkjamanna er friður
í okkar heimshluta, öryggi fyrir
okkur og afkomendur okkar. Á
meðan er indíánunum slátrað sem
kvikfénaði.
Með fullri virðingu fyrir hvaln-
um, selnum og friðarhreyfingun-
um, þá er tími til kominn að fólk
geri sér grein fyrir örlögum indíán-
anna. Eða eigum við að bíða í 20 ár
þar til við getum byrjað að gráta
yfir örlögum þeirra, þegar það er
orðið of seint?
(Byggt á grein í Arbeiderbladet)
PÓST- OG
SÍMAMÁLASTOFNUNIN
óskar aö ráöa
Verkamenn
til starfa í nágrenni Reykjavíkur
og úti á landi. Nánari upplýsingar verða
veittar í starfsmannadeild
Lagerstörf
Verslunardeild Sambandsins óskar eftir starfsmönn-
um til lagerstarfa.
Bónusvinna.
Nánari upplýsingar hjá lagerstjóra á staönum.
<& VERSLUN ARDEILD
HOLTAGÖRÐUM------SÍMI 81255
Við leitum að starfsfólki til eftirtalinna starfa:
Skráningarstarfa
Um getur verið að ræða heiis- eða hálfsdags-
störf. Leitað er að fólki með starfsreynslu.
Ritarastarfa
Leitað er að ritara með góða vélritunarkunnáttu.
Eftirlitsmanni í vöruafgreiðsiu og
lagermanni með meirapróf
Umsóknareyðublöð hjá starfsmannastjóra er
veitir frekari upplýsingar.
SAMBAND ÍSL.SAMVINNUFÉIAGA
STARFSMANNAHALD
Utboö
Tilboð óskast I lóðarlögun við Aðalland 8 I Reykjavlk fyrir
Byggingardeild borgarverkfræðings.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frlkirkjuvegi 3,
Reykjavfk, gegn kr. 2000 skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuö á sama stað fimmtudaginn 13. septem-
ber n.k. kl. 11 f. hád.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800