Alþýðublaðið - 01.09.1984, Page 4

Alþýðublaðið - 01.09.1984, Page 4
alþýdu- ■ n RT’jT'M Laugardagur 1. september 1984 Útgefandi: Blað h.f. Stjórnmálaritstjóri og ábm.: Guðmundur Árni Stefánsson. Ritstjórn: Friörík Þór Guömundsson og Sigurður Á. Friðþjófsson. Skrifstofa: Helgi Gunnlaugsson og Halldóra Jónsdóttir. Auglýsingar: Eva Guðmundsdóttir. Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 38, Rvík, 3. hæð. Sími:81866. Setning og umbrot: Alprent h.f., Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent, Síðumúla 12. Áskriftarsíminn er 81866 Hvað vildi Alþýðuflokkurinn Stjórnarskrármál, starfshœttir Alþingis og endurbœtur í opinberri stjórnsýslu Hér á baksíðu Alþýðublaðsins munum við birta fastan dálk um helstu stefnumál Alþýðuflokksins og tillögur, sem settar voru fram í stjórnarmyndunarviðræðunum vorið 1983. Er mjög fróðlegt að rifja þetta upp í Ijósi þeirrar þróun- ar, sem síðan hefur orðið í þjóðfé- lagsmálunum. Fyrsti hluti þessarar upprifjunar mun fjalla um stjórnarskrármál og endurbætur á opinberri stjórn- sýslu. Eins og lesendum blaðsins er vel kunnugt um, skipaði forsætisráð- herra nefnd til að gera tillögur um breytingar á stjórnkerfi rikisins og stjórnarháttum. Þó enginn úr stjórnarandstöðunni væri skipaður í nefndina, sem vissulega er alvar- legt mál, þar sem nefndinni er ætl- að að gera gagngerðar breytingar á stjórnkerfi landsins, þá hefur Al- þýðublaðið fregnað að tillögur nefndarinnar, sem fljótlega verða lagðar fyrir ríkisstjórnina í formi lagafrumvarps, beri vissan keim af tillögum Alþýðuflokksins voriö 1983. Stjórnarskrármál. Vorið 1983, setti Alþýðuflokkur- inn fram eftirfarandi tillögur um stjórnarskrármál: Innan tveggja ára verði kvatt til þjóðfundar um stjórnarskrármál. Fundurinn verði ráðgefandi fyrir Alþingi og fjalli um þær tillögur, sem liggja fyrir varðandi breytingu á stjórnarskrá Iýðveldisins. Fulltrúar á þjóðfundi verði ann- ars vegar fulltrúar kjörnir í hverju kjördæmi og hins vegar fulltrúar af landslista. Fulltrúar skiptist til helminga milli fulltrúa einstakra kjördæma og landskjörinna full- trúa, en heildartala fulltrúa skal ákveðin af Alþingi. Starfshættir Alþingis. Þingsköp Alþingis verði endur- skoðuð. M. a. verði sett ákvæði til þess að stytta umræður og taka upp ný um- ræðuform. í upphafi hvers þings skal gera starfsáætlun og fylgja henni í með- ferð mála. Bæta skal sérfræðiaðstoð við þingmenn og nýta tölvutækni í skjalameðferð þingmanna og starfsmanna þingsins. Eftirlitsþátturinn í störfum Al- þingis skal efldur. Komið verði á þeirri hefð að þingmenn sitji ekki í stjórnum þeirra stofnana, sem Alþingi skal hafa eftirlit með. Breyta skal vinnubrögðum við fjárlagagerð, í því skyni að beita fjárlögum, sem virkara hagstjórn- artæki til þess að koma á jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Fjárveitinganefnd fylgist í aukn- um mæli með framkvæmd fjár- laga. Endurbætur í opinberri stjórnsýslu Unnið verði að áframhaldandi samruna iðnaðar-, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneyta, er fjalli um nýtingu náttúruauðlinda og mann- afla og samræmi starfsskilyrði at- vinnuvega og fjárfestingarstefnu. Endurskoðaðir verði starfshættir ráðuneyta og ríkisstofnana og gert sérstakt átak til hagræðingar á ár- inu 1984. Settar verði reglur um tilfærslur í stjórnunarstöðum og æviráðning afnumin, nema í undantekningar- tilvikum. Hagsýslustofnun og Ríkisendur- skoðun verði stofnanir á vegum Al- þingis. Hagsýslustofnun geri úttekt á kostnaði og efnahagsáhrifum frumvarpa til laga eða breytinga á eldri löggjöf. (Eftir helgi höldum við áfram upp- rifjuninni). Þjóðflokki útrýmt fyr- ir framan nefið á okkur Veiðimennirnir koma þegar rökkva tekur: 25 manns, vopnaðir vélbyssum, öxum og hökum. 90 manns eru reknir út úr þorpinu, 89 liggja í valnum. Bara einn lifði af, 13 ára piltur. Haustveiðarnar eru byrjaðar í Perú. Gamli krókódíllinn Evrópa græt- ur þegar allt er afstaðið. Grætur þjóðflokka, sem búið er að útrýma. Evrópa skammast sín nú fyrir villi- mennskuna, sem nýlendustefnan byggði á. Hún kveinkar sér nú yfir afdrifum indíánanna í Bandaríkj- unum. Kvikmyndir eru gerðar um framkomu hvítra manna við indí- ánana, Soldier blue og Little big man og hvíti maðurinn skammast sín. Hvílík villimennska, segjum við, 70 árum of seint. En við þurfum ekki að fara svo langt aftur í tímann. Það er verið að útrýma heilu þjóðflokkunum beint fyrir framan nefin á okkur. Þús- undum indíánabænda hefur verið slátrað síðastliðin tvö ár. Pilturinn sem lifði af slátrunina, sem talað var um í byrjun greinar- innar, sagði að þeir sem að slátrun- inni stóðu hafi verið skæruliða- hreyfing, sem kallast „Sendero Luminoso“ (Upplýsti stígurinn). En þetta hefðu allt eins getað verið borgaralega klæddir meðlimir í herlögreglunni. Skæruliðarnir í Perú eru engin lömb að leika sér við, en þó er herinn og ríkislögregl- an enn grimmari og mun afkasta- meiri við að myrða og ræna fátæka bændur af indíánabergi. Indíánarnir eru fjölmennasti þjóðflokkurinn í Perú og Bólivíu. Þeir eru afkomendur Inkanna, sem þar réðu ríkjum í þúsund ár þar til spánskir stigamenn brutu niður ríki þeirra. 400 ára misrétti Spánska krúnan mergsaug land- ið og íbúa þess. Landbúnaður, sem hafði verið blómlegur í Inkaríkinu, var eyðilagður, indíánarnir settir í nauðungarvinnu í silfurnámum. Þrjú hundruð árum seinna kom frelsið. Ekki fyririndíánana, heldur fyrir hvítu innflytjendurna. 150 ár eru liðin frá því að Perú og Bólivía urðu frjáls undan spönsku krúnunni. Enn eru indíánar í meiri- hluta, enn eru vopnin og valdið í höndum afkomenda innflytjend- anna, evrópsk-ættaða minnihlut- ans. Indíánar eru um 60-80% af íbú- Framhald á bls. 2 Nú eru þeir hættir að hækka eða lækka gengið. Þeir leið- rétta bara. Og láta leiðrétt- inguna meira að segja gilda afturlyrir sig. MOLAR Harka í samninga- viðræðum Ætli mönnum brygði ekki í brún ef launþegar mættu á sáttafund hjá vinnuveitendum sínum og á skrifborðinu, við hliðina á papp- írum forstjórans lægi skamm- byssa. Þetta gerðist í Danmörku nýlega. Starfsfólk í nýlenduvöru- verslun fór í verkfall og þegar trúnaðarmaður verkamannanna mætti til fundar á forstjóraskrif- stofunni, var skammbyssa á borð- inu fyrir framan forstjórann. Þar sem samband forstjórans og þeirra sem unnu hjá fyrirtækinu hefur verið mjög spennu þrungið lengi, tók trúnaðarmaðurinn þetta sem ógnun við sig og kærði atburðinn. Forstjórinn sagði að byssan hefði verið þarna óvart, hann bæri alltaf á sér skammbyss- una þegar hann færi út á kvöldin og hún hefði gleymst á skrifborð- inu. Starfsfólkið tók þessa skýr- ingu með fyrirvara og Iagði niður vinnu þar til Vinnuveitendasam- bandiðdanska kom með skriflega afsökun á framkomu forstjórans. • Ef pressan hefði haldið kjafti... Einsog mönnum er eflaust í fersku minni, fór sérkennilegur húmor Reagans forseta Banda- ríkjanna mjög fyrir brjóstið á fólki um allan heim fyrir ekki svo löngu síðan. Það var 11. ágúst að forsetinn lýsti því yfir í hljóð- prufu að hann væri nýbúinn að undirrita lög þess eðlis að Sovét- ríkjunum yrði útrýmt eftir fimm mínútur. Mótmælum rigndi yfir forsetann hvaðanæva að. Þegar blaðamaður spurði hann hvað honum fyndist um viðbrögðin, svaraði hann ergilegur: — Þetta er hálf neyðarlegt — ef pressan hefði haldið kjáfti, vissi enginn að ég sagði þetta. 200 metrarnir Nú stendur yfir Norræna sund- keppnin um 200 metrana. Þegar Molar voru ungir þótti það sjálf- sögð skylda hvers sundfærs manns að fleyta sér þessa metra í þeirri von að íslenska þjóðin sigr- aði í þessari keppni. í dag er öldin önnur. Frá Akranesi berast þær fréttir að þátttaka sé slæleg og ekki nóg með það, meira að segja þeir sem synda vilja ekki taka skráningarkost en að sögn sund- varða þar kemur slíkt að litlu gagni fyrir Akranes og landið í heild, þó fólk syndi 200 metrana ef það er hvergi skráð. Sá stærsti í Noregi Það eru ekki bara íslendingar, sem þykir það fréttnæmt þegar krækt er í þann stóra. Meðfylgj- andi mynd rákumst við á í norsku dagblaði og fylgdi það sögunni að þetta væri stærsti lax sem veiðst hefði í Noregi í 20 ár. Laxinn var 1,4 metrar á lengd og vó 20,2 kg. Hann beit ekki á öngulinn heldur krækti veiðimaðurinn í sporðinn á laxinum.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.