Alþýðublaðið - 05.09.1984, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 05.09.1984, Blaðsíða 4
Útgefandi: Blað h.f. Stjórnmálaritstjóri og ábm.: Guómundur Árni Stefánsson. Ritstjórn: Friðrik Þór Guðmundsson og Sigurður Á. Friðþjófsson. Skrifstofa: Helgi Gunnlaugsson og Halldóra Jónsdóttir. Auglýsingar: Eva Guðmundsdóttir. Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 38, Rvík, 3. hæð. Sími:81866. Setning og umbrot: Alprent h.f., Ármúla 38. Miðvikudagur 5. september 1984 Prentun: Blaðaprent, Síðumúla 12. alþýðu- EnnúLM Áskriftarsíminn er 81866 Baldvin Jónsson skrifar;_ Hugleiðing um orku- sölu til ísal Það hefur nokkuð botið á því að mönnum þykir lítt ganga með við- ræður þær, sem nú hafa staðið yfir um rúmlega árs skeið við ísal, um hækkuð orkuverð m.m. Það má vel vera að of litlar upplýsingar hafi verið gefnar um gang mála, og því fari menn að gera sér í hugarlund að erfitt sé að sækja málið á hendur hinum erlendu aðilum, en sannleik- urinn er sá, að hér er um nokkuð flókið mál að ræða og viðamikið og alls ekki æskilegt að umræður og deilur séu um það i fjölmiðlum á meðan það er á viðræðustigi. Ég tel þó að það sé til bóta aö lýsa því, hvernig staðið er að málinu og hverjir séu að vinna að því og mun ég því með nokkrum linum reyna að lýsa þessu. Upphaflegi orku- sölusamningurinn Orkusölusamningurinn við ísal var gerður fyrir tæpum 20 árum, og var þetta viðamesti samningur sem gerður var um orkusölu við Lands- virkjun. Samningurinn var gerður til 25 ára og fyrstu árin var verðið ákveðið 3 mills. Við samningsgerð- ina aðstoðuðu innlendir og erlendir sérfræðingar, og var verðið miðað við verð á alþjóðamarkaði. Fram- boð var þá töluvert á raforku og ýmis fríðindi boðin til að fá hin stóru iðnfyrirtæki til að fjárfesta í iðnverum. Formannapakkinn er næsta hermdargjöf stjórnarinnar tii almennings. Er búist við litl- um dýrðum er umbúöirnar verða rifnar utan af pakkanu. Á þessum tíma var kjarnorkan að ryðja sér til rúms, til framleiðslu á raforku, og töldu margir að þetta myndi verða framtíðarlausnin í þessum efnum og jafnframt sú ódýrasta. Mikill áhugi var hér á landi að reisa stórvirkjun við Búrfell og með samningnum við ísal var þetta gert mögulegt, því að án hans hefði þetta orkuver verið of stórt fyrir innlendan markað og án hans hefði ekki fengist hagstætt lán til fram- kvæmdanna. Þá má geta þess að tekjur af þess- ari orkusölu greiddu virkjunar- kostnað ásamt línum, a.m.k. hlut- fallslega við notkunina. Ekki var þá séð fyrir hina svo- kölluðu olíukreppu né óðaverð- bólgu þá er henni fylgdi, sem byrj- aði á áttunda áratugnum og sem setti efnahagslíf okkar úr skorðum. Orkusölusamningurinn varð því ekki eins hagstæður og upphaflega var áætlað, og á miðjum þeim ára- tug var þess farið á leit, að hann yrði leiðréttur. Viðsemjendur okkar féll- ust á viðræður um endurskoðun og 1975 fékkst þá sú breyting á samn- ingnum, að verðið skyldi hækka eftir ákveðnum reglum, m.a. með hliðsjón af álverði. Varð það til þess að verðið hækkaði upp í 6,5 mills eða um rúmlega 100%. Bráðabirgða- samkomulagið ið fram á endurskoðun á samningn- um af okkar hálfu, og á síðasta ári lauk þeim viðræðum með bráða- birgðasamkomulagi, þar sem verð- ið var hækkað í 9,5 mills og jafn- framt ákveðið að viðræður héldu áfram til frekari endurskoðunar. Forsendur samkomulagsins um áframhaldandi viðræður byggjast á eftirfarandi meginatriðum: 1. Taka skal mið af orkuverði til ál- Baldvin Jónsson, formaður við- rœðunefndar Landsvirkjunar í orkusöluviðrœðunum við ísal. iðnaðar í Evrópu og Ameríku. 2. Taka skal tillit til samkeppnisað- stöðu álframleiðslu á íslandi. 3. Semja skal um nýja verðbreyt- ingaformúlu. 4. Semja skal um stækkun álversins í Straumsvík um tvo kerskála sem svarar til 80.000 tonna aukn- ingu í framleiðslugetu bræðsl- unnar. 5. Semja skal um samningstíma og endurskoðun. Að framangreindu bráðabirgða- samkomulagi stóð nefnd skipuð af ríkisstjórninni, undir forsæti dr. Jóhannesar Nordal, en í nefndinni með honum eru þeir dr. Gunnar G. Schram, alþingismaður, og Guð- mundur G. Þórarinsson, verkfræð- ingur. Samkvæmt lögum um Lands- virkjun skal stjórn hennar vera með í ráðum þegar um orkusölu er að ræða, og því kaus hún þrjá stjórn- armenn til að taka þátt í þeim þætti viðræðnanna. Stjórnarmenn þessir eru Birgir ísl. Gunnarsson, alþing- ismaður, Böðvar Bragason, sýslu- maður, og undirritaður, sem var kosinn formaður þessarar nefndar. Nefndirnar hafa haldið allmarga fundi saman, en þegar fundir eru með okkar viðsemjendum skipt- umst við Landsvirkjunarmenn á að sitja þá fundi. Sérfræðingavinna Mikil vinna hefur verið innt af hendi undanfarna mánuði í gagna- og upplýsingasöfnun, og hafa nefndarmenn notið aðstoðar ým- issa sérfræðinga. Fyrst skal telja verkfræðingadeildLandsvirkjunar, sem m.a. er áskrifandi að ritum um þetta efni sem gefið er út af Chase Econometrics. Tveir erlendir sér- fræðingar hafa starfað með nefnd- inni, Robert Adams, sem er banda- rískur, en hinn er breskur, James F. King að nafni. Viðsemjendur okkar hafa einnig haft sína sérfræðinga og lagt fram sín gögn, og auðvitað komu fram skiptar skoðanir hvernig meta skuli þessi gögn, en á undanförnum fundum hefur verið reynt að minnka þennan mun og að komast að samkomulagi um ágreinings- atriðin. Lokastig umræðna Framangreind atriði eru nú á lokastigi umræðna og ætti ekki að vera langt í það, að sjá fyrir endann á þeim. Hér hefur ekki verið skýrt frá einstökum atriðum, og hafa nefnd- armenn metið það svo, að á þessu viðræðustigi sé það heppilegast að skýra ekki frá þeim opinberlega. Umræðurnar hafa farið fram af meiri hreinskilni og opnum huga, þar sem báðir aðilar hafa getað treyst því, að ekki sé rokið i fjöl- miðla með umræðuefnið, og er þetta því vænlegra til árangurs. Baldvin Jónsson Um átta árum síðar var aftur far- MOLAR Gamall siður endurvakinn Margir minnast eflaust enn þeirra tíma, þegar öll sveitin gat hlerað samtöl. Margar skemmtilegar sögur hafa spunnist um það og skulu þær ekki tíundaðar hér. Finnst eflaust mörgurri eftirsjá í að þessi skemmtun skuli aflögð í flestum héruðum landsins. En nú hefur Póstur og sími ákveðið að bæta úr þessu hallærisástandi. Nú bjóða þeir fólki að hlera samtöl, og það ekki af lakari gerðinni. Þeir eru ekki að bjóða uppá hlust- un áþaðþegar Jón bóndi á Þúfu pantár sæðingu fyrir hana Auð- humlu. Nei, nú á öld geimferða dugir ekkert minna en að sperra upp eyrun og hlusta á samtöl geimfara við stjórnstöð á jörðu. Með því að hringja í síma 90-1-900-410-6272 geta símnot- endur á íslandi fylgst með samtöl- um áhafnarinnar í bandarísku geimferjunni Discovery við stjórnstöð. En það er betra að hafa hraðann á því áætlað er að geimferjan Iendi miðvikudaginn 5. september. Drukkinn simpasi. I stutta stund skruppu eigendur simpansapa burt og skildu apann einan eftir í íbúðinni. Apinn gerði sér þá lítið fyrir og þambaði einn pela af vodka og tvær bjórflösk- ur. Sem vonlegt er varð hann harla hress. Hann henti sér út um lok- aðan glugga, réðst á nágrannann og beit hann í stórutána og leitaði á lögreglukonu, sem var að reyna að róa hann niður. Hún slapp með smá skrámur undan faðmlögun- um. • Söngvari í fangelsi. Sænski söngvarinn Joakim Thá- ström, sem Islendingar kynntust í Laugardalshöll á listahátíð í sum- ar, þar sem hann söng með sænsku hljómsveitinni Imperiet, hefur neitað að gegna herþjón- ustu og verður honum því stungið í steininn. Þeir sem vilja mótmæla þessari meðferð á Joakim geta skrifað sænsku stjórninni. • Endurtekning 91 ári seinna. Árið 1893 héldu lítið þekktir er- lendir málarar sýningu í Kaup- mannahöfn. Það voru þeir von Gogh, sem sýndi 29 málverk og Gauguin sem sýndi 51 málverk, tíu þeirra hafði hann nýlokið við að mála á Tahiti. Nú 91 ári seinna ætlar galleríið Ordrupsgaard, steinsnar utan við Kaupmanna- höfn að sýna hversu frábær sýn- ing þetta var. Þeir hafa nú fengið flestar myndirnar lánaðar og ætla að endurtaka sýninguna. Það er listasöguprófessorinn Merete Bodelsen, sem hefur annast allan undirbúning. Þetta hefur ekki gengið erfiðleikalaust fyrir sig, því það er enginn hægðarleikur að safna saman verkum úr hinni og þessari áttinni. Það hefur samt tekist með tveim undantekning- um, en tvö verk reyndust ómögu- legt að fá lánuð, annað þeirra var í Köln og hitt í Moskvu. Árið 1893 seldist engin af myndum van Gogh, þó verðið væri í kringum 800 íslenskar krónur en tvö af verkum Gauguin seldust, enda var hann af dönsku bergi brotinn. Sýningin núna mun kosta dálag- legan skilding. Er það almenn skoðun að ódýrara hefði verið að kaupa allar myndirnar fyrir 91 ári, en leigja þær nú.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.