Alþýðublaðið - 24.10.1984, Blaðsíða 2
Miðvikudagur 24. október 1984
o
ú.
RITSTJÓRNARGREIN .
Á flótta
Hvaö er aö gerast innan rikisstjórnarinnar?
Eru ráðherrarnir aö undirbúa skyndibrottför á
næstu vikum eða mánuðum? Eru eiturörvarnar
sem gengið hafa á milli stjórnarflokkanna
merki þess að stjórnarsamstarfið sé á enda
runnið? Vill meirihluti þingflokks Sjálfstæðis-
flokksins kosningar fyrir áramót? Ofbýður
.framsóknarrnönnum frjálshyggjustimpillinn á
ríkisstjórninni?
Þessar spurningar og aðrar álíka hafa mjög
verið á kreiki meðal almennings siðustu vikur.
Það er langur vegur frá því að ráðherrar rfkis-
stjórnarinnar hafi komið fram sem einn maður
í afstöðu sinni til þeirra fjölmörgu mikilvægu
mála, sem á borðum ríkisstjórnarinnar hafa
verið. í upphafi stjórnarsamstarfsins gekk
varla hnífurinn á milli stjórnarflokkanna. Nú er
öldin önnur. Nú er svo komið að Sjáifstæðis-
flokkurinn er í pörtum. Þar hafa postular frjáls-
hyggju og valdahroka farið geyst undir forystu
Þorsteins Pálssonar, en hin hófsömu og frjáls-
lyndari öfl í flokknum látið iítið á sér kræla.
Á sama tfma hafa félagshyggjuöfl í Fram-
sóknarflokki stigið fram og gagnrýnt harðlega
undirlægjuhátt flokksins í núverandi stjórnar-
samstarfi og gjörsamlega hafnað mörgum
þeim verkum sem ráðherrar flokksins hafa lát-
iðvélasig til aðstandaað. Okurvaxtapólitík rík-
isstjórnarinnar hefur oft verið nefnd f því sam-
bandi. Harkalegur niðurskurður á kjörum fólks
og margs konar félagslegri þjónustu er sömu-
leiðis eitur f beinum margra framsóknar-
manna.
Flestir stjórnariiðar viðurkenna það fullum
fetum að ríkisstjórnin sé komin að fótum fram.
Hún hafi enga viðspyrnu. Innri óeining valdi
þar nokkru og ekki síður snarminnkandi tiitrú
almennings á hæfni og möguleikum ríkis-
stjórnarinnar til að taka á aðkaliandi og víð-
tækum þjóðfélagsvandamálum.
Hitt er svo annað mál að rikisstjórnir hér á
landi hafa stundum setið misserum saman,
þótt öllum væri Ijóst að máttur þeirra til fram-
kvæmdaværi þorrinn. Nægirf þvf sambandi að
líta tii fyrrverandi ríkisstjórnar, Alþýðubanda-
lags, Framsóknarflokks og sjálfstæðismanna.
SÚ rfkisstjórn lagði hreinlega árar í bát ári áður
en hún fórformlegafráað afstöðnum'kosning-
um. Það geturtekið langan tímafyrirþaulsetna
ráðherra að vilja horfast í augu við raunveru-
leikann. Ýmislegt bendir til þess að margir ráð-
herranna í ríkisstjórn Steingríms vilji mjög
ógjarnan hætta í stólum sínum ótilneyddir,
enda þótt þeir viti innst inni að gagnsemi
stjórnarsamstarfsins fyrir land og þjóð séeng-
■in .
Framkoma og yfirlýsingar einstakra ráðherra
í yfirstandandi kjaradeilu ríkisins og Banda-
lags starfsmanna ríkis og bæja hafa verið með
eindæmum. Fjármálaráðherra, Albert Guð-
mundsson, hefur þar verið manna verstur með
alls kyns bullyfirlýsingar. Ragnhildur Helga-
dóttir menntamálaráðherra hefur komið fast á
hæla hans með svipaö rugl. Aldrei þessu vant
hefur forsætisráðherra haft hægt um sig og
meira að segja orðið að afsaka mistökin og
þvættinginn i samráðherrum sfnum. Heildar-
svipmótið getur ekki talist glæsilegt fyrir ríkis-
stjórnina, þegar Steingrímur, mistakamaður-
inn mikli, er kominn f það hlutverkað biðjast nú
ekki aðeins afsökunar vegna eigin mistaka,
heldur vegna annarra ráðherra líka.
Forsætisráðherra segir að þeir í ísrael fyllist
lotningu, þegar talið berist að íslenska „efna-
hagsundrinu“. Islenskt launafólk segir hins
vegar: ísraelar eða aðrir geta hirt þetta „efna-
hagsundur" með húð og hári og fengið „ríkis-
stjórnarundrið" með i kaupbæti.
- GÁS
Alexander 1
ur hefði útvegað 190 milljón króna
gengistryggt erlent Ián með hæstu
vöxtum.
Auk þess hefur ríkissjóður nú
eftir að fyrirspurnin var lögð fram
veitt viðbótarlán upp á 160 milljón
krónur.
En hvernig ætli skuldahlið sjóð-
anna líti út?
1) 50% viðbótarlánin, sem veitt
voru 1983 afturvirk til lántak-
enda 82—83, voru fjármögnuð
með lánum upp á 304 milljónir
króna.
2) Yfirdráttur húsnæðisstjórnar
við Seðlabankann, sem var kom-
inn hátt á þriðja hundrað millj-
ónir hefur verið breytt í fast lán
upp á 196 milljónir króna.
3) Erlendu lánin eru upp á 190
milljón, krónur.
4) Framlag frá ríkissjóði upp á 200
milljónir er orðið að láni upp á
200 milljónir.
Ofan á þetta bætast svo þrjú eldri
lán.
Skuldir sjóðanna eru því alls
890—900 milljónir króna. Við þetta
bætist að framundan eru ntjög
þungar endurgreiðslur til lífeyris-
sjóðanna.
Sem dænii um stöðuna má geta
þess að Byggingarsjóður ríkisins
hefur fyrstu 9 mánuði ársins fengið
inn frá lífeyrissjóðunum 251 millj-
ónir króna, en borgað út til þeirra
247 milljónir á sama tíma vegna
eldri lána. Nettó hefur þess vegna
Byggingarsjóðurinn fengið 4 millj-
ónir af lifeyrissjóðunum af þeim
525 milljónum, sem hann átti að fá.
Þetta er því með öðrunt orðum
algjört hrun sjóðanna, sem eru að
sökkva á kaf í skuldafen.
En hvaða áhrif hefur þettaá fólk-
ið, sem treystir á lán frá Húsnæðis-
stofnun:
1) Stórfelld seinkun á afgreiðslu
lána, bæði nýbyggingarlána sem
nemur nokkrum mánuðum nú
þegar og G-lána til kaupa á eldri
íbúðum.
1920 umsóknir liggja fyrir til G-
lána, þar af 900 sem átti að borg-
ast út 1. októberog470, sem eiga
að koma til afgreiðslu 1. desem-
ber.
Ekkert er vitað hvernig á að
standa við þetta.
Ekki verður byrjað að byggja
neina nýja verkamannabústaði,
hinsvegar verður haldið áfram
með þær íbúðir sem byrjað var á.
Niðurstaðan er því sú að þar sem
tekjustofnarnir eru hrundir
reyndust tekjuáætlanirnar út í
hött.
2) Kerfinu verður haldið á floti með
erlendum og innlendum lánum
en greiðslubyrðin er orðin svo
þung að hækkun ríkisframlaga á
fjárlögum fer öll i greiðslu á
skuldum en eykur ekki útlána-
getu.
3) Okurvaxtastefna stjórnarinnar
gerir hvoru tveggja, að eyði-
leggja fjárhagsstöðu sjóðanna,
sem eru skuldugir upp fyrir haus
og fjárhagsstöðu húsbyggjenda.
Þannig hefur ríkisstjórnin svikið
fyrirheit um léttari greiðslubyrði
vegna lengingar lána, með hækkun
vaxta. Alvarlegast af öllu er vaxta-
munurinn á inn og útlánum sjóð-
anna. Þeir taka ýmist gengistryggð
erlend lán eða innlend lán með
9,3% vöxtum til 15 ára iengst. Þetta
sama fé er síðan lánað út með
1—3,5% vöxtum til 26.ára eða jafn-
vel 43 ára til kaupenda verka-
mannabústaða. Vaxtamunurinn ét-
ur því upp öll ríkisframlög til sjóð-
anna.
Á meðan svona er búið að hús-
næðisstjórn er verið að byggja 400
m* 1 2 3 4 einbýlishús í Stigahlíð og Graf-
arvogi, á sama tíma og þörfin fyrir
Iitlar íbúðir er mikil.
Þetta hrun húsnæðislánakerfis-
ins byrjaði 1980 þegar Svavar
Gestsson og Ragnar Arnalds sviftu
húsnæðislánasjóðina föstum tekju-
stofni af launaskatti, en verkalýðs-
hreyfingin hafði barist mjög fyrir
því. í staðinn vísuðu þeir sjóðunum
á lánamarkaðinn með þessum af-
leiðingum.
Husnæðisstefnan í dag leiðir
beint út í buskann.
Þingiö 1
Á þinginu fluttu ávörp þeir
Kjartan Jóhannsson, formaður Al-
þýðuflokksins, Jón Baldvin Hanni-
balsson, þingmaður og Bjarni P.
Magnússon flutti erindi um jafnað-
arstefnuna.
Nefndir þingsins fjölluðu ítar-
lega um drög að ályktunum er lágu
fyrir þinginu og var mikill fjöldi
ályktana samþykktur á þinginu. Á
næstu dögum ntun blaðið gera
grein fyrir þessum ályktunum og í
dag birtast ályktanir um utanríkis-
mál á bls. 3.
Leiðrétting
Á forsíðu Alþýðublaðsins í gær
urðu þau Ieiði mistök að fullyrt var
að skipstjóri á einum af fossum
Eimskipafélagsins hefði reynt að
koma verkfallsvörðum í höfnina í
Hafnarfirði. Hafði blaðamanni
verið tjáð þetta af einum af verk-
fallsvörðunum á bryggjunni í Hafn-
arfirði skömmu eftir átökin. Þetta
virðist þó ekki eiga við rök að styðj-
ast, því við nánari eftirgrenslan hjá
verkfallsstjórn Starfsmannafélags
Hafnarfjarðar, kannaðist enginn
við þennan atburð. Er hér með beð-
ist afsökunar á þessum mistökum.
Annað í umræddri frétt blaðsins
stendur upp á punkt og prik.
Skoðanakönnun DV:
Ríkisstjórnin
tapar
meirihluta
Ríkisstjórnin hefur tapað meiri-
hluta sínunt samkvæmt skoðana-
könnun DV um fylgi stjórnmála-
flokkanna, sem gerð var dagana
12.—14. október. Samkvæmt henni
hafa framsókn og sjálfstæðisflokk-
urinn bara rúm 30% af kjósendum
á bak við sig núna.
Það kemur í sjálfu sér ekki á
óvart, hinsvegar kemur það mjög á
óvart að framsókn bætir við sig frá
síðustu skoðanakönnun DV, enda
getur þessi skoðanakönnun vart tal-
ist markverð þar sem ein 46,4% eru
óákveðnir í afstöðu sinni eða neita
að svara.
Samkvæmt könnuninni bæta
Kvennalistinn og Bandalag jafnað-
armanna mest við sig. 4,8% styðja
Kvennalistann og 5,5% Bandalag
jafnaðarmanna. Alþýðuflokkurinn
fær 3,3% og hefur því misst tæp
2%, frá síðustu könnun sem gerð
var í september 1984. Alþýðu-
bandalagið stendur í stað með
10,7%
eru óæskilegar á akbrautum,
sérstaklega á álagstímum í
umferöinni.
í sveitum e> umferð dráttar-
véla hluti daglegra starfa og
ber vegfarendum að taka tillit
til þess. Engu að síöur eiga
bændur að takmarka slíkan
akstur þegar umferð er mest,
og sjá til þess aö vélarnar séu í
lögmætu ástandi, s.s. með
glitmerki og ökuljós þegar ryk
er á vegum, dimmviðri eða
myrkur.
UMFERÐAR
RÁÐ
Til móts
við ellina
bók MFA um
málefni aldraðra
Á liðnum árum hafa viðfangs-
efni Alþýðusambands íslands og
stofnana sambandsins, svo sem
MFA — Menningar- og fræðslu-
sambands alþýðu aukist og orðið
fjölbreyttari. Dæmi um það er starf
að útgáfumálum, en nokkur rit
hafa verið gefin út sameiginlega af
ASÍ og MFA. Einkum eru það
kynningarrit um efni þar sem leitast
er við að kynna almenningi réttindi
og koma jafnframt hagnýtum upp-
lýsingum á framfæri. Þannig hafa
verið gefin út rit um vinnuvernd og
orlofsmál.
Nú kemur út rit um málefni aldr-
aðra, Til móts við ellina. Höfundur
er Ásdís Skúladóttir félagsfræðing-
ur, en Ásdís hefur einmitt sem fé-
lagsfræðingur haft margvísleg af-
skipti af málum aldraðra og unnið
fyrir ýmsa aðila í því sambandi. Af
hálfu útgefenda er tilgangurinn sá
að gefa þeim, sem komnir eru á efri
ár og öðrum kost á hentugu riti með
margvíslegum upplýsingum er
varða réttindi fólks. Vakin er athygli
á ýmsum möguleikum sem bjóðast
eldra fólki. Ritið er einnig hentugt
þeim, sem vinna að málefnum aldr-
aðra, jafnt á vegum opinberra aðila
eins og sveitarfélaga og starfs-
manna stéttarfélaga.
Við undirbúning þessa rits hefur
verið leitað til margra manna, sem
hafa lesið einstaka kafla og veitt
mikilsverðar upplýsingar. Heil-
brigðis- og tryggingamálaráðuneyt-
ið styrkti útgáfuna með fjárfram-
lagi og lífeyrissjóðir hafa sýnt út-
gáfunni sérstakan áhuga. Nokkrir
sjóðanna hafa tryggt sér eintök fyr-
irfram, sem þeir munu senda sjóð-
félögum. Bókin verður seld til fé-
laga og samtaka, auk þess sem hún
verður á almennum markaði.
Teikningar, sem skreyta bókina,
eru gerðar af Lisu K. Guðjónsdótt-
ur, Gunnar Elísson tók ljósmyndir
og Auglýsingastofan h.f. sá um
hönnun og útlit. Prentt^ekni annað-
ist filmuvinnu, setningu og prentun
og Bókfell bókband. Hörður Berg-
mann las prófarkir.
Rétt er að vekja athygli á formála
eftir Ásmund Stefánsson forseta
ASÍ, eftirmála höfundar, umsögn-
um nokkurra aðila á bókarkápu
auk meginefnis, en eins og efnisyf-
irlitið sýnir er bókin í 11 aðalköfl-
um, sem skiptast í margar minni
greinar og atriði.
Auglýsing
til söluskattsgreiðenda
Vegna verkfalls BSRB hefurverið ákveðið
að viðurlög á söluskatt fyrir september-
mánuð verða ekki reiknuð fyrr en að
kvöldi 30. nóvember n.k.
Fjármálaráðuneytið, 23. okt. 1984
GRINDAVÍK
Umboösmaöur óskast fyrir blaðið.
Upplýsingar í síma 91-81866.
alþýðu
blaðið