Alþýðublaðið - 27.10.1984, Side 4

Alþýðublaðið - 27.10.1984, Side 4
alþýðu- ijimtai Laugardagur 27. október 1984 Útgefandi: Blað h.f. Stjórnmálaritstjóri og ábm.: Guðmundur Árni Stefánsson. Ritstjórn: Friðrik Þór Guðmundsson og Sigurður Á. Friðþjófsson. Skrifstofa: Helgi Gunniaugsson og Halldóra Jónsdóttir. Auglýsingar: Eva Guðmundsdóttir. Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 38, Rvík, 3. hæð. Sími:81866. Setning og umbrot: Alprent h.f., Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent, Siðumúla 12. Áskriftarsíminn er 81866 Þingmál Jóhönnu Sigurðardóttur og fleiri: Endurmenntun vegna tæknivæðingar Á ári hverju gerast byltingar stórar og smáar á sviði tækniþróun- ar í atvinnulífinu. Það hlýtur að teljast með stærstu verkefnum næstu ára að tryggja að þróun tækninnar verði ekki til þess að stórir hópar launafólks heltist úr lestinni og njóti þannig ekki hlutdeildar í þeim framförum sem af þessari þróun leiðir. Þingmenn Alþýðuflokksins í neðri deild Alþingis hafa lagt fram frumvarp erlýtur að þessum mál- um, nánar tiltekið að endurmennt- un vegna tæknivæðingar í atvinnu- lífinu. Gerir frumvarpið ráð fyrir því að komið verði á samræmdri og skipulagðri endurmenntun og að skilyrði skapist til aðlögunar vegna tæknivæðingarinnar, einkum í þeim atvinnugreinum þar sem at- vinnuöryggi starfsmanna er í hættu vegna þessa. Endurmenntunarráð í frumvarpinu er félagsmálaráð- herra falið að skipa sjö manna ráð, þar sem sæti eiga fulitrúar ASÍ, BSRB, VSÍ, VMSS, menntamála- ráðuneytisins og tveir eftir tilnefn- ingu félagsmálaráðherra. Auk þess er gert ráð fyrir sérstökum starfs- manni. í greinargerð með frum- varpinu er nánar gert grein fyrir markmiðum þess. Þar segir meðal .annars: „Hér á landi hefur allt of lítil um- ræða enn farið fram um áhrif þeirra róttæku breytinga sem rafeinda- tækni og áhrif tölvuvæðingar munu hafa á vinnumarkaðinn, — atvinnulíf og atvinnuhætti í land- inu á komandi árum. Hvaða nýja möguleika hún muni opna og hvaða hættu mun hún hafa í för með sér ef ekki verður brugðist við í tíma á réttan hátt? Undanfarna áratugi hafa orðið miklar breytingar á atvinnulífinu í heiminum og margt bendir til þess að þessar breytingar séu rétt að byrja. Breytingar þessar hafa það í för með sér að öll störf og vinnuað- ferðir munu breytast og um miklar tilfærslur verða á vinnuaflanum á milli atvinnuvega, starfsgreina, verkefna og vinnustaða. Sjálfvirkni og vélvæðing mun hafa það í för með sér að mörg störf munu annað- hvort taka miklum breytingum eða úreldast og ný störf taka við sem gera sífellt auknar kröfur til starfs- fólks um endurmenntun. Ef ekki er brugðist við með réttum hætti í tíma er mikil hætta á því að það muni hafa í för með sér versnandi lífskjör og atvinnuleysi hér á landi. Brýnasta verkefnið Þær gífurlegu breytingar, sem áhrif tæknivæðingarinnar munu hafa á allt atvinnulíf á komandi ár- um, gera kröfu til þess að tilfærslur geti átt sér stað á mannaflanum milli verkefna og atvinnugreina með eðlilegum hætti, en forsenda þess er að starfsfólki sé gert kleift að njóta endurmenntunar og starfs- þjálfunar í miklu ríkara mæli en nú er. í allri atvinnuuppbyggingu og leiðum til að bæta lífskjör fólks er eitt brýnasta verkefnið að opna starfsfólki möguleika til að geta að- lagast með eðlilegum hætti áhrifum þeirra gifurlegu breytinga sem tæknivæðingin mun hafa í för með sér á allt atvinnulíf á komandi ár- um. Endurmenntun starfsfólks er því ein veigamesta forsenda þess að hægt sé að nýta sér nýjar tækni- breytingar til aukinnar framleiðni, hagvaxtar og bættra lífskjara hér á landi“. Starfsöryggi kvenna Síðan segir í greinargerðinni. „Margt bendir til þess að það sé ekki síst starfsöryggi kvenna sem er í hættu vegna þess að störf þeirra og menntunarval eru einhæfari og því viðkvæmari fyrir tölvuþróuninni. Enn eru ýmiss konar tækninám og tæknistörf, sem eru hagnýt í störf- um sem viðkoma tölvuvæðingu, sem höfða lítt til kvenna op fæstar sækja í slík nám eða störf. A íslandi hefur þróunin orðið sú að á árinu 1983 voru af 174 nemendum, sem skráðir voru í tölvunarfræði í Há- skóla íslands 140 karlar og 34 kon- ur, eða 82% karlar en 18% konur. Aftur á móti virðist svo vera að konur standi jafnfætis körlum að því er varðar aðsókn að tölvunám- skeiðum. Úttekt, sem gerð var á vegum Stjórnunarfélags íslands sem m.a. hefur á sínu starfssviði tölvunám- skeið, sýnir að konur voru tæplega helmingur þeirra sem sóttu tölvu- námskeiðin. Athyglisvert var að konur voru yfir 90% allra þátttak- enda í ritvinnslunámskeiðum en karlar aftur á móti í miklum meiri hluta þeirra þátttakenda sem sækja námskeið sem fjalla um stjórnun, áætlunargerð og undirbúning tölvuvæðingar. Á ráðstefnu, sem haldin var sl. vetur hér á landi um atvinnumál með tilliti til jafnréttis kynjanna vegna tæknibreytinga, komu fram athyglisverðar upplýsingar sem vert er að benda á: 1. Ráðstefna Alþjóðasambands verslunarmanna um tölvuvæð- ingu benti m.a. á að 8% vöxtur sjálfvirkni á 10 ára tímabili mundi gera 20—25% skrifstofu- starfa óþörf. — Um 5 millj. af 17—18 millj. skrifstofufólks í Vestur-Evrópu mun þá missa vinnu sína. 2. í skýrslu „Simens office“ er áætlað að 5.7 millj. skrifstofu- starfa í Vestur-Þýskalandi sé hægt að staðla 43% og gera 25—30% sjálfvirk. 3. Frönsk skýrsla (NORA) spáir 30% samdrætti í atvinnu hjá bönkum og tryggingafélögum á 10 árum. Aætíað er að 82% af 349 þús. vélriturum í Frakklandi muni missa atvinnu vegna til- komu ritvinnslutækja. 4. í Bretlandi spá sérfræðingar verkalýðssamtakanna um 20% atvinnuleysi á þessu sviði upp úr 1990. 5. I Danmörku er reiknað með að á næstu árum hverfi um það bil 75 þús. skrifstofustörf. Þessar upplýsingar sýna að áhrif tölvuvæðingar mun ekki hvað síst gæta í störfum þeim þar sem konur eru fjölmennar, svo sem í almenn- um skrifstofu- og þjónustustörf- um“. Viðbrögð skipta miklu í lok greinagerðarinnar segir síð- an: „Margt bendir til þess að hlut- fallslega muni störfum ófaglærðra fækka, en fjöldi tæknimanna, stjórnenda og sérhæfðra starfs- Jóhanna Sigurðardóttir manna fara vaxandi. Einnig er lík- legt að þróun sjálfvirkni í fisk- vinnslu samfara framförum í flutn- ingatækni geti haft í för með sér mikla fækkun starfa í fiskvinnslu. Ef starfsfólki í fiskvinnslugreinum verða ekki sköpuð tækifæri til end- urmenntunar og aðlögunar að nýrri tækni getur starfsfólk í fiskvinnslu innan fárra ára staðið frammi fyrir miklu atvinnuleysi. Á miklu veltur þess vegna hér á landi að brugðist verði við tækni- væðingunni með réttum hætti. Lyk- illinn að því að aðlagast tækniþró- uninni er fyrst og fremst skipulögð endurmenntun starfsfólks. Hvernig til tekst í þeim efnum mun hafa af- gerandi áhrif á hvort og hvenær ein- stakar atvinnugreinar taka tæknina í þjónustu sína. Slík fjárfesting sem stuðlar að aukinni endurmenntun starfsfólks, er því ekki síður mikilvæg en fjár- festing í ýmsum tækjabúnaði og gerir okkur ein samkeppnisfær við aðrar þjóðir og leiðir til aukinnar framleiðni, hagvaxtar og betri lífs- kjara“. r- I mörgum atvinnugreinum er at- vinnuöryggi starfsmanna í hœttu Skoðanakannanir DV og Hagvangs: Misræmi og lítill áreiðanleiki .Nýlega hafa verið birtar niður- stöður úr tveimur skoðanakönn- unum DV og Hagvangs um fylgi stjórnmálaflokkanna, ríkis- stjórnarinnar og fleira. Kannanir þessar, ef nota má svo virðulegt nafn yfir þessa starfsemi, voru framkvæmdar um og eftir síðustu mánaðarmót. Hvað sem annars má um þær segja þá er víst að þær eru fróðlegar til skoðunar. Kannanir þessar eru símakann- anir og ná því ekki til þeirra sem eru símalausir. Úrtak Hagvangs var 1000 manns en DV 600 manns. Öllu áreiðanlegri virðist könnun Hagvangs að þvi leyti að úrtakið er mun stærra og mun hærra hlut- fall lét i ljós ákveðna afstöðu til stjórnmálaflokkanna. Þannig reyndist hart nær helmingur hinna 600 manna DV könnunar- innar annað hvort óákveðnir eða neituðu að svara (46.4%). Byggir niðurstaða blaðsins um fylgi flokkanna því á svörum 322 í raun og afstaða þeirra yfirfærð á hina sem ekki tóku afstöðu. Hag- vangskönnunin hins vegar virðist ná til fólks sem af einhverjum ástæðum er mun fúsara til að láta í Ijós ákveðna afstöðu. E.t.v. segir það eitthvað um gæði DV-könn- unarinnar, án þess að nokkuð sé fullyrt. Að minnsta kosti er það umhugsunarefni hvernig DV virð- ist lenda á allt annars konar úr- takshóp en Hagvangur. Lögmálið um tilviljanaúrtak gerir ráð fyrir því að ef rétt er á málunum haldið eigi slíkur munur að vera í lág- marki þegar spurt er á svipuðum tíma. Er það eitthvað sem gerðist á þeim tíma er leið á milli kannan- anna sem varð til þess að fólk varð í umvörpum óákveðnara í afstöðu sinni? I könnun Hagvangs reyndust að- eins um 25% ekki taka ákveðna afstöðu og svarprósenta var um 80%. Það verður að teijast harla góð útkoma og ekki út í hött að taka þá út sem ekki svöruðu til um fylgi sitt við ákveðinn flokk. Svar- prósenta DV virðist hins vegar af uppsetningunni að dæma að hafa náð til allra í úrtaki sínu, svo trú- legt sem það nú annars er. Niðurstöður þessara kannanna eru mjög ólíkar. Mismunurinn kann að nokkru leyti að felast í tímamismuninum, sem þó er ekki mikill, og í því að um umbrota- tíma er að ræða. Ef gefið er að kannanirnar séu ámóta áreiðan- legar, sem er hæpið, þá mætti ætla að fylgi ríkisstjórnarinnar hafi á þessum nokkrum dögum farið úr 54,1% (af þeim sem tóku afstöðu hjá Hagvangi) niður í 46,9% (ákveðin afstaða hjá DV), Eftir þessu að dæma ætti ríkis- stjórnin því á 2—3 vikum að hafa Alþyfluflokkur 6,2% 9,8% Framsóknarflokkur 15,8% 13,6% Bandalag jafnaðarm. 8,4% 5,4% Sjólfstœðisflokkur 40,4% 44,6% Alþýðubandalag 19,9% 20,3% 1 Samtök um kvennal. 9% 6,3% Flokkur mannsins ^ 0,3%^ Ef þingsætum er skipt i róttu hlutfalli við fylg er bæði miðað við 60 þingmenn alls og mið burðar er sambœrileg skipting samkvæm kosninga: Nú (60 þingm) Nú (63 þ Alþýðuflokkur 3 Framsóknarflokkur 10 Bandalag jafnaðarm. 5 Sjálfstœðisfl. 25 Alþýflubandalag 12 Samt. um kvennal. 5 'stöður skoðanakönnunar DV. sé ótví Ivað fylgi flokkanna varðar þá eru vallar glatað 13% af fylgi sínu. Hafa ber í huga að þetta gerist á fyrstu vik- um verkfalls BSRB. Af einhverjum ástæðum virð- ast kannanirnar gefa vísbending- ar um að þrátt fyrir hratt fylgistap ríkisstjórnarinnar hafi fylgi Framsóknarflokksins aukist á milli þeirra um 1 prósentustig, en fylgi Sjálfstæðisflokksins hrunið um sirka 5 prósentustig. Eftir þessu að dæma virðist óánægjan með ríkisstjórnina einkum og sér í lagi beinast að sjálfstæðismönn- um og er það í sjálfu sér ekki ótrú- legt þegar embættisgjörðir og yf- irlýsingar einstakra ráðherra flokksins eru höfð í huga. Það virðist bjarga Framsóknarflokkn- um frá fylgishruni; sjálfsagt hafa talsvert margir flúið frá Sjálf- stæðisflokknum til framsóknar (á leið sinni yfir til stjórnarand- stöðuflokkanna!) r I könnununum kemur fram að stjórnarandstöðuflokkarnir hafa bætt við sig og treyst stöðu sína, nema Alþýðuflokkurinn. í DV- könnuninni fer fylgi Alþýðu- flokksins að því er virðist úr tæp- um 10% í september niður í rúm- lega 6% í október. í Hágvangs- könnuninni kemur hins vegar fram að fylgi flokksins sé frekar að aukast. Erfitt er að finna trú- verðugar skýringar á þessu. Lík- legast af öllu verður þó að telja að DV-könnunin sé svo óáreiðanleg vegna þess hversu úrtakið er lítið og svarprósentan lág. Þegar litið er til þess að könnunin byggir á svörum 322 einstaklinga vegur hver þeirra mjög þungt, eða um þriðjung úr prósentu. Með öðrum orðum blasir við að ef 2—3 ein- staklinga í könnuninni færðust snögglega frá öðrum flokkum til Alþýðuflokksins væri fylgi hans allt í einu orðið um 7% í stað um 6%. Það munar um minna. Hér er alls ekki verið að flýja frá þeirri mögulegu staðreynd að fylgi Al- þýðuflokksins kunni að vera í öldudal. Hér er aðeins verið að segja að misræmið er svo mikið að áreiðanleikinn verður að teljast lítill. Eftir stendur sú sterka vísbend- ing að stjórnarflokkarnir hafa glatað meirihluta sínum. í könn- un Hagvangs kemur enda í ljós að æ fleiri telja kjaraskerðinguna vera helsta vandamál Islendinga í dag.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.