Alþýðublaðið - 08.11.1984, Page 1
Búsetamálið á Alþingi:
Af skæruhernaði NT •
NT heldur áfram skæruhernaði
sínum á ríkisstjórnina. Sumar orra-
hríðarnar hafa verið mjög opinská-
ar og þar ekkert farið í grafgötur
með álit skríbenta blaðsins á því að
stjórnarsamstarfið er brostið og
fátt annarra úrkosta en að slíta því.
Nægir í því efni að benda á leiðara-
skrif blaðsins, en þar hafa áhlaupin
verið tíð að undanförnu og brönd-
um brugðið hátt á loft.
Steingrímur Hermannsson hefur
reynt að gera litið úr þessum árásum
og sagt að vitaskuld séu mismun-
andi skoðanir á lofti í Framsóknar-
flokknum og að leiðaraskrifin séu
bara skoðanir leiðarahöfundar.
Nú bregður svo við að þessi gagn-
rýna rödd í leiðurum NT hefur
þagnað og flýgur manni þá fyrst í
hug að sett hafi verið niður í við
höfundinn af forystumönnum
flokksins. NT-menn eru samt ekki
af baki dottnir við að draga fram í
dagsljósið afhroð stjórnarsam-
starfsins, þó nú sé gagnrýnin falin
undir yfirborði fréttamennsku.
Alexander neitar hrossakaupum
Ragna Bergmann, fonn. Framsóknar:
Ánægð og ekki ánægð
„Það er náttúrlega allveg úti-
lokað og raunar ósæmilegt af
háttvirtum þingmanni að vera
að halda því fram, að einhver
Jón Helgason,
form. Einingar:
Onnur stefna
en við
ætluðum
„Eg get endurtekið það sem ég
sagði í samningaviðræðunum, að
þaö var búið að hengja okkur á
klafa sem við vildum síst hanga á.
Þetta er allt önnur stefna en við
ætluðum okkur, en miðaö við stöð-
una eins og hún var og er þá mun ég
mæla með þessum samningi,“ sagði
Jón Helgason, formaður verkalýðs-
félagsins Einingar í samtali við Al-
þýðublaðið.
„Eftir að BSRB var búið að
semja varð Ijóst að ekki var um
annað að ræða en að semja á
svipuðum nótum, þó legið hafi fyr-
ir hótanir um að þetta verði allt
saman tekið aftur. Mér finnst verst
við þennan samning að okkur tókst
í raun ekki að færa því fólk björg í
bú sem við höfðum alltaf ætlað
okkur. í því sambandi vorum við að
hanga á hálmstrái sem við höfum
þurft að hanga á mörg undanfarin
ár og það er alls ekki skemmtilegt.
En það var sem sagt okkar stöðu-
mat að við komumst ekki hjá því að
semja á svipuðum nótum og aðrir.
Hins vegar má segja að ég sé
ánægður með að ekki hafi þurft að
koma til átakaý sagði Jón.
hrossakaup eða annað slíkt hafi
átt sér stað í sambandi við með-
ferð þessa máls á háttvirtu Al-
þingi þegar lögin um Húsnæðis-
málastofnun voru til meðferðar
og samþykktar. Slíkt er alger
fjarstæða og aldrei kom til
neinnar umræðu milli stjórnar-
flokkanna um þetta mál,“ sagði
Alexander Stefánsson, félags-
málaráðherra meðal annars í
svari sínu við fyrirspurnum
Jóns Baldvins Hannibalssonar
um Búsetaréttaríbúðir.
í fyrirspurnum sínum leitaði Jón
eftir svörum við því hvenær væri að
vænta frumvarps um stefnumörk-
un um búsetaréttaríbúðir og fleira
sem ráðherra boðaði síðasta vor að
yrði lagt fyrir í byrjun yfirstandandi
þings. Einnig spurði Jón, ráðherra
að því hvort náðst hefði samkomu-
lag stjórnarflokkanna á milli um
tilverurétt búsetaréttaríbúða og
hlut húsnteðissamvinnufélaga.
Rifjaði Jón upp að á seinasta
þingi urðu miklar deilur um þetta
mál og að því hafi verið haldið fram
að ríkisstjórnin hafi samið innbyrð-
is að fjármálaráðherra félli frá
áformum um skattlagningu á stór-
fyrirtæki undir pólitískr.i vernd
Framsóknarflokksins, gegn því að
félagsmálaráðherra „seldi réttindi
Búsetahreyfingarinnar fyrir þann
baunadisk". Minnti Jón ráðherra á
að þetta fólk biði nú eftir því að fá
skýr svör.
Félagsmálaráðherra afneitaði
öllum hrossakaupum, en sagði að
öðru leyti að nefnd væri í málinu og
að hann hefði óskað eftir því að
hún hraðaði störfum sínum.
„Ég er bæði ánægð og ekki
ánægð. Þaö náðust ýmsir góðir
hlutir í gegn, en hræddust er ég við
að þetta verði allt tekið strax aftur,“
sagði Ragna Bergmann, formaður
Verkakvennafélagsins Framsóknar
í samtali við Alþýðublaðið um
samninga ASÍ og VSÍ.
„Ég hygg að eftir atvikum hafi
ekki verið hægt að fá meira fram af
kröfum okkar. Það eru góðir hlutir
að við sjáum fram á að eyða tvö-
falda kerfinu á samningstímabilinu
og bónusinn er orðinn föst tala. En
ég býst við að það verði ekki allir
jafn ánægðir með samninginný
sagði Ragna.
Á forsíðu NT í gær er því slegið
upp áberandi við hlið blaðhaussins,
að það stefni i 200% aukningu
gjaldþrotamála í ár, miðað við síð-
asta ár, sem þó var metár í þessu
efni.
í fréttinni segir að greiðslustaða
fyrirtækja og einstaklinga sé mun
verri nú en verið hefur undanfarin
ár gagnvart hinu opinbera. „Okkur
virðist sem það stefni í þreföldun
gjaldþrotamála hjá embættinu frá
síðasta áriý er haft eftir Markúsi
Sigurbjörnssyni, borgarfógeta. í
fréttinni kemur líka fram að skuld-
irnar eru nú mun hærri en áður.
Nú er þessi frétt ekkert nýmæli
fyrir lesendur Alþýðublaðsins því
blaðið hefur áður fjallað um þessi
mál, og í þeirri umfjöllun hefur
Franrþald á bls. 2
Tillögur Alþýðuflokksins um fíkniefnamál:
1 milljón í ríkissjóð
Á síðasta Alþingi var samþykkt
þingsályktunartillaga Jóhönnu
Siguröardóttur og fleiri þing-
inanna Alþýðuflokksins um
fíkniefnamál. Við afgreiðslu fjár-
laga fyrir yfirstandandi ár fengu
Alþýðuflokksmenn því fram-
gengt að heimilt yrði að ráðstafa
upptækum hagnaði vegna fíkni-
efnasölu til fyrirbyggjandi að-
gerða vegna fíkniefnavandamáls-
ins.
í svari við fyrirspurnum Jó-
hönnu Sigurðardóttur um fram-
kvæmd þessara tillagna hefur Jón
Helgason upplýst á þingi að ýmis
verkefni væru nú í gangi í sam-
ræmi við þessar tillögur og meðal
þess markverðasta sem í svari
dómsmálaráðherra kom fram má
nefna að vegna heimildarinnar
um ráðstöfun hagnaðarins á
fíkniefnasölunni mun á þessu ári
hafa komið inn í ríkissjóð tæplega
1 milljón kr. Þessar krónur verða
til ráðstöfunar til verkefna i sam-
ræmi við tillögurnar, eftir nánari
fyrirmælum dóntsmálaráðuneyt-
isins. Alþýðublaðið mun gera
nánari grein fyrir þessum málum
á næstunni, en meðal þess sem
dómsmálaráðherra upplýsti er að
í undirbúningi er að herða mjög
viðurlög öll vegna fíkniefnasölu
og neyslu.
Asmundur Stefánsson, forseti ASI, um samningana:
„Skynsamlegur kostur
miðað við aðstæður“
„Ég held að sú stund komi
seint, að ég geri samning, sem mér
finnst vera góður samningur",
sagði Ásmundur Stefánsson, for-
seti ASÍ, þegar Alþýðublaðið
spurði hann um það, hvort hann
væri ánægður með þann samn-
ing, sem ASÍ og VSÍ undirrituðu
á þriðjudaginn.
„Megingalli þessa samnings er
það að í honum eru engin kaup-
tryggingarákvæði og launaliðir
samningsins geta ekki orðið lausir
fyrr en 1. september á næsta ári.
Þetta er ákaflega slæmt þegar sú
óvissa sem ríkir nú er fyrir hendi,
þegar efnahagsstefna ríkisstjórn-
arinnar er jafn óljós og raun ber
vitni og enginn veit hver fram-
vinda gengismála verður. En mið-
að við aðstæður tel ég að þessi
samningur hafi vérið skynsamleg-
ur kostur og það besta sem á varð
kosið ef ekki átti að koma til á-
taka á vinnumarkaðinum. En slík
átök hefðu vafalaust orðið mjög
hörð“, hélt Ásmundur áfram.
— En eru þessir samningar
svipaðir BSRB-samningunum?
„Já, það má segja að þeir séu
mjög sambærilegir. í BSRB-
samningunum var megin línan
mótuð“.
— Nú segirðu að vöntun á
kaupmáttartryggingarákvæði, sé
megin galli samninganna. Var ai-
veg vonlaust að fá slíkt ákvæði í
samninginn?
„Það var tómt mál að tala um
það. Allt frá því að BSRB-samn-
ingurinn var gerður var þetta efst
á blaði hjá okkur og undir það
síðasta tók þetta mestan tíma.
Umræðurnar snérust síðustu vik-
una fyrst og fremst um kaup-
trygginguna. Um helgina gerðum
við okkur hinsvegar grein fyrir því
að þetta ákvæði fengist aldrei í
samninginn nema með því að fara
í harðar aðgerðir".
— Eru þetta verðbólgusamn-
ingar, einsog ýmsir láta í veðri
vaka?
„Það er algerlega undir við-
brögðum stjórnvalda komið,
hvort þeir hleypa þessum kaup-
hækkunum beint út í verðlagið
eða ekki. Kaupmátturinn er háð-
ur aðgerðum ríkisstjórnarinnar
og eigum við mikið undir við-
brögðum hennar, en það er mjög
óljóst hver þau verða. Það er því
mjög slæmt að kauptryggingar-
ákvæði náðist ekki i samningana.
En þó þessi galli sé augljós þá
töldum við þetta skynsamlegra en
að fara í harðar aðgerðir“.
— Var skattalækkunarleiðin
algerlega út úr myndinni eftir að
BSRB samdi?
„Nei, ekki var það nú. Við
héldum áfram að velta þeim kosti
fyrir okkur. Hinsvegar er ljóst að
forsendur allar breyttust við
samning BSRB og því datt sú ieið
upp fyrir. Nú eftir á sýnist mér,
miðað við framkomu ríkisstjórn-
arinnar, þá hafi hún alcjrei stefnt
að því að fara skattalækkunar-
leiðina. Þetta voru aldrei annað
en orðin tóm og það er alveg ljóst
af viðbrögðum ráðherranna að
þessi leið var aldrei fyrir hendi.
Forsætisráðherra var með eilífar
yfirlýsingar, sem stönguðust hver
á við aðra og var allur mjög flökt-
andi í þessu máli og í samninga-
viðræðunt ríkisstjórnarinnar og
BSRB, kom þessi leið aldrei upp á
borðið.
Það er hinsvegar ekkert leynd-
armál að innan okkar hóps var
mikill áhugi á að fara skattalækk-
unarleiðina og tryggja þannig
kaupmátt fólksins, samtímis sem
stjórnvöldum yrði veitt visst að-
hald. Ef sú leið hefði verið farin
hefðu atvinnurekendur verið fús-
ari til að setja kauptryggingu inn
í samningana og skilmála um
hvernig ætti að bregðast við ef
forsendur breyttust í þjóðfélag-
inu“,
— Nú voru skattalækkanireitt
af loforðum sjálfstæðismanna
fyrir síðustu kosningar. Kemur
það ekki spánskl fyrir sjónir að
eftir á sé farið að semja um þessi
kosningaloforð?
„Það fer allt eftir því hversu
mikla trú menn hafa á kosninga-
loforðum. Það verður hver og
einn að gera upp við sjálfan sig
hversu spánskt það kemur honum
fyrir sjónir. Það er hinsvegar ekk-
ert nýtt að skattabreytingar séu til
umræðu í samningum. Arið 1974
var til dæmis samið um lækkun
tekjuskatts og síðan hafa ýmsir
samningar verið gerðir þar sem
skattamálin hafa verið með í
dæminu, t.d. var í febrúarsamn-
ingnum samið upp á ákveðna
kauphækkun gegn því að ríkis-
stjórnin kæmi til móts við þá verst
settu með ákveðnum uppbótum.
Það er aftur á móti ljóst að þær
breytingar, sem verið var að ræða
nú voru mun umfangsmeiri en áð-
ur“.
— En heldurðu að þessi
skattalækkunarleiö verði tekin
aftur upp, þegar menn setjast
næst við samningaborðið?
„Það er engin leið að segja neitt
um það í dag hvað verður upp á
teningnum á næsta ári“, sagði Ás-
mundur að lokum.