Alþýðublaðið - 08.11.1984, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 08.11.1984, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 8. nóvember 1984 ■—fi ITSTJ ÓRNARGREIN ■■■"■ Hörmungartímabil bau hafa verið mörg „tímamótin“ á skömmum starfstíma núverandi ríkisstjórnar. Nú, ennþá einu sinni, telja stjórnarsinnar kominn tíma til að fara yfir allt sviðið á nýjan leik og endurnýja og endurbæta fyrri áætlanir ríkisstjórnarinnar. Fróðiegt er að rifja upp öll þau vatnaskil, sem orðið hafa á hinni stuttu ævi ríkisstjónar Steingríms Hermannssonar. Til að byrja með voru það tímamót að áliti stjórnarsinna að beita „pólsku aðferðinni“ viö stjórnun þjóðar- búsins. Þá voru launin skorin niður með einni handarsveiflu og stór hluti af starfsemi verka- iýðsféiaga bannaður. Næstu kaflaski! voru, þegar ríkisstjórnin afréð að bera næst niður hjá öldruðum, sjúkum og börnum í landinu. Ellilifeyrir var skorinn niður, sjúkum og öryrkj- um var gert að greiða stórfé fyrlr læknishjálp. og lyf og hugmyndir voru um harkalegan niður- skurð á grunnskólanámi. Frelsið til okurvaxta, sem ríkisstjórnin leysti úr læðingi í sumar var næsta stórt afrek rikis- stjórnarinnar að eigin sögn. Allir þekkja afleið- ingarþess; raunvextireru hvergi hærri í hinum vestræna heimi, en hér á iandi. Húsbyggjendur og íbúðarkaupendur, þúsundireinstaklingaog atvinnureksturinn; aliir þessir eru að siigast undan vaxtabyrðinni. Svo settust þeir niður á haustdögum, Þor- steinn Páisson og Steingrímur Hermannsson og ákváðu að hefjasamningu nýs kapítula í við- burðarríkri sögu ríkisstjórnarinnar. Nú átti að endurskoða stjórnarsáttmálann frá ökkla til eyra. Og eftir margra vikna yfirlegu tróðu svo tvímenningarnir upp frammi fyrir fréttamönn- um og boðuðu nýja og betri tfma með endur- bættum stjórnarsáttmála. En blekiö á þeim sáttmálavarvarlaþurrt orðið, þegarhöfundarn- ir sjálfir sögðu að nú þyrfti að skoða allt sviðið á nýjan leik. Og ennþá stendur sú endurskoðun yfir. Raunar tekur hún ekki aðeins til málefn- anna einna, heldur einkum og sér i lagi til til- veru ríkisstjórnarinnarsjálfrar, framtíðar henn- ar eða falls. I millitlðinni hafði raunar rfkisstjórnin misst buxurnar niður á hælana, því forsætisráðherra, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðis- flokksins höfðu allir lýst því yfir að ekki kæmi tii greinaað laun hækkuðu neitt nú í haust um- fram þau þrjú prósent, sem samningarnir frá í febrúar á þessu ári kváðu á um. Eins og öllum er kunnugt skrifaði fjármálaráðherra nokkru slðar undir kjarasamning við BSRB, sem kvað áum 10% launahækkun strax. Þarvarð stjórn- in enn einu sinni að kokgleypa öll stóru orðin. Hörmungarsaga þessarar rfkisstjórnar er með eindæmun. Hvert glappaskotið hefur rek- iðannað. Þettatímabii f sögu íslenskra stjórn- mála á eftir að rifja oft upp á komandi tímum, öðrum til viövörunar. Hitt er nauðsynlegt að punkturinn verði nú þegar settur aftan við þessa sorgarsögu. íslenska þjóðin hefur ekki efni áfrekari „frægðarverkum" núverandi ríkis- stjórnar. Nóg er komið. —GÁS Bílgreinasambandið: Stjórnvöld endurskoði skattlagningu bíla 4> HJÁUPARSJÓÐUR GÍRÓNÚMER 90000-1 Hjálparstarf Rauða kross íslands í Eþíópíu Aðalfundur Bílgreinasambands- ins 1984 var haldinn í Reykjavík laugardaginn 13. oklóber sl. Þátttakendur á l'undinum voru um 200, félagsmenn, makar þeirra og gestir. Almenn aðalfundarstörf hól'ust síðan kl. 14:15 og var fundarstjóri kjörinn Þórir Jónsson og f'undar- ritari Jónas Þór Steinarsson. Á dag- skrá voru almenn aðalfundarstörf og m.a. flutti formaður Bílgreina- sambandsins Þórir Jensen ítarlega skýrslu um störf stjórnar á síðast- liðnu starfsári. í stjórn Bílgreinasambandsins voru kjörnir Þórit Jensen formað- ur. Aðrir í stjórn: Gísli Guðmunds- son, Árni Sigursteinsson, Ari Ólafsson, Björn Ómar Jónsson, Ólafur Kristinsson, Ingvar Helga- son, Sigfús Sigfússon og Svanlaug- NT 1 komið fram að ástæðan fyrir þessu er sú hörkulega kjararánsstefna, sem núverandi ríkisstjórn hefur beitt fyrir sig. Gjaldþrotin eru aug- Ijós afleiðing af þeirri stefnu. Það sem okkur þótti hinsvegar nýtt við fréttina, er að NT skuli birta hana núna. NT hvílir nú fallbyssurnar en í staðinn eru þeir með lymskulegar árásir á stjórnina með því að draga verk hennar fram í dagsljósið. Ronald Regan var í forsetakosn- ingunum í Bandaríkjunum endur- kjörinn með talsverðum meirihluta atkvæða kjósenda. Hlaut hann alls 59% atkvæða gegn 41% Walters Mondale og 525 kjörmenn á móti 13. Mondale sigraði aðeins í heima- ríki sínu Minnesota og í höfuðborg- inni. Þegar fyrstu atkvæðatölur tóku að berast leit út fyrir að Reagan myndi vinna stærri sigur en Nixon ur Ólafsson. Þrír síðastnefndu eru nýir í stjórninni og koma í stað Ás- geirs Gunnarssonar, Lúðvígs B. Al- bertssonar og Jóns Þorgrímssonar sem ekki gáfu kost á sér til endur- kjörs. Endurskoðendur voru kjörn- ir Ágúst Hafberg, Jónas Jónasson og til vara Sverrir Sigfússon. Eftirfanandi ályktanir voru sam- þykktar á aðalfundi Bílagreinasam- bandsins 1984: Aðalfundur Bílgreinasambands- ins 1984 vill vekja athygli á aðstöðu- mun olíufélaganna til varahluta- sölu varðandi opnunartíma, stað- setningu og fleira. Aðalfundurinn skorar á stjórn sambandsins að beita sér fyrir því að aðilar innan Bílgreinasambandsins fái jafna að- stöðu til sölu varahluta og olíufé- lögin. Jafnframt að kannaðir verði möguleikar á því að aðilar innan Bílgreinasambandsins sjái um dreifingu og e.t.v. innflutning á olíu og olíuvörum. Aðalfundur Bílgreinasambands- ins 1984 vill vekja sérstaka athygli á þýðingu þjónustuiðnaðar. Nauð- synlegt er að þjónustuiðnaði í bíla- greininni sé sköpuð sambærileg rekstrarskilyrði á við aðrar iðn- greinar og m.a. verði leiðréttur mikill mismunur á aðflutnings- gjöldum. Þessi háu gjöld á tækjum og búnaði til bifreiðaverkstæða hindra eðlilega endurnýjun og upp- byggingu í greininni. Aðalfundur Bílgreinasambands- ins 1984 vill vekja athygli á nauðsyn öflugs starfs í þágu umferðarörygg- árið 1972, þegar sá fékk um 61% atkvæða, þannig ieit út um tíma að Reagan færi upp í 63%. Þó Reagan hafi þannig unnið stórsigur í forsetakosningunum, þá er ekki hægt að segja að Repúblik- anar hafi samhliða gert stóra hluti í þingkosningunum. Þeir unnu á í kosningunum til fulltrúaþingsins, fengu 15 sæti i plús, en það var mál manna að til að tryggja „samvinnu- is og bendir á þörf þess að hraðað verði endurskoðun og endurbótum á umferðarlögum og skipulagi bif- reiðaskoðunar. Aðstaða til bif- reiðaskoðunar um allt iand verði stórbætt. Skyndiskoðanir á bifreið- um í umferðinni verði auknar veru- lega, sérstaklega með tilliti til breyttra reglna um skoðun nýrra og nýlegra bíla. Nú geta liðið yfir 3 ár þar til bilar fara í skoðun. Á þeim tíma getur komið fram verulegt slit á öryggisbúnaði. Bifreiðir sem lenda i umferðaróhöppum og verða fyrir tjóni á öryggisbúnaði verði af- skráðar og ekki skráðar á ný fyrr en þær hafa verið skoðaðar sérstak- lega. Betri bifreiðaskoðun er ein fljótvirkasti og hagkvæmasta leiðin til að stuðla að auknu umferðar- öryggi. Aðalfundur Bílgreinasambands- ins 1984 leggur til að heimiluð verði endurskoðun bifreiða á viðkennd- um verkstæðum um allt land. Aðalfundur Bílgreinasambands- ins 1984 vill enn vekja athygli á nauðsyn bílsins í okkar strjábýla landi og benda á að skattlagning á bíleigendur er óhófleg. Ennþá rennur um helmingur bílverðsins til ríkisins. Sama á við nauðsynlegt öryggistæki eins og hjólbarða. Aðalfundur Bílgreinasambands- ins 1984 skorar á stjórnvöld að endurskoða skattlagningu á bíla og bilgreinina í heild og telur að breytt skipulag geti haft í för með sér veru- legt hagræði fyrir bílgreinina, bíl- eigendur og hið opinbera. þýtt“ fulltrúaþing hefði viðbótin þurft að vera að minnsta kosti 25 sæti. í kosningunum til öldunga- deildarinnar gerðist það síðan að Repúblikanar töpuðu 1 sæti, en þeir halda þó meirihluta sinum þar. Segja má að útkoman hafi orðið sú að þó kjósendur hafi lýst yfir ótví- ræðu trausti á Reagan hafi þeir þó viljað tryggja honum aðhald með því að neita honum um meirihluta í fulltrúadeildinni. Fjölmiðlar í öllum löndum heims hafa að undanförnu flutt fréttir af þeirri geigvænlegu hungursneyð sem ríkir nú meðal ótrúlegs fjölda fólks í Eþíópiu og fregnir hafa bor- ist um viðbrögð margra ríkja og hjálparstofnana sem komið hafa þar til líknar. Stjórn Rauða kross íslands hefur nú ákveðið að gefa íslendingum kost á að taka þátt í þessu alþjóð- lega hjálparstarfi með því að efla Hjálparsjóð Rauða kross íslands með fjárframlögum en fé úr sjóðn- um verður látið renna til Iíknar- starfa í Eþíópíu. Gíróreikningur Hjálparsjóðs er nr. 90000-1. Þar verður öllum fjárframlögum fús- lega veitt viðtaka. Enda þótt Rauði kross íslands telji nú rétt og skylt að efna til sér- stakra samskota vegna neyðarinnar í Eþíópíu þá er alllangt síðan RKÍ hóf fyrst þátttöku í hjálp Rauða- krossfélaganna til bágstaddra í Eþí- ópíu. Er þar síðast þess að minnast að í sl. ágústmánuði fór Sigríður Guðmundsdóttir hjúkrunarfræð- ingur til starfa í Eþíópíu og er gert ráð fyrir að hún vinni þar fram yfir næstu áramót. í bréfi sem Sigríður ritar Rauða krossi Islands frá Sidamo-héraði í Suður-Eþíópíu hinn 8. f.m. segir hún m.a.: „Hér hefur ástand breyst mikið síðan ég kom. Er við komum voru fjórar fæðugjafastöðvar starfrækt- ar hér af Eþíópíska Rauðakrossin- um. í hverri þeirra voru um 2000 manns, börn, gamalmenni, ófrískar konur og mjólkandi. í dag eru milli 50 og 100 börn í hverri þeirra. Hefur ástandið batnað það mikið að við höfum útskrifað alla nema allra aumustu börnin. Er það vegna þess að fólk hefur maís að borða eins og er. En uppskeran af maís er frekar rýr. Má búast við að hún verði búin mánuði fyrr en venjulega. Hvað tekur þá við? Það gæti aftur orðið neyðarástand. Við reynum að koma í veg fyrir það með því að fara reglu- lega inn í þorpin, ganga hús úr húsi og Ieita að veikum og illa nærðum börnum. — Það er í ráði að ég fari með annarri hjúkrunarkonu, írskri nunnu, til héraðs sem heitir Gama Gofa til að gera þar könnun á nær- ingarástandi barna. Orðrómur er á kreiki um að þar séu skelfilegar hörmungar“. Auk þeirrar aðstoðar sem Sigríð- ur veitir er nú í ráði að tveir sendi- fulltrúar til viðbótar fari frá Rauða- krossi íslands á næstunni til starfa í Eþíópíu. Annar mun vinna við birgðaflutninga en hinn annast verkfræðistörf í sambandi við leit að vatni. Gert er ráð fyrir að annar sendifulltrúinn verði í þrjá mánuði en hinn á að ráða til sex mánaða. En allt veltur á að það fólk sem vinnur að líknarstörfum í Eþíópíu geti úthlutað matvælum, lyfjum og fatnaði. Til þess þarf fé. Þess vegna er minnt á Hjálparsjóð RKÍ þar sem öllum gefst kostur á að leggja fram lítinn skerf til að bæta úr mik- illi neyð. Reagan vann stórt Vonbrigði Repúblikana með þingkosningarnar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.