Alþýðublaðið - 08.11.1984, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 8. nóvember 1984
3
Ályktun landsfundar Kvennalistans:
Þeir verða harðast úti
sem síst mega við því
Við Kvennalistakonur heilsum
vetri, og bjóðum velkomnar til
starfa nýjar konur víða um land og
sérstaklega hinn nýja anga Kvenna-
listans á Vesturlandi.
Við fögnum þeim baráttukrafti
sem konur hafa sýnt í þeim átökum
sem hafa einkennt þjóðlífið að
undanförnu. Þau átök minna um
margt á ófrið þjóða í milli, og er sú
staða undarleg þar sem um er að
ræða deildur ríkisstjórnar við kjós-
endur sína og starfsmenn. Þeir sem
vilja ná fram rétti sínum undir slik-
um kringumstæðum, eru knúnir til
að sýna mátt sinn og megin áður en
litið er á þá sem verðuga andstæð-
inga sem hægt er að semja við. Slík
vinnubrögð endurspegla það
hugarfar, sem er orsök misréttis og
veldur ófriði og styrjöldum. Opin-
berir starfsmenn hafa að undan-
förnu sýnt samstöðumátt sinn og
fært miklar fórnir í baráttu við
ríkisstjórn, sem hefur kosið að líta
á þá sem andstæðinga sína. í ófriði
verða þeir ætíð harðast úti, sem síst
mega við því. Konur sem eru lægst
launaði vinnukraftur þessa sam-
félags eru meirihluti þeirra sem
hafa verið án launa svo vikum
skiptir. Þær hafa í þessu verkfalli
staðið þétt saman. Það er því sorg-
legt til þess að vita, að þessi sam-
staða og hin mikla umræða sem far-
ið hefur fram í þjóðfélaginu um
kjör kvenna skilaði sér ekki inn á
samningaborðið.
Konur á íslandi una því augljós-
lega ekki lengur, að störf þeirra séu
vanmetin, og að laun þeirra dugi
engan veginn fyrir nauðsynjum.
Konur una því heldur ekki að störf
þau er þær inna af hendi séu ekki
metin sem ábvrgðarstörf hvort
heldur sem þau lúta að fólki,
menntun barna, hjúkrun sjúkra og
umönnun aldraðra, eða vinnslu
hráefnis og öðrum framleiðslu-
störfum, grundvallarstörfum, sem
eru forsenda þess að þjóð sjái sér
farborða og haldi mennsku sinni.
Konur vita líka, að laun þeirra hafa
ekki skapað óðaverðbólgu og það
er ekki þeirra sök að þjóð okkar er
að sökkva í fen erlendra skulda.
Konur vita, að rangar fjárfestingar,
sóun verðmæta og sjónarmið
stundargróða eru orsök þess efna-
hagsvanda, sem þjóðin á nú við að
glíma. Sá efnahagsvandi verður
ekki leystur með niðurskurði fé-
lagslegrar þjónustu sem íslenskt
Ráðstefna um flokk-
unarfélagsmál skipa
Laugardaginn 10. nóv. 1984 verð-
ur haldin á Hótel Sögu í Reykjavík,
eins dags ráðstefna á vegum Det
norske Veritas á íslandi. Umræðu-
efnið verður flokkunarfélagsmál
skipa og rekstur farmskipa, sérstak-
lega með tilliti til nýjunga í rekstri
ekjuskjpa og aukinnar hagkvæmni
í viðhaldi og öryggismálum skipa. í
tilefni af þessu koma til landsins
tveir af sérfræðingum Det norske
Veritas í Oslo, þeir Jan Telle yfir-
verkfræðingur og Ola Ramton for-
stjóri skipaeftirlitsdeildar, og munu
þeir flytja sitt erindið hvor. Inn-
gangsorð og kynningu flytur Agnar
Erlingsson verkfræðingur, sem
veitir skrifstofunni á íslandi for-
stöðu. Einnig gefst kostur á um-
ræðum eftir flutning erindanna.
Rástefnan hefst kl. 10.00 og lýkur
væntanlega um kl. 17.00.
Det norske Veritas er, sent mörg-
um er kunnugt, eitt af fimm stærstu
skipaflokkunarfélögum heims. Það
var stofnað árið 1864 í Osló og er
því réttra 120 ára núna. Veritas er
sjálfseignarstofnun, og telur liðlega
3000 starfsmenn, sem starfa á 170
föstum skrifstofum víðs vegar um
heim. Stofnunin hefur haft starf-
semi með höndum á íslandi í meira
en hálfa öld, en föst skrifstofa var
stofnuð í Reykjavík fyrir liðlega 5
árum síðan. Meira en helmingur
allra íslenskra skipa, sem eru í
flokkunarfélagi, eru í flokki hjá
Det norske Veritas. Flestar stærri
nýsmíðar hérlendis hafa einnig ver-
ið smíðaðar samkvæmt reglum og
undir eftirliti Det norske Veritas.
Starfsmenn á íslandi eru nú fjórir.
15. ársfundur MFA
Næst komandi föstudag 9.
nóvember verður haldinn 15. árs-
fundur Menningar- og fræðslusam-
bands alþýðu. Arsfundurinn verður
að þessu sinni haldinn í Hreyfils-
salnum við Fellsmúla og hefst kl.
14.00.
Á ársfundum MFA er gerð grein
fyrir starfi MFA liðið starfsár,
Tökum að okkur
hverskonar
verkefni
í setningu,
umbrot og
plötugerð, svo
sem:
Blöð í dagblaðaformi
Tímarit
Bœkur
o.m.fl.
Ármúla 38 —
Sími 81866
reikningar kynntir og fjallað urn
málefni, sem ofarlega eru á baugi í
verkalýðshreyfingunni hverju sinni.
Á ársfundinum nú mun Helgi
Guðmundsson formaður MFA
flytja skýrslu um starf MFA, Sig-
finnur Sigurðsson gjaldkeri skýrir
reikninga og Ingjaldur Hannibals-
son forstjóri Iðntæknistofnunar ís-
lands mun flytja erindi um tækni-
þróun og atvinnulífið, sem er
höfuðefni ársfundarins að þessu
sinni. Að loknu erindinu verða al-
mennar umræður.
Til ársfundar MFA eru boðaðir
fulltrúar frá samböndum og verka-
lýðsfélögum innan ASÍ, samtökum
og stofnunun sem MFA á samstarf
við auk sambandsstjórnar Alþýðu-
sambands íslands.
Albert
óbreyttum frá því sem nú er.
Sé tekið mið af þeirri útvíkkun
skattskyldusviðsins sem fram kom í
svari mínu við fyrstu tveimur liðum
fyrirspurnarinnar lætur nærri að
12% söluskattur skilaði ríkissjóði
sömu tekjum og núverandi skatt-
kerfi. Ég vil hins vegar ítreka að svo
víðtæk skattskylda er ekki raun-
hæfur eða framkvæmanlegur
möguleiki.
launafólk hefur lagt áherslu á í
samningum undanfarin ár, jafnvel
á kostnað launahækkana.
Miðað við núverandi efnahags-
ástand sem kallar foreldra til vinnu
utan heimilis án tillits til barna er
það grundvallaratriði í baráttu fyrir
jafnri stöðu kvenna og karla á
vinnumarkaðinum, að öllum
foreldrum standi dagvistarþjónusta
til boða, að foreldrar geti sjálfir val-
ið hvort börn þeirra sæki dagvistar-
heimili.
iVonur treysta ekki fólki sem van-
rækir menntun barna sinna, að-
búnað foreldra sinna í ellinni, og
telur að þeir sem sjúkir eru eigi að
fá læknishjálp í hlutfalli við tekjur.
Konur vita, að slíkir menn hafa
ekki þá ábyrgðartilfinningu sein
þarf til að veita þjóðarheimilinu
forstöðu.
Þá er athyglisvert að konur um
allt Iand hafa risið upp og hafnað
aukinni stóriðjuuppbyggingu sem
hingað til hefur verið lögð ofur-
áhersla á. Stóriðja er gamaldags og
úreltur atvinnu- og framleiðslu-
kostur, og nú eru framsæknustu
iðnaðarríki heims að flytja stóriðju
sína úr landi til að rýma fyrir hag-
kvæmari iðnaði heima fyrir. Stór-
iðja er áhættusöm fjárfesting, og
kallar á aukin ítök erlendra aðila i
íslensku efnahagslífi. Stóriðja er
mengandi og náttúruspillandi og
hefur hlutfallslega upp á fá og dýr
störf að bjóða. Á undanförnum
árum hefur einnig verið farið of
hratt í virkjanaframkvæmdir vegna
stóriðju og er svo komið að hlut-
deild í erlendum skuldum íslend-
inga vegna orkuframkvæmda er 60
af hundraði. Við viljum byggja upp
atvinnuvegi, sem ganga ekki í ber-
högg við náttúru landsins og nýta
þá þekkingu og hugvit sem við bú-
um yfir til að fullvinna afurðir okk-
ar og skapa nýjar atvinnugreinar.
Island hefur sérstöðu, landið og
hafið umhverfis okkur er gjöfult og
ómengað og hér býr fólk, sem hefur
góða og almenna menntun og býr
yfir mikilli fræðilegri þekkingu.
Það er þessi þekking og það hugvit
sem þjóðin hefur yfir að ráða, sem
verða hornsteinar framtíðarkosta
okkar. Til þess að mæta framtíð
breyttra atvinnuhátta þurfum við
að vanda til menntunar barna okk-
ar, efla rannsóknarstarfsemi,
byggja upp iðnað sem hentar okkur
vel, auka fjölbreytni í landbúnaði,
og fullnýta sjávarafurðir án óhóf-
legs milliliðakostnaðar. Okkur er
lífsnauðsyn að auka á fjölbreytni
atvinnuhátta til að bæta upp
sveifluker.nda meginatvinnuvegi
okkar. Það ætti að vera heillandi
starf að fást við slíka atvinnuupp-
byggingu. Kvennalistakonur benda
á nauðsyn þess, að ísland og hafið
umhverfis Iandið verði yfirlýst
kjarnorkuvopnalaust svæði. Við
teljum, að vopnin tryggi ekki frið-
inn heldur stefni síaukin vígvæðing
veröldinni allri í hættu.
Hugtakið frelsi hefur oft borið á
góma að undanförnu, og verið tamt
í munni þeirra er harðast hafa geng-
ið fram í að brjóta á bak aftur frels-
isbaráttu fólks fyrir mannsæmandi
launum. í nafni frelsis eru brotin
Iandslög.
IVIeð versnandi félagslegri þjón-
ustu og lágum launum opinberra
starfsmanna, hafa yfirvöld stuðlað
að þeirri þróun, að nú rísa einka-
skólar og sjálfstæðar heilbrigðis-
stofnanir. Með öðrum orðum er
farið fram á óheft frelsi fyrir þá sem
meira mega sín. Slíkt er frelsi frum-
skógarins en má ekki gilda í sam-
félagi manna. Við Kvennalistakon-
ur teljum það dýrmætast að hver
einstaklingur hafi frelsi til að vaxa,
þroskast og lifa án óttaí samfélagi
þar sem samábyrgð og samhjálp
sitja í öndvegi. Það er ein af megin-
Guðrún Agnarsdóttir og Kristín Halldórsdóttir, þingmenn Kvenna-
listans, við þingsetninguna.
forsendum þess að börnin okkar
geti orðið hamingjusamir einstakl-
ingar og geti haft jákvæð áhrif á
umhverfi sitt og framtíð þjóðarinn-
ar.
Sendill óskast
Utanríkisráðuneytið óskar að ráða röskan og áreiðan-
legan ungling til sendiferða, eftir hádegi, í vetur. Mögu-
leikar á fullu starfi í skólaleyfum og næsta sumar.
Nánari upplýsingar veittar í afgreiðslu ráðuneytisins.
Utanríkisráðuneytið,
Hverfisgötu 115, 5. hæð.
Tilkynning til
díselbifreiðaeigenda
Þeir díselbifreiðaeigendur sem ekki létu lesa af
ökumæli bifreiða sinna fyrir 4. október s.l. vegna
innheimtu þungaskatts fyrir 2. ársþriðjung 1984
erhérmeðgefinn fresturtil að látalesaaf ökumæl-
unum fyrir 9. nóvember n.k.
Fjármálaráðuneytið
FELAGSSTARF
ALÞÝÐUFLOKKSINS
Alþýðuflokksfélag
Garðabæjar
Félagsfundur verður haldinn að goðatúni 2, laug-
ardaginn 10. nóv. kl. 14.00.
Dagskrá:
1. Kjartan Jóhannsson ræðirstjórnmálaviðhorfið.
2. Kosning fulltrúa til flokksþings og umræður til
undirbúnings flokksþingi.
3. Önnur mál.
Stjórnin.
Alþýðuflokksfélag
Hafnarfjarðar
Aðalfundurfélagsins verðurhaldinn í Alþýðuhúsinu við
Strandgötu fimmtudaginn 8. nóvember kl. 20.30.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Kosning fulltrúa á flokksþing og umræður til undir-
búnings flokksþingi.
3. Önnur mál.
Félagar mætið vel og stundvíslega.
Stjornin
Að lokum hvetjum við allar kon-
ur til að standa áfram vörð um rétt
sinn og framtíð bama sinna, og
óskum landsmönnun öllum góðs
vetrar.