Alþýðublaðið - 09.11.1984, Blaðsíða 4
alþýðu-
Föstudagur 9. nóvember 1984
Úlj>efan(Ji: Blað h.f.
Stjórnmálarilstjóri og ábm.: Guðmundur Árni Stefánsson.
Ritstjórn: Kriðrik Þór Guðmundsson og Sigurður Á. Friðþjófsson.
Skrifstofa: Helgi (iunnlaugsson og Halldóra Jónsdóttir.
Auglýsingar: Eva Guðmundsdóttir.
Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 38, Rvík, 3. hæð.
Sími:81866.
Sctning og umhrot: Alprent h.f., Ármúla 38.
I'rentun: lilaðaprcnt, Siðumúla 12.
Áskriftarsíminn
er 81866
Fyrirspurn Jóns Baldvins Hannibalssonar um Mangó-Jógó-málið:
Gilda lögin jafnt yfir alla?
Sum þingmál eru þess eðlis, að
almenningur getur ekki annað en
brosað að þeim, jafnvel þó um há-
alvarleg mál sé að ræða. Svo var um
Mangó og Jógó málið á síðasta
þingi. Fjölmiðlar fundu strax
skemmtilegan þef af því og slógu
því upp. Það gekk svo langt að gerð
var tilraun á þeim mönnum, sem
mest komu við sögu, fjármálaráð-
herra og landbúnaðarráðhcrra, og
þeir látnir súpa á drykkjunum fyrir
framan myndavélarnar og segja álit
sitt á drykkjunum.
Mál þetta hafði samt fleiri hliðar
en þá skoplcgu. Það var dæmigert
um þau hrossakaup með lög og rétt,
sem þessi ríkisstjórn hefur orðið
fræg fyrir.
Sl. þriðjudag var Jón Baldvin
Hannibalsson, þingmaður Alþýðu-
flokksins, með fyrirspurn til fjár-
málaráðherra varðandi þetta mál.
Fyrirspurnin er í þrem liðum og fer
hún hér á eftir:
1. Er þess að vænta að fjármála-
ráðherra leggi fram á Alþingi frv. til
1. um breyt. á 1. frá 23. júlí árið
1936, sem staðfest voru af Christian
hinum X. af guðs náð konungi ís-
lands og Danmerkur, vinda og
gauta, hertogi í Slésvík, Holtseta-
landi, Stór-Mæri, Þéttmelti, Lágin-
borg og Aldinborg, um að Mjólkur-
samsalan í Reykjavík og Samband
ísl. fiskframleiðenda skuli vera
undanþegin útsvari- og tekju- og
eignaskatti sbr. yfirlýsingu ráðherra
inniá Alþingi 26. apríl sl.
2. Hefur fjármálaráðherra fram-
fylgt yfirlýsingu sinni á Alþingi frá
26. apríl sl. um að hann telji sig
fyllilega einfæran um að annast
innheimtu vörugjalds og söluskatts
af Mjolkursamsölunni. Og það má
bæta við þar sem ráðherra er einfær
um þetta, hefur ekki svo verið gert
þegar, hæstv. ráðherra.
3. Hvenær má vænta þess að
fjármálaráðherra kynni Alþingi
niðurstöður nefndar sem falið var
að kanna nákvæmlega með hvaða
hætti verðmyndun á kakómjólk,
Mangósopa og Jóga á sér stað til
þess að fá úr því skorið hvort verð á
þessurn vörum sé óeðlilega hátt, en
þessi fyrirspurn er innan tilvitnun-
armerkja og þar er vitnað í ummæli
hæstvirts ráðherra frá seinasta
þingi og frétt/bréfi.
Eru allir jafnir að lögum?
í útskýringum með fyrirspurn-
inni sagði Jón m.a. að þetta mál
snerist fyrst og fremst um það hvort
fjármálaráðherra ætlaði að fram-
fylgja lögum um skattheimtu af
þessum fyrirtækjum, eða hvers
vegna svo væri komið að sett væri
sérstök ráðherranefnd og séfræð-
inganefnd til þess að semja inn-
byrðis um það hvort fyrirtækin
skyldu áfram undanþegin lögum.
Hæstvirtur ráðherra svaraði mjög
afdráttarlaust á þeirri tíð, hann
sagðist vera fullfær um að gera
þetta, hann sagðist ekki mundu
hvika frá ákvörðun sinni og hann
sagðist hafa skipað nefnd ráðgjafa
sinna til þess að rannsaka verð-
myndun í þessum bransa m.a. með
visan til þess að það var þá upplýst
að Mjólkursamsalan í Reykjavik er
eitt af þessum fyrirmyndar-fyrir-
tækjum sem ekki þurfa einu sinni
að leita bankalána til þess að standa
undir stórbyggingum, musterum, á
þessum erfiðu tímum, sem þó er vit-
að að muni kosta hundruð milljóna
króna. Og er náttúrlega kannski
svolítil skýring ef fyrirtækið er
skattlaust bæði að því er varðar
útsvar, aðstöðugjald, vörugjald og
söluskatt. Ég vil aðeins minna á(
herra forseti, að þetta mál var eitt-
hvert stærsta mál samstarfsflokks
hæstvirts ráðherra, þ.e. framsókn-
armanna á seinasta þingi, og svo
mikill var undirgangurinn að það lá
við að óbreyttir þingmenn héldu að
um stjónarslit væri að ræða. Þeir
framsóknarmenn brugðu hart við
og fluttu tvö mál, frv. til 1. um það
að staðfesta það að þessi fyrirtæki
skyldu undanþegin lögboðnum
gjöldum, viðurkenndu þar með að
það þyrfti lagabreytingu til þess að
þau greiddu ekki sína skatta.
Þetta var m.ö.o. stórt mál, það
varðar lög og rétt í landinu hvort
fyrirtæki og framleiðendur skuli
vera jafnir fyrir lögum, það er
grundvallaratriði í málinu, en í
annan stað er hér auðvitað um að
ræða fjárhagsmálefni sem varðar
fjárhag ríkissjóðs.
í þriðja lagi vakti þetta mál mikla
kátínu í þingsölum, og ekki veitir
nú af því, það er ævinlega til bóta,
og er þáekki úr vegi að rifja upp hið
undur hugljúfa Ijóð sem hæstvirtur
11. landskjörinn þingmaður, Guð-
mundur Einarsson, fór með af
þessu tilefni eftir Harry Belafonte
sem hann leyfði sér að far með á
ensku: „Listen, my woman is call-
ing to me“. En því miður þá saknaði
ég þess þá að hæstvirtur þingmaður
sem er fremur lagvís maður að
sögn, skyldi ekki syngja þetta fyrir
þingheimi og ég sakna ákaflega að
hann skuli ekki vera hér á sínum
stað til þess að bæta úr því.
Lögin úrelt
í svari fjármálaráðherra kom
m.a. fram að hann saknaði ekki
þess að Guðmundur Einarsson
syngi lög eftir Harry Belafonte, þvi
hann héldi að hann hefði ekki bætt
umræðu um þessi mál með því,
frekar en öðru framlagi Bandalags-
manna á þingi. Síðan sagði hann
orðrétt:
„Því að hér er ekki um neitt grín-
mál að ræða, hér er um það að ræða
að menn átti sig á því að mörg af
þeim lögum sem gilda í landi voru
eru sett um bændasamfélag, en
þjóðfélagið hefur þróast langt frá
því að vera bændasamfélag og er nú
iðnvætt má segja nýtísku þjófélag,
svo lögin séu að stórum hluta úrelt
og þ.a.l. á mörgum sviðum erfitt að
fara eftir þeim, eins og komið hefur
fram hjá prófessor Líndal á fund-
um fjárhags- og viðskiptanefndar
fyrir nokkru síðan“.
Síðan vitnaði Albert Guðmunds-
son í samkomulag, sem hann hafði
gert við Jón Helgason, landbúnað-
arráðherra. í því samkomulagi fólst
að hann væri tilbúinn að gera sam-
komulag um gjaldtöku á Kókó-
mjólk, Mangósopa og Jóga ef inn-
heimtu vörugjalds og söluskatts á
umræddum vörum verði frestað
með beitingu undanþágu heimildar
laga. í samkomulaginu fólst líka að
verð á umræddum vörum lækkaði
a.m.k. um 20%; að gengið verði úr
skugga um vilja Alþingis varðandi
gjaldtökuna og önnur atriði í verð-
lagningulandbúnaðarvara þegar á
næsta hausti; að verðmyndunar-
kerfi landbúnaðarins verði tekið til
rannsóknar og endurskoðunar á
vegum ríkisstjórnarinnar og niður-
stöður kynntar almenningi í haust.
Öðrum og þriðja lið fyrirspurn-
arinnar svaraði fjármálaráðherra á
eftirfarandi veg:
„Sl. vor var gerð bráðabirgða-
athugun á verðmyndun blandaðra
mjólkurvara í kjölfar áforma um að
innheimta af vörum þessum vöru-
gjald og söluskatt eins og lög sýnast
standa til.
Á grundvelli þessarar athugunar
náðist samkomulag í ríkisstjórn um
að fresta gjaldtöku á þessum vörum
þar til nánari athugun hefði farið
fram á verðmyndunarkerfi mjólk-
urvara. Að henni er nú unnið en
ekki er hægt að svo stöddu að
greina frá því hvenær athugun þess-
ari kann að verða lokið. Þeir menn
sem vinna að þessum athugunum
sem er víðtækari heldur en yfir
mjólkurvörurnar sem hæstvirtur
fyrirspyrjandi gerir hér að um-
ræðuefni, heldur er þetta yfir land-
búnaðarvöru-verðmyndunar á
landbúnaðarvörum almennt, eru
þeir Guðmundur Sigþórsson úr
landbúnaðaráðuneytinu og, augna-
blik, já Þorvaldur Búason fyrir
hönd fjármálaráðuneytisins. Ég
vona að ég hafi svarað fyrirspurn-
um fyrirspyrjanda í málinu"
Pólitískt
fyrirgreiðslufyrirtæki
Að loknu svari fjármálaráðherra
tók Jón Baldvin Hannibalsson aft-
ur til máls. Hann sagði m.a.: Herra
forseti. Það fór eins og mig grun-
aði. Hæstvirtur ráðherra skýrir frá
því í svörum sínum sem ég þakka
hérna fyrir, að um þetta mál hafi
verið samið í ríkisstjórn. Um hvað
er verið að semja, það er verið að
semja um undanþágu til tiltekins
fyrirtækis frá annars lögboðnum
gjöldum. Að vísu nú með ákveðn-
um skilyrðum. Þeim skilyrðum að
þetta skattlausa forréttindafyrir-
tæki skuli þar á móti láta svo lítið
að lækka verð sitt a.m.k. til bráða-
birgða, um svona nokkurn veginn
þá upphæð sem ella ætti að renna í
rikissjóð.
Nú, þetta er ákaflega sérkennileg
afgreiðsla á málum. Lög eru í land-
inu um það að fyrirtæki og sam-
keppnisaðilar eigi að standa jafnt
að vígi með því að greiða slíka
skatta og slik gjöld og allir eigi að
vera jafnir fyrir lögunum og ef er
um að ræða að einhver fyrirtæki
greiði ekki slík gjöld, eins og t.d.
vörugjald og söluskatt, eru við því
hin ströngustu viðurlög, jafnvel
lokun á rekstri fyrirtækisins og
sektir og hegningar. En hér hafa
ráðherrarnir náð pólitískri sam-
stöðu um að þetta fyrirtæki skuli
njóta alveg sérstakrar fyrirgreiðslu.
Þetta er alveg sérstakt pólitískt
fyrirgreiðsufyrirtæki, einn horn-
steinninn af þessu makalausa milli-
liðakerfi Framsóknarflokksins í
landbúnaðarmálum.
Ég verð að segja fyrir mig, að ég
gef enn ekki upp alla von vegna
svara hæstvirts ráðherra, hann
sagði þó að þetta væri tímabundið
ástand, að lengra hefði hann ekki
komist fyrir ofríki framsóknar-
manna í báðum flokkum og í ríkis-
stjórn, hann hefði þó komið því til
leiðar að verðið yrði lækkað til
neytenda, þangað til niðurstöður
kæmu og þær ætti að leggja fyrir
þing í haust. Af þvi sjámenn að það
var ekki út i hött að spyrja, það var
ekki út í hött, og viturleg ákvörðun
hjá herra forseta, að leyfa þessar
utandagskrárumræður á sínum
tíma, það er ástæða til að halda
Framhald á bls. 3
MOLAR
_ _ . >
Hann er ekki normal
Eins og alþjóð veit var forysta
Verslunarmannafélags Reykjavík-
ur svo ánægð með samninga sína
að hún sá enga ástæðu til að segja
þeim upp 1. september, einsog
flest önnur aðildarfélög innan
ASÍ gerðu . Eftir mikið samn-
ingaþóf var svo loks skrifað undir
nýjan samning á milli ASÍ og VSÍ
sl. þriðjudag. Undir hann skrif-
uðu formenn verkalýðssamband-
anna en ekki Magnús L. Sveins-
son formaður Verslunarmannafé-
lags íslands. Ástæðan fyrir því
var sú að hans sögn, að formaður
Apótekarafélags Reykjavikur
hefði gefið í skyn að apótekarar
væru reiðubúnir að semja um
hærri laun til lyfjatækna. Werner
Rasmundsson, formaður Apó-
tekarafélags Reykjavíkur neitar
að hafa gefið þetta í skyn í NT á
miðvikudaginn. Ég hélt að það
væri hægt að tala við Magnús
einsog normal mann, segir hann.
Ég hef aldrei boðið eitt né neitt og
við höfum ekki einu sinni sam-
þykkt að eiga viðræður við lyfja-
tækna. Þannig að nú situr
Magnús eftir með sárt enni og fé-
lagar í Verslunarmannafélagi ís-
lands með þá staðreynd að vera
ekki aðilar að samningi ASÍ og
VSÍ auk þess sem formaður þeirra
er sagður abnormal í NT. En þeir
eru sjálfsagt hæstánægðir, enda
höfðu þeir ekkert út á fyrri samn-
ing að setja.
•
Eldgos
„Það er ekkert áhlaupaverk að
stinga tappa í eldfjall“ Á þessum
orðum hefst stutt grein um efna-
hagsmálin og kjaradeildurnar á
íslandi, í The Economist 19. októ-
ber 1984. í greininni er fjallað um
hlut Steingríms Hermannssonar í
islenska efnahagsundrinu og get-
um við ekki á okkur setið að birta
í lauslegri þýðingu hluta úr grein-
inni.
Á síðasta ári var ísland, sem
er virkasta eldfjallasvæði í
Evrópu, nærri sprungið. Undir
veikri samsteypustjórn Fram-
sóknar og Alþýðubandalags hafði
gengi íslensku krónunnar hrapað
og erlendar skuldir stigið upp úr
öllu valdi— eða náð 68% af þjóð-
arframleiðslunni. Framfærslu-
kostnaður hafði fimmfaldast á
fjórum árum og verðbólgan var
komin í 130%. í maí á fyrra ári
myndaði svo Steingrímur Her-
mannsson ríkisstjórn með Sjálf-
stæðisflokknum. Sú ríkisstjórn
reyndi að taka á vandanum. Allar
kauphækkanir voru bannaðar í
átta mánuði og þannig tókst að ná
verðbólgunni niður. Þar sem
kaupmáttur minnkaði stórlega
fóru opinberir starfsmenn í verk-
fall í byrjun október. Síðan er rak-
ið hvaða áhrif verkfallið hafði á
þjóðfélagið. Undir lok greinar-
innar kemst greinahöfundur svo
að þeirri niðurstöðu að Fram-
sóknarflokkurinn undir stjórn
Mr. Hermannssonar, sem tók þátt
í að Ieiða þjóðfélagið inná hruna-
brautina ásamt Alþýðubandalag-
inu, sé ólíklegur að geta staðist
þessa fyrstu eldraun núverandi
stjórnarsamstarfs. Tappinn í verð-
bólgueldfjalliúu er að losna aftur.
Dýr reykur
í verkfalli BSRB gerði tóbaks-
þurrð í verslunum mjög vart við
sig og gengu sígarettur kaupum
og sölum á uppsprengdu verði
einsog verið væri að höndla með
hvert annað dóp. Fólk leitaði með
logandi ljósi í hverri smásjoppu
að eitrinu. Sumir lögð jafnvel á
sig löng ferðalög, ef þeir fréttu um
sígarettupakka í öðrum lands-
hluta. T.d. veit Molahöfundur um
einn sem keyrði austur fyrir fjall
til að verða sér út um einn pakka.
í síðasta tölublaði Fiskifrétta er
sagt frá útgerðarmanni í Vest-
mannaeyjum, sem lét kollega sinn
fá 20 tonna þorskkvóta í staðinn
fyrir 5 karton af sígarettum. Svo
er verið að tala um erfiðleika hjá
útgerðarmönnum.