Alþýðublaðið - 13.12.1984, Side 3

Alþýðublaðið - 13.12.1984, Side 3
Fimmtudagur 13. desember 1984 3 J ólagaman / tilefni jólakomu mun Alþýðu- blaðið birta endrum og eins þrautir, gátur og annað léttmeti fyrir börn og fullorðna að skemmta sér við, meðan taldir eru dagarnir fram að jólum. Ferskeytla 24 Héma er ferskeytt vísa, rétt stuSluð og rímuð. Hún er eftir Jón Helgason, en Bjami Jónsson kennarí skráði. Hvemig er vísan? Omaklega vegið að neytendasamtökum Stjórn Neytendasamtakanna mótmælir harðlega þeim ummæl- um, sem fram komu í sjónvarps- þættinum „Heilsað upp á fólk“, laugardaginn 8. des. sl. I þættinum var mjög ómaklega vegið að forystu Neytendasamtakanna og hún sök- uð um andúð á bændum, auk þess að vera úr tengslum við neytendur í landinu. Stjórn Neytendasamtakanna bendir á, að forystumenn samtak- anna hafa aldrei ráðist að bændum, heldur hefur skipulag landbúnað- arins verið gagnrýnt, auk þess sem bent hefur verið á hátt verð ýmissa landbúnaðarvara. Það er mjög fróðlegt í þessu sambandi að hlutur launa bóndans í verði landbúnaðar- vara hefur stöðugt farið minnkandi á síðustu 15 árum. Það er einnig athyglisvert, að á sama tima og bændum var gert að draga úr mjólkurframleiðslunni, á árunum kringum 1979, jókst mannahald í mjólkursamlögunum. Það er því ljóst að einkaneysla bænda á ekki sök á háu verði landbúnaðarvara, heldur milliliðir og rangt skipulag. Hvað varðar fullyrðingar í þætt- inum um að Neytendasamtökin séu úr tengslum við neytendur, má benda á að aldrei fyrr hafa jafn margir gengið til liðs við samtökin, eins og á síðustu mánuðum. Tala félagsmanna hefur á þessum tíma vaxið um 30%. Jafnframt má minna á, að góð tengsl samtakanna við almenning komu skýrt í ljós, þegar rúmlega 20.000 neytendur á höfuðborgarsvæðinu skrifuðu íslendingafélagið í Kaupmanna- höfn hefur sent Alþingi áskorun, sem varðar kosningarétt til handa íslenskum ríkisborgurum erlendis. Á hinum árlega aðalfundi félagsins, sem haldinn var í október, var það samþykkt einróma að senda Al- þingi íslendinga eftirfarandi áskor- un: „Aðalfundur íslendingafélagsins i Jónshúsi haldinn þann 15. október skorar á Alþingi íslendinga að gera þegar þær breytingar á kosninga- Iögunum, sem þarf til að atkvæðis- bærir íslenskir ríkisborgarar bú- settir erlendis njóti þeirra grund- vallar mannréttinda, sem felast í réttinum að kjósa til Alþingis“ fyrir, einstæðar mæður og hjónum, sem vinna bæði hjá BÚH. Sagði Guðríður að fólk sem ynni við þessa frumframleiðslu lifði við óskaplegt öryggisleysi. Það væri hægt að segja upp kauptrygging- undir áskorun um að einokun á sölu kartaflna yrði afnumin. Undir- skriftasöfnun þessi stóð þó aðeins yfir í tvo daga í matvöruverslunum. Að lokum ítrekar stjórn Neyt- endasamtakanna mótmæli sín, og krefst þess að hlutleysi sjónvarpsins verði betur í heiðri haft í framtíð- inni. Hin nýkjörna kvennastjórn ís- lendingafélagsins í Kaupmanna- höfn telur það með öllu óviðunandi að íslendingar búsettir erlendis haldi áfram að vera hornrekur ís- lenska lýðveldisins. Stjórnin ætlar, að tala íslenskra ríkisborgara á Norðurlöndum einum skipti þús- undum. Fjöldi þessara íslendinga dvelur erlendis í þeim tilgangi að afla sér reynslu og þekkingar á sviði atvinnu- og menntamála, sem i fjölda tilfella er í þágu og hag ís- Ienska ríkisins. Þess vegna er það bæði óréttlátt og vanhugsað að gera íslenska ríkisborgara „þegnlausa" og án réttar til að móta það þjóðfé- lag, sem þeir telja sig tilheyra. unni með viku fyrirvara. Enn sem komið er er Bæjarút- gerðin eina fiskvinnslufyrirtækið í bænum, sem hefur sagt upp starfs- fólki sínu, en nú er allt útlit fyrir að næst stærsta fiskvinnslan í Hafnar- firði, Sjóli hf., segi upp starfsfólki sínu á föstudaginn kemur og bætast þá rúmlega 50 manns á atvinnuleys- isskrá í Hafnarfirði. Er ekki búist við að Sjólastöðin taki aftur til starfa fyrr en um miðjan janúar. Guðríður sagðist vonast til að ástandið færi batnandi í janúar. Ákverðið hefur verið að togarar Bæjarútgerðarinnar, þeir Apríl, Maí og Júní, fari á veiðar núna fljótlega og komi með silfur hafsins til heimabæjar síns. Þó sagði hún að enn væri óvíst nema Maí sigldi með aflann. En hvað með þá hugmynd bæjar- stjórnarmeirihlutans, sem heyrst hefur, að jafnvel standi til að leggja Bæjarútgerðina niður. Guðríður sagði að þetta hefði verið borið undir ráðamenn bæjar- ins, en þeir hefðu svarið það af sér. Ef til þess kæmi þá væri verkalýðs- félögunum í bænum að mæta. í haust hefur um og yfir 200 manns verið atvinnulausir í bænum og fullar atvinnuleysisbætur eru um 2.800 kr. á viku. Það verða því mögur jól hjá mörgum fjölskyldum í Hafnarfirði þetta árið. Frystigámar til Japans Núfyrir jólin sendir Sjávarafurðadeild Sambandsins 120. frystigáminn á seinna helmingiþessa árs með frystar botnfiskafurðir áleiðis til Japan og Kóreu. Myndin var tekin fyrir fáum dögum á athafnasvœði Skipadeildar Sam- bandsins, Holtabakka, þegar verið var að undirbúa lestun gámsins um borð í M/S Dísarfell. íslendingar I Danmörk krefjast kosningaréttar 200 manns Ritari óskast Landbúnaðarráðuneytið óskar að ráða ritara til starfa nú þegar. Góð vélritunarkunnátta nauðsyn- leg. Umsóknirmeð upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist lanbúnaðarráðuneytinu, Arnarhvoli, 101 Reykjavík. Landbúnaðarráðuneytið, 10. desember 1984. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Iðjuþjálfi óskast sem fyrst í hálft starf á Geödeild F.S.A. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist framkvæmdastjóra sjúkrahússins fyrir 15. janúar 1985. Upplýsingar um starfið veitir yfirlæknir deildarinnar I slma 96-22100. Fjórðungssjúkrahúsid á Akureyri. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Læknafulltrúi óskast sem fyrst í hálft starf á Geðdeild F.S.A. Umsóknir með upplýsingum um aidur, menntun og fyrri störf sendist framkvæmdastjóra sjúkrahússins fyrir 15. janúar 1985. Upplýsingar um starfið veitir yfirlæknir deildarinnar í sima 96-22100. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Tilkynning til launaskattsgreiðenda Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á þv! að ein- dagi launaskatts fyrir mánuðina ágúst, september og október er 15. desember nk. Sé launaskattur greiddur eftir eindaga skal greiða dráttarvexti til viðbótar þvi sem vangreitt er, talið frá og með gjalddaga. Launaskatt berlaunagreiðandaaö greiðatil innheimtu- manns rikissjóðs, í Reykjavlk tollstjóra, og afhenda um leið launaskattsskýrslu I þririti. Fjármálaráðuneytið. Ráðherranefnd Norðurlanda Norræna menningar- málaskrifstofan í Kaupmannahöfn Norrænamenningarmálaskrifstofan i Kaupmannahöfn (Sekretariatet for nordisk kulturelt samarbejde) er stjórnsýslustofnun fyrir samstarf ríkisstjórna Norður- landa á sviði fræðslumála, vlsinda og almennra menn- ingarmála. Menningarmálaskrifstofan, sem nú telur um 50 starfsmenn, hefur umsjón með framkvæmd samnorrænnar fjárhagsáætlunar, árið 1984 að fjárhæð um 130 millj. danskra króna, sem skiptast i fjárveitingar til um 40 norrænna stofnana og samstarfsverkefna. í menningarmálaskrifstofunni er laus til umsóknar staða ritara Gert er ráð fyriraö móðurmál ritarans sé islenska, og að hann hafi kunnáttu i a. m. k. einu af hinum Norðurlanda- málunum. Um er að ræöa almenn skrifstofustörf, og koma bókhalds- og gjaldkerastörf einnig til greina. Reynsla af gjaldkerastörfum og bókhaldi er því æski- leg. Reynsla af og áhugi á tölvuvinnslu er einnig æski- leg. Rlkisstarfsmenn eiga skv. giidandi reglum rétt á leyfi úr stöðu sinni um allt aö fjögurra ára skeið, ef þeir ráðast til starfa ( menningarmálaskrifstofunni. Laun miðast við kjarasamningadanska rikisins og samtaka verslun- ar- og skrifstofumanna(HK) I Danmörku. Þarvið bætast tilteknar álagsgreiðslur. Óskað er umsókna frá báðum kynjum. Umsóknarfresti um framangreinda stöðu lýkur 5. janúar 1985. Ráðið veröur I stöðuna sem fyrst eftir þann tfma. Umsóknir skal senda til Nordisk Ministerrád, Sekretariatet for nordisk kultureit samarbejde, Snaregade 10, DK-1205 Köbenhavn. Þar má og fá nánari upplýsingar um starfið (sími 01-114711 í Kaupmannahöfn).

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.