Alþýðublaðið - 15.12.1984, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 15.12.1984, Blaðsíða 4
alþyöu- ■ nRTTfV Laugardagur 15. desember 1984 Úlgefandi: Blad h.f. Sljórnmálarilsljóri og ábm.: Guðmundur Árni Stefánsson. Ritstjórn: Kriðrik Þór Guðmundsson og Sigurður Á. Friðþjófsson. Skrifstofa: Helgi Gunnlaugsson og Halldóra Jónsdóttir. Auglýsingar: Eva Guðmundsdóttir. Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 38, Rvík, 3. hæð. Sími:81866. Setning og umbrot: Alprent h.f., Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent, Síðumúla 12. Áskriftarsíminn er 81866 Baldvin Jónsson, stjórnarmaður í Landsvirkjun: Jóhanna, Kjartan og álsamningar í Alþýðublaðinu 11. og 12. desember sl., gát að lesa greinar um samningana við Aiusuisse, sem hafa verið til umræðu á Alþingi ný- verið. Tvær greinanna eru eftir al- þingismennina Jóhönnu Sigurð- ardóttur og Kjartan Jóhannsson, en sú þriðja eftir undirritaðan. Greinarhöfundar komast að al- gjörlega andstæðri niðurstöðu. Al- þingismennirnir fullyrða að illa hafi verið staðið að málinu og ekki hafi verið gætt hagsmuna íslensku þjóðarinnar sem skyldi en hinsveg- ar komst ég að þeirri niðurstöðu að samningarnir hafi leitt til þeirrar bestu útkomu sem á verður kosið. Þetta er það stórt mál og þýðing- armikið fyrir þjóðina, að greinar- höfundum ber skylda til að færa rök að málum sinum, svo að al- menningur geti dæmt um hver fer með réttara mál. í greinum minum lýsi ég nokkuð ítarlega, hvernig og hverjir unnu að málinu, án þess þó að tilgreina skýrslur þær, er ég hefi undir hönd- um. Aðfinnslur þeirra Jóhönnu og Kjartans flokka þau í fimm liði, og skulu þær nú bornar saman við þær upplýsingar sem ég hefi undir höndum. í fyrsta lagi telja þau verðið of lágt, það sé langt undir kostnaðar- verði á framleiddri orku í virkjun- um Landsvirkjunar, og einnig veru- lega undir því verði sem Sviss Aluminium greiðir álbræðslum, sem er milli 19 og 20 mill. í þessum lið eru þrjú atriði, sem ég vildi gera athugasemdir við. Fullyrt er að verð það sem nú fékkst sé of lágt. í samningum til álbræðslna er gerður munur á orkuverði, hvort verið sé að semja um verð til nýrrar verksmiðju eða til eldri verksmiðju, sem hefir þá samninga fyrir. Það er hvorttveggja að nýjar verksmiðjur hafa betri tæknibúnað, og geta því tekið á sig hærra verð, og svo hitt, að í eldri samningum er venjulega ákvæði hvernig staðið skuli að end- urskoðun samningsins. Eins og ég skýrði frá í fyrri grein minni, er ein forsenda fyrir endurskoðun verðs- ins, að taka skuli tillit til samkeppn- isaðstöðu ísal, og hafa hinir erlendu sérfræðingar metið hana á 4 mill miðað við Evrópu en 5 mill miðað við Norður-Ameríku. Þetta þýðir að verðið til Isal megi vera þessum mills lægra. í Noregi sem við höfum oft borið okkur saman við í þessum efnum, hefir nýlega verið samið um verð til eldri álbræðslna, og er það um og undir 10 mill. Alusuisse á verksmiðjur víða, og í hinum vestrænu ríkjum Evrópu er orkuverð, framleiðslugeta o.fl. sem hér segir: (Sjá meðf. töflu). Stærð Eign. ’OOO’ t/ár Alus. Essen, V—Þýsk. 135 % 100 Rheinfelden, Þýsk. 60 100 Lend, Austurr. 11 100 Steg, Sviss 48 100 Chippis, ” 28 100 Husnes, Noregur 70 74,8 Fusina, Italía 30 50 Marghera, ” 30 50 Meðalverð, vegið með eignar- hluta og eftir framleiðslu verður 14 mill, en ef eingöngu er tekið meðal- tal af verði kemur út 14,24 mill. Að frádregnum 4 millum vegna sam- keppnisaðstöðu kemur út 10 milk- Samningsverð sem náðist nú er um 13 mill, sem væntanlega á eftir að hækka, svo að hér er um verulega betra verð að ræða. Fróðlegt væri að vita hvaðan þau 19 til 20 mill eru komin, sem nefnd eru í grein al- þingismannanna. í sambandi við orkuverðið er fullyrt að það sé langt undir kostnaðarverði á framleiddri orku í virkjunum Landsvirkjunar. Baldvin Jónsson Ég benti einnig á það í grein minni, að möguleikar sköpuðust til að reisa Búrfellsvirkjun, vegna samn- inganna við álbræðsluna, og mið- ast verðið auðvitað við framleiðslu- kostnað frá þeirri virkjun. Fram- reiknað er þessi kostnaður 8,6 mill frá Búrfellsvirkjun en virkjunin var gagngert byggð vegna samningsins við ísal. Verðtryggingarákvæði 1 öðru lagi eru verðtryggingar- ákvæði samningsins gagnrýnd, þar sem miðað er við álverð á alþjóða- markaði og það talin mikil áhætta slík viðmiðun. Alþingismennirnir láta eins og hér sé um nýtt fyrirbrigði að ræða. Sannleikurinn er sá, að slík ákvæði voru sett inn í samninginn við end- urskoðun hans 1975, en hafa verið endurbætt nú. Árið 1975 var formúlan fyrir hækkun orkuverðsins þannig: P = 12,5 + 0,04 x (A-58) en nú er henni breytt þannig: P = 12,5 + 0,138 X (A-58) P er því orkuverðið en A er verð á áli, og þegar þessar tvær formúlur eru bornar saman, er auðsætt að sú seinni er miklu hag- stæðari fyrir okkur, og því hefir hér einnig náðst hagstæðari útkoma. Gerðardómur í þriðja Iagi er það gagnrýnt að hafa ekki látið málið um fram- leiðslugjaldið halda áfram fyrir gerðardómi þeim, sem aðsetur hefir í New York. í fyrrnefndri grein minni, skýrði ég frá því, að allir þeir Orkuv. Framl. Ath. nú mill ’OOO’ t/ár 12 135 24 60 Spáð lokun fljótlega 17 6 11 12,3 48 12,3 28 10 70 50 30 14,5 30 sem unnið hafa að málinu, fyrir okkar hönd, sem eru þrír hæstarétt- arlögmenn, lögfræðingur iðnaðar- ráðuneytisins, prófessor í lögum, bandarískur lögmaður og endur- skoðunarfirmað Cooper og Lybrand hafa mælt með því, að málinu skyldi ljúka með umræddri sáttagerð. Þessir aðilar hafa allir unnið að málinu mánuðum saman, og þarf sterk rök til að hrekja þessa niðurstöðu þeirra, en þau rök hafa ekki komið fram ennþá. Ef gerðar- dómsmálið hefði haldið áfram, hefði málið í heild tafist, og veru- legur tekjumissir orðið fyrir Lands- virkjun. Aðföng með bestu skilmálum í fjórða lagi, er það gagnrýnt að slakað hafi verið á kröfum um skyldu Alusuisse til að greiða ísal fyrir aðföng á bestu kjörum. Enn vil ég benda á endurskoðun- arfirmað Cooper og Lybrand, sem töldu ekki ástæðu til að nota þetta ákvæði við endurskoðun ársreikn- inga ísal 1983. í aðalsamningnum er kveðið á um að við skattlagningu á álverið skuli hagnaður miðaður við svo- nefnd arm-length prices (seilingar- verð) eða verð sem gildir milli óskyldra aðila. Cooper og Lybrand sem endur- skoðað hafa reikninga ísalsfyrir öll umrædd ár, meta það, með hliðsjón af stærð Alusuisse, að það hlyti að ná í viðskiptum óskyldra aðila mjög góðum kjörum. Stærð Alusuisse gerði það að verkum að verð hráefna til ísals yrði að vera mjög neðarlega á verðbilinu sem verð til óskyldra aðila mynda, án tillits t'I ákvæðisins um bestu kjör. Ákvæðið væri því ekki mikilvægt, án þess væru nægilega góð ákvæði í samningunum. Telja verður álit þessa endurskoðunarfirma nægi- legan vitnisburð hér að lútandi. Óleyst mál í fimmta lagi er það gagnrýnt að. ýmis mál skyldu ennþá vera óleyst, svo sem breytingar á reglum um skattamál og stækkun álversins. Um skattamálin er það að segja, að það var gert samkomulag um það hvernig með það mál skyldi fara. Tvær dómnefndir fara með þau mál. Önnur er tekur til meðferðar eftirtalin málefni: a. Reikning afskrifta á gengistöp- um hjá ísal. b. Afskriftartíma fjárfestinga í hinum nýja mengunarvarna- búnaði álversins. c. Rétt til framlaga í varasjóð. d. Beitingu viðurlaga (viðbótar- álags) varðandi nettóhagnað Isals, ef hann teldist vantalinn til framleiðslugjalds. Dómnefndin er skipuð þannig: Af hálfu ríkisstjórnar er Ólafur Nílsson, en af hálfu Alusuisse Sigurður Stefánsson, en þeir til- nefndu sem formann Guðmund Skaftason en allir eru þeir löggiltir endurskoðendur. Þegar þessi nefnd hefir lokið störfum á önnur að taka við og reikna dæmið út, og á hún að vera skipuð ríkisendurskoðanda og endurskoðanda ísals, ásamt for- manni sem þeir koma sér saman um. — Verður ekki annað sagt en að búið sé að koma sér saman um meðferð þessara mála. Minnst var á að ekki væri búið að ganga frá málum varðandi stækkun álversins. Það er afar eðlilegt. Fyrst varð að koma í höfn orkuverðsleið- réttingunni til núverandi verk- smiðju og deilumálum um gjöld, áður en hægt er að hefja umræður um orkuverð til stækkunar álvers- ins, en um það gilda aðrar reglur, þar sem m.a. er um miklu dýrari virkjanir að ræða sem framleiða rafmagnið. Hinsvegar er sétlað að viðræður um stækkunina byrji í janúar, og gert er ráð fyrir að þær verði hér í Reykjavík. Niðurstaða Samkvæmt framansögðu tel ég að búið sé að gera skil hinum fimm atriðum sem gagnrýnd voru í samn- ingunum. Orkuverðið er hærra en verð hjá sambærilegum álverum, verðbreytingarformúla hefir verið endurbætt, á fimm ára fresti er hægt að biðja um endurskoðun samningsins, deilumál um gjöld og skatta er búið að koma sér saman um. I greinum alþingismannanna er rætt um nokkur önnur atriði, sem gefur tilefni til leiðréttingar, en þar sem þau snerta ekki beint samning- ana, skal þeim sleppt að sinni. Baldvin Jónsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.