Alþýðublaðið - 20.12.1984, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 20.12.1984, Blaðsíða 12
12 Fimmtudagur 20. desember 1984 TUlaga A Iþýðuflokksins í borgarst[órru Borgarstjóra settar regl- ur um samningaviðræður „Oþolandi ástand að borg- arstjórí geti hagað þeim að vild,“ segir Sigurður E. Guðmundsson Sigurður E. Guðmundsson, borgarfulltrúi Alþýduflokksins, hefur iagt fyrir borgarstjórn tillögu er lýtur að ákveðnari reglum sem borgarstjóri skal hafa til hliðsjónar þá er hann stendur í samningavið- ræðum fyrir hönd borgaryfirvalda. Er lagt til að við 29. grein gild- andi laga bætist eftirfarandi: „Hann skal annast könnunarvið- ræður um þau málefni, sem að borginni snúa og hana varðar. Að þeim loknum skal hann leggja niðurstöður fyrir borgarráð eða borgarstjórn, eftir því, sem ástæða þykir til. Samningaviðræður skal hann annast fyrir hönd borgarinnar að fenginni heimild borgarráðs eða borgarstjórnarí1 Að sögn Sigurðar er það nú ákaf- lega óljóst hvernig borgarstjóri eigi að standa að samningaviðræðum fyrir borgarinnar hönd. Dæmin sýni það og sanni að um óþolandi ástand er að ræða og má í því sam- bandi nefna Isfilm-viðræöurnar, þar sem borgarstjóri var búinn að semja með ákaflega litlum fyrirvara hvað borgarfulltrúa varðar, sem og má nefna síðustu kjarasamninga borgarinnar, þar sem samningur var gerður nánast fyrirvaralaust og án vitundar þorra borgarfulltrúa. Sigurður kvaðst hafa haft um það fyrirspurnir hvaða reglur væru í gildi hvað þetta varðar og komið hefði í ljós að nánast ekkert væri í gildi um þetta annað en óljósar venjur og hefðir, frekar þoku- kenndar hugmyndir. Tillögu Sigurðar fylgir eftirfar- andi greinargerð: „Þegar Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft meirihluta í borgarstjórn samningaviðræður án heimildar stjórnarinnar, hvort sem um sam- steypustjórn eða eins flokks stjórn er að ræða, þykir eðlilegt að borgar- stjóri, sem pólitískur meirihluta- leiðtogi, leiti heimildar borgar- ráðs/borgarstjórnar, jafnvel þótt svo hagi til, að þar sitji fleiri aðilar en fulltrúar hans eigin flokks — áður en til samningaviðræðna kem- ur. Þetta á enn frekar við þar sem Reykjavíkur hefur það jafnan verið svo, að borgarstjóri hefur verið hvorttveggja í senn, æðsti embætt- ismaður borgarinnar og jafnframt pólitískur leiðtogi meirihlutans. Þetta fyrirkomulag hefur ótvírætt haft vissa vankanta og ýmsa örðug- leika í för með sér. Sú tillaga, sem hér um ræðir, miðar að því að skýra línurnar og koma því á hreint hvernig borgarstjórn vill að borgar- stjóri standi að könnunarviðræð- um og samningagerð á vegum borgarinnar. Engin spurning er um það, að eðlilegt er og sjálfsagt að borgar- stjóri annist margvíslegar könnunarviðræður af hálfu borg- arinnar, sem ýmist hann eða aðrir aðilar stofna til, nema borgarstjórn eða borgarráð ákveði að hafa ann- an hátt á í einstökum tilfellum. Um það er enginn ágreiningur, en hins vegar er nauðsynlegt að skilja í milli könnunarviðræðna og samninga- viðræðna. Ennfremur er eðlilegt að borgarstjóri geri borgarráði og/eða borgarstjórn grein fyrir niðurstöð- um könnunarviðræðna, sérstak- lega þegar ástæða er til að ætla, að framhald verði á þeim í formi samn- ingaviðræðna. Þróist mál á þann veg, að rétt þyki að taka upp samningaviðræð- ur við einhvern aðila ber borgar- stjóra ótvírætt, sem embættis- manni, að leita eftir heimild borgar- ráðs/borgarstjórnar til að hefja þær og annast. Það kann að orka meir tvímælis hvort honum ber skylda til þess sem pólitískum leið- toga meirihlutans. En þegar litið er til þess, t. d., að fátítt mun að ráð- herra í ríkisstjórn hefji formlegar ljóst er, að vegna gildandi fyrir- komulags getur borgarstjóri sjald- an eða aldrei komið fram út á við, annað hvort sem embættismaður eða pólitiskur leiðtogi eingöngu, heldur hvorttveggja í senn. Fyrir ekki löngu spurðist tillögu- maður fyrir um það í borgarstjórn á hvaða reglum, samþykktum eða lögum, borgarstjóri byggði umboð sitt til þess að annast samningavið- ræður fyrir hönd borgarinnar án þess að nauðsynlegar heimildir lægju áður fyrir. Svörin voru efnis- lega á þá leið, að heimildir væru fyrst og fremst fólgnar í hefðum og venjum. Fyrir tillögumanni er slíkt ófullnægjandi og í öllu falli er hér meira í húfi fyrir alla aðila, en svo, að þar við megi sitja. Því er þessi til- laga flutt“ Tillaga Alþýðuflokksins í borgarstjórn: U pplýsingafulltrúi Burgarfulltrúi Alþýðuflokksins, Sigurður E. Guðmundsson, hefur lagt fyrir borgarstjórn breytingar- tillögur við tillögu sjálfstæðis- manna í stjórnkerfisnefnd, þess efnis að ráðinn verði upplýsinga- fulltrúi hjá Reykjavíkurborg. I tillögunni er gert ráð fyrir því að verkefni upplýsingafulltrúans verði: a) að skipuleggja almannatengsl borgarstjórnar, ráða og nefnda, b) að vera stofnunum Reykjavíkur- borgar og fyrirtækja hennar til ráðuneytis um tilhögun al- mannatengsla þeirra, c) að annast stjórn og rekstur á upplýsingaskrifstofu fyrir al- menning um hin ýmsu svið neyt- endamála. Að sögn Sigurðar er það að hans mati mjög mikilvægt að borgarbú- ar og neytendur allir eigi kost á hlutlausum upplýsingum um hin ýmsu mál er varða daglegt líf. Fyrir hendi er vísir að slíku með Neyt- endasamtökunum, leiðbeininga- stöð húsmæðra og fleira, en það væri sitt mat að borgin ætti að standa að svipuðu fyrirkomulagi og hann hefði kynnst t.d. í Stokk- hólmi, þar sem starfrækt væri upp- lýsingaskrifstofa fyrir almenning, með sáraeinföldu en gagnlegu sniði og örfáum starfsmönnum. Með þessu móti gefst almenningi kostur á hlutlausum upplýsingum. Tillaga Sigurðar E, Guðmundssonar: Borgin kaupi 25 leiguíbúðir Borgarstjórn samþykkir að hefj- ast þegar handa um kaup á 25 nýj- um eða notuðum ibúðum, er notað- ar verði sem leiguíbúðir. Fjár til kaupanna verði m.a. aflað með sölu skuldabréfa á almennum markaði. Þannig hljóðar tillaga sem Sig- urður E. Guðmundsson, borgar- fulltrúi Alþýðuflokksins, hefur Iagt fyrir borgarstjórn. í greinargerð L Jólaávextir Öl ■ Gos og sælgæti Verslunin HRINGVAL Hringbraut 4 sími 53312. Svínakjöt nýtt og reykt Hangikjöt að norðan Rjúpur o.fl. o.fl. Allar bökunarvörur á góðu verði. KRfDiTKOR I TILBOÐ: Úrbeinuó hangilæri Úrbeinaðir hangiframpartar Öl og gos í heilum kössum Sykur o.fl. K-verslun er kjarabót Sendum heim — ekkert heimsendingargjald Gjle&leg jól með tillögunni víkur Sigurður að því, að greinilega hefur komið í ljós, að í borginni er fyrir hendi um- talsverður skortur á leiguhúsnæði: „Orsakir þessa eru ýmsar, m.a. er líklegt, að leiguíbúðir hafi í vaxandi mæli, á síðustu misserum, verið seldar og breyst í eignaríbúðir, sem setnareru af eigendum sínum. Þessi þróun hefur valdið leigjendum auknum vanda, sem nauðsyn ber til að bæta úr. Ólíklegt er að einka- framtakið bæti hér úr og er því nauðsynlegt að opinber atbeini komi til sögunnar. Varla mun þó Byggingarsjóður verkamanna bæta mikið upp á sakirnar á næsta ári, bæði vegna þess, að umsóknartími um lán til slíkra framkvæmda árið 1985 rann út hinn 1. ágúst sl., og eins hins, að hann hefur ekki úr of miklum fjármunum að spila á því ári. Þar að auki má búast við. að af hálfu borgaryfirvalda verði lögð á það áhersla að Iánsfé, sem fæst úr sjóðnum á næsta ári, renni til bygg- ingar eignaríbúða í verkamannabú- stöðum. Umsóknartími vegna lána úr Byggingarsjóði ríkisins til íbúða- bygginga eða -kaupa á næsta ári rennur hins vegar ekki út fyrr en 1. febrúar 1985. Enn er því ráðrúm til að sækja um lán úr honum. Hins vegar er ljóst, að einnig honum er þröngur stakkur skorinn. Sé, þrátt fyrir þetta, vilji fyrir hendi til íbúðakaupa, ef til vill án þess að Borgarsjóður leggi fram mjög mik- ið fé, er eðlilegt að leitað sé nýrra leiða til fjármögnunar". Sigurður getur þess, að í ná- grannalöndum okkar leggi fjár- magnsmarkaðurinn fram stórfé til íbúðabygginga og að nú sé tima- bært að gera tilraun með þá leið, að framkvæmdaaðilinn bjóði skulda- bréf til sölu, á þessu sviði sem og á öðrum. GOTT BÍLMILU BILA - m

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.