Alþýðublaðið - 20.12.1984, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 20.12.1984, Blaðsíða 2
9 Fimmtudagur 20. desember 1984 'RITSTJÓRNARGREIN——. Jafnaðarstefnan Jafnar er lífsstefna. Hún hafnar öfgum, hvort heldur er til hægri eöa vinstri. Jafnaöarmenn berjast gegn kommúnisma, sem bindur I fjötra framtak og hugmyndauðgi fólks. Á sama hátt hafnar jafnaöarstefnan óheftu frelsi gróðaaflanna til auðsöfnunar. Það er grundvöllur jafnaðarstefnunnar að tryggja öllum jarðarbúum réttinn til mann- sæmandi lífs. Hvort heldur fólk er hvítt eða svart, karl eða kona, gamalt eöa ungt, frá þriðja heiminum eða iönríkjunum, hafnarverkamenn eða háaðall, þá á það að eiga sinn fyllsta rétt á því að lifa lífinu lifandi. Þau grundvallarmann- réttindi sem jafnaðarmenn vilja að allir njóti eru m.a. rétturtil náms og menntunar, rétturtil atvinnu og að launafólk njóti sanngjarnrar eftirtekju vegna vinnuframlags sfns, þak yfir höfuðið og siðast en ekki sfst njóti almennra lýðræðislegra réttinda á borð við málfrelsi, rit- frelsi og fundafrelsi. Almennar kosningar eru og einn grunntóninn í jafnaðarstefnunni. Víö íslendingar höfum sem betur fer búið við lýöræðislegt stjórnarfar og sömuleiðis hafa flestir haft ofan f sig og á hina síöustu áratugi. En ekki skulum við gleyma því að víða um heim eru almenn mannréttindi fótum troðin. Lýð- ræðið er ekki sjálfgefiö stjórnarform. Mann- réttindi hefur fólk ekki fengið á silfurfati. Þaö hefur orðið að berjast fyrir réttindum sfnum. Sömu sögu er að segja af baráttunni um brauð- ið; baráttu verkafólks hér á landi og erlendis fyrir mannsæmandi kjörum. Sú barátta hefur ekki gengiðátakalaust fyrirsig. Fórnirhafaver- ið færðarog margur svitadroþinn fallið. Við ís- lendingar skulum þvf aldrei gleyma þvf að þau almennu mannréttindi sem við búum við hafa fengist fyrir pólitfska baráttu fyrri kynslóða. Og verum einnig þess minnug að til eru þeir hópar sem engan áhuga hafa á að varðveita þessi réttindi. Pólitískar öfgastefnur til hægri og vinstri gefaekkertfyrirlýðræðið. Enn minna fyrir jafnan rétt manna. Og öfgarnir eru ekki bara til í útlöndum. Við verðum ekki aðeins vör viö þá úr erlendum fréttum fjölmiölanna. Póli- tískar öfgastefnur fyrirfinnast hér á landi. Stundum eru málsvarar hægri og vinstri öfganna fklæddir dulargervi og tala tungum tveimur. En á ísiandi eru til öfl sem vilja veg dauðra kennisetninga, sem ekki taka mið af lífi og starfi fólks heldur fráleitum og öfgafullum draumórum, sem allra mestan. Frjálshyggjan, markaðshyggjan, frelsið til ofsagróða; allt eru þetta hugtök sem íslendingar kannast við og hafa fengið að heyra oft og einatt hin síðari ár. Minna hefur borið á kommúnísku slagorða- glamri ættuðu austan frá Kreml. Tilbeiðendur Moskvuvaldsins híma þó enn f skotum sínum og bíða færis. Alþýðublaðið vill vekja landsmenn til um- hugsunar um þessi mál. Jafnaðarstefnan er göfugust allra stjórnmálaviðhorfa. —Frelsið, jafnréttið og bræðralagið,— eru lykilhugtök sem marka stefnuna. En starf að auknum jöfnuöi, samhjálp og réttlæti verður að vinna markvisst, ef árangur á að vera eins og til er sáð. Það er staðreynd að fjölmargir jafnaðarmenn eru á reiki I íslensku flokkakerfi. Þá má finna í öllum stjórnmála- flokkum. Alþýðuflokkurinn er hins vegar eini samnefnari jafnaðarstefnunnar hér á landi. Það er mikilvægara en flest annað í íslenskum stjórnmálum að jafnaðarmenn sameini kraft- ana undir einum hatti. Það sameiningartákn jafnaðarmanna getur aldrei orðið annað en Al- þýðuflokkkurinn. - GÁS. Breytingartillögur Alþýöuflokksins viö fjárlög 1985: Stóreigna skattur upp á 1 milljarð Viðbótarsköttun á bankakerfið, verslunar- og skrifstofuhúsnœði Stjórnarliðar eru í megnustu vandræðum með fjárlög Alberts Guðmundssonar og er Ijóst að þeir horfa upp á um eitt þúsund milljón króna gat sem þarf að fylla. Þess fyrir utan eru fjárlögin öll í anda þeirrar afturhaldsstefnu sem ríkis- stjórnin hefur haft að leiðarljósi. I Alþýðublaðinu hefur nokkuð verið fjallað um einstaka þætti fjár- lagafrumvarpsins og í blaðinu í dag eru birtir kaflar úr fjárlagaræðu Karvels Pálmasonar við aðra um- ræðu um frumvarpið. Þingmenn Alþýðuflokksins hafa lagt fram nær tvo tugi breytingatillagna við fjárlagafrumvarpið og eru þessar tillögur mjög í anda þeirrar róttæku félagshyggju sem flokkurinn boðar. I sameiningu leggja þingmenn flokksins fram eftirfarandi breyt- ingatillögur í 15 liðum: 1. Lagður verði á sérstakur eign- arskattsauki upp á 1000 milljón kr. Með þessari breytingu væri stór- eignafólki gert að leggja sinn skerf að mörkum. 2. Lagt er til að sérstakur skattur á skrifstofu- og verslunarhúsnæði hækki úr 85 milljónum í 170 millj- ónir króna. 3. Lagt er til að skattur á inn- lánsstofnanir hækki úr 75 milljón- um í 150 milljónir króna. 4. Lagt er til að nýr tekjuöflun- arliður bætist við, sem felst í því að af hagnaði Seðlabankans renni í ríkissjóð 90 milljónir króna. 5. Lagt er til að tekjur af sölu- gjaldi hækki úr 8420 milljónum í 9170 milljónir króna, eða um 750 milljónir (tæplega 9%). 6. Lagt er til að við útgjöld for- sætisráðuneytisins bætist við nýr liður, framlag til kjararannsókna, úttektar á tekjuskiptingu og launa- kjörum, alls 5 milljónir króna. 7. Lagt er til að 400 milljónum króna verði varið til nýsköpunar í atvinnulífi, nánar tiltekið til sér- hæfingar í rafeindaiðnaði i sjávar- útvegi, fiskvinnslu og líftækni. 8. Lagt er til að útgjöld til dag- vistarheimila (stofnkostnaður) hækki úr 30 milljónum kr. í 50 milljónir kr. 9. Lagt er til að framlag Lána- sjóðs íslenskra námsmanna hækki úr rúmlega 481 milljón í 601 milljón króna, eða um 120 milljónir (25%). 10. Lagt er til að útgjöld veiði- stjóra (almennur rekstur) lækki úr 2,8 milljónum í 854 þúsund kr. 11. Lagt er til að útgjöld til jarð- ræktarlaga o. fl. lækki úr 130 millj- ónum kr. í 30 milljónir kr. 12. Lagt er til að liðurinn „Bú- fjárrækt, framlög skv. lögum nr. 31/1973“ falli með öllu niður. Hér er um rúmar 18 milljónir kr. að ræða. 13. Lagt er til að framlög til Byggingarsjóðs ríkisins hækki úr 550 milljónum í 1715 milljónir króna, eða um 1165 milljónir kr. (212%). 14. Lagt er til að framlag til Byggingarsjóðs verkamanna hækki úr 250 milljónum kr. í 650 milljónir kr., eða um 400 milljónir kr. (160%). 15. Þá er lagt til að nýr liður bæt- ist við útgjöld Ríkisskattstjóra, þannig að 10 milljónum kr. verði varið til aðgerða gegn skattsvikum, samkvæmt samþykktri ályktun Al- þingis frá því í vor, sem Alþýðu- flokkurinn stóð að. Auk þessara tillagna flytja Jóhanna Sigurðardóttir og fleiri þingmenn sérstakar breytingatil- lögur: 1. Að framlög til Framkvæmda- sjóðs fatlaðra hækki úr 60 milljón- um kr. í 100 milljónir kr. 2. Að framlag til aðgerða gegn fíkniefnanotkun komi inn í fjárlög- in og nemi 3 milljónum króna, en í fjárlagafrumvarpinu er ekki gert ráð fyrir neinum framlögum til þessara mála. Alls þýða þessar breytingatillög- ur Alþýðuflokksins auknar tekjur ríkissjóðs upp á um 2320 milljónir króna, en hvað útgjöldin varðar gera tillögur þingmanna Alþýðu- flokksins ráð fyrir aukningu um tæplega 2200 milljónir króna. Sem sjá má vega þyngst hvað tekjurnar varðar eignarskattsaukinn (1 millj- arður) og söluskattsaukinn (750 milljónir), en hvað útgjöldin varðar munar mest um stórhækkun fram- laga til byggingarsjóða rikisins og verkamanna, samtals um 1,5 millj- arður, og svo framlag til nýsköpun- ar í atvinnulífinu, 400 milljónir kr. Megin inntakið í breytingatillög- um Alþýðuflokksins eru að fé verði sótt til þeirra afla í þjóðfélaginu sem sloppið hafa að mestu við að fórna nokkru í baráttunni gegn verðbólgunni og hafa þvert á móti fengið ómældar upphæðir með ýmiss konar ívilnunum. Hér er einkum átt við bankakerfið og stór- eignahópana í þjóðfélaginu. Hins vegar beinast tillögurnar að því að rétta hlut ýmissa í þjóðfélaginu sem standa illa, húsnæðismálakerfið vegur þar þungt, en ekki síður eru mikilvægar tillögurnar er lúta að bættri stöðu Lánasjóðs íslenskra námsmanna, að átaki í uppbygg- ingu dagvistarheimila, til kjara- rannsókna, aðgerða gegn skattsvik- um, aðgerða gegn fíkniefnanotkun og svo viðbótarframlag til að bæta úr slæmri stöðu Framkvæmdasjóðs fatlaðra. INNTÖKUBEIÐNI Ég undirritaður sœki hér með um að gerast félagi í ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAGI Nafn Fædd(ur) Heimili Atvinna Vinnustaður Fagfélag Maki Sími Nafnnr. Sími (Dagsetning) (Undirskrift umsœkjanda) Sendist skrifstofu Alþýðuflokksins að Hverfisgötu 8-10, 101 Reykjavik, eða til viðkomandi flokksfélags.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.