Alþýðublaðið - 29.12.1984, Page 1
alþýðu
blaöiö
—— 7V
m
Laugardagur 29. desember 1984
228. tbl. 65. árg.
Framtíðarmúsík handa
hamingjusamri þjóð
eftir Jón Baldvin Hannibalsson
formann Alþýðuflokksins
Bókaþjóðin
• —Hvar er hún?
Hafandi lesið nú um jólin eitt-
hvað um tíu bækur þeirra höfunda,
sem helzt eru vonir bundnar við,
verð ég að játa, að ég hef nokkrar
áhyggjur af framtíð bókarinnar og
„bókaþjóðarinnar".
Mér til mikilla vonbrigða var
skáldskapurinn sem ég las mestan
part andlaust föndur manna, sem
liggur lítið á hjarta og kunna smátt
til verka; eða hysterískir kveinstafir
þjáðra sálna, sem kunnu ekkert til
verka. Undantekningarnar voru
fáar en vekja samt vonir.
Besta skáldsagan var eftir korn-
ungan ísfirðing (nemanda úr MÍ)
— og hún var ekkert slor. Sagan er
sprottin upp úr hörðu mannlífi
sjávarplássins og ósvikin vegna lif-
andi þekkingar höfundar á hugsun-
arhætti og kjörum þess fólks, sem
honum þykir vænt um -— með kost-
um þess og göllum. Höfundurinn
hefur til að bera hvort tveggja ást til
mannfólksins og kunnáttu í skáld-
verkinu. Ljóð Gunnars Dal eru
annað dæmi um samspil mannvits,
velvildar og verkkunnáttu sem gef-
ur bókmenntum líf og gildi. Lífs-
hlaup kvenna, sem gerðust braut-
ryðjendur í nýrri grein atvinnulífs á
íslandi, reyndist líka vera eftir-
minnilegt og fagmannlegt verk. En
bezta bókin sent ég las var eftir
ungan sveitarstjóra norður á Skaga-
strönd og fjallaði um sjávarútveg
íslendinga af þekkingu, viti og
ástríðu.
Hvers vegna er svona fátt um fína
drætti i andanum? Er allt talent
þjóðarinnar saman komið í sjósókn
og vísindum? Ekki er það í pólitík
— svo mikið er víst. Og ekki í skáld-
skap. Ætli það sé í tónlistinni og
málverkinu? Enginn íslenzkur
stjórnmálaflokkur hefur neina vit-
ræna menningarpólitík fram að
færa — minn flokkur ekki undan-
skilinn. En mér sýnist einsýnt að við
þurfum að taka skólakerfið til
bæna og fjölmiðlafáríð sömuleiðis.
Eftir 15 ára kennarareynslu og
nokkurra ára fjölmiðlareynslu hef
ég að vísu býsna mótaðar hug-
myndir um, hvernig það skuli gert.
En nánari útlistun á því verður að
bíða betri tíma.
2Undirbúningur
• kjarasamninga 1985
Það sem vinnandi fólk í landinu
varðar um er kaupmáttur launa eft-
ir skatt. Vegna almennrar efnahags-
óstjórnar, sem m.a. lýsir sér í mis-
gengi atvinnuvega, verður því að-
eins unnt að tryggja vinnandi fólki
óumflýjanlegar kjarabætur í ósvik-
inni mynt á næsta ári, að ranglátt
og hriplekt skattakerfi verði stokk-
að upp. Það þarf m.ö.o. að færa til
skattbyrðina frá hinum efnaminni
til hinna efnameiri og beita tekju-
jöfnunarkerfi ríkisins með öflugu
átaki í þágu hinna efnaminni. Þetta
þarf að gera, áður en kemur að
kjarasamningum, til þess að þar
verði gætt jafnvægis milli fram-
færsluþarfar heimilanna og
greiðslugetu atvinnuvega. Til þess
að ná þessum markmiðum þarf að
gera eftirfarandi ráðstafanir í tæka
tíð:
Framhald á bls. 3
SUNNUDAGSLEIÐARl ■■■—..
Um áramót
Það er venja að fóik gerir upp sin má! um áramót.
Þá hugar það að atburðarás liðins árs og reynir að
gera sér í hugarlund hugsanlega þróun þess árs er
I buröarliðnum er og móta sfn framtíðarverkefni
með það að viömiði. Vitanlega er það mjög einstakl-
ingsbundið, sem kemur upp í huga fólks um áramót.
Persónubundnir atburöir, gleði- eða sorgarfréttir
innan fjölskyldunnar og annað þvíumlíkt er vafa-
laust ofarlega I hugum fólks á tímamótum á borð við
áramót. Hitt er þó jafnöruggt að almenningur hér á
landi hugar einnig að stööu sinni og möguleikum í
lífsbaráttunni á slíkum stundum. Það spyr: Hverjir
verða möguleikar mlnir á næsta ári til að framfleyta
mér og minum sómasamlega?
Þannig blandast óhjákvæmilega hin persónulegu
mál einstaklinganna, þegar árið 1984 er gert upp hjá
fólki, og svo aftur þróun mála á vettvangi stjórnmál-
anna. Þetta tvennt verður aldrei aðskiljð. Hvort sem
fólki líkar það betur eða verr, þá ræður stjórnmála-
þróun miklu um örlög og möguleika hvers einstakl-
ings. Stjómmál eru ekki eitthvað, sem fólk getur að-
eins fordæmt og sagt að komi sérhreint ekki við, þvi
að sjálfsögóu ræður pólitíkin miklu um lifsham-
ingju hvers og eins. Hverjir möguleikarnir eru til að
brauðfæða sig og sina og hafa þak yfir höfuöiö.
Hverjir möguleikarnir eru til mannsæmandi llfsaf-
komu.
Og vissulega horfir launafólk með talsverðum ugg
til framtlðarinnar i Ijósi þeirrar reynslu sem það hef-
ur upplifaö á árinu 1984. íslenskur almenningur hef-
ur séð það og fundið, hvernig misvitrir stjórnmála-
menn geta meó fávislegum ákvörðunum haft gífur-
leg áhrif á lif og hamingju tugþúsunda islenskra
launamanna. Möguleikar þorra launafólks til ham-
ingjuríks lífs hafa stórum verió skertir vegna
skammsýnna og fjandsamlegra stjórnvalda. Það
getur enginn fundið hamingju og frið í sálu sinni á
sama tima og hið efnahagslega óöryggi er sifeilt til
staðar. Sá launamaður, sem þarf sífellt aö hafa ótta
af morgundeginum í efnahagslegu tilliti, erófrjáls.
Og þeir islenskir launamenn sem geta ekki um
frjálst höfuð strokiö i þessu tilliti, heldur hafa eilífar
áhyggjur af föllnum víxlum, ógreiddum reikningum
i stórum bunkum, tómum buddum og rýrum launa-
umslögum, skipta þúsundum og aftur þúsundum.
Þegar núverandi rikisstjórn tók við völdum i lok
maímánaðar á árínu 1983, var það helsta loforö
hennar, að skikk yrði komið á efnahagsmálin og
langþráðu jafnvægi og stöðugleika yrði náö á þvi
sviði. Ríkisstjórnin er lengra frá þessu markmiði
slnu nú, en hún var fyrir hálfu öðru ári, þegar sjálf-
umglaðir oddvitar hennar settust á ráðherrastóla.
Ef horft er fram til ársins 1985, þá er sú ósk vafa-
laust í brjósti fjölmargra íslendinga, aó
skipt verði um skipstjóra og aðra yfirmenn þjóðar-
skútunnar. Margir hafa spáð þvf að ríkisstjórnin
komist ekki hjáþviánæstaári að leggjaverk sín fyr-
irdóm kjósendaialmennum kosningum. Vitaðerað
krafan um kosningaráekki aðeins hljómgrunn með-
al stjórnarandstööuflokkanna og mikils meirihluta
kjósenda, heldur og í æðstu stjórnum núverandi
stjórnarflokka. Timinn einn mun þó leióa í Ijós hvort
fólki verði að ósk sinni og möguleikar gefist til að
gefa rikisstjórninni þá einkunn, sem henni ber [ al-
mennum kosningum. Ymislegt bendir þó til þess að
rikisstjórnin komist ekki hjá því að mæta sívaxandi
pressu um nýjar kosningar.
Allt að einu, þá er skiljanlegur uggur i launafólki.
Það hefur reynslu ársins 1984 á borðinu. Fátt bendir
til þess aö betri tið með blóm i haga sé framundan
fyrir almenning miðað við óbreytta stjórnarstefnu.
En það styttir æviniega upp um siðir. Og það kemur
að því að úr rætist. Til þess að svo megi verða, þá
þarf ýmsu að breyta, þá þarf ýmislegt að færa til
betri vegar. Slikt er ekki á færi núverandi stjórn-
valda. íslenskir launamenn sýndu mátt sinn og meg-
in og þá samstöðu sem allt yfirvinnur í erfióum deil-
um á vinnumarkaðnum nú I haust. Sú samstaða er
enn til staöar. Og með það að bakgrunni veit nú is-
lenskt launafólk að þaö þarf ekki að láta kúga sig og
traðka á sér. Það getur i krafti samstöðunnar risið
upp og sagt: Hingaö og ekki lengra! — Vist er að
slíkt mun gerast, ef ekki verður tekið á vanda ís-
lenskra launamanna hið allra fyrsta. Alþýðublaðið
hafnar þvi að ísland sé með ómarkvissum stjórnar-
ákvörðunum gert aö láglaunasvæði til framtfðar.
Langflestir launamenn hljóta aö taka undir þessi
viðhorf blaðsins.
Meðsamstilltu átaki ásamt von og viljaverða fjöll
færð úr stað. Það er hægt að færa mál til betri vegar
hér á landi. Að því skulu allir sannir félagshyggju-
menn starfa. Jöfnuður, frelsi, réttlæti og samhjálp
verða að fá að ríkja. Þessi göfugu markmið hafa ver-
ið fótum troðin af (slenskum valdhöfum á árinu
1984. Strengjum þess heit að færa þau til vegs og
viröingar, færa þau til framkvæmda, á næsta ári, ár-
inu 1985.
Með þeim orðum flytur Alþýöublaðið lesendum
sínum og landsmönnum öllum hugheilar áramóta-
kveðjur með von um gott og farsælt nýtt ár.
—GÁS.