Alþýðublaðið - 29.12.1984, Page 2
2
Laugardagur 29. desember 1984
RITSTJORNARGREIN ■" ■ —
Staðhæfingar í Ijósi reynslunnar
I ritstjórnargrein Alþýöublaösins fyrir réttu
ári; ( áramótablaöinu 1983, var örlítið skyggnst
fram áveginn og spáö í framvindui málaáárinu
1984, því ári, sem nú er aö Ijúka. Ástæöa er aö
rifja upp nokkra þá framtíðarspádóma, sem i
Alþýðublaðinu var þá að finna. Þar sagði m.a.:
Það er engin ástæða til að leyna þvi, að þótt
síðari hluti þessa árs hafi verið launafólki
þungur i skauti, þá bendir allt til þess að hið
næsta ár verði ekki siður erfitt. Rikisstjórnin
hefur boðað áframhaldandi láglaunapólitik;
laun munu ekki hækka að neinu marki allt
næsta ár, sumir ráðherranna segja þau alls
ekkert mega hækka. Á sama tima ergjaidbyrð-
in aukin, gert er ráð tyrir gjaldskrárhækkunum
opinberra stofnana og einnig hitt, að umtals■
verð verðbólga er enn til staðar og hana eiga
launþegar að bera bótalaust. Og stjórnar■
herrarnir ýja ekki einu sinni að þvi að fólki verði
á einn eða neinn hátt bættarþær kaupmáttar-
skerðingar, sem það hefur mátt þola allan sið-
ari hluta þessa árs. Það er þvi Ijóst á meðan
ríkisstjórn, Steingrims Hermannssonar, held-
ur óbreyttum kúrs i efnahags* og atvinnumál■
um, þá mun enn harðna á dalnum hjá hinum ai-
menna iaunþega á næstu misserum.“
Þetta voru glefsur úr ritstjórnargrein Alþýðu-
blaðsins fyrireinu ári. Sú mynd sem blaðið dró
upp af þróun mála var hvorki björt né fögur.
Vafalaust hefur einhverjum fiogið I hug þá, að
blaðiö væri óþarflega svartsýnt á framþróun
málaáárinu 1984. En hverjareru svostaðreynd-
ir máisins, þegar upp er staðið og umrætt tíma-
bil er liðið? Var dregin upp of dökk mynd? Hef-
ur árið verið íslensku launafólki léttara I skauti,
en Alþýðublaðið hafði spáð fyrir um? Lítum á
framangreindar staðhæfingar blaðsins og síð-
an á staðreyndir I Ijósi reynslunnar.
<r
Arið 1984 hefurverið íslensku launafólki erfitt
á marga lund. Það fór eftir sem Alþýðublaðið
sagði. Álögur voru auknar á flestum sviðum
þjóðlífsins. Fióðbylgja verðhækkana dundi
yfir. Svokaliað vaxtafrelsi var tekið upp, sem
framkaliaði hreina og klára okurvexti og þar-
með auknar byrðar á heröar lántakenda. Laun
hækkuðu ekki, enda þótt gerðir hefðu verið
kjarasamningar um prósentuhækkanir á laun,
þvl ríkisstjórnin stal jafnharðan aftur þeim
kjarabótum sem slakað var út I samningunum.
Til marks um það, nægirað minnaágengisfell-
inguna, sem skellt var á launafólk, aðeins fá-
einum dögum eftir að skrifað hafði verið undir
nýja kjarasamninga; kjarasamninga, sem náð-
ust ekki fyrr en að afloknum bitrum og heitum
átökum á vinnumarkaðnum. Þessi gengisfell-
ing þurrkaði I einu vetfangi út allan þann ávinn-
ing, sem launafólk hafði náð fram I kjarasamn-
ingunum. Blekið varvarlaþornað ásamningun-
um, þegar rlkisstjórnin hafði I raun rifið þá I
tætlur.
Það var heldur ekki ofsagt I ritstjórnargrein
Alþýðublaðsins fyrir ári, að ef ríkisstjórnin
héldi óbreyttum kúrs I efnahags — og atvinnu-
málum, þámyndi enn harðnaádalnum hjáhin-
um almenna launþega á árinu 1984. Ástandið á
þúsundum íslenskra heimila á liðnum mánuð-
um hefur verið með slíkum eindæmum, að
ieita þarf langt aftur I tíma til að finna sam-
jöfnuð, til að finna jafn erfitt ástand hjá launa-
fólki og nú er.
En núverandi stjómvöld hafa ekki einungis
látið sverfa til stáls gegn launafólki I landinu
með þvi að skerða kjör þess aftur og aftur. Hitt
erekki léttvægara, að ríkisstjórnin hefur gjör-
samlega misboðið réttlætisvitund fólks. Al-
menningur I iandinu hefur horft upp á það
trekk I trekk hvernig stjórnvöld hafa af algjöru
siðleysi fært milljarðakrónaúrvösum fjöldans
og I guilkisturfyrirtækjaog fjármagnseigenda.
Gengdarlaus hagsmunavarsla ráðherranna .
fyrir hina betur settu I þjóðfélaginu hefur
gengið fram af almenningi.
Þaö er ekki aðeins að landsmenn hafa með
öllu misst tiltrú á núverandi ríkisstjórn, heldur
og telur stærsti hluti þjóðarinnar það nauð-
synjaverk hið mesta, að núverandi rfkisstjórn
fari frá völdum hið fyrsta. Ef einhverjum hefur
ekki verið Ijós nauðsyn þess um síðustu ára-
mót, þá er sá hinn sami örugglega viss í sinni
sök nú. íslenska þjóðin hefur hreinlega ekki
efni á því að láta núverandi stjórnarflokka leika
lausum hala við stjórnvölinn öllu lengur.
- GÁS.
Þjóðhátíðarsjóður
auglýsir eftir umsóknum um styrki úr
sjóðnum á árinu 1985.
Samkvæmt skipulagsskrá sjóösins nr. 361 30. september
1977 er tilgangur sjóðsins „að veita styrki til stofnana og
annarra aðila, er hafa það verkefni að vinna að varðveislu og
vernd þeirra verðmæta lands og menningar, sem núverandi
kynslóð hefur tekið í arf.
a) Fjórðungur af árlegu ráðstöfunarfé sjóðsins skal renna til
Friðlýsingarsjóðs til náttúruverndar á vegum Náttúru-
verndarráðs.
b) Fjórðungur af árlegu ráðstöfunarfé sjóðsins skal renna til
varðveislu fornminja, gamalla bygginga og annarra menn-
ingarverðmæta á vegum Þjóðminjasafns.
Að öðru leyti úthlutar stjórn sjóðsins ráöstöfunarfé hverju
sinni i samræmi við megintilgang hans, og komi þareinnig til
álita viðbótarstyrkir til þarfa, sem getið er í liðum a) og b).
Vió það skal miöað, að styrkir úr sjóðnum verði viðbótarfram-
lag til þeirra verkefna, sem styrkt eru, en verði ekki til þess að
lækkaönnuropinberframlög til þeirraeðadragaúrstuðningi
annarra við þau.“
Stefnt er að úthlutun á fyrri hluta komandi árs. Umsóknar-
frestur er til og með 22. febrúar 1985. Eldri umsóknir ber að
endurnýja. Umsóknareyðublöð liggja frammi I afgrelðslu
Seðlabanka islands, Hafnarstræti 10, Reykjavík. Nánari upp-
lýsingar gefur ritari sjóðsstjórnar, Sveinbjörn Hafliðason, I
síma (91) 20500.
Reykjavík, 27. desember 1984.
Þjóðhátiðarsjóður
VINNINGSNÚMER
í Happdrætti
Krabbameinsfélagsins
•; . Dregiö 24. desember 1984. .....
BMW 520i bifreið: 22120
PEUGEOT 205 GR bifreið: 6266
BIFREIÐAR fyrir 300 þús kr: 153928 154730 159282
APPLE//C tölvur: 19302 100636 107442 110504 150217
SÓLARLANDAFERÐIR með ferðaskrifstofunni Úrval:
7900 15560 24381 56708 89880 91134 104828 124936
130598 132466 136920 138573 139929 151940 160134
SÓLARLANDAFERÐIR með ferðaskrifstofunni Útsýn:
9918 24708 34054 74110 77560 78164 85172 91205
97972 105191 116880 121032 123241 124170 131914
Handhafar vinningsmiöa framvisi þeim á skrifstofu Krabbameinsfélagsins
aö Skógarhlið 8. simi 62 14 14.
Krabbameinsfélagiö
þakkar landsmönnum
veittan stuöning.
Krabbameinsfélagið
Verðbólgu-
hraðinn 78%
Þá er verðbólgan hlaupin af stað
einsog launþegum hafði verið lofað
ef þeir semdu um sómasamleg laun
sér til handa. Reyndar var vitað að
hún losnaði úr viðjum sínum hvort
sem launþegar semdu eður ei.
Ríkisstjórnin var búin að týna efna-
hagsstefnu sinni, eða réttara sagt
hafði aldrei haft neina. Hvaða
stefna er það eiginlega að ætla að
láta eina stétt manna greiða niður
verðbólgudrauginn? Það er álíka
hjátrú að álíta að slíkt dæmi gangi
upp og að kalla til preláta í því skyni
að kveða niður draug.
Sé miðað við hækkun á fram-
færsluvísitölu milli mánaðanna
nóvember — desember, þá hefur
hún hækkað um 4,85% á þessum
eina mánuði. Það þýðir að verð-
bólguhraðinn er kominn upp í
76,53% á ársgrundvelli. Það er
Kauplagsnefnd, sem hefur reiknað
þetta út og stærsti hluti hækkunar-
innar stafar af hækkun matvöru-
verðs, eða 1,4%.
Hagstofan hefur reiknað út vísi-
tölu byggingarkostnaðar og er
hækkunin frá því að hún var reikn-
uð síðast út, í september byrjun ein
10,25%. Þar af er áætlað að ein
5,12% hækkun sé á milli mánað-
anna nóvember — desember. Það
þýðir að sé verðbólguhraðinn á árs-
grundvelli miðaður við hækkun
vísitölu byggingarkostnaðar á milli
mánaðanna nóvember — desem-
ber, þá er hann nú rúm 80%.
Að lokum skal þess getið að
Seðlabankinn hefur reiknað út
lánskjaravísitöluna fyrir janúar-
mánuð 1985 og reyndist hún vera
1006, sem er 4,9% hækkun frá þvi
í desember. Sé verðbólguhraðinn
miðaður við lánskjaravísitöluna, er
hann nú 77,5%.
Sé tekið meðaltal af þessum
þremur útreikningum kemur í Ijós
að verðbólguhraðinn nú er um 78%
á ársgrundvelli.
Tómas Seðla-
bankastjóri
Viðskiptaráðherra, Matthias Á.
Mathiesen, hefur í dag skipað
Tómas Árnason, fyrrverandi ráð-
herra, bankastjóra við Seðlabanka
Íslands frá 1. janúar 1985 að telja.
Happdrætti Styrktarfélags vangefinna.
Vinningsnúmer
1. vinningur Citröen bifreið nr.........59704
2. vinningur Daihatsu Charade bifreið nr. .92667
3. vinningur Bifreið að eigin vali að upphæð kr.
260 þús. nr.............................66273
4.—10. vinningur húsbúnaður að eigin vali hverað
upphæð kr. 80. þús.
nr. 3321 — 9089 — 10524 — 25332 — 76452 —
90929 — 98357.
Styrktarfélag vangefinna.
Styrkir til háskólanáms í Noregi
Norsk stjórnvöld hafa tilkynnt aö þau bjóöi fram styrk
handa íslenskum stúdent eöa kandídat til háskóla-
náms í Noregi háskólaárið 1985—1986. Styrktímabilið
er níu mánuöir frá 1. september 1985 að telja. Til greina
kemur að skipta styrknum ef henta þykir. Styrkurinn
nemur 3.600,- n.kr. á mánuöi.
Umsækjendur skuli vera yngri en 30 ára og hafa stund-
að nám a.m.k. tvö ár viö háskóla utan Noregs.
Umsóknum um styrk þennan, ásamt afritum próf-
skírteina og meömælum, skal komiö til menntamála-
ráöuneytisins, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik fyrir 1.
febrúar n.k.
Sérstök umsóknareyðublöð fást í ráöuneytinu.
Menntamálaráöuneytiö
17. desember 1984.
FÉLAGSSTARF
ALÞÝÐUFLOKKSINS
Alþýðuflokksfólk
Hafnarfirði
Áriðandi fundur næstkomandi miðvikudags-
kvöld, 2. janúar, f Alþýðuhúsinu. Fjallað verður um
málefni Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar og fyrir-
liggjandi tillögur i þeim efnum, sem lagðar hafa
verið fram i bæjarstjórn.
Mikilvægt að sem flestir mæti.
Bæjarfulltrúar.