Alþýðublaðið - 29.12.1984, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 29.12.1984, Qupperneq 3
Laugardagur 29. desember 1984 3 Jón Baldvin 1 1. Það á að leggja eignarskatts- auka til 2ja ára á skattsvikinn verðbólgugróða hinna nýríku (1 milljarður á ári) og verja þessum fjármunum til að gera stórátak í húsnæðisitiálum unga fólksins; byggja hóflegar íbúðir í fjölbýli á viðráðanlegum kjörum. Þetta væru kjarabætur í ósvikinni mynt fvrir unga fólkið. 2. Það á að afnema tekjuskatt á laun allt að 35 þús. á mán. Það væru kjarabætur í ósvikinni mynt fyrir þorra launþega. 3. Það á að afnema flestar undan- þágur frá söluskatti og leggja söluskatt á innflutning í tolli. Þetta mundi skila ríkissjóði að óbreyttri söluskattsálagningu ca. 10 milljörðum í auknar tekjur. Þessar auknu tekjur á að nota til kjarajöfnunar með eftirfarandi hætti: a) til að mæta tekjutapi ríkis- sjóðs af tekjuskattsniðurfell- ingu (rúmlega milljarður); b) til að endurgreiða barnafólki og efnalitlu fólki „tekju- tengdan skattafsáltt“, sem vegur upp á móti niðurfell- ingu söluskattsundanþágu á matvæli; c) til að binda enda á erlenda skuldasöfnun og hallarekstur í ríkisbúskapnum; d) til að greiða upp þann hluta af skuldum sjávarútvegsins, sem gjaldfallinn er á þjóðina. Á þar næsta ári ber að nýta þess- ar auknu tekjur til að lækka sölu- skattsálagninguna og þar með vöruverð í landinu, verulega. Þessu þarf síðan að fyigja eftir með róttækum niðurskurði ríkisút- gjalda (tekjutilfærslu frá ríkisgeir- anum til atvinnulífs og launþega). Þetta verður bezt gert með því að skera niður starfsemi á vegum ríkis- ins, sem er ýmist óþörf, eða yrði rekin með hagkvæmari hætti á veg- um einkaaðila, sveitarfélaga og al- mannasamtaka. Tekjutilfærsla af þessu tagi er nauðsynleg til að brúa bilið milli hinna tveggja þjóða, draga úr efnahagslegu- og félags- legu misrétti, auka stöðugleika og jafnvægi í efnahagslífinu og skapa nauðsynlega samstöðu með þjóð- inni um raunhæfar kjarabætur og þau framtíðarverkefni, sem auka eiga hagvöxt og standa undir lífs- kjörum þjóðarinnar í framtíðinni. Tillögur Eyjólfs Konráðs Jóns- sonar alþingismanns af svipuðum toga verðskulda athygli okkar og stuðning. (Það er mjög athyglisvert að Eyjólfur Konráð er einn þriggja sjálfstæðisþingmanna, sem er um- hugaðra um trúnað sinn við kjós- endur og stefnu flokks síns en holl- ustu við ,,báknið“.) 3Stefna í • sjávarútvegi Að hluta til er íslenzkur sjávarút- vegur í kreppu vegna utanaðkom- andi áhrifa: (1) Keppinautar okkar nota iðnaðar- og olíuauð sinn (Kanada, Noregur) til að greiða nið- ur fiskverð á erlendum mörkuðum. (2) Breyttar neyzluvenjur hafa auk- ið eftirspurn eftir ferskum fiski á kostnað frystra fiskafurða. Við fyrri vandanum eigum við að bregðast m.a. með því að leita sam- stöðu með Færeyingum og Græn- lendingum um að gera allt vitlaust á vettvangi Norðurlandaráðs gegn „dumping“—pólitík Norðmanna í fiskisölumálum. Við seinni vand- anum þarf að bregðast með ýmsum hætti. Við eigum að stórauka frelsi í útflutningsverzlun (m.a. nýta okk- ur viðskiptasambönd innflutnings- verzlunarinnar í útflutningi líka), verja verulegum fjármunum í markaðsöflun og sölumennsku og gera skipulegt átak til að auka fjöl- breytni í matvælaframleiðslu. T.d. með „máltíðarframleiðslu úr fiski“, enda útlit fyrir að tollamunur á unnum og óunnum fiski muni hverfa á mörkuðum Evrópubanda- lagsins. Önnur rekstrarvandamál sjávar- útvegs og fiskvinnslu verða ekki leyst nema með gerbreyttri efna- hagspólitík. Þar skiptir eftirfarandi mestu máli: 1. Dollaralán „Steingrímstogar- anna“ eru að hluta til fallin á þjóðina. Hluta þeirra verður ríkissjóður að greiða, en knýja um leið fram uppboð, eigenda- skipti og skuldaskil. Gengi krón- unnar þýðir ekki að skrá miðað við gjörgæzlufyrirtæki, sem sokkin eru í skuldir og eiga ekki fyrir skuldum. Sjávarútveginum er lífsnauðsyn að búa við „rétt gengi“. 2. Beita verður róttækum ráðum til að draga úr tilkostnaði á aðföng- um sjávarútvegsins og þá sér- staklega olíukostnaði og fjár- magnskostnaði. Úr því sem komið er er óhjákvæmilegt að þjóðnýta olíuverzlunina og binda þannig endi á ábyrgðar- lausa offjárfestingu hins þríeina olíuauðhrings. Peninga-, lána- og vaxtapólitíkin er í molum. Fjár- magnskostnað, sem er velt út í verðlagið innanlands, en eyði- leggur samkeppnisaðstöðu og veldur þrýstingi á gengið ella, verður að lækka. Það gerist að- eins sem liður í nýrri og sam- ræmdri jafnvægisstefnu i efna- hagsmálum. Þingmenn Alþýðuflokksins fluttu fyrstir á þing tillögur um samninga við önnur ríki um veiðar í erlendri fiskveiðilögsögu. Slíkt er sjálfsagt mál, þegar við beitum of stórum flota á takmarkaðar veiðar. Framtíðin í sjávarútvegi íslendinga er hins vegar sú, að selja vanþróuð- um þjóðum sérfræðikunnáttu okk- ar í fiskveiðum og fiskvinnslu og allan þann búnað sem til þarf (skip, hafnarmannvirki, flutningskerfi og tölvustýrð vinnslukerfi). Þetta þýð- ir að í tölvu- og sjálfvirknibransan- um eigum við að sérhæfa okkur í tækjakosti og hugbúnaði fyrir fisk- veiðar og vinnslu. Ákvarðanir um fjármögnun þessarar framtíðar- greinar þarf að taka strax svo að hún geti skilað okkur arði innan fárra ára. 4Um vexti og • verðtryggingu Peningapólitík Jóhannesat Nordals (les: Seðlabankans) undan- farna áratugi hefur reynzt haldlaus. í fyrsla lagi þurfum við fleiri og öflugri stjórntæki til að stýra pen- ingamagni. í öðru lagi verður að vera samræmi milli almennrar efna- hagsstefnu (hallalaus ríkisbúskap- ur, stöðvun erlendra skuldasöfnun- ar, rétt gengi, jákvæður viðskipta- jöfnuður) og peningamálastjórnar. Til þess að kippa þessu i liðinn þarí (1) jafnvægisstefnu í efnahagsmál- um (2) nýja löggjöf um Seðlabank- ann (3) sameina tvo ríkisbanka í einn og selja þann þriðja (4) af- nema núverandi kerfi innlánsbind- ingar og sjálfvirkra afurðalána og fela framkvæmd þess viðskipta- bönkum (5) koma á opnum verð- bréfamarkaði. Það var Alþýðuflokkurinn sem kom á verðtryggingu fjárskuld- bindinga á sínum tíma. Það gerðum við til þess að: (1) Stöðva bankarán á rosknu fólki (sparifjáreigendum) (2) stöðva eignatilfærslu frá al- menningi til forréttindahópa kerfis- ins F 3 ) skapa forsendur fyrir arð- semismati fjárfestingar með því að afnot peninga væru seld á réttu verði og lánum ekki breytt í styrki til atvinnurekenda. Með þessunt hætti hefur Alþýðuflokkurinn sýnt, að hann stendur vörð um hag sparifjáreigenda og innlenda spari- fjármyndun. Verðtryggingarpólitíkin var hins vegar eyðilögð í framkvæmd af tveimur ríkisstjórnum vegna þess að henni var ekki fylgt eftir með lengingu lána og réttri efnahags- stefnu á öðrum sviðunt. Ránvaxta- pólitík Jóhannesar Nordals og núv. rikisstjórnar er röng af tveimur ástæðum: (1) Hækkun inniáns- vaxta hefur ekki leitt til aukinnar sparifjármyndunar. Almenningur, sem býr við hungurlaun, á nefni- lega ekkert eftir til að spara. Sparn- aður er þess vegna aðallega falið fé skattsvikara, sem er ávaxtað fram hjá atvinnulífinu. Breytingar á inn- lánsvöxtum valda þess vegna aðeins tilfærslum milli sparnaðarforma. (2) Hækkun útlánsvaxta nægir ekki til að minnka eftirspurn og draga úr verðbólgu. Þvert á móti fer aukinn fjármagnskostnaður beint út í verð- lagið (eykur verðbólgu) innanlands, en grefur undan samkeppnisað- stöðu útflutningsgreina og veldur þrýstingi á gengið. Feillinn er sá, að Seðlabankinn (les: Jóhannes páfi Nordal) hefur oftrú á vaxtatækinu. Því er aðeins hægt að beita með árangri sem lið í samræmdri efnahagsstefnu. En til þess að koma henni á, þarf nýja ríkisstjórn í landinu. Fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar ætti að vera að skipta um menn í brúnni í Seðla- bankanum og þjóðnýta Seðla- bankabygginguna fyrir Stjórnar- ráðið, eins og við höfum gert tillög- ur um. Því næst þarf að lækka fjár- magnskostnað atvinnulífsins sem lið í nýrri samræmdri efnahags- stefnu. Ný og fjölbreytileg sparnað- arform almennings, sem fær laun fyrir vinnu sína og hægt er að spara af, á hins vegar að vera eitt af aðals- merkjum hinnar nýju efnahags- stefnu. 5« öryggi ríkisins. íslenzka lýðveldið er merkileg til- raun til að halda uppi sjálfstæðu og bjargálna menningarsamfélagi smáþjóðar, sem býr í stóru, harð- býlu landi á hernaðarlega mikil- vægu landsvæði. íbúatala íslands jafnast á við nokkrar íbúðablokkir í Bronx. Um næstu aldamót verða allir íbúar Norðurlanda um 0.3% jarðarbúa (íslendingar 0.045%). í svipinn eru vaxandi líkur á að tilraunin með Iýðveldið ísland tak- ist ekki. Það er eingöngu vegna þess að okkur hefur sjálfum fatast svo mjög stjórn okkar eigin mála að efnahagslegt sjálfsforræði okkar er í hættu. Eigi tilraunin að takast þurfum við að halda mjög viturlega á málum. Það eina sem hefur tekizt bæri- lega i íslenzkri pólitík frá því lýð- veldið var stofnað er utanríkispóli- tíkin. Utanríkispólitík smáþjóðar má líkja við tryggingarstarfsemi. Við þurfum að endurtryggja sjálf- stæði okkar með bandalagi við þær þjóðir sem eiga sameiginlegra hags- muna að gæta. Þetta eigum við að gera áfram með óbreyttri utanrikis- pólitík. Að því viðbættu, að við þurfum að efla innlenda þekkingu á hernaðarmálefnum og láta rödd okkar heyrast með ótvíræðari hætti á samkomum bandalagsrikja, þeg- ar forystuþjóðirnar ætla að bregð- ast trúnaði við hugsjón lýðræðis- ins. (T. d. með stuðningi við hern- aðargórillur og fjöldamorðingja i löndum þriðja heimsins). Þá eigum við að rífa kjaft, mótmæla og reyna að hafa vit fyrir þeim, sem þess þurfa. En aldrei að falla í þá gryfju að leggja að jöfnu forystuþjóðir lýðræðisins annars vegar og ný- .lenduveldi Gúlagsins hins vegar. Minnumst örlaga Afganistans. Framtíðarverkefni ís- lenzkra • jafnaðarmanna. íslenzkra jafnaðarmanna bíður nú risavaxið verkefni. Þeir þurfa að búa sig undir það áf kostgæfni og alvöru hverja vökustund næstu mánuði og misseri að veita þjóð sinni leiðsögn út úr ógöngum undanfarinna ára. Aldrei fyrr í sögu þjóðarinnar, síðan á kreppuárum, hefur þjóðinni legið eins lífið á lið- styrk og forystu öflugs jafnaðar- mannaflokks. Við skulum ekki láta þetta verkefni vaxa okkur í augum, en búa okkur undir það eins sam- vizkusantlega og við getum. Það hefur áður verið sögulegt hlutverk okkar að koma í veg fyrir að þjóðin leysist upp í stríðandi fylkingar og berist á banaspjót i hatrömmum stéttaátökum, sem hafa reynzt þjóðinni dýrkeypt. Þetta gerum við með fyrirbyggjandi umbótum í anda frelsis, jafnréttis og bræðra- lags. En við förum ekki með skrum og gylliboð. Það verða nógir aðrir til þess. Við eigum að gera meiri kröfur til sjálfra okkar en til ann- arra. Krafan er sú að leggja fram allt okkar vit, þekkingu og atorku til að leggja fyrir þjóðina raunsæja og framkvæmanlega stefnuskrá, sem svarar spurningum vinnandi fólks um, hvað eigi að gera — og hvernig eigi að gera það. Þetta verk var hafið á flokksþingi okkar í nóvember. Þar samþykkt- um við róttækustu stefnuyfirlýs- ingu sem nokkur flokkur hefur sett sér allt frá því að Alþýðuflokkurinn lagði fram, árið 1933 í byrjun kreppunnar og fyrir örlagaríkar kosningar, „fjögurra ára áætlun um aðgerðir gegn kreppu og at- vinnuleysi“. Með þessari stefnuskrá okkar - „Hverjir eiga ísland — fámenn stétt forréttindahópa eða hinn vinn- andi fjöldi: Leiðir Alþýðuflokksins til að jafna eigna- og tekjuskipting- una og stuðla að þjóöfélagslegu réttlæti" — höfum við þegar svarað brennandi spurningum vinnandi fólks, þeim sem brýnastar eru. Við höfum nú þegar skilmerkilega stefnuskrá í efnahagsmálum og kjaramálum. í smíðum eru ná- kvæmar stefnuskrártillögur um húsnæðismál, um framtíð sjávarút- vegs, um byggðastefnu og um sam- ræmt lifeyrisréttindakerfi þjóðar- innar í framtíðinni. Þetta eru brýn- ustu málin. Fleiri verkum verður bætt við vinnuáætlunina eftir því sem okkur vex fiskur um hrygg. Innan tíðar munum við setja okkar hæfustu mönnum fyrir það verk- efni að undirbúa nákvæmlega stjórnarsáttmála af okkar hálfu fyrir næstu ríkisstjórn. Allt okkar starf á að miðast við það að vera undir það búin að ganga til kosn- inga með fullunna stefnuskrá, hve- nær sem kallið kemur. Til þess að þetta verk takist, svo sem verðugt er, verðum við fyrst að moka okkar eigin flór. Við hljótum að endurskipuleggja okkar eigið innra starf frá rótum: Við eigum að stjórna fjármálum flokksins svo að til fyrirmyndar sé; við eigum að leita til liðsmanna okkarmeðalla okkar stefnumörkun, kunna að hlusta og þiggja ráð lífsreyndra og sérfróðra félaga okkar á öllurn svið- um þjóðlifsins. Við eigum að virkja vinnandi fólk á nýjan leik til þátt- töku i þessu stórbrotna verkefni; við eigum að setja okkur það mark- mið að fjölga virkum félögum í Al- þýðuflokknum um 1000 á næstu vikum og mánuðum; við eigum að gerbreyta fræðslu-; upplýsinga- og útgáfustarfsemi okkar; við eigum að ráða okkur nýja og ferska kunn- áttumenn til starfa í þjónustu góðs málstaðar. Við eigunr að endui- vekja traust vinnandi fólks á heið- arlegu og skapandi pólitísku starfi. Við eigum að kveða niður fjöl- miðlaróginn um að pólitík sé skíta- bisness fyrir sjálfsýna metorðastrit- ara og eiginhagsmunaseggi. Við eigum hvarvetna að skipuleggja og leita uppi hæfileikafólk, ekki sízt meðal ungu kynslóðarinnar, sem nú fær hvergi að njóta sín i þessu spillta og rangláta þjóðfélagi, og fela hverjum og einum verkefni i samræmi við getu og hæfileika; við eigum að ala upp nýja kynslóð óeig- ingjarnra hugsjónamanna, sem spyrja ekki fyrst um eigin umbun, heldur vilja leggja fram alla sína starfskrafta í þágu góðs málstaðar — í þágu annarra. Margir munu verða til þess að biðja okkur bölbæna. í hverri illspá verður falin ósk „um hrakför sýnu verri“. En við skulum ekki láta telja úr okkur kjark; nú vitum við hvað við viljum — og við vitum að okkar bíður verðugt verkefni fyrir heiðar- legt og baráttuglatt fólk. Úr þessu getur ekkert stöðvað okkur, nema ef það væri sundurlyndi og giftu- leysi okkar sjálfra. Látum það aldr- ei henda. Verkið er hafið. Tillögur um end- urskipulagningu flokksstarfsins liggja fyrir til umræðu og af- greiðslu hjá framkvæmda- og flokksstjórn. Fjöldi nýrra starfs- krafta hefur lýst sig reiðubúinn til samstarfs með okkur. Metaðsókn á öllum o|<kar fundum á þessu hausti segir sína sögu. Óvenjulegar og málefnalegar umræður á þessum fundum sanna, að vinnandi fólk i okkar landi mun þekkja sinn vitj- unartíma. Nú ber hverjum sönnum jafnaðarmanni að reka af sér slyðruorðið og gerast virkur og öt- ull í pólitisku starfi. Hrífið með ykkur þá sem standa enn tvílráðir og utangátta við veginn. Kjörorðið er: Vertu með: taktu þátt í að breyta þessu rangláta verðbólguspilavíti í það velferðarríki, sem eitt er sam- boðið duglegustu og vinnusömustu þjóð, sem nokkru sinni hefur tekið til höndum á þessari jörð. Öllum þeim þúsundum, sem þeg- ar hafa lagt við hlustir og tekið þátt með því að sækja fundi, taka þátt í umræðum, leggja frarn sinn skerf í starfi okkar á þessu hausti færi ég þakkir, um leið og ég læt í ljós von um endurfundi og nánara samstarf. Vindum nú upp öll segl og Iátum vaða á súðum — því að nú er blás- andi byr. Með baráttukveðju. Jón Baldvin. Meinatæknar! Meinatæknir óskast (Vá eöa 1/1 staöa) að heilsu- gæslustöðinni á Egilsstöðum frá 1. mars n.k. Um- sóknir berist fyrir 15. janúar 1985. Upplýsingar gefur Guðrún í síma 97-1400 virka daga. Heilsugæslustöðin Egilsstöðum. ' \

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.