Tíminn - 28.05.1967, Side 5

Tíminn - 28.05.1967, Side 5
SUJWtaVAGm 28. maí »67 TÍMINN Frídagar á Irlandi Áhiigi fslendinga á að kynn ast af eigin sjón og reynd temœi ágætu frændum okkar fmm, fer stöðugt vaxandi, og er iþað vel. frland er þó ekki „ferðamanmaland“ í þeim skili ingi sem Svissland er það eða A Ðubliner • • . ftalía. Enn eru ekki til neinar vetsmurðar írskar hótel og hóp- ferðavélar, sem gleypa erlenda búrista og renna þeim snuðru- laust gegnum prógrammið; en írar taka gjaman við gestum, — ferðamönnum í hinum klass íska skilningi þess hugtaks — og þeir taka vel á móti sínwm gestum. Á sama hátt og fsland og við íslendingar erum í stór um dráttum raunar lítill heim ur út af fyrir okkur, er írska eyríkið og írar sérstakur, sér- kennilegur heimur út af fyrir sig, og það mun koma mörg- um íslendingi þægilega á óvait að finna hin ótrúlega sterxu tengsl milli hugsunarlhiáttar og lífsviðlhorfa írskra og íslenzk.'a einstaklinga. Eins og við sjálf- ir, eru frar yfirleitt seinteknir til nánari kynna, og það væri hverjum íslenzkum gesti ho.lt að hafa í huga, að írska þjóðm býr ekki við efnalegt „velferð arríki“, og írar ldta annars furðu hlutlausum og gamai- reyndum augum jafnt á vell- andi auðlegð og sára fátækt. Efnabagurinn er ekki gildur mælikvarði á manngildið í ír- landi. frar hafa sinn sérsraka fastmótaða írska hugsunarhátt og sína írsku siði; hvorki gestir né túristar segja þeim fyrir verkum í þeim efnum: Enginn velsiðaður erlendur gestur bið- ur um kaffi sér til hressingar í írlandi, heldur um iter bragðgott írskt te. Sá gesfur í Dyflinni, sem kann að meia gott írskt whiský, ætti ekki að gleyma himim sérkennilega írska drykkjusið að loka sig með whiskýið sitt inni í caisson (drykkju-lokrekkju) til þess að vera um stund einn með hugrennngiar sinar og drauma. írland er fyrir margar sakir stórbrotið land, fyrst og fremst vegna hinnar sérkenniiegu sögu írsku þjóðarinnar sjálfr- ar, sem hlýtur að tala til hins vitandi erlenda ferðamanns við hvert fótmál 'hans á írskri jörð. írska þjóðarsagan er ein hin undursamlegasta og hrikaleg- asta í víðri veröld; engin önn- ur Evrópuþjóð hefur orðið að þola jafn mikið og langvinnt harðrétti (ísl. þjóðin ekki und- anskilin) og dýrslegar ofsóknir og írar. Og engin önnur þjóð hefur á tímum sinnar mestu ytri niðurlægingar verið þvílikt andlegt stórveldi sem frar. Keltneskur þjóðflokkur, Gel- ar, bonru tfl írlands frá megm- landi Evrópu og Bretlandi u.þ.b. einni öld fyrir Krist, runnu saman við frumhyggja landsins og stofnuðu hið blóm- lega írska menningarríki, sem 900 árum siðar dró að sér hin- ar hálfvilltu þjóðir Evrópu líkt og segull stálið: Norðmejn, Danir, Normanar og Saxar flædcta yfir frland, drepandi aflt kvikt, sem á vegi þess varð, brennandí og rnplandi og skfldu þrem öldum síðar við landið flakandi í sárum og ríkið í upp lausn. „Ó, miskunnsami guð, forðaðu oss frá villimennsku vTkmganna!“ er bæn, sem enn er beðin víða í kirkjum fr- lands. Eftir stutt hlé á ósköp um frlands, kom svo hinn ötul- asti stótrari frlands fram á sjónarsviðið. f októbermánuði árið 1S34 birtust Englending- ar með ofurefli liðs á írskri grund: þeir myrtu, rændu, brenndu og eyðilögðu af fá- Sjóbaðstaður á norðurströndinni . . . the Dubliner dæma grimmd og holi. Hin ægilegu glæpaverk, sem Eng- lendingar frömdu á írsku þjóð- inni stóðu margar, langar ald- ir, — langt fram á 20. öldina. Trúarofsóknir Hinriks VIII, hnottalegir dráps- og brennu leiðangrar hertoganna af Ess- ex og Mountjoy, stórfellt bóta- laust eignarnám og blygðunar- laust rán á írskum jarðeignum. írsku bændauppreisninni var drekkt í kynstrum öl'um af írsku blóði á stjórnahárum Karls I Englandskonungs, og þá tók við kerfisbundin, vel skipulögð herferð Cromwells gegn írum, sem hafði það mark mið að myrða hvert einasta írskt mannsbarn; ógnarstjórn Englands blómstraði áfram í írlandi á dögum Williams Pitts, sem átti sér þá hugsjón öðrum æðri að hirða allt matarkyns úr frlandi til að útrýma frum í hungurdauða. Þetta hafði nærri tekizt; Árið 1840 voru íbúar frlands átta og hálf millj. Árið 1967 er íbúatala landsins um fjórar og hálf milljón. Árið 1916 tekur brezka heimsveldið svo síðasta morð-fjörkipp sinn í írlandi, fer með óvígan her á hendur írum, og aðförunum má helzt leita hliðstæðu í fjóldamorðum og pyntingum nazista á herteknum Sovétmönn um í síðustu heimsstyrjöld. Loks árið 1918 gátu leyfarnar af írsku þjóðinni hrist enska blóðvarginn af sér. En fyrir all- ar enskar misgjörðir gegn fr, um, tókst írskum anda þó að koma fram greipilegum hefnd- um: Hið bitrasta vopn Englend- inga er fengið að tóni frá írum, — the English wit, — hin kald hæðna enska kýmni, er írsk að upprana. Jonathan Swift, Shori dan, Farquihar, Maturin, Oscar Wilde, Thomas Moore og George Bernhard Shaw, öll þessi glæstustu nöfn enskra bókmennta eru jafn irsk og sá hafsjór af írsku blóði, sem ensk ar hendur hafa úthelt. írax era allra manna minnugastir á sögu sína, en um leið allra manna glaðværastir, — þeir eru og haía alltaf verið þjóð, sem kann almennt listina að hlægja oft og hjartanlega — stay witty — þylja limbrur og halda hvers- dagslega Irish holiday á sinn óyiðjafnanlega hressilega hátt. H. Vilhj. Kristján Thorlacíus: Á áranum 1960 til 1965 hef nr þjóðarframleiðslan aukizt um 30,6% og á sama tíma var aukning þjóðarteknanna 44,2%. Ef eðlileg þróun hefði átt sér stað/ eins og í nágrannalönd um okkar, ætti slík aukning þjóðarframleiðslu og þjóðar- tekna að leiða af sér stór- fellda aukningu á kaupmætti samningsbundins dagkaups- En hvernig er þetta hér á landi? Tekjur manna fyrir dagvinn- una hafa svo til staðið í stað, en launamenn hafa náð hluta af aukningu þjóðarteknanna með því að bæta sífellt við sig yfirvinnu. Jafnframt því sem þjóðar- tekjurnar hafa vaxið eins og að framan segir hafa breyting ar á kaupmætti timakaups orð ið þessar: Almenn hafnarvinna: 100 105,8 Samkvæmt 1- taxta Dagsbrúnar: Almenn fiskvinna: 1.3. 1959. 100 100 1967 87,7 100,3 Það þýðir ekkert fyrir launa- menn annað en horfast í augu við þá staðreynd, að árangur inn af baráttu samtakanna hef ur verið eyðilagður jafnharðan á undanförnum árum af stjórn arvöldum, sem bera hag ann arra fyrir brjósti en launa- manna. í kjarabaráttu launþegasam- takanna er full þörf nýrra vopna og nýrra baráttuaðferða, og með þessu er engri rýrð kastað á eldri aðferðirnar og gömlu vopnin. Þau dugðu vel á þeim tíma, sem þau áttu við. Aðalvopn stéttarbaráttunnar verður áfram verkfallsréttur- inn, en það er greinilegt að endurskipuleggja verður bar áttuna, og launamenn vcrða að fá meiri áhrif á Alþingi. Eins og ástandið er i stjórn málum l andsins í dag geta laun þegar ekki gcrt sér vonir um að einn flokkur komist í þá að Kristján Thorlacius stöðu að geta sótt og varið mál launþega á Alþingi. Ef einhverjir flokkar vilja fá einkarétt á því að vera mál svarar Iaunþega, þá er það ekki launastéttunum í hag. Ef menn líta raunsætt á þessi mál, þá verður auðvitað að vinna að því að meirililuti skap ist á Alþingi, sem líklegt er að taki fullt tillit til liagsmuna 70% þjóðarinnar, launþeganna- Framsóknarflokkurinn vill vinna að hagsmunamálum laun þega, en hann krefst einskis einkaréttar á því sviði. Launamönnum er ljóst, a ð meiri samstöðu er þörf um sjálf kjaramálin. Það vcltur mikið á samstöðu meðlimanna í launþegasamtökunum og að sem flestir einstaklingar sam- takanna séu virkir þátttakend ur í kjarabaráttunni. Hagsmunasamtök almennings mega aldrei verða að einskonar sjálfseignastofnun fárra manna, þá er voðinn vís. Hagsmunasamtök almennings samtakanna í dag er að stilla saman krafta allra launþega til sameiginlegs átaks. Hvernig sem kosningarnar fara verða launþegasamtökin að koma fram sem ein heild í kjaramál unum, ef vel á að takast. En liöfuðatriðið i kosningun um er að auka áhrif launþega á Alþingi og að launamenn styðji þá, sem líklegastir eru til að sinan málum þeirra af alvöru.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.