Tíminn - 30.05.1967, Blaðsíða 6

Tíminn - 30.05.1967, Blaðsíða 6
ÞRIÐJUDAGUR 30. mai 1967 TÍMINN FRÁ BALTIMORE í APRIL: AFNÁM DA UÐAREFSINGAR ER MIKID HITAMÁL HÉR Eins og flesiÍT vita h.efur hvert hinna fimmtíu ríkja Biandaríkjanna sitt eigið þing, þar siem fjallað er um einikamálefni ríkisins, ef svo má að orði komast. Annars er kannski að bera í bakkafullan lækinn, að ætla sér að frœða einhvem um Bandaríkin, sem allir virðast vita allt um. Hvað um það, eina ,jholblbiið“, sem undirritaður hefur al- mennilega efni á er að hamra á ritvélagarminn, og þá kem- ur fræðarinn upp í honium og stundum predikarinn, og bitnar það á blöðum — og almenn- ingi. Athyglisverð asta málefnið, sem ríkisiþingið í Annapollis en það er útborg frá Baltimore þar sem þinigið og landstjór- inn hafa aðsetur, hefur fjall- að um, er afnám dauðarefsing ar eður ei. Var þetta mikið hitamál, eins og bjórmálið beima. En eins og svo oft, fór afturhaldið með sigur af hólimi. Frumvarpið, sem báðir flokkar báru fram, var fellt við at- kvæðágreiðsllu. Megin rök- færzla andstæðinga afnáms dauðarefsingar var, að eina næga refsingin við morðum vœri dauðarefsing. Bnugðið var upp myndum af Óhugnanleg- um glæpum, sem framdir hafa verið á seinni árum, og var ekki laust við, að manni fynd- ist aftuihaldið hafa eitthvað lil síns máls. Andstæðingar dauðarefsingar benfu á það, að dauðlarefsing væri úrelt, meðal annars af þeim sögum, að dóm um væri efcki lengur framfylgt. Síðasla aftakan í Maryland- ríki fór fram 1961, en fjöld- inn allur verið dœmdur til dauða frá því ári, og við enda- laust málavafstur væri démum ýmist breytt eða aftökum frest að árum saman. Allt vœri þetta þungur baggi á fjár- hirzlum ríkisins, sem maétti losna við, með þ<ví að afnema dauðarefsingar. En ríkið greið ir verjendum dauðadæmdra, sem oftast eru eignarlausir. f sambandi við máll þetta var meðal annars sýnd miynd af einum fangannia, sem setið hef ur í dauðaklefanum allt frá árinu 1961. Eins og við mátti búast, var það blökkumaður. Fátæktin og menntunarskortur inn er aðal fylginautur blökku manna hér í Baltimore, eins og víðast í Bandaríkjunum, en ílestir eru sammála um, að or- sök hvers konar glæpa er oft- ast örbirgð. Rúmlega helming- ur íbúanna hér í Baltimore eru blökkumenn. ÍLentust þeir hér á leiðinni norður og að norðan, er þeir yfirgáfu hóp- um saman hin fátæku Suður- riM. En lítið lát er á flutningi negra norður á bóginn. Verða margir þeirna fyrir vonlbrigð um fyrir norðan og snúa við, en komast ekki lengra en til Baltimore. Baltimore er á mörkum Suður- og Norðurríkj anna. í Þrælastríðinu vömuðu íbúar borgarinnar hennönnum Norðurríkjanna vegarin's um borgina og sluppu að mestu við eyðileggingu stríðsins. Hér eins og í Washington, sem er um kliukkustundar akstur héð an, búa blökkumennimir í sér hverfum. Eru þetta hrörieg- ustu hverfi borgarinnar, sem enginn hvítur maður myndi viljia búa í, en svertingjamir eiga engan annan kost Að- flutningur blötokumiannanna að sunnan virðist ekki hafa valdið húsnœðisvandamálum, því þeim Ihefur verið fcomið fyrir í hverfum, sem senni- lega hefur átt að rífa, eða hróifl að yfir þá örgiusbu húsaskrífl- um. Undantefcningar era þó frá þessu. Sum svertingjahverf in virðast Ibúðahhœf. Aftur hef ur hinn mikli aðflutningur lækk að laun hinna lægstlaunuðu, og skapað auðfyrirtækjum góða aðstöðu og ofgnótt vinnuafls. Verkamannavinna er illa Haunuð um einn og hállf an dollara á tímann, og at- vinnuleysi meðal ófaglærðra er mikið. Eru ómerkilegustu verkamannastörf auglýst eins og um eftirsótt emibættisstörf væri að ræða og oft krafist einhvers skólaprðfs til að grafa skurði eða eittihvað álfka flófc ið. Er algenigt að sjá hóp manna bíða eftir viðtali þar sem'héfúr ■kann’ski verið aug- lýst eftir einum til tveimur mönnum til að grafa skurð. Efcki líta fyrirtækin við mönn uim, sem eru orðnir fertugir. Engin furða að Bandaríkin era ‘kölluð iand táninganna. At- vinnuleiysi og lág laun era eitt af vandamálunum, sem að- fliutningiur blökkumanna (hef- ur skapað vinnandi stéttum- hér í Baltimore, eða ef til villl réttara að segja: hafa aukið á. Árið 1954 voru sett lög í Bandaríkjunum, sem bönnuðu aðskilnað hvítna og svartra í skóium landsins. Hér í Baltá- mor,e hefur þessu sennilega lítið verið fylgt, eða erfitt að fnam'fyilgja því. Komið hefur í ljós að lítið sem ektoert er um blandaða skóla, og elztu og hrörlegustu skólahúsin í mið- borginni hýsa eingöngu blökku nemendur. Er þessum skóla- húsum lýst þannig, að þan séu vart boðleg gripahús. Virð pst hið mesta ófremdarástand i menntunarmáll'Um svertingjia hér í borginni. Annars her Mt- ið á (hinu svokallaða kynþátita- vandamáli hér í Baltimore, nema, þegar afbrotamaður er gripinn eða skotinn, er það oftast svertingi. Annars segja ráðsettir og rólegir Baltimore búar, að þeim hafi strax tek- izt að sfcipa svertingjunium til sætis, þar sem þeir eigi að vera, og tekizt að halda þeim niðri. Er ekki laust við, að þetta vandamáil fái á sig keim nágrannarígs og kannski dálít illar afbrýðissemi, í augum ó- kunnugra. Svertingjarnir eru óneitanlega margir hverjir hin ir gjörvilegustu og ekki síður menningarlegri í framkomu, en ihivítu landar þeirra. Þrátt fyrir þennan ríg og hið að því er virðist óbrúanlega bil á milM hvítra og svartra íbúa þessara borgar, virðast yfir- völdin hafa fullan huig á að hindra, að fasismi og aðrar öfgastefnur nái að stofna til glundroða og átaka. Ágœtt dæmi um þessa viðleitin yfir- valdanna er árás, sem gerð var á bókabúð niðri í borginni. Bókabúð þessi verzlar ein- göngu með rit um Marxisma, og jafnrétti kynþáttanna í þjóðfélaginu. Vora gluggar brotnir með grjótkasti hvað j eftir annað og reynt að fcveikja i í verzluninni og eigandanum j hótað dauða og tortíming. Kvað svo rammt að þessu, að húseigendurnir sögðu 'bóksal anum upp húsnœðinu til að forða húsinu fiá skemmdum. Skárast borgaryfirvödlim þá í leikinn, tryg^ðu bóksalanum húsnæði áfram og komu þann- ig í veg fyrir sigur fasismans. Var mjög ánægjulegt að sjá viðbrögð blaðanna í þessu máli. Þrátt fyrir kyniþáttaríg- inn og önnur vandamál hér í bæ, sem er eins og ólæknandi sjúkdómur, sem ailMr hafa sætt sig við, brugðust blöðin mjög heiðarlega við þessum geggj- unariega fasisma með því að fordæma árásir á bókabúðina, áður en borgaryfirvöMin létu til sín taka. Helzta umræðuefni manna á meðal hér 'í bæ era skattarnir, því að nú er sá tími, er skatit- greiðendur fá endursent hluta af gjöldum sínum. Menn greiða skatta jafnóðum af laun um sínum og fylla út skýrzlu í ársibyrjun og fá endursent, hafi þeir greitt of mikið. Ráða menn hve manga ómaga þeir Frá Baltimore. teija fram til skatts. Því fœrri ómaga því meiri skattur. Marg ir gefa upp færri é framfæri sínu en þeir hafa, og eiga þannig töluvert fé inni hjá sfcattayfirvöldiunum við hin ár legu uppgjör. Bandaríkjamað- urinn hefur engu minni and- úð á sköttium en á hvers kon- ar heftiun einstiakUngsins frá hendi hins opimbera. Nýlega var til dæmis felld tillaga í þinginu hér í MarMandi um árlega bifreiðaskoðun, þrátt fyrir öll biffreiðaslysin. Affcur verða menn að láta skoða ef þeir selja bíl. Flestir láta bif- reiðasölurnar annast um bíia- skoðunina, meú því að láta ■gömlu bílana í skiftuim fyrir nýja. Eikki þýðir að minmast á sjúkrasamlag við kianann, ef það þýðir hæfckaða skatita. Hann hendir á, að menn geti femgið fría læknishjálp hjá „Klinifcunum“ ef þeir eigi enga aura. Þó að bviti Bandarikjamað- urinn virðist erki kapitalisti og svertingjahatari, er hann svar- inn fjiandmaður fasismans og lítur á stríðið í Asín ýmist sem Qcviksyndi, sem stjórnin hafi álpast út í, eða sem einka stríð Bandaríkjaforseta tll að forða eifnahagsöngþveiti. Hið síðarnefnda Itou vera sfcoðun þeirra, sem bera hita og þunga stríðsins: hermannanna á víg- stöðunum. INÚ nýlega mynd- uðu námsmenn við John Hop- Mns hástoólann svonefnda vinstri fylkingu tál að mót- mœla stríðinu í Víet-Nam og herfcvaðningu. Er milkið um mótmælagöngur hér gegn alls kyns böM, sem þjáir þessji ágætmþjóð. siá □ Kynþáttavandamállð eins og ólæknandl sjúkdómur. J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.