Tíminn - 30.05.1967, Blaðsíða 11

Tíminn - 30.05.1967, Blaðsíða 11
ÞRHMtroAGTm 30. mai 1967 TÍMINN n HAFNBANN Framhald af bls. 2. blandaði sér í deiluna, viS hlið ísraéls. Þrátt fyrir íþessi orð Nassers, segja stjómmálafréttarit- arar, að afstaða Egypta sé óbreytt, þeir vilji aðeins undirstrika, að eftirliti um Tiran-sundið, innsigl inguna í Akabaflóa, verði haldið áfram óbreyttu. Nasser sagði í þingræðu í dag, að nann hefði fengið vilyrði Kosygins, forsætisráðherra Sovét- ríkjanna fyrir þvi, að Sovétríkin myndu standa við hlið Egypta i hugs^nlegu striði við ísrael. Hersveitir frá olíuríkinu Kuwait, komu í dag til Egyptalands og frá Aden 'berast þær fregnir, að Egypt ar hafi kallað mikinn herafla heim frá Jemen og verði hann sendur beint til landamærana á Sínaí- skaga Þeir kanaddsku hermenn, sem eru i gæzlusveitum S.þ. verða nú fluttir í skyndi brott, samkvæmt kröfu Egypta. Verður sennilega komið upp loftbrú milli Gaza og Kanada á morgun. Stjóm íraks skoraði í dag ó for- svarsmenn olíufélaga í landinu, að flytja ekki olíu til þeirra landa, sem styðja andstæðinga Araba. Samtimis var því hótað að hætt yrði öllu samstarfi við erlend skipa félög, sem létu flytja hergögn og þá fyrst og fremst olíu til ísrael. Þau skip, sem reyndu að rjúfa hafnbann Egypta á Akaba-flóa yrðu sett ó svartan lista. Forsætisráðherra Sýrlands, You seff Zeyen, hótaði þvi í dag, að eyðilagðar yrðu allar olíuleiðslur og kveikt í olíunni, ef einhver vest ræn ríkja aðstoðuðu ísraelsmenn í hugsanlegum vopnaviðskiptum við Araba. Mótið nær hámarki sínu á sunnudaginn, en þá verður sýnd tveggj,a tíma litmynd með íslenzk um skýringartexta. Myndin heitir: „Guð getur ekki farið með lygi“- Vottar Jehóva bjóða alla vel- komna á mótið. ÍSL. AMERÍSKA FÉL. Framhald al Lis. 2 stjómmálum og á árunum 1963— 67 var hann ríkisstjóri Minnesota, en hafði verið vararíkisstjóri (1955—63). Er hann þekktur ræðu maður og ge.fst félögum á fund inum ágætt tækifæri til a kynnast honum og skoðunum hans. Ennfremur verður sýnd kvik- mynd um Minnesota. Félagar eru hvattir til að sækja fundinn og taka með sér gesti. (Fréttatilkynning frá ísl.-amer- íska félaginu). NÁTTÚRUGRIPASYNING Framhald af bls. 2. saanan. Mest ber þarna á alls konar steinum, sem^ ekki er óeðlilegt í landi sem íslandi. Á sýningunni er einnig mikið af steingervingum.Þá er þar mikið safn sk'elja og kuðunga, ís- lenzkra og erlendra, krabbar og sj'aldgæifir fiskar, sem geymdir eru í fomnalíni. Eng ar jurrtir eru sýndar nema nokkrar tegundir ísl. sjiávar gróðurs. Lifandi fiskar em í tveim kerjum. Eru íslenzkir fiskar í öðru en útlendir í hinu. Eins og áður er sagt ber mest á steinategundum á sýn- inigunni.. Margir þeirra eru mjög fallegir og aðrir hafa einkum til síns ágætis að vera sjaldgæfir. Sumir steinanna eru sMpaðir og nokkrir þeirra greiiptir í skartgripi. Sýningin, sem er í kjallara hússins, verður opin daglega kl. 2—10 til 5. júní n. k. Þau sem eiga gripi á sýniug unni eru: Björn Halldórsson, Pétur Pétursson, Jón Bogason, Jtón Björnsson, _ Aðalbjörg Zophaníasdóttir, Ólaffur Bjöm, Marteinn Davíðsson, Heiðbjörk Pétursdtóttir, Páimi Þorsteins son, Þorsteinn Úiffar Bjiömsson, Bjami Guðmundsson og Arn- björg Jónsdióttir. VOTTAR JEHOVA Framhald af bls. 2 að um 100 manns mun koma frá Reykjavík, nágrenni og Suðurnesj um og munu þeir flestir koma á eigin farartækjum. Tilgangur mótsins er að veita aukna þekkingu á Biblíunni og verða margar ræður og sýnikennsl ur sýndar til þess að skýra og sýna, hvernig Biblían veitir hag kvæmar leiðbeiningar fyrir okkar kynslóð. Mótið mun líka gefa Akur eyringum sérstakt tækifæri til þess að kynnast skoðunum Votta Jehóva og sýna þeim, hvernig „Bók Bókanna“ fræðir okkur um frmatíðina- UPPBÆTUR Framhais aí bls. 1. fyrir íslenzkt þjóðarbú er öllum landsmönnum vel ljós. Þar á sér stað mikil verðmætasköpun vegna vinnslu sjávaraflans í matvæli, sem fullnægja kröfum nútíma neytendamarkaða- Hraðfrystiiðnað urinn hefur veitt jafnasta atvinnu og er, ásamt sjávarútvegnum, und irstaða atvinnuuppbyggingar í fjölmörgum sjávarplássum lands- ins. í hraðfrystiiðnaðinum og fiski flotanum, sem annast hráefnisöfl un vegna hans, liggur bundið mik fjármagn. Árlegur útílutningur hraðfrystr,a sjávarafurða er um Vi af heildarútflutningsverðmæti þjóðarinnar. Alþjóð er vel kunnugt um, að erfiðleikar þeir, sem steðjuðu að hraðfrystiiðnaðinum í byrjun þessa árs, stöfuðu af minnkandi hráefni, auknum innlendum til- kostnaði og lækkuðum verðum á erlendum mörkuðum. Erfiðleikar þessir voru það miklir, að hrað frystihúsin í heild hefðu komizt í þrot, hefði ekkert verið aðhafzt Með lögum um ráðstafanir vegna sjávarútvegsins, sem m. a. fela í sér, að hið opinbera ábyrgist greiðslu allt að 75% af verðfalli hraðfrysts fisks, stóðu vonir til, að unnt yrði að fleyta hraðfrysti iðnaðinum yfir erfiðleikana um sinn. — Misheppnuð vetrarvertíð hefur gert þá von að engu, að áfram verði haldið án frekari að- gerða. Til þess að eðlilegur rekstur og nauðsynlegur þróttur skapist á ný í íslenzkum hraðfrystiiðnaði, verð ur ekki hjá því komizt að hið fyrsta verði framkvæmt algjört endurmat á rekstraraðstöðu hrað frystihúsanna. í því efni telja hrað frystihúsaeigendur, að um eftirfar andi leiðir sé að velja: ★ Að gengið sé rétt skráð eða nauðsynlegar uppbætur greidtdar til að tryggja rckstrargrundvöllinn. ★ Að tryggja heri aukna hrá- efnisöflun með hækkun fiskverðs til útgerðarinnar til þess að aukinn áhugi vakni á þorskveiðum. ★ Að markaðsaðstaða íslend- inga sé sem víðast tryggð og hags munir hraðfrystiiðnaðarins eigi fyrir borð bornir í milliríkjasamn ingum. ★ Að lánamál hraðfrystihús- anna verði endurskoðuð hið allra fyrsta, með það fyrir augum, að í þeim efnum búi íslenzkur hrað frystiiðnaður við sambærileg kjör og erlcndir keppinauatr. Öðru hvoru á liðnum áratugum hefur hraðfrystiiðnaðurinn eins og ýmsar aðrar atvinnugreinar , átt við erfiðleika að striða vegna inn- anlandsþenslu og erfiða markaðs aðstæðna erlendis, sem hafa dreg ið úr framleiðslumöguleikum og arðbæri, en jafnan eftir að nauð synlegar leiðréttingar hafa verið gerðar á rekstrargrundvelli þessa mikilvæga atvinnuvegar, hvort sem er fyrir tilverkan gengisbreytingar eða uppbóta, hefur hraðfrystiiðn aðurinn fljótlega náð sér á strik og stóraukið afköst sín og fram leiðslu. Samtímis hefur grundvöll urinn fyrir rekstur þorskveiðiflot ans styrkzt og atvinna stóraukizt í sjávarplássum með þar af leið andi framhaldsverkunum inn í allt atvinnulífið. Það yrði þjóðarógæfa, ef íslenzkum hraðfrystiiðnaði hnignaði og afleiðingar ófyrirsjá anlegar fyrir mörg sjávarpláss. Hraðfrystihúsaeigendur vilja því á þessum erfiðu tímamótum brýna fyrir forráðamönnum þjóðarinnar, að vanmeta ekki mikilvægi hrað frystiiðnaðarins, og að þeir beiti sér fyrir nauðsynlegum ráðstöfun um til að tryggja áframhaldandi rekstur og uppbyggingu þessa at- vinnuvegar.“ ÞETTA VILL . . . . Framhals af bls. 1. keppnishæfni þeirra, fjöl- breytni og hagkvæmari verka- skiptingu. fk Stefnt verð: að því, að ís- lendingar smíði sem flest skip sín sjálfir og annist skipavið- gerðir sínar. ★ Haldið verði áfram upp- bvggingu stærri iðnaðar, sem haíinn var með byggingu Áburð ar- og Sementsverksmiðju, og sé stefnan sú, að fslendingar sjálfir eigi og reki slík fyrir- tæki, en þó geti komið til greina — ef sérstaklega stendur á, — að ieita samstarfs við erleut fjármagn um byggingu ein- s+akra fyrirtækja, samkvæmt sérstökum lögum og samningi nverju sinni, en þó án allra serhlunnmda, og slíkur rekstur iúti í einu og öllu íslenzkuru Iögum, og þess sé vel gætt, að ölík erlend fjárfesting verði aldrei nema mjög lítill hluti sf heildarfjárfestingu þjóðarina. ar. ★ ftarleg rannsókn sé gerð á mögulelkum til stofnunar nýrra iðngreina og efld hvers konar rannsókna -og tilrauna- starfsemi í iðnaði og komið á hagkvæmari ráðunautastarf- semi. ★ Sérstök áherzla verði lögð á aukna tækn: og framleiðni í byggingaiðnaði er miði að lækkun byggingarkostnaðar. Lækkaðir verði tollar á iðnaðar vélum til þess að auka sam- keppnishæfni, ig hráefni til iðnaðar verði jafnan Iægra toll uð en fullunnin va'ra. it Unnið verði skipulega að hagkvæmri uppbyggingu og dreifingu iðnaðar um landið, og komið á fót ríkisstofnun, sem stuðli að uppbyggingu nið- ursuðuiðnaðar fyrir sjávar- vörur. LEIKSTJÓRAR Framhald af bls. 2 haldið er hérlendis. Á sunnudag fóru þátttakendur í ferðalag til Þingvalla og Gullfoss- Á Þingvöllum flutti dr. Einar Ól- afur Sveinsson fyrirlestur um stað inn og rakti sögu hans í stórum dráttum. Myndin ei tekin af nokkrum leikstjóranna á Þingvöll um. EFTA og EBE Framhals ai bis 1 hvað fyrir forsætisráðherranum vaki: Það er í fyrsta lagi að ná því sem hann kallar „viðhlítandi samn ingum“ um aðild að EFTA. Þeir, sem pekkja ferii núv. stjórnar í utanrikismálum, gera sér vel ljóst, að það yrðu harðir kostir, sem hún teldi ekki viðhlítandi! Það er í öðru lagi, að aðildin að EhTA verði áfangi inn í Efna- hag<r-andalagið eða eins og ráð- herranii o,-ðar það, yrði til að „auð velda okkur að ná nauðsynlegum samningum við Efnaihagsbandalag ið á seinni stigum“. Það er í þriðja lagi að verða aukaaðili í Efnatoagsbandalaginu, og því útilokar forsætisráðherrann í ummælum sínum enga aðild aðr,a en „fullkomna aðild“. Ríki geta gerzt aðilar að Efna- hagsbandalaginu með tvennum ihætti Þau geta gerzt fullgildir aðili,- eða fulkomnir aðilar eins og Bjarúi orðar það. Slikri aðild fylgja allar skyldur og öll rétt- indi. Slík aðild mun ekki að sinni veitt nema fáum útvöldum ríkjum, sem m.a. eru komin langt í iðn- þróun. Þau ríki, sem ekki fá að geras* fullkomnir aðilar, geta gerzt aukaaðilar. Þau eru undan- þegin sumum skyldum bandalags ins og hafa líka minni réttindi, t.d. engin áhrif varðandi stjórn og stefnu bandalagsins. Aukaaðildinni fylgja þó flestar efnahagslegar skyldur, eins og gagnkvæm réttindi til atvinnu- reksturs og atvinnu, kaup á fast eignum og hafalítil eða liatfalaus innflutningur iðnaðarvara. Þegar rætt var hér um efnahags banualagsmálin fyrir fjórum ár- um, kom það margoft í ljós, að stjórnarflokkarnir stefndu að aukaaðild. M. a. lýsti mið- stjórn Alþýðuflokksins sig slíkri aðil-i fylgjandi. Það er bersýnilegt af framþn- Igreindum ummælum forsætisráð- herra. að þennan þráð hefur rikis- stjórnin tekið upp aftur. Allar líkur benda til, að ísland verði að taka afstöðu til þessara mála á næsta kjörtímabili. EFTA- löndin munu fylgja Bretlandi inn í Efnatoagsbandalagið? ýmist sem fullkomnir aðilar eða aukaaðilar, og EFTA leggjast niður. ísland verður þ£ að ákveða, hvort það á að fylgja þeim eftir,. eins og stjórnarflokkarnir vilja, eða gera viðskiptasamning við Efnahags- bandalagið, eins og .Framsóknar- flokkurinn vill. 11. júní getur þvi orðið sein- asti dagurinn, sem kjósendur fá til að ráða úrslitum þessa máls. Þetta þarf.hver einasti kjósandi að gera sér ljóst og láta afstöðu sína koma greinilega i ljós við kjörborðjð. A VlÐAVANGI Framhald ai bls 8 segir kirkjumálaráðtoerrann. Vafalaust mælir Jóhann svo fyrir munn allra viðreisnarráð herranna, en það er ekki víst að þjóðinni finnisit árangurinn jafn heillandi, og af því að Jó- hann grunar það, það, rekur hann upp neyðarópið og birtir með því hina svörtu mynd af sjálfum sér og Drangey. Bifreiðastjóri Karl eða kona getur fengið starf nú Þegar við skeytaútsendingu ritsímans. • Upplýsingar í síma 22079. RITSÍMASTJÓRI Tilkynnlng Athygli skal vakin á 137. ug 138. grein Brunamála- samþykktar fyrir Reykiavík um sölu á eldfimum vökvum. Undir þessar reglur heyrir sala á fIjótandi gasi (própan, bútan, o.s.frv.). Allir þeir, sem annast sölu á slíku verða að hafa leyfi bruna málastjórnar. Reykjavík, 29. maí 1967 Slökkviliðsstjórinn í Reykjavík. OPINBERT UPPBOÐ verður haldið að Efri-Sýrtæk, laugardaginn 3. júní kl. 13, þar selt búshlutir af mörgu tagi, svo sem: mjaltavél og mjólkurbrúsar, bátur nýr með mótor, Þakjárn, hestajárn með fleiru. HREPPSTJÓRINN. Frá borgardómaraembættinu Skrifstofur borgardómaraembættisins verða lok- aðar vegna flutnings 30. ug 31. maí Verða opnaðar í Túngötu 14, fimmtudaginn 1 júní n.k. Yfirborgardómarinn í -Reykjavík.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.