Alþýðublaðið - 18.01.1985, Síða 3

Alþýðublaðið - 18.01.1985, Síða 3
Föstudagur 18. janúar 1985 3 l-ÍNU-OGTOGV. RANNAPAR ÓÁKV Bann við línu- og togveiðum Þann 11. janúar sl. var tilteknu svæði í Breiðafirði lokað fyrir veið- um í eina viku. Hafrannsóknar- stofnunin, hefur nú lagt til við ráðuneytið að bann þetta verði framlengt enda sé hér um þekkta smáfiskaslóð að ræða. Ráðuneytið hefur því gefið út reglugerð, sem bannar línu- og tog- veiðar á svæði, sem markast af lín- um, sem dregnar eru milli eftir- greinda punkta:’ a. 65°04’N — 24°27’V b. 65°07’N — 24°42’V c. 65°19’N — 24°36’V d. 65°08’N — 24°03’V Svæði þetta verður kannað reglu- lega undir umsjón útibústjóra Haf- rannsóknastofnunarinnar á Ólafs- vík og banninu aflétt þegar aðstæð- ur leyfa. Skatturinn 4 fræðilegt jafnt sem efnahagslegt. Hinn hugmyndafræðilegi þáttur varðandi varnarmálin er greinilegur og það er margt varðandi félags- málin sem afar erfitt er að skera niður. Hann byrjaði þar á því sem auðveldast var að skera og beindist einkum að hinum fátæku, en marg- ir slíkir liðir eru ekki aðeins fyrir hina fátæku, tryggingar ýmiss kon- ar og eftirlaun, sem og greiðslur til hermanna. — Reagan er mjög á móti því aö hækka skattana, ekki satt? „Við komum mjög sennilega til með að sjá skattahækkun hjá Reagansstjórninni. Sennilega verð- ur hún kölluð öðru nafni, t.d. skattaumbætur, en þegar reikning- arnir verða gerðir upp mun koma í ljós að skattarnir hafi hækkað. Æ fleiri líta á það nú sem reginhneyksli hversu margir stöndugir einstakl- ingar komast upp með að borga ekkert í skatta og það má búast við umbótum í þá átt að loka fyrir þetta. Einnig hefur verið minnst á að koma á virðisaukaskattinum." — Hvaða breytingar sérð þú fram á í Bandarískum stjórnmálum á næstu árum? „Ein allra merkilegasta breyting- in sem nú er í gangi er hin land- fræðilega breyting, þar sem áhersl- an er æ meir að færast frá Norð- Austur og Mið-Vesturríkjunum til Suðurríkjanna og ríkja á Vestur- ströndinni. Það hefur nú gerst i fyrsta skipti í sögunni að íbúamiðj- an er komin vestur fyrir Missis- sippi-fljótið. Þessar landfræðilegu hræringar munu hafa alls konar af- leiðingar í för með sér. Löngum hefur allt snúist um Austurblokk- ina svo kölluðu (eastern establish- ment) og valdakjarnann þaðan. En nú horfum við upp á nýja valda- miðstöð með Reagan, Schultz, Weinberger og fleiri frá California o.s.frv. Tala má um annars konar andrúmsloft og endurnýjaðan athafnakraft. Þeir sem eru bjart- sýnir og sjá fram á áframhaldandi breytingar í þessa veru gera sér von- ir um jákvæðar afleiðingar, nýja dínamík fyrir landið i heild. Fólkið í þessari nýju valdamiðstöð kemur frá ríkjum sem hafa önnur viðhorf en tíðkast hafa hvað mest.fólkið er áberandi meira gegn verkalýðsfé- lögum og finnst ekki eins mikið til velferðarkerfisins koma. Hinir sem eru svartsýnari sjá fram á mikla að- lögunarerfiðleika, á sviði stjórn- mála, menningarmála o.s. frv. Þeir sjá fram á aukna sundrungu og svo jafnvel myndun „undirstétta", sem við minntumst á hér fyrr. Annars er það staðreynd að tala má um hringrás þegar bandarísk stjórnmál eru annars vegar. Hlut- irnir færast til einnar áttar en síðan í aðra átt seinna. Mér finnst til dæmis vera margar hliðstæður með Reagan og svo Coolidge, þó margt hafi verið ólíkt. Kynslóðaskipti eiga sér stað og ekki má gleyma því að Bandaríkin eru samansett af ólík- um hópurn. Ef til vill má telja Reag- an vera þáttaskil í þessari hringrás" sagði Fogelman að lokum. FÉLAGSSTARF ALÞÝÐUFLOKKSINS Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur Tillaga uppstillingarnefndar til stjórnarkjörs í Alþýðu- flokksfélagi Reykjavíkur liggur frammi á skrifstofu Al- þýðuflokksins til og með 22. jan. Breytingar verða að berast fyrir þann tlma. Stjórnin Alþjóðleg bænavika Alþjóðleg bænavika um einingu kristinna manna er árviss þáttur í lífi kristinna manna víða um hinn kristna heim. Að undirbúningi hennar hér á landi stendur samstarfsnefnd krist- inna trúfélag á íslandi. í henni eiga sæti tveir fulltrúar þjóðkirkjunnar og einn fulltrúi frá hverjum eftirtal- inna trúfélaga: Rómversk-kaþólsku kirkjunni, Aðventistum, Hvíta- sunnusöfnuðunum og Hjálpræðis- hernum. Efni bænavikunnar að þessu sinni var valið af alkirkjulegum hópi á Jamaica í Vestur-lndínum og er: „Frá dauða til lífs með Kristiþ Efes. 2:4—7. Þar er undirsírikað, að kristnir menn í heimi erfiðleika og margvíslegra þrenginga eiga nýtt líf og von í samfélagi við Jesúm Krist og þá jafnframt hver við ann- an. í bænavikunni bjóða söfnuðirnii hver öðrum til sameiginlegs guðs- þjónustuhalds. Hér í Reykjavík verða guðsþjónusturnar á eftirtöld- um stöðum: Sunnudag 20. jan. í Neskirkju kl. 2. e.h., miðvikudag 23. jan. í Dóm- kirkju Krists konungs kl. 8.30 e.h.. fimmtudag 24. jan. hjá Hjálpræð- ishernum kl. 8.30 e.h., föstudag 25. jan. í Aðventkirkjunni kl. 8.30 e.h.. og laugardag 26. jan. í Fíladelfíu kirkjunni kl. 8.30. Lausar stöður Eftirtaldar stöður við Hegningarhúsið í Reykjavík eru lausar til umsóknar: 1) Staða forstöðumanns. Samkvæmt 11. gr. laga um fangelsi og vinnuhæli nr. 38/1973 skal öörum fremur skipa í stöðuna lögfræöing eða félagsráðgjafa og skulu þeir sérstaklega hafa kynnt sér fangelsismál. 2) Staða varðstjóra. 3) Staða fangavarðar. Aldursmörk eru 20-40 ár. Umsóknirergreini aldur, menntun og fyrri störf sendist ráðuneytinu fyrir 1. febrúar nk. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 14. janúar 1985. Skútuvogur 7 Reykjavík Kauptilboð óskast í grunnbyggingu að iðnaðar- húsnæði við Skútuvog 7, Reykjavík, þ.e. sökklar og steypt plata að hluta, 4300 m3. Stærð lóðar er 11.155 m2. Tilboðseyðublöð liggja frammi á skrifstofu vorri þar sem allar nánari upplýsingar eru veittar. Kauptilboð þurfa að hafa borist skrifstofu vorri fyrir kl.11:00, 5. febrúar nk. INNKAUPÁSTOFNUN RÍKISINS Boraartuni 7. simi 26844 GREIDENDUR Á bakhlið launamiðans eru prentaðar leiðbeiningar um útfyllingu einstakra reita launamiðans. Þar kemur m.a. fram að í reit 02 á launamiða skuli telja fram allar tegundir launa eða þóknana sem launþegi fær, ásamt starfstengdum greiðslum svo sem: 1. verkfærapeninga eða verkfæra- gjald, 2. fatapeninga, 3. flutningspeninga og greiðslu far- gjalda rnilli heimilis og vinnu- staðar. Greidda fæðispeninga skal telja fram í reit 29 ásamt upplýsingum um vinnu- dagafjölda viðkomandi launþega. Frestur til að skila launamiðum rennur út þann 21. janúar. Það eru tilmæli að þér ritið allar upplýsingar rétt og greinilega á miðana og vandið frágang þeirra. RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.