Alþýðublaðið - 23.01.1985, Page 2
2
Miðvikudagur 23. janúar 1985
—RITSTJÓRNARGREIN — — '
Veislunn i er lokið
Stjómmálamönnum hefur orðið tiórætt um
skuldasöfnun þjóðarinnar erlendis. Flestir
þeirra vara við þeirri stórháskalegu þróun, en
um leið og þeir eru sestir á valdastóla, þá þykir
þeim auðveldast að fresta efnahagsvandamál-
um og fjárskorti með því að slá ný lán I útlönd-
um. Nægir þar að minna á stóryröi fjármálaráð-
herra, Alberts Guðmundssonar þegar hann
settist á ráðherrastól. Þá sagði hann það jafn-
gilda uppsögn sinni sem ráðherra, ef hlutfali
erlendra skulda af þjóðarframleiöslu færi yfir
60%. Nú er þessi hlutfallstala í 64% og fjár-
málaráðherra situr enn eins og ekkert hafi í
skorist. Þegar götín fóru að gera vart við sig I
ríkisrekstrinum og í Ijós kom að fjárlögin
gengu ekki upp frekar en fyrri daginn, þá var
neyðarlendingin sú sama og áður, hvað sem
öllum gömlum loforðum leið; slegin voru er-
lend lán.
En vitaskuld er ekki hægt að skella allri
skuldinni á núverandi fjármálaráðherra. Hann
erekki fyrsti ráðherrann, sem hefur látið freist-
ast til að fresta vandanum, en auka þó jafn-
framt á hann, með sláttumennsku í útlöndum.
Síðustu ríkisstjórnir hafa ailar staðið sig lak-
lega á þessu sviði og látið reka á reiðanum.
Skyldi almenningur I raun gera sér grein fyrir
því hversu hrikalegar skuldir þjóðarinnar eru?
Ætli fólk átti sig á því að hver og einn einasti Is-
lendingur skuldar tæplega 190 þúsund krónur
erlendis. Það þýðir skuld upp á 750 þúsund
krónur fyrir hverja fjögurra manna fjölskyldu í
landinu. Og í afborganir og vexti munu íslend-
ingar greiða 6 milljarða króna á þessu ári, eða
10% af tekjum alls launafólks í landinu.
í grein eftir Þórð Friðjónsson hagfræðing er
rakin ömurleg öfugþróun þessara mála sfð-
ustu áratugi. Þar kemur í Ijós að frá 1947 hafa
skuldir þjóðarinnar erlendis aukist stöðugt.
Þannig námu skuldirnar 1% af þjóðarfram-
leiðslu það ár, en voru komnar upp I tæplega
20% árið 1965. Árið 1975 var hlutfallið orðið
35%, en á slðustu 10 árum hefur hlutfallið
hækkað upp I hvorki meira né minna en 64%.
m
I gagnmerkri grein í Alþýðublaðinu I dag gerir
Magnús Marisson þessi mál að umtalsefni og
bendir á að hóflegt erlent fjármagn sé ekki
ætíð af hinu vonda, ef því er stýrt til bráðnauð-
synlegra og arðbærra framkvæmda. Allt of oft
hefur hins vegar borið á því hér á landi að erlent
lánsfjármagn sé notað til gæluverkefnastjórn-
málamanna, sem engan arð gefa og jafnvel til
reksturs ríkisins og stofnana þess. Erlendu
lánin hafa farið í alls kyns óþarfa og skapað
þenslu.
Magnús Marfsson segir m.a. í grein sinni:
„Við sjáum nú þessa dagana hvernig röng notk-
un á erlendu fjármagni sem skapað hefur
þenslu hefur leitt til þess að sá árangur sem
þjóðin var að ná í baráttunni gegn verðbólg-
unni glataðist vegna hins þensluskapandi er-
lenda fjármagns, sem dælt var inn í landið af
lltilli fyrirhyggju. Tíminn líður, veislunni er lok-
ið, og við dyrnar standa kröfuhafarnir, þeir
munu ekki láta eftir sinn hlut. Ekki er ástæða
til að harma það að veislunni er lokið. Hún var
nefnilega kostuð af þeim sem ekki voru boðnir
en eru látnir greiða veislukostnaðinn.11
I þessum orðum Magnúsar Maríssonar er
mikill sannleikurfólginn. Staðreyndin ersú,að
hin óhóflega lántakaerlendis hefurekki skap-
að almenningi betri lífsafkomu og bættari kjör
eins og upphaflega var vonast til. Þvert á móti
hefur fjármagninu verið sóað. En almenningur
fær að borga brúsann þegar upp er staðið, eins
og venjulega. En hvort sem fólki líkarbetureða
verr, þá er nauðsynlegt að þjóðin öll horfist í
augu við raunveruleikann f þessum efnum.
Efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar er í húfi.
Hvorki meiranéminna. Við íslendingarverðum
að losna úr skuidaklafa erlendra lánadrottna.
- GÁS.
Sagan 1
mjög mikilvægt, og helst vildi
hann fá Alþýðuflokkinn inn líka.
Málgagn framsóknarmanna, NT,
hvatti til kosninga, en Páll Péturs-
son sagði að framsóknarmenn
væru ánægðir með sína ráðherra.
Skömmu síðar var haft eftir Guð-
mundi Einarssyni BJ að um það
bil fjórðungur þingflokks sjálf-
stæðismmanna hefði sýnt áhuga á
samstjórn þeirra með Alþýðu-
flokki og Bandalagi jafnaðar-
manna. En nú kemur örlítið hlé á
framhaldssögunni, ekki síst vegna
þess að athygli manna beindist að
flokksþingi Alþýðuflokksins.
Fljótlega eftir flokksþingið
segir DV hins vegar að „nafla-
skoðuninni sé lokið“ og að Þor-
steinn verði ekki ráðherra í bráð,
þó hann sjálfur, Steingrímur og
Albert hafi verið því eindregið
fylgjandi. Og Geir sagði það mið-
ur að Þorsteinn væri ekki inni. Nú
tekur við talsverð umræða um
fjárlagagatið margfræga, en 28.
nóvember opinberar Ólafur G.
Einarsson að menn hefðu uppi
spádóma um kosningar í vor, en
segist þó vera sannfærður um að
það sé Þorsteini ekkert persónu-
legt kappsmál að komast í stjórn-
ina. Daginn eftir viðurkennir for-
hæðir og brýr
eru vettvang-
ur margra um-
ferðarslysa. Við
slíkar aðstæður
þarf að draga úr
ferð og gæta þess að
mætast ekki á versta
stað.
JU^IFERÐAR
sætisráðherra að það sé ekki nóg-
ur kraftur í ríkisstjórninni og-
hann hefði rætt við forystumenn í
Sjálfstæðisflokknum um mögu-
legar breytingar. Uppgjöf, for-
sætisráðherra? Já, sagði hann, ef
menn geta ekki komið sér saman.
Viku síðar hefur hringurinn
þrengst: Nú eru það fjármálin til
Þorsteins eða hann alls ekki í
stjórnina. DV segist hafa rætt við
fjölmarga sjálfstæðismenn og
hafa orðið vart við mikla þreytu
með stjórnina og á miðstjórnar-
fundi flokksins komu fram tals-
verðar áhyggjur vegna fregna um
að flokkurinn væri að tapa tiltrú
fólks hvarvetna. Tveimur dögum
síðar segir DV frá því að fyrr á ár-
inu hafi Matti Bjarna boðið Þor-
steini stól sinn en formaðurinn
hafnað.
11. desember virðist blaðran
síðan springa þegar formaðurinn
lætur hafa eftir sér í DV að hann
fari alls ekki í þessa stjórn og
mátti lesa á milli línanna að hann
væri í mikilli póiitískri fýlu. Það
hefur vafalaust þess vegna mörg-
um brugðið þegar fyrirsögn í DV
skömmu síðar hljóðaði svo: „Sat
í brennandi stól“. En ekki var það
nú um Þorstein formann.
Nýja árið heilsaði. Eitt fyrsta
verk DV var að greina frá því að
nú væri að sverfa til stáls í Sjálf-
stæðisflokknum og valkostirnir
væru skýrir: Ný ríkisstjórn, ný
stjórnarstefna eða kosningar í
vor. Þetta væru kröfur formanns-
ins og fleiri og hann sagður leggja
formannstitil sinn að veði. Um
svipað leyti knýr Björn Dag-
bjartsson á um breytingar og Ell-
ert B. Schram segir stjórnina vera
tímaskekkju og að ráðherra
flokks síns skorti pólitíska greind
til að taka á vandanum.
En um miðjan þennan mánuð
var gefin út eins konar fréttatil-
kynning um að engar breytingar
væru á dagskrá. Þorsteinn virðist
Árshátíð
Hafnarfirði og Garðabæ
Árshátíð Alþýðuflokksfélaganna í Hafnarfirði og
Garðabæ verður haldin laugardaginn 2. febrúar
næstkomandi og hefst klukkan 19.30.
Mikil stemmning. — Mætum öll.
Nánar síðar.
Nefndin.
loks sætta sig við orðinn hlut, það
er í bili, því mótleikur hans var að
boða til landsfundar í vor í stað
þess að hann yrði í haust eins og
með undanfarna tvo landsfundi.
Þar með tók að heyrast annars
konar hljómur í framhaldssög-
unni, en hún heldur þó áfram af
fullum krafti. í gær var haft eftir
Sverri Hermannssyni og Valdimar
Indriðasyni að æskilegt væri að
formaðurinn kæmi inn í stjórn-
ina.
N ú er bara að bíða og sjá hvað
setur. Líkt og með Dallas og
Dynasty og fleiri slíka þætti, þá
bregst höfundunum ekki boga-
listin við að finna plott og „fjöl-
skylduvandamálin" hrannast
upp. Ekki missa af næsta þætti í
sögunni endalausu.
Stórsókn 1
sem að minnsta kosti gefa sterka
vísbendingu um þróun mála, þá
hefur fylgi Alþýðuflokksins vaxið
verulega og flokkurinn annar
stærsti flokkurinn í bæjarfélaginu
með fimmta hvert atkvæði. Lítil
breyting virðist hafa orðið á fylgi
Framsóknarflokks, Bandalags
jafnaðarmanna og Alþýðubanda-
lags, en Kvennalistinn fær verulegt
fylgi. Afhroð Sjálfstæðisflokksins
er mikið. í þeim hópi sem svaraði í
könnuninni höfðu nær 60% kosið
flokkinn í síðustu kosningum, en
margir þeirra hafa greinilega gefist
upp á honum og fylgið komið niður
fyrir 40%.
í sömu könnun var meðal annars
spurt um afstöðuna til veru lands-
ins í NATO og reyndust 75,5% vera
fylgjandi. Þá var einnig spurt hvort
viðkomandi teldi tekjuskiptinguna
í landinu vera réttláta eða rangláta.
Rangláta söguðu 53,4% og önnur
33,1% töldu hana „fremur rang-
láta“, samtals 86,5%. 11,5% töldu
hana „fremur réttláta“ og aðeins
2% „réttláta", samtals 13,5%.
Sjómenn 1
Hlutur sjómanna í aflaverðmæt-
unum hefur minnkað verulega á
undanförnum árum. T. d. var afla-
hlutur sjómanna, laun og launa-
tengd gjöld ein 47,9% af verðmæti
aflans við botnfiskveiðar árið 1981,
en miðað við óbreytt ástand verður
sama hlutfall 41,6% í mars 1985. Á
togurum var hlutur sjómanna rúm
36% 1981, en verður kominn niður
í 29,7% í mars í ár.
„Þetta sýnir svart á hvítu, að
hlutur sjómanna fer hrað minnk-
andi og við sættum okkur ekki
lengur við þessa þróun“ sagði Ósk-
ar Vigfússon að lokum.
Síðdegis í gær var nýr fundur
með sjómönnum og viðsemjendum
þeirra, en engar fregnir höfðu bor-
ist af honum þegar vinnslu blaðsins
lauk.
Öryggisleysi 1
Annars eru frystihúsin að fara í
gang núna og þá rætist úr fyrir
stærsta hluta þessa fólks, sem hefur
gengið atvinnulaust frá því fyrir jól.
Það er þó erfitt að meta stöðuna
núna og það er fyrst á föstudaginn,
sem kemur í ljós hversu margir hafa
aftur fengið vinnu.
Að lokum sagði Sigurbjörn að
það yrði að leiðrétta þetta öryggis-
leysi, sem fiskverkunarfólk býr við.
„Það nær ekki nokkurri átt að fara
svona með fólk, sem vinnur að und-
irstöðuatvinnuvegi landsmanna.
Eitthvað verður að gerast, allt ann-
að er vonlaust"